Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 3 „Það var hlátur, skelli hlátur” Birtíngur kominn út HIÐ íslenzka bókmenntafélag gefur nú út nýtt rit i flokki Lærdómsrita Bókmenntafélags- ins. Er það Birtfngur eftir Voltaire — eða svo bókin sé nefnd fullu nafni: Birtfngur eða bjartsýnin sem snarað hefur verið úr þýsku Hrólfs læknis, ásamt viðaukum sem fundust f pússi læknisins þegar hann dó í Minden á því náðar- ári 1759. Halidór Laxness sneri bókinni á islenzku. Þýðingunni fylgja forspjall og skýringar sem ritstjóri Lærdómsritanna, Þorsteinn Gylfason, hefur tekið saman. Birtíngur kom áður út hjá Helgafelli árið 1945, og hefur sú útgáfa lengi verið ófáanleg. Þegar af þeirri ástæðu var fyllsta ástæða til nýrrar útgáfu. Að auki var hin íslenzka þýðing gerð á örskömmum tíma, aðeins tólf dögum, svo að ekki fór hjá því að svolítillar ónákvæmni gætti f þýðingunni. Nú hefur þýðingin verið vandlega endur- skoðuð og hefur Halldór Laxness fært þá staði sem at- hugaverðir voru til betri vegar. Ein breytingin er sú að nafn einnar söguhetjunnar, Jacques l’anabaptiste, var áður Jakob óausni en er nú Jakob betrum- skírði sem er réttara. Birtfngur er eitt af höfuðrit- um síns tíma, upplýsingaraldar, og jafnframt gervallra franskra bókmennta; lét Georges Pompidou Frakklandsforseti þess getið i ræðu sem hann flutti forseta Islands sumarið 1973 að hann teldi það til merkustu tíðinda í menningar- legum skiptum Frakka og Is- lendinga að Halldór Laxness hefði snarað Birtfngi á íslenzku. Bókin geymir viðbrögð Voltaires við þeirri bjartsýni sem var höfuðein- kenni á lífsskoðun upplýsingar- aldar — og að miklu leyti á allri lífsskoðun Vesturlandabúa æ siðan. Uppgjör sitt við bjárt- sýnina kaus Voltaire ekki að klæða búningi fræðirits, heldur skemmtisögu af því tagi sem hann kallaði „heimspekilegt ævintýri”. I forspjalli hinnar nýju út- gáfu segir meðal annars: „Ástæðan til hylli Birtíngs var sú sem enn blasir vonandi við hverjum lesanda bókarinnar: hér var ekki einasta komin ein- hver skemmtilegasta bók sem skrifuð hefur verið, heldur líka ein hin viturlegasta. Viturlegar eru þær bækur sem spyrja ein- faldra spurninga, og í Birtíngi lánaðist Voltaire að verða fyrstur samtímamanna sinna til að spyrjaþeirrar einföldu spurningar, hvernig hefðar- spekingar aldarinnar, hvort heldur þeir reistu kenningu sina á kristindómi eða vísind- um og heimspeki, gætu með nokkru lifandi móti haldið því fram að skipan heimsins væri skynsamleg og sérhver hlutur ætti sér skynsamlega skýr- ingu... Af bókinni mátti líka ráða svar við spurningunni. Svarið var ámóta einfalt og hún og kannski ennþá viturlegra. Það var hlátur, skellihlátur.“ Lærdómsrit Bókmennta- félagsins sem komið hafa út frá 1970 voru tólf fyrir og er Birtíngur því hið þréttánda. Önnur tvö eru væntanleg til viðbótar innan skamms. Eru Halldðr Laxness Voltalre það bók Aristótelesar Um skáldskaparlistina sem Kristján Arnason menntaskóla- kennari hefur þýtt úr grísku og samið inngang að, og tvö rit franska heimspekingsins Renés Descartes f einni bók: Orðræða um aðferð og Hugleiðingar um frumspeki. en þau hafa þeir Magnús G. Jónsson dósent og Þorsteinn Gylfason þýtt. Á næsta ári verður svo enn frekara framhald á útgáfu Lær- dómsrita. r Um 1000 Islendingar 1 hóp- ferðum erlendis um jólin UM 340 manns verða gestir ferða- skrifstofunnar Sunnu á Kanarfeyjum yfir jólin að sögn Guðna Þórðarsonar forstjóra Sunnu, en að auki verða 24 flug- liðar Air Viking erlendis um ióla- hátfðina í Saudi-Arabfu, Vestur- Afrfku og óvfst er hvar þriðja áhöfnin verður. Á vegum Flugleiða verða alls 370 manns á Kanaríeyjum um jólin en þar af eru 60 á vegum Urvals og 30 á vegum Utsýnar. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaða- fulltrúa Flugleiða er um þrjá hópa að ræða og munu 250 manns dvelja á Gran Kanari og 126 á Tenrife. Milli jóla og nýárs fer 120 manna hópur út á vegum Flugleiða, en hluti fyrri hópa kemur heim, þannig að alls verða um 400 manns úti um áramótin á vegum Flugleiða. Orn Steinsen hjá Ferðaskrif- stofunni Utsýn tjáði Morgun- blaðinu að um 160 manns færu á vegum Utsýnar til Kaupmanna- hafnar og Osló um jólin en þar dreifist fólkið hvert i sína áttina til vina og vandamanna. Alls verða um 100 manns erlendis á vegum Urvals um jólin. Á vegum Ferðamiðstöðvarinnar verða 50 manns yfir hátíðarnar í Túnis, en sá hópur kemur heim um miðjan janúar. Heiðurslaun listamanna 1976: Snorri Hjartarson og Valur Gíslason í heiðurs- launaflokk listamanna SAMEINAÐ Alþingi sam- þykkti í gær heiðurslaun til 12 listamanna með 51 samhljóða atkvæði, að til- lögu 13 þingmanna. Tveir listamenn, sem nutu heið- urslauna áður eru nú látn- ir, þeir Gunnar Gunnars- son rithöfundur og Brynj- ólfur Jóhannesson leikari. í þeirra stað koma nú á heiðurslaun Alþingis Snorri Hjartarson skáld og Valur Gíslason leikari. Aðrir, sem njóta heiðurs- launa á komandi ári, eru; Ásmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmund- ur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Lax- ness, Indriði G. Þorsteins- son, Kristmann Guðmunds- son, Ríkharður Jónsson, Tómas Guðmundsson og Þorvaldur Skúlason. Heiðurslaunin eru kr. 350.000,00 en fjárveiting samtals til þeirra kr. 4.200.000,00. Valur Gfslason. Snorri Hjartarson. Alþingi: Kjörið í Norðurlandaráð — og fleiri trúnaðarstörf 1 SAMEINUÐU þingi f gærmorg- un var kjörið f eftirtaldar nefndir og trúnaðarstörf: Norðurlandaráð: Aðalmenn: Ragnhildur Helga- dóttir, Jón Skaftason, Sverrir Hermannsson, Asgeir Bjarnason, Magnús Kjartansson og Gylfi Þ. Gíslason, — Varamenn: Axel Jónsson, Jón Helgason, Sigurlaug Bjarnadóttir, Halldór Ásgríms- son, Gils Guðmundsson og Eggert G. Þorsteinsson. Flugráð: Aðalmenn: Albert Guðmunds- son, Steingrímur Hermannsson og Garðar Sigurðsson. — Vara- menn: Guðmundur Guðmunds- son, Ragnar Karlsson og Páll Bergþórsson. Stjórn verðlaunasjóðs Jóns Sigurðssonar: Þór Vilhjálmsson, Magnús Már Lárusson og Gils Guðmundsson. Yfirskoðunarmenn rfkisreikn- inga: Halldór Blöndal, Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli, og Haraldur Pétursson. Kanaríeyjar 1975—1976 GRAN CANARIA: Nú eru aðeins laus sæti í eftirtaldar ferðir: Brottför: 25. marz 3 vikur 22. aprll 3 vikur 8. jan. 3 vikur Verð frá kr. 42.800.- TENERIFE: 4. jan. 2 vikur 1 8. jan. 2 vikur 1.feb. 1 9 dagar 19. feb. 24 dagar Uppselt 14. marz 3 vikur 4 apríl 18 dagar Uppselt AUlr fara í ferð með ÚTSÝN Sýningar í Kaupmannahöfn Brottför 1 5 feb Scand menswear faii Brottför 14 marz Scand fashion week Brottför 23 apr Scand gold & silver falr. Verð frá kr. 38.300 Frankfurt Hópferð á teppasýningu 1 3. — 1 9. jan. Verð frá Bangkok og Pattaya Ógleymanleg ævintrýaferð Brottför: 15. feb. Kenya Brottför: 13. marz Safari og vikudvöl við Costa Del Sol Páskaferð Brottför 1 4. apríl 1 8 dagar. Skíðaferðir til Lech í Austurríki Brottför 6. febr Verð með gistingu og V2 fæði í 15 daga frá kr. 82.000 — FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 — SÍMAR 26611 OG 20100 Vikuferðir til London Brottför: 13. des og 20. des. (jólaferð) Verð frá kr. 38.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.