Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
Finnbjörn Hjartarson prentari:
Trú er aðeins fyrir
börn og heimskingja
Ula upplýst fólk ánetjast
kommúnismanum, oft á tíðum af
þeirri ástæðu, að því finnst hægt
að ræða um „vísindalegan
sósíalisma“ af viti og skynsemi.
Þetta fólk kemur ekki auga á
neina skynsemd í frjálslyndistali
kirkjunnar, sem það segir
kapitalismann nota aðeins til þess
að hver oti sfnum tota. Og ber
fyrir sig frelsi því, sem kirkjan
boðar, einungis sjálfu sér til
framdráttar.
Kommúnistar boða byltingu í
þágu mannkyns til frelsis og
nánast Guðsríkis, með valdi, und-
irferli og ósannindum. Sem sagt
með öllum tiltækum ráðum hins
illa. Kirkjan boðar Guðsríki á
jörðu með sannleika og um-
burðarlyndi og kærleika — öllum
tiltækum ráðum hins góða. Og er
því ekki að neita, að margir hafa
rtotfært sér það til framdráttar, f
efnalegu tilliti.
Hættan, sem stafar af komm-
únismanum, er sú, að hann er
spegilmynd af Guðsríki á jörðy
eða stæling á Guðsríki. Upphugs-
að af dauðlegum manni, sem ekki
sá það se, Tolstoy sá. Það, að allt
vald frá mönnum, fært í ríkisform
eða önnur form, þar sem menn
tróna í valdasessi, svo sem var um
kirkjuna á miðöldum, er óvinur
fólksins númer eitt. Sama í hvaða
mynd það birtist. Hver hefur ekki
heyrt þá setningu kommúnista, að
Kristur hafi verið fyrstikommún-
istinn? Og vitna um leið í ummæl-
in um úlfaldan og nálaraugað.
Ef maður þarf að óttast mann
eru báðir í afturför. Ef maður
óttast Guð er hinn sami í framför.
Kristur sagði: „Guðsríki er innra
með yður.“
Betra er fyrir fólk að átta sig á
kommúnismanum í gegnum
Lenin og Karl Marx. Lenin skildi,
að beita þyrfti öllum ráðum til að
koma kommúnismanum á.
Bækur hans vitna um það. Læri-
sveini falsspámannsins var
ekkert heilagt f lyginni og undir-
ferlinu. Og hverjum heilvita
manni, sem eitthvað les og fylgist
með, hlýtur að koma í hug
dvergar þeir f Völuspá er
kölluðust Fjalarr og Galarr, þar
er Lenin og aðferðir hans lifandi
komnar.
Kommúnistar skilja sjálfir bezt
að vegna túlkunar kirkjunnar á
frelsinu og Guðstrú verða þeir að
vinna sigur á henni, fyrst og
fremst, til að geta komið valdboði
sínu fram. En um Ieið hæfist
afturför mannkyns, svo um
munaði.
Kommúnismi og sósíalismi eru
því eina aflið, sem getur komið í
veg fyrir þá byltingu sem mann-
kynið þarfnast.
Miðaldakirkjan reyndi að beita
valdi, til að koma mannkyni í átt
til Guðsríkis. Af því tiltæki varð
Síðari hluti
mesta áþján og spilling — sem
sífellt er vitnað til.
Kommúnistar ætla einnig með
valdi, að koma á frelsi og jafnrétti
í efnahagslegu tilliti fyrst og
fremst. Ef kommúnismanum yrði
komið á myndi þroskatíma
mannkyns seinka um hundruð
ára.
Það þarf ekki að loka augunum
fyrir því, samt sem áður, að ein-
stakasinnum hefur sósialisminn
verkað sem keyri f hönd ekils,
þegar hægt hefur miðað. Því hlut-
verki kommúnista hefur þó verið
gert allt og hátt undir höfði og
eru þeir auðvitað iðnastir við
það sjálfir. En að afhenda
kommúnistum og sósíalistum
völdin, væri það sama og gefa
keyrinu líf og afhenda því vald
yfir klárnum. Hann lægi lim-
lestur innan skamms tíma.
Við megum ekki missa sjónar á
því að í hinum frjálsa heimi geta
allir, hópar og einstaklingar,
hvaða öfgakufli sem þeir
fklæðast, rauðum eða svörtum,
gert endalausar kröfur. Þarf eng-
an að undra þótt i því kröfuflóði
slæðist einhvern tíma eitthvað,
sem geti verið til góðs. En það er
þá oft notað til að koma einhverju
meiru illu f framkvæmd. Og það
aumasta af öllu er það, að engir
geta gert kröfur f kommúnista-
ríkjunum. Hvorki kommúnistar
sjálfir eða aðrir. Og breytir engu
þótt þær séu gerðar í nafni þess
siðgæðis, sem borið hefur mann-
kynið bó þetta upp á við. Svo ekki
sé nú talað um aðrar kröfur, sem
flokkast undir dægurmál og
kosningaloforð, sem kommúnistar
og sósíalistar velta sér iðulega
mest upp úr á Vesturlöndum. Vit-
andi það, að i hinum frjálsa heimi
er hægt að gera kröfur, sem þeir
og gera oft einungis til að spilla
friði. Fólk á að varast vinstri
leiðir. Flest til vinstri er vitleysa,
ef ekki allt, ef nógu djúpt er
skoðað.
ER KOMMUNISMI
ÞROSKALEIÐ?
I opnu bréfi sem Þórbergur
Þórðarson ritar í tímarit Máls og
menningar 1970, 3.—4. hefti, til
Kristins Andréssonar, og er skrif-
að „í borginni minni“, 21. maí
1970, segir Þórbergur Þórðarson:
„Loks var það vorið 1932, að ég
reif mig upp og hélt á Stjörnu-
þingið í Ommen. Aðalerindið
þangað var að ná tali af Krishna-
murti um sósíalismann og
ófullkomleika mannanna. Þá var
Krishnamurti, að mfnu viti, frum
legasti hugsuður aidarinnar og er
máski enn..(Leturbr. mín)
„Ég spurði hann nokkurra
spurninga, þar á meðal spurði ég
hvort sósíalistiskt þjóðskipulag
lyfti mönnum ekki til andlegs
þroska. Því neitaði Krishnamurti
afdráttarlaust. Þessa spurningu
þvældi ég f ýmsum tilbrigðum.
(Þ.Þ. hefir ekki verið alveg
tilbúinn því, að kasta lífsskoðun
sinni svo fyrirvaralaust fyrir
borð). En meistarinn sat óbifan-
legur við sinn keip. Ég þóttist
finna, að þessar neitanir ættu
ekkert skylt við varnir fyrir
auðvaldsþjóðskipulagi." (Ég get
ekki séð hvaða sárabót Þórbergi
er þetta síðasta innskot hans um
auðvaldið? Var nokkuð verið að
ræða um það? F.H.) Þórberg-
ur heldur áfram: „Þær (neit-
anirnar) virtust vera stað-
festing á því, sem hann hafði
margsinnis sagt í ræðu og ritum.
Kjarninn f kenningum hans var
hinn sami og segir f Hávamálum
„Sjálfur leið þú sjálfan þig.“
Engin trú á Guð, engar kenni-
setningar, engin kerfi, engar
reglur, engin sannfæring um líf
eftir dauðann, engin kirkja, engar
bænagerðir hjálpa til hærri
þroska. Sjálfur leið þú sjálfan
þig. 1 þessu var ég meistaranum
sammála. Ég hafði þó ekki búizt
við, að hann kvæði svona af-
dráttarlaust að orði-um gildisleysi
sósíalismans f hjálp til fulkomins
lífs.“
Þórberður bregzt eindæma
alþýðlega við er hann heyrir dóm
um lffsstefnu sína, af manni, sem
hann tekur mark á, aá hann
reynir að draga með sér i fallinu
Guð og kirkjuna, til þess eins að
þurfa ekki að lfta á sjálfan sig
sem sigraðan. Og fólk athugi, að
viðbætirinn er hans, svo og
Finnbjörn Hjartarson.
túlkun hans á svörum Krishna-
murti.
Það var vorið 1932 sem
Þórbergur gerir sér ferð á hend-
ur til aó bera fram þessar
spurningar um sósíalismann, en
bréfið er ritað 1970. Allan þennan
tfma hefur verið að brjótast í Þór-
bergi svar Krishnamurti. Og
hvenær á þeim langa tíma kemst
Þórbergur að því að hann er
á sama máli og Krishnamurti,
kemur ekki fram. En vel getur
verið, að það samþykki hafi komið
f ljós 1970 eða 38 árum eftir að
viðtalið fór fram. Allavega litu
menn á Þórberg Þórðarson sem
sósfalista fram á sfðustu stundu.
Það er erfitt að viðurkenna fyr-
ir sjálfum sér, að lífsstefnan var
ekki sú bezta, og að játa að aðrar
leiðir kynnu að leiða til meiri
þroska og það sé sú leiðin, sem
harðast var barizt gegn, sem sagt
kirkjan og Guðstrúin. Ætli
Þórbergur hefðináð þeimþroska
undir stjórn kommúnista, sem
raun varð á í frjálsræðinu. Ég er
viss um, að svo hefði ekki verið.
Hvað sem um kapitalismann má
segja, verður því ekki á móti
mælt, að sannleiksleit og
hugsanafrelsi kirkjunnar fær að
dafna, ef menn vilja og nenna að
leggja það á sig. Og það er f því
andrúmslofti, sem Þórbergur
Þórðarson og hans lfkar fá notið
frelsis, en ekki við kúgunarstefnu
kommúnista.
DREKINN OG FRUMBURÐIR
KOMMA.
Sá tilgangur kommúnista að
ganga af Guðstrú og kirkjunni
dauðri kemur fram í öllum mögu-
legum myndum. Og mig langar að
taka eitt dæmi, um merka konu
og starf er hún leysti af hendi í
Þýzkalandi nasista, en sú kona er
Hildegunt Zassenhausen. Mun
frásögn hennar koma út bráðlega
í bókarformi hjá Alm. bókar-
félaginu og hefir hlotið heitið
„Menn og rnúrar". Vegna starfs
hennar björguðust tugir ef ekki
hundruð fanga frá Norðurlönd-
um, úr þýzkum fangabúðum. Og
vegna starfs hennar var Svíanum,
Bernadotte greifa, fært að ná
saman fjölda fanga og flytja þá til
Svíþjóðar.
öll er bók Hildegunt óður til
Guðs. Hún nefnir hann fimm
sinnum í allri bókinni, það kemur
samt vel til skila hvert hún sækir
styrk til hjálparstarfs síns og hún
finnur stöðugt til verndar hans i
starfi sínu.
Bók hennar hefur vakið mikla
athygli. Svo mikla að A-
Þjóðverjar ætluðu að semja við
höfundinn um útkomu bókar-
innar. En útkoma bókarinnar
strandaði á þvi, að þegar Hilde-
gunt kom til A-Berlinar, til
samninga um bókina, .. .„þurfti
aðeins að breyta nokkrum
setningum. Það er minnst fimm
sinnum á Guð. Því verður að
breyta,“ sögðu væntanlegir útgef-
endur. „Það verður helzt að túlka
að þetta starf yðar hafi verið i
samvinnu við neðanjarðarhreyf-
ingar eða annað slíkt starf.“ En á
þessu strandaði útgáfa í A-
Þýzkalandi. Og Hildegunt slitur
samtalinu og segir um leið og hún
gengur út: „Ég breyti engu. Hann
var með mér allan tímann." Sem
sagt Guð mátti ekki sjást í bók, er
kommúnistar stæðu að.
Er þetta Ijóst dæmi um starfs-
aðferðir lærisveina falsspámanns-
ins. Þar er drekinn að verki, og
biður eftir frumburði konunnar
til þess að tortíma honum.
1 hinni helgu bók stendur:
„Hjarta viturs manns stefnir til
hægri, en hjarta heimskingjans
til vinstri. Og þegar aulinn er
kominn út á veginn, brestur og á
vitið, og hann segir við hvern
mann, að hann sé auli.“
Það vinstra fólk eða kommún-
istafólk sem um er rætt í sam-
bandi við bók Hildegunt
Zassenhausan er eðlilega komið
lengra til vinstri en vinstra
sinnað fólk á Vesturlöndum al-
mennt. En ekkert eru þeir á betri
leið, þó þeir séu skemmra komnir
i vitleysunni, og ekki þeim að
þakka heldur hinum, sem standa
á móti eða hægri mönnum.
FRANKÓ OG VINSTRI-
SINNAÐIR FRlMURARAR.
Ummæli Frankós um vinstri-
sinnaða frimúrara gefa tilefni til
umhugsunar um það, hvort slíkt
fyrirfinnst á Islandi. Maður hefði
haldið að slík fyrirbæri væru
óhugsandi. Þvi almenningur hefir
■ alltaf litið á frímúrara sem mestu
hægri menn. Er til það skrípi-
fyrirbrigði á Islandi, sem Frankó
nefnir „vinstrisinnaða frímúr-
ara“, sem eiga trúleysið kannski
sameiginlegt sósíalistum og
kommúnistum? Einhver afvega-
leidd góðmenni, sem villzt hafa til
vinstri af eigin „skynsemi“. Og
eru ef til vill með afskipaleysi að
misskilinni góðmennsku tilbúnir
að leggja vinstri öflunum lið.
Muna ekki, að enginn getur
þjónað tveim herrum. Því að um
það stendur baráttan milli vinstri
og hægri, milli ófrelsis og frelsis,
milli lygi og sannleika. Kannski
eru hér á ferð Pálsbræður eða
Péturssynir, sem ekki hafa
þroskað barnatrú sína. Getur
verið, að „vinstrisinnaðir Frímúr-
arar“ séu gamlir sósialistar eða
spiritistar, sem eru að þroskast til
hægri? Til vitneskjunnar um Guð
og vilja hans, og ef þeir ná þeim
þroska, afneita þeir öllu vinstra
æði og vinna fyrir Hann og engan
annan og stefnt er til hægri. En
meðan þeir ekki hafa náð því
þroskastigi, ættu þeir að láta
ógert að styðja vinstri öflin.
AÐ LOKUM:
Margt afvegaleitt góðmennið
styður vinstri öflin, án þess að
gera sér nokkra grein fyrir
endanlegum afleiðingum. An þess
að koma auga á þá baráttu, sem
háð er við drekann, við falsspá-
manninn, sem beitir öllum ráðum
til að afvegaleiða fólkið. Til þess
eins, að tortima því, með svikum,
undirferli og ósannindum.
I kvæði sínu Island, segir þjóð-
skáldið Jónas Hallgrímsson:
Það er svo bágt að standa
i stað,
og mönnunum munar,
annað hvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið.
Þessi orð eru spekingsorð, sem
alltof lítill gaumur er gefinn.
Ef uppi eru tvær stefnur, geta
báðar ekki verið réttar, ef um er
að ræða stefnumörkun til
hundruða eða þúsunda ára, eins
og um er að ræða með kommúnis-
manum og leið kirkjunnar til
Guðsríkis á jörð.
önnur leiðin til afturfarar, hin
til framfarar. Þar er engin milli-
Ieið um óbreytt ástand. Því mönn-
um miðar annað hvort áfram eða
aftur á bak. Og þegar til fram-
tiðarinnar er litið, hvernig getur
fólk þá látið fræðirit, sannleikans
(Krists), Biblfuna, liggja óhreyft
I bókahillunni, og rætt aðeins um
vinstri leiðina, sem leiðir ein-
ungis til afturfarar og glötunar?
joinuosn
SAM ÞYKKTAR AF RAFFAIMGA-
EFTIRLITI RÍKISIIMS. ÓTRÚLEGT ÚRVAL.
17 EÐA 20 LJÓSA MEÐ EÐA ÁN
KLEMMA
PERUR MEÐ PERMANENTROFA.
EF EIN PERA BILAR, ÞÁ LOGAR Á
HINUM.
MJÖG STERK LAKKMÁLNING SEM
EKKI FLAGNAR AF.
PERURNAR ÞOLA VEL HINN MIKLA
SPENNUMISMUN SEM ER UM
JÓLIN.
VARAPERUR
FYRIR:
12 LJÓSA SERÍUR
16, 17 OG 18 LJÓSA SERÍUR
20 LJÓSA SERÍUR.
KERTAPERUR í 16 TIL 18 LJÓSA
SERÍUR.
ATHUGIÐ GOMLU
SERÍUNA TÍMAIMLEGA
FYRIR JÓLIN.
heimilistœki sf
Sætúni 8 - 15655 Hafnarstræti 3 - 20455.