Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 á sprengigosum — Hætta Framhald af bls. 1 þótti hins vegar svo ólfkieg að henni var ekki trúað. Að sögn Kristjáns Þórhallssonar frétta- ritara Mbl. f Mývatnssveit, komu um kvöldmatarleytið fréttir af því að komin væri ný sprunga á ská við hina og í norðaustur. Þá kvað hann vera komið töluvert gufugos f suðurenda eldri sprung- unnar. „Hér eru annars allir rólegir og allt gengur sinn vanagang“ sagði Kristján. „En enginn veit hvað gerist ef gosið stendur yfir næstu 4 ár eins og sfðast. Við eigum samt ekki von á því að við verðum flutt.“ „Vonum hið bezta“ Morgunblaðið náði í gær tali af Gunnari Thoroddsen, orku- og iðnaðarráðherra og spurði hann hvaða áhrif eldsumbrotin í nánd við Kröflu kynnu að hafa á fram- kvæmd þar. Gunnar svaraði því til, að hann hefði í vor sem leið farið norður á virkjunarsvæðið til að kynna sér allar aðstæður, og það hefði mönnum auðvitað orðið tíðrætt um Leirhnjúk og gosið þar á sínum tíma. Eldstöðvarnar lægju fyrir vestan 'athafnasvæðið á Kröflu og hraunstraumurinn værí í norðvestur eða í átt frá svæðinu. Iðnaðarráðherra kvaðst ekki hafa við höndina tölur um það fjármagn sem þegar væri komið í þessar framkvæmdir við Kröflu en þar væri m.a. um að ræða tvær tilraunaborholur og 3 vinnsluhol- ur auk þess sem stöðvarhúsið væri nú fokhelt. Hins vegar væru engar vélar komnar á svæðið, og þær ekki væntanlegar fyrr en með vorinu. „Enginn maður getur sagt um það á þessu stigi hvað muni gerast þarna og hver framvinda fram- kvæmdanna verður," sagði iðnaðarráðherra ennfremur. Hins vegar kvað hann mega minna á að ekki hefði verið tvínónað við að verja miklum fjármunum til uppbyggingar í Vestmannaeyjum eftir eldgosið þar.“ En við verðum að sjá hvað setur en vona hið bezta.“ SAGT FYRIR UM GOSIÐ ÞaS var um 11 leytið I gærmorgun að Morgunblaðinu bárust fréttir af þvl frá Húsavlk. að miklar jarS- hræringar hefðu verið I Mývatns- sveit um morguninn og aS Almanna »arnanefnd sýslunnar undir forystu Bjöms FriSfinnssonar væri farin aS undirbúa ráSstafanir vegna hugsan- legra eldsumbrota I nánd viS Kröflu. Laust eftir kl. 11.30 hafSi slSan fréttaritari Mbl. á Húsavlk samband viS blaSiS og sagSi aS byrjaS væri gos viS Leirhnjúk — um 3—4 km frá virkjunarsvæSinu á Kröflu. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Stefánssonar fundust um 8 kippir á tlmabilinu frá kl. 10.18 til 11 I gærmorgun, og var hinn sterkasti þeirra um 3,8 stig á Richter en fimm aSrir kippir voru litlu veikari. Þetta taldi Ragnar strax benda til þess aS hraun væri aS brjótast I gegnum jarSlögin á þessu svæSi. Er þetta þannig I fyrsta skipti hér á landi aS meS mælingum er hægt aS segja fyrir um þaS meS nokkrum fyrirvara aS sterkar llkur bendi til þess aS eldgos sé I aSsigi. SÁST FYRST ÚR LOFTI ÞaS voru flugmenn og farþegar I Dougtas-vél Flugfélags NorSur- lands á leiS til Akureyrar frá VopnafirSi, sem fyrstir sáu eldsum- brotin. MorgunblaSiS náSi tali af flugstjóranum Jóhannesi Foss- dal og sagSi hann aS þaS hefSi veriS um 11.35 sem flug- vélin var yfir eldstöSvunum. „ViS vorum reyndar búnir aS sjá einhverj- ar glærur meSan viS vorum fyrir austan Jökulsá framundan okkur I vestri en gátum bara ekki gert okkur grein fyrir þvl strax hvaS þetta væri. ViS sögSum þess vegna ekkert fyrr en viS vorum vissir og komnir þarna yfir," sagSi Jóhannes Hann kvaS þetta vera 500—600 metra sprungu. sem væri ekki alveg samfelld heldur brotin á stöku stað og I syðri enda hennar vottaSi fyrir dálitlum hraunstraumi, sem þó væri aS öSru leyti allur I norSvestur. „Svo er þama nokkra kllómetra fyrir norð- an dökk rönd, þar sem snjórinn er allur farinn af, og greinilegur hiti undir, þannig að ég yrði ekkert hissa þó að það opnaðist sþrunga þar llka. Þessi rönd er I hérumbil beinu fram- haldi af sprungunni, llklega lltið eitt austar og kannski 3—4 km frá", sagði Jóhannes. Hann kvaðst aðeins hafa sóð smágos hér og þar upp úr sprung- unni en syðst I henni væri mökkur dálltið meira gos. Kvað Jóhannes gott tækifæri hafa gefizt til að virða eldsumbrotin fyrir sér, þar eð skyggni hefði verið dágott en þó nokkur mótvindur. ALMANNARÁÐ AÐ STÖRFUM Almannavarnaráð var kallað saman strax og Ijóst var að hverju stefndi, en öllum aðgerðum fyrir norðan hefur verið stjórnað af Al- mannavarnanefnd Skútustaða- hrepps, er Jón lllugason veitir forustu, og er unnið samkvæmt áætlun sem gerð var I september og miðuð var við eldgos á þessu svæði vegna jarðskjálfta. Stöðvarhúsið I Kröflu er ekki talið I hættu vegna hraunstraums, þar sem háls er milli eldstöðvanna og athafnasvæðisins, en verktakinn Miðfell hf. er með vélamenn tilbúna I Reykjavlk sem geta fjarlægt allar vélar frá virkjunarsvæðinu ef þörf er á. Eins og fram kemur I upphafi virtist sem sprungan væri áfram að opnast I átt að Reykjahllð. Virðist eldurinn nú vera I sömu sprungu og gaus I meðan á Mývatnseldunum stóð á fyrrihluta 18. aldar en þá náði hraun að umkringja Reykjahllðar- kirkju, eins og fram kemur annars- staðar. Hjá Almannavarnanefndinni voru uppi hugmyndir að riðja skarð. sem er á milli Þrlhyrnings og Hllða- fjalls I þvl skyni að, koma I veg fyrir að hraunstraumurinn rynni að Reykjahllð, en I byggðinni þar I kring búa um 300 manns. Eru ntu jarðýtur þarna til taks ef þörf reynist á. Jarðfræðingar. sem flugu norður I gærkvöldi, voru væntanlegir aftur þá um kvöldið og stóð til að þeir héldu fund með Almannavarnaráði, þar sem reynt yrði að meta umfang gossins. hvernig það kann að þróast og hvaða hættu það getur skapað. Verður m.a. reynt að gera sér grein fyrir þvl hvort hætta á sprengigosi geti verið fyrir hendi og hvort nauð- synlegt verði að flytja fólk frá Reyni- hllðarhverfinu af þeim sökum. Þess má geta að jarðfræðingar hafa látið I Ijós það álit að sprengigosahætta sé á öllu Mývatnssvæðinu. LÖGREGLUSTJÓRINN f Reykja- vfk hefur að fengnum tillögum borgarráðs Reykjavíkur ákveðið að gera nokkrar breytingar á reglum um umferð f borginni. Framvegis verður hægri akrein Laugavegs frá Hlemmi að Snorra- braut aðeins ætlaður strætisvögn- um en samkvæmt hægrireglunni ber bifreiðum á hinni akgrein- inni að vfkja fyrir vögnum og fá þeir við þessa brevtingu forgang, sem ætti að greiða fyrir akstri þeirra um Laugaveginn. Samkvæmt þessum nýju regl- um verður bannað að stöðva eða leggja ökutækjum að norðan- verðu við Laugaveg frá Hlemmi að Snorrabraut. Hægri beygja af Laugavegi til norðurs í Snorra- braut verður bönnuð en hægri akrein Laugavegs frá Hlemmi að Snorrabráut verður eingöngu ætl- uð strætisvögnum. Armúli verður gerður að aðalbraut, þó þannig að umferð um hann vfki fyrir um- ferð um Grensásveg og Háaleitis- braut. Tekin verður upp ein- stefnuakstur á Ljósvallagötu til norðurs frá Hringbraut að As- vallagötu en bifreiðastöður verða leyfðar beggja vegna á sama kafla „VASAÚTGÁFA AF HEKLU- OG HEIMAEYJARGOSUNUM" Ámi Johnsen, blaðamaður Morgunblaðsins. flaug yfir svæðið um kl. 3 I gærdag. og virtist honum sem hér væri um mjög lltið gos að ræða — hann yrði ekki var við neina ösku með þvl en sjá mætti 2—3 hraunrana. um 200—300 metra langa. Hins vegar væri naumast nema eldur að ráði nema á einum stað, þar sem greina mætti 3—4 pytti og sprautaðist upp úr þeim I nokkurra metra hæð. Aðeins á ein- staka stað stæðu strókar af loft- tegundum I loft upp. Kvað Ámi stróka af þessu tagi hafa sést nokk- uð I Surtseyjargosinu en minna I Heimaeyjargosinu. Annars lýsti Ámi þessu gosi svo að I upphafi væri það varla nema vasaútgáfa af slðasta Heklugosi og Vestmannaeyjagosun- um tveimur. Sverrir Pálsson, fréttaritari Mbl. á Akureyri, var yfir eldstöðvunum I flugvél litlu fyrr og tók mjög I sama streng. Virtist honum gosið ekki mikið miðað við myndir sem hann hefði séð t.d. af sfðasta Vestmanna eyjagosi. Hrauntungur voru farnar að renna frá gignum aðallega til vesturs eða norðvesturs, en voru ekki komnar I umtalsverða vega- lengd. Þessar eldstöðvar virtust vera I svo mikilli fjarlægð að mann- virkjunum væri ekki hætta búin eins og málin stóðu um kl. 1.30. SPRUNGAN OPNAÐIST ÁFRAM TIL SUÐURS Um fimm leytið voru blaðamenn Morgunblaðsins komnir að suður- enda sjálfrar sprungunnar. Stóðu þeir á glgbarminum sem opnast I norðurjaðri Leirhnjúks eða við syðri enda sprungunnar. Gengu þeir alveg að gigbarminum, sem er mjög lágur eða aðeins fáeinir metrar en þar er gosið kröftugast að sjá. Kvaðst Árni Johnsen gizka á að sprungan væri 2—3 metrar á breidd og varla mikið yfir 10 metra löng þar sem gysi úr henni. „Kröftugur strókur lofttegunda stendur þar upp I 30—40 metra hæð og er dálitið öskusáldur I stróknum og af og til sér I hraunglóð sem slettist upp fyrir gfgbarminn. Meðan við stóðum þama opnaðist sprunga efst I Leirhnjúk eða áfram til suðurs en ekki fylgdu þvl mikil um- brot," sagði Ámi ennfremur. „Hraunrennsli er ekki mikið að sjá. mest til vesturs eða norðvesturs. Er þetta um 300—400 metra langur hraunrani — um 100 metrar á breidd og varla meira en mannhæðar hár og virðist þunnf Ijótandi." Ljósvallagötu. Þær breytingar, sem hér hafa verið nefndar eru ekki gerðar vegna aukinnar um- ferðar nú fyrir jólin heldur er hér um að ræða breytingar, sem eiga að gilda þar til annað verður ákveðið. — Orkumála- ráðstefnan Framhald af bls. 35 bandarfskan flugiðnað. Það, að bannið gildir aðeins í sex mánuði, er talið vera sigur fyrir flugmálaráðherra Banda- ríkjanna, William Coleman, sem byrjar yfirheyrslur í þinginu þann 5. janúar um lendingarrétt Concorde í Bandaríkjunum. Hann mun ljúka rannsóknum sínum á skýrslum varðandi kosti og galla þess að leyfa hljóðfráum þotum að lenda á farþegaflugvöllum í Bandaríkjunum eftir sex mánuði. Margir bandarískir þingmenn óttast, að ef algjört bann verður sett á lendingar Concorde verði takmarkanir settar á lendingar flugvéla bandarískra flugfélaga í Bretlandi og í Frakklandi. BlaSamenn Morgunblaðsins urðu samferða Sigurði Harðarsyni. mælingarmanni Orkustofnunar, á staðinn og urðu vitni að þvf er hann gerði athuganir I leiðinni á stóru borholunni á Kröflusvæðinu sem ekki hefur verið hægt að fóðra vegna þrýstings en þar eru um 85 kg á hvem fersentimetra. Reyndist þrýst- ingurinn I holunni ekkert hafa stigið, þrátt fyrir að holan er aðeins I rúm- lega kilómeters fjarlægð frá sjálfum gosstöðvunum. Segir þetta sina sögu þar eð þegar gaus á Heimaey fyrir tveimur árum stórjókst þrýst- ingur I borholu-sem þar var I svipaðri fjarlægð frá gosstöðvunum. Blaðamenn Morgunblaðsins voru þó ekki þeir einu sem sáu sprunguna opnast áfram til suðvesturs eða I átt að Þrlhyrningi sem er bein stefna I átt að Reykjahllðarhverfinu. Þeir Bjöm Friðfinnsson, forstjóri Klsilgúr- verksmiðjunnar, hreppstjórinn og lögreglumaður fóru þarna upp en urðu frá að hverfa hið snarasta þegar þeir sáu sprunguna opnast á móti þeim. Töldu kunnugir að sprungan hefði vlkkað eftir þvl sem á leið daginn og var orðin um 1,5 km þegar slðustu upplýsingar lágu fyrir. Hraungosið var þá að minnka að þvl er talið var en öskugos ágerðist. ELDSUMBROTANNA VART í NÁGRENNINU Skinnastað, Axarfirði — 20. desember Um kl. 10 1 morgun tóku að koma fram óvanalega miklir skjálftar á jarðskjálftamæli hér, en fóru heldur að smækka um hádegi. Mjög snarp- ur kippur varð um kl. 11 svo að húsið hristist og jafnframt fylgdi lát- laus titringur á jarðskjálftamælinum __ mjög óvenjulegur, jafnvel I skjálftahrinum. þannig að minnka varð næmleika mælisins, svo að öll timasetning færi ekki úr skorðum. Svipaður titringur vill koma fram I Heklugosum. Eftir hádegi tók ég eftir mistri allmiklu hér I suðsuðvestri austan Gæsafjalla og um svipað leyti sagði Egill Hauksson, eðlisfræðingur hjá Raunvlsindastofnun, mér frá þvl að eldgos væri hafið I Leirhnjúk á Mývatnsöræfum, skammt norðan Kröflu — I um 32ja km fjarlægð héðan. Suðvestan hvassviðri er hér, heldur bjart og skýjabólstrar á lofti. Eigi að slður sást gosmökkurinn all- greinilega koma upp skammt austan Þórunnarfjalla og leggja til austurs og norðausturs. Var hann u.þ.b. þre- föld hæð suðurfjallanna héðan að sjá, Ijósgrár og dekkstur við upptök. Ekki hefur orðið vart öskufalls I Axar firði en um kl. 13 var móða allmikil á Tunguheiði hér austan byggðar og um Hafrafell I Axarfirði. og virtust það vera vesturmörk öskugeirans hér um slóðir en færist slðan austar yfir Hólsfjöll. sr. Sigurvin — Hvað segja Framhald af bls. 13 meðan liprir, litlir þyrlu /fallbyssubátar Islendinga eru að klippa togvíra okkar rétt við nefin á brezka flotanum, virðast smá-orustuskip okkar — fuil af dýrum og gagnslitlum vopna- búnaði og með áhafnir sem skipta hundruðum — ekkert hafa að segja í íslendingana 22 um borð í Ægi. Hve margir gera sér grein fyrir þvf að eftir eitt ár eða svo verðum við sjálfir að gæta okkar eigin 200 mílna lögsögu? Þá verða það ekki nokkur þúsund tonn af þorski, sem um verður að tefla, heldur milljónir tonna af ýmsum fiskteg- undum. Andstæðingarnir verða ekki örfáir íslendingar — heldur flotar Sovétríkjanna, Noregs, Frakklands og fleiri hraðskreiðir togarar sem horfa gráðugum augum á auðuga uppskeru þúsunda fermílna af brezkum fiskimiðum. Síðan ræðir höfundur nokkuð um það hve eftirlit með brezku miðunum á Norðursjó skortir hæf skip til eftirlits og gæzlu. Segir hann að þar sé aðallega um að ræða 1.250 tonna skip af Jura- tegund, sem gangi allt upp í 12—14 mflur, eða minna en flestir nýir togarar. Á sama tíma séu í smíðum í skozkum skipasmíða- stöðvum 31 varðskip til að gæta 200 mílna fiskveiðilögsögu Mexíkó. Skip þessi ganga 24V4 mílu, eru lítil, lipur, og kosta ekki nema fjórðung af verði brezku Jura-skipanna. Segir höfundur síðan að réttara væri fyrir Breta að huga betur að eigin 200 mílna lögsögu og fylgja fordæmi Mexíkó áður en síðasti Norðursjávar- fiskurinn hverfur út fyrir sjón- deildarhringinn i lest rússnesks togara á 20 hnúta hraða, eltur af brezku eftirlitsskipi á 12 hnúta hraða, leikandi ættjarðarljóð. The Times: Elizabeth Young skrifar í les- endabréfi til The Times m.a.: Enn einu sinni virðumst við hafa komið okkur í klípu vegna íSlenzks þorsks, og af nákvæm- lega sömu ástæðu og fyrir tveimur árum... Við urðum þá að láta undan og viðurkenna nauð- syn á friðun og á NATO, og að úrskurður Haag-dómsins var tvíræður. I þetta skipti eru öll þessi sömu rök fyrir hendi, en fleiri hafa bæzt í hópinn: 1. A hafréttarráð- stefnu SÞ hefur þegar fengizt almennt samþykki fyrir 200 mílna lögsögu — sem við höfum sjálfir stutt, og allur brezki fiskiðnaður- inn er fylgjandi. 2. Með samninga- viðræðum hefur Kanada fengið Sovétríkin til að minnka um nær helming afla sinn á kanadískum miðum. Bandaríkin vinna að svip- uðum samningum og stefna að 200 mílna lögsögu. Norðmenn hafa einnig hafið viðræður við aðrar þjóðir í sama skyni. Engin þessara þjóða ætlar að bíða eftir endanlegum úrslitum alþjóðasam- komulags. 3. Stöðugt fleiri þjóðir um allan heim lýsa yfir fyrirhug- aðri útfærslu lögsögunnar. Nú þegar hafa um 25 þjóðir tekið sér víðari lögsögu en 12 mflur, svo aðgerðir Islands, þótt óþægilegar séu, eru ekkert einsdæmi... — Nokkrar sýningar Framhald af bls. 10 Bogasal var mjög ósamstæð og misjöfn og einkum voru hinar pólitísku myndir Dags lítið augnayndi og hið langsam- legast lakasta að myndrænum gæðum. Hér þyrfti Dagur að fara í læri hjá skoðanabræðrum sínum fyrir austan tjald. Jörundur Pálsson arkitekt og teiknari sýndi allmargar vatns- litamyndir í húsnæði Bygg- ingarþjónustu Arkitektafélags ísiands að Grensásvegi 11. Allar þessar myndir voru af Esjunni frá mörgum ólíkum sjónarhornum og stundum með húsum og eða bátum f for- grunninum. Jörundur er maður mildra litastemninga og við- kvæmra hughræringa, er hann málar. Myndir hans láta ekki mikið yfir sér, en hinar bestu þeirra ná vissum tökum á skoð- andanum og verða honum minnisstæðar. Myndirnar nutu sin ekki sem skyldi í hinu opna og hrjúfa húsnæði, enda þurfa slíkar stemningamyndir hlýlegt umhverfi og er enginn vafi á að verk Jörundar hefðu notið sín betur t.d. í Bogasalnum. Bragi Ásgeirsson. — Kirkju- tónleikar Framhald af bls. 10 mjög sem Sigurður gerði, því flautan þolir vel sterkan sam- leik. Að öðru leyti var samleik- ur þeirra mjög áferðarfallegur. Öratoríukór Dómkirkjunnar flutti því næst nokkur sálmalög úr Jólaóratoríunni eftir Bach. Kórinn er hljómfagur og ræður yfir breiðu styrkleikasviði en er svolítið hikandi, sem verður að skrifast á reikning stjórn- andans. Tónleikunum lauk með frumflutningi tónverks eftir stjórnandann. Þeir hringdu hljómþungum klukkum, við texta eftir Jóhann Jónsson,. er á ‘margan hátt vel samin tónsmíð, nokkuð gisin á köflum en vfða blæfögur. Orgelundirleikurinn var :,kemmtilegur og ætti ef til vill vel við í hljómsveitargerð. Ragnar Björnsson á erindi við Heilaga Sesselfu og ætt að gefa sér tíma til að setja saman tóna. Undirleik með söng Óratoríu- kórsins annaðist Gústaf Jóhannesson. Jón Asgeirsson. Strætisvagnar f á forgang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.