Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 13 Is this the gtíttering prixe ive'd die for? Það er engin afsökun þótt fjölskylda þín eigi fiski- og flögubúð f Grimsby, Beckett. Það er rétt eins og skollið hafi á friður! Það hefur aldrei munað svona mjóu! ástandið f pundum og pensum, hvort rétt hafi verið að senda herskip á miðin, eða velta fyrir sér hugsanlegu verðmæti tapaðs aflamagns. „Það sem er í húfi er framtíð fiskveiða í Bretlandi, og þar af leiðandi atvinna fjölda manns á þessum slóðum.“ TheTimes: I grein eftir blaðamanninn Michael Horsnell, sem var um borð f brezka aðstoðarskipinu Miröndu, segir hann meðal annars: Islenzki fallbyssubáturinn Ægir gekk berserksgang innan um brezku togarana, sem voru að veiðum út af suð-austurströnd íslands í dag (4. des.), og sýndi vaxandi ofstopa í þorskastríðinu. Síðan segir höfundur að árás Ægis hafi verið gerð við nefið á brezku freigátunum Brighton og Falmouth. Ægir hafi truflað tal- stöðvar togaranna, þannig að þeir Ég veit ekki hvaða erindi ég á hér. Ég kann vel við tslendinga, en ég þoli ekki fiskstauta. gátu ekki hlustað á aðvaranir gæzluskipanna. Svo hafi varðskip- ið Óðinn nálgast togaraflotann úr suðri og dregið að sér athygli freigátanna, en í birtingu hafi Ægir skotizt út úr Seyðisfirði óséður og komizt inn á meðal togaranna þar sem honum tókst að skera á togvíra brezks togara, hrella tvo aðra, og rugla skip- stjórana með því að beina ljós- kösturum að brúm þeirra. Þegar þessari árás var lokið segir Horsnell að heyrzt hafi í talstöð Ægis: „Halló Týr, halló Týr. Þetta er Ægir, þetta er Ægir.“ Togararnir reyndu þá að trufla sendingar Ægis, en blekkingin hafði tekizt. Týr var hvergi nálægt, en togararnir innbyrtu allir trollin og hættu veiðum. Morning Star: Málgagn brezkra kommúnista, Morning Star, er mjög hliðhollt Islandi í landhelgisdeilunni, og notar hana óspart til gagnrýni á brezku stjórnina. Þannig segir blaðið til dæmis 9. desember: Ríkisstjórnin hefur komið sér í óbærílega aðstöðu í þorskveiði- deilunni. Viðbjóðsleg tilraun hennar til að kúga Islendinga með því að beita öflugri flota- styrk er að einangra hana í aug- um umheimsins. Á alþjóða haf- réttarráðstefnu í april í ár studdi hún tillögu um að strandríki ættu að hafa algjör yfirráð yfir 200 mílna efnahagslögsögu á hafinu. I rauninni er Island að fara eftir þessari tillögu. En á meðan brezka ríkisstjórnin er að senda flota sinn gegn Islendingum, er hún sjálf að helga sér 200 mílna yfirráð yfir olíulindum á botni Norðursjávar... Grimsby Evening Telegraph: Einhver, sem nefnir sig „Objective" ritar grein í blaðið undir fyrirsögninni: „Hvað um okkar eigin lögsögu?" Þar segir hann meðal annars: Island vann síðustu tvö þorskastríð, og engin ástæða er til að ætla annað en að það vinni þetta einnig þegar þar að kemur. Togarar geta ekki veitt hagkvæmlega til lengdar í vernd freigáta. ... Hvort sem okkur líkar betur eða verr er 200 mílna lögsaga að verða veruleiki, og í þessu tilliti er mesta hættan sú að hér, enn einu sinni, verði Bret- land síðast í biðröðinni. A sann- kallaðan brezkan hátt munum við leggja okkur fram við að bjóða erlenda „ryksuguflota" velkomna frá Efnahagsbandalagsríkjunum og Austur-Evrópu á okkar eigin mið, og þegar okkur skilst að lok- um hvað um er að vera, er það of seint. Það tekur því ekki lengur að færa út lögsöguna á raun- hæfan hátt, því öll okkar fiskimið verða þurrausin af útlendingum, sem nota tímann til að friða eigin mið á meðan. Ef til vill erum við ekki sammála Islendingum um það hvernig þeir hafa farið að þessu, en það er erfitt að komast hjá því að virða þjóð, sem býr yfir því hugrekki og sannfæringu, sem leiðir til verndunar framtíð- arinnar með öllum tiltækum að- ferðum ... Mín skoðun er sú að brezku freigátunum á íslandsmið- um væri betur beitt við verndun hagsmuna nær heimalandinu. The Glasgow Herald: James Robertson fréttamaður var um borð í birgðaskipinu Tide- pool, og sendi meðal annars frá sér eftirfarandi: Þrátt fyrir vernd brezka flotans og annarra verndarskipa, fá togararnir lítinn afla. Ég hef á hverjum degi horft á íslenzku varðskipin komast undan brezku herskipunum inn á „verndar- svæði“ brezku togaranna. Skip- herrann á Tý hefur þegar unnið sér viðurnefnið „brjálaði höggvarinn" (Mad Axeman) vegna aðgerða sinna. Þegar hann birtist flýta togararnir sér að taka inn trollin þótt aflinn sé lítill. Siðan segir höfundur að aðferðir íslenzku varðskipanna séu einfaldar. Á næturnar liggi þau inni á fjörðum í vari „1 Reykjavík eða inni á einhverjum firði“, á meðan herskipin og togararnir þurfi að halda sjó f hávaða roki. Strax i birtingu sigli þau svo á fullri ferð út á miðin í von um að ná einhverjum togaranna, sem ekki gái að sér. The Times: I lesendabrefi til The Times segir D. Laurent Giles m.a.: A Framhald á bls. 34 Skóverzlunin Framnesvegi 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.