Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 19 EINS OG MÉR SÝNIST eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON Eflaust eru auglýsingar ekki samdar með þa8 fyrir augum aS þeir sem lesa eSa heyra reki upp tröllslega gusu af Isköld- um hœSnishlátri eSa hlægi jafnvel vitfirringslega, en Iskyggilega nálægt þvl komast þær stundum samt, einkum oftir aS ýmsir hugmyndarlkir menn byrjuSu aS semja þær fyrir sjónvarpiS. Mér er meSal annars I huga auglýsingin um slgarettukveikjarann sem skaut upp kollinum um daginn, en sú gersemi hefur þaS meSal annars sér til ágætis (aS þulur inn fullvissaSi okkur um freyS- andi af andakt) aS „loginn tendrast hávaSalaust". Mér dettur stundum I hug hvort manneskjumar sem gefa okkur svona fyrirheit séu kannski geymdar I bómull ofan I flauelsfóSruSum Ibenholt- kassa áriS um kring og aSeins teknar uppúr honum stund og stund til þess aS vera háfleygar fyrir þóknun. Ég tmynda mér aS þá sé bundiS fyrir augun á þeim og troSiS upp I eyrun á þeim til þess þær saurgist ekki af þvl sem þær sjá og heyra. Einungis sllkir sakteysingjar gætu látiS sér detta I hug aS skarkalinn I slgarettukveikjur- um væri Itklega þaS sem viB vildum gefa mest fyrir aS vera laus viS I svipinn hér undir dýrtlSarfarginu. Mér hefSi þótt gaman aS hafa einhvern af þessum hugsuSum viS hliSina á mér núna um daginn þegar ég þurfti vestur I saltfiskinn hjá BæjarútgerSinni þar sem ég átti dálltiS erindi viS Matthlas GuSmundsson sem er verk- stjórinn þeirra þama. Ég fann hann I bragganum þar sem þeir voru aS salta slld þann daginn, eftir aS vera búinn aS paufast I Andríki á jólaföstu gegnum aS minnstakosti tvö gaphús önnur, þar sem stlg- vélaSir kallar meS fiskfnykinn upp af lúkunum reyndu aS vera mér hjálplegir og kvenmaSur sem var aS baksa þar uppi á einni fiskstæSunni meS upp- brettar ermar eins og seildi mig meS eldsnöggu augnaráSi, sem var þó eftir á aS hyggja ekki beinlinis fjandsamlegt; þaS var fremur eins og hún vildi segja viS samverkakonu slna sem var aS atast þama útundir vegg I skotheldri úlpu: „HvaSa kauSi er nú þetta, Stlna? Og ósköp sem hann er eitthvaS einstæSingslegur, garmurinn." Mér hefSi þótt gaman aS hlfa kveikjaramanninn minn meS sinn silkimjúka talanda upp á fiskstaflann til hvateygu konunnar og biSja hann aS andvarpa boSskap sinum útyfir mannskapinn: „Dömur mlnar og herrar, leggiS frá ykkur tól- in um stund og tylliS ykkur upp I saltbinginn þarna. Þvi sjá! ég boSa ySur mikinn fögnuS. Hve oft hafiS þiS ekki staSiS hér og dásamaS tilveruna þegar ægi- gnýr organdi sigarettu- kveikjara hefur duniS á fisk- svuntum ykkar eins og beljandi fellibylur? Jæja, þeir dagar em liSnir og þrautir ykkar eru loks- ins á enda Dömur minar og herrar! Hinn hljóSlausi siga- rettukveikjari!" SiSan geri ég ráS fyrir aS viS hefSum veriS hylltir; ja, ef ekki þaS, þá aS minnstakosti hausaSir. Ég er þvi miSur alls ekki viss um aS svona langsóttar upp- hrópanir I eilifSarslagnum um sálarkorn neytandans hitti alltaf I mark hér heima. ViS verSum lika aS taka svolitiS tillit til þess umhverfis sem viS erum aS baksa i, og mundi þá svolitiS minna gaspur og svo- litiS lægri tónn ekki gera alveg eins mikiS gagn? ÞaS sem fell- ur i kramiS i milljónaskaranum getur orkaS eins og flflalæti á fámenna hópinn. ViS megum heldur ekki gleyma þvi aS jafnvel á sjónvarpsöld er allur þorri manna öllu betur upplýstur hjá okkur en gerist meS hinum svonefndu stórþjóSum: viS höf- um skarpari sjón enn I dag og næmari heyrn þó aS undarlegt megi virSast heldur en fólkiS sem er kviksett i steingljúfrum skýjakljúfanna, hinum járn- bentu fuglabjörgum tuttugustu aldarinnar. Þetta hljómar kannski sjálfsbirgingslega en þetta veit samt sérhver fslend ingur sem hefur fariS meira en skottúr út fyrir landsteina og veriS allsgáSur þó ekki væri nema annanhvorn dag. For- vitni okkar nær ennþá lengra en útaS næsta götuhomi, myndasagan er ekki ennþá búin aS útrýma ritaSa orSinu. Sönglanda- og smjaSurstill- inn i allmörgum af þeim sjónvarpsauglýsingum sem viS megum þola er enda innflutt fyrirbæri. Sumar dynja á okkur hráar beint frá útlandinu fyrir utan Islenska textann, en I öSrum eru landar okkar meS æSi misjöfnum árangri aS baksa viS aS apa eftir vaSlinum i bandariskum sjónvarpsglymj- anda til dæmis, þar sem þulur- inn smjattar á lýsingarorSum textans eins og væri hann meS gúlinn fullan af púSursykri og fagnar ómerkilegum svitaeySi meS ankannalegu nafni eins og hann væri aS boSa okkur endurkonu Frelsarans. Sum okkar viS ritvélarnar höfum séS þá i öllu sinu veldi, þessa háfleygu flugkappa hinnar hljóSfráu auglýsinga- vélar: undirritaSur raunar oftar en einu sinni. Þeir eru þá venjulega meS þjóSfrægan brandarakall á aSra hönd meS hestburS af niSursoSnum hlátrum en undir skærasta Ijós- kastaranum bugSast fagur- tennt kvikmyndastjarna meS rammfölsk brjóst og hirSir þús- und dollara fyrir hvert bros sem hún eySir á áhorfendur. „Ladies and gentlemen; Dömur minar og herrar! Undra- lyfiS er fundiS! Fimm dropar af Spinký-Spæs út i morgunkaffiS og þér muniS hvorki ropa, freta né verSa bumbult þaS sem eftir er sólarhringsins!" Og þá tekur viS svosem hundraS manna blandaSur kór undir ofsastjórn Leonards Bemstein og beljar Jingle Bells útyfir veröldina viS spánnýjan texta: „Spinký-Spæs! Spinký- Spæs! Gerir okkur næs!" Eflaust eru viSbrögS manna viS svona djöflalátum jafn mis- jöfn og mannslundin, og þaS er liklega vissara aS ég hnýti þvl aftan viS þessar vangaveltur minar strax aS ég er svosem ekki aS setja mig I dómarasæti þannig séS, heldur er ég aS lýsa þvi mér til hugarhægSar hvemig mér verSur stundum sjálfum viS, segjum til dæmis þegar einn af þessum auglýs- ingalesurum sem hafa lagt sér til sérstakan auglýsingafram- burS (og þeir gerast bráSum of margir) ber orS eins og „úrval" svo tilgerSarlega fram aS þaS er eins og þaS væri skrifaS meS þremur errum ef ekki fjór- um. ÞaS getur lika meira en veriS (þvi miSur þó) aS ein- hvem góSan veSurdag verSum viS orSin svo samdauna þessu öllu aS viS áræSum naumast aS senda út i búS eftir bréfi af rúllupylsu án þess aS athuga fyrst hvaS Pólifónkórinn hafi sagt um þessa pylsutegund á siSustu hljómleikum sinum. Vonandi þarf ég ekki aS taka þaS fram aS ég hef auSvitaS séS heilmargar sjónvarpsaug- lýsingar sem gerSu mig ekki æran; og svo skyldu menn þar aS auki hafa þaS hugfast (og þaS á viS alla gagnrýni) aS þaS sem einum finnst forkastan- legt finnst öSrum aldeilis stór- kostlegt. Samt ér ég svo illa innrættur Framhald á bls. 25 stæðisflokksins og Morgunblaðs- ins hefur farið saman í meginmál- iim, en stundum hafa leiðir þó skilið eins og verða vill. I sam- starfi við Geir Hallgrímsson held- ur Morgunblaðið sínu m.a. vegna virðingar hans fyrir skoðunum annarra, enda er það frjálst blað og sjálfstætt og lýtur ekki flokks- aga. Það er brjóstvörn frjálsra skoðanaskipta í landinu og sjálf- stæðrar blaðamennsku, þó að and- stæðingar þess klifi á öðru. En án þessa sjálfstæðis getur ekkert blað sinnt skyldunum við samtfð sína. Sú er ekki sfzt skoðun út- gáfustjórnar Árvakurs. Svo mikil og djúpstæð er trú Morgunblaðs- ins á lýðræði að það telur sig, ekki síður en aðra, hafa leyfi til að skjátlast — en þó því aðeins að markmiðið sé ávallt: að hafa það heldur er sannara reynist. Það er a.m.k. stefnumið blaðsins, þó að það geti að sjálfsögðu haft rangt fyrir sér eins ög aðrir. Enginn er alvitur, sagði John Stuart Mill, en þau orð vitnaði Bjarni Benedikts- son oft i, þegar hann ræddi við vini sfna og samstarfsmenn, en Geir Hallgrfmsson var 'einn þeirra, sem næstir honum stóðu. Hér að framan var minnzt á sjálfstæði tslands og arfleifð. Ekki verður á móti því mælt, að Bretar hafa með árásinni á ís- lenzkt varðskip fyrir innan fjög- urra milna óvefengjanlega land- helgi Islands gert óþolandi árás á íslenzkt yfirráðasvæði. Af þeim sökum var rétt og skylt að skjóta málinu til öryggisráðsins. Það sýnir ekki sízt, hversu Bretar eiga vondan málstað að verja, að í um- ræðum í brezka þinginu 12. des- ember s.l. um fiskveiðideiluna og átökin innan íslenzku landhelg- innar ítrekaði Hattersley samn- ingsvilja Breta, „en ýmsir þing- menn tóku til máls og hörmuðu atburðinn, þótt ekki væri alltaf út frá sömu forsendum", eins og seg- ir í fréttum sem hingað bárust af umræðunum. Það sem mesta at- hygli vekurerþósústaðreynd, að nokkrir þingmenn risu upp og gagnrýndu stefnu brezku stjórn- arinnar, enda er tvískinnungur Breta öllum augljós, m.a. vegna þess að í raun og veru berjast þeir fyrir 200 mflna efnahagslögsögu sjálfum sér til handa og er mikill áróður fyrir því ekki sízt meðal forystumanna í brezkum sjávarút- vegi. John Prescott, þingmaður Verkamannaflokksins f Hull, sagði m.a. í umræðum þessum: „Við hörmum allir þessa þróun mála, sem er hættuleg lffi og lim- um manna.“ Hann taldi þá ráð- stöfun að setja slcip f slfka aðstöðu, líkjast „dauðadansi“ og bætti við eftirfarandi: „Við viður- kennum ekki að dauði eins manns sé jafnvirði 30 þúsund tonna af fiski. Viljið þér kannast við að málstaður Islendinga sé réttmæt- ur, þar sem við munum viður- kenna hann á hafréttarráðstefn- unni eftir hálft ár?“ Þessu gat Hattersley að sjálfsögðu ekki svarað og reyndi að afsaka brezku stjórnina með því að slík ummæli gætu jafngilt því, að með þeim væri verið að senda brezka sjó- menn „heim í atvinnuleysið“. Lágt er orðið risið á Neðri mál- stofunni brezku, þegar ráðherra ver sig með slfkri rökleysu. Eða hvað kemur íslendingum við atvinnuleysi f Bretlandi? Ekki er það af þeirra völdum? Bretar geta sjálfum sér um kennt og þá ekki sízt þeim forystumönnum í brezk- um stjórnmálum, sem hefur ekki enn tekizt, því miður, að vinna bug á þessu geigvænlega atvipnu- leysi. En hvaða sanngirni er í því að stofna öryggi og framtíð Is- lands, fámennrar þjóðar, í hættu vegna slfkra erfiðleika heima fyrir í Bretlandi? Þurrka upp fiskimið Islendinga og gera landið óbyggilegt með þeim hætti. Donald Stewart, þingmaður flokks skozkra þjóðernissinna, tók undir það, að allar horfur væru á því, að 200 mílna efna- hagslögsa'ga yrði ríkjandi innan tíðar og því væri það „óumræði- lega ósanngjarnt og óviturlegt að bregðast hart við á þessu stigi málsins", eins og þingmaðurinn komst réttilega að orði. En Hattersley svaraði þvf að sjálf- sögðu til, að það væru aðrir en brezka nkisstjórnin sem hefði brugðizt hart við, enda þótt brezk skip hafi framið árásir og of- beldisverk innan fjögurra mílna landhelgi, sem viðurkennd er að alþjóðalögum. En það var einmitt þessi árás, sem varð þess vald- andi, að Islendingar sáu sér ekki annað fært en snúa sér til öryggisráðsins, enda getur engin þjóð, hvorki stór né litil, sætt sig við, að sjálfstæði hennar sé ógnað með þessum hætti — eða eins og Ingvi Ingvarsson, fastafulltrúi okkar hjá Sameinuðu þjóðunum, komst að orði, þegar hann flutti mál tslands fyrir Öryggisráðinu s.l. þriðjudag: „Það er staðreynd að atburðurinn átti sér stað langt innan íslenzkrar landhelgi, sem aðeins er fjórar sjómílur; þetta er skerðing á fullveldi okkar, auk þess sem mjög hættulegar aðstæð- ur skapast, ef slfkt ofbeldi fær að viðgangast." Þá benti sendiherr- ann einnig á, að dráttarbátarnir brezku, sem árásina gerðu, „eru á íslandsmiðum sem hluti af brezk- um sjóher, sem er á þessum miðum f þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir, að íslenzka landhelgisgæzlan geti framfylgt íslenzkum lögum...“ Það var viturlegt að skjóta mál- inu til Öryggisráðsins og kæra framferði Breta. Með þeim hætti var bezt að beina athygli heimsins að fáránlegum tilburðum brezkra landhelgisbrjóta á Islandsmiðum. Morgunblaðið hefur áður fagnað því, að íslenzka ríkisstjórnin skyldi kæra Breta á þessum vett- vangi, því að hvar ættu smáþjóðir að eiga skjól fyrir ágangi stór- velda, ef ekki einmitt á þessu áhrifamesta málþingi Sameinuðu þjóðanna? NATO enn Þá var það ekki síður við hæfi að taka málið upp á utanrfkis- ráðherrafundi Atlantshafsbanda- Iagsins. Sendiherra íslands hjá NATO, Tómas Tómasson, hefur bent á, að það sé fáránlegt að tala um, að brezku verndarskipin svo- kölluðu séu hluti af NATO-flota, þau komi honum ekkert við. Þau eru aðeins tákn ráðvilltra stjórn- málamanna í Whitehall. En Atlantshafsbandalagið hefur áður sýnt Islendingum skilning undir sömu kringumstæðum. Og Einar Agústsson, utanrfkisráðherra, sagði m.a. eftir heimkomuna af NATO-fundinum, að sér virtist andrúmsloftið þar hagstætt Is- lendingum; ráðherrann minntist á góðan hug Luns, framkvæmtia- stjóra bandalagsins, f garð Islend inga og fagnaði sérstaklega einarðri liðveizlu utanríkisráð- herra Kanada og Noregs, sem voru tslendingum mjög vinsam- legir f ræðum sínum, en áður hafði utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands reynt að siða Breta til. Einar Agústsson sagði ennfrem- ur: „Ég hef fengið tækifæri til að skýra okkar afstöðu. Ég hef hitt nokkra blaðamenn og þeir virðast vera mjög skilningsríkir á okkar málstað og það tel ég sé góðs viti. Þá fengum við fiskveiðideiluna inn f fundargerð ráðherrafundar- ins. Við höfum fengið mjög gott tækifæri til þess að kynna mál- stað okkar hér f Briissel og ég held það hafi tekizt vel.“ Ráðherr- ann kvaðst ennfremur hafa það á tilfinningunni að Bretar væru einangraðir í Atlantshafsbanda- laginu, eins og hann komst að orði. Þessi ferð Einars Ágústssonar sýnir vel, hve fáránlegt það er að hafa ekki nú eins náið samstarf og áður við sterkustu bandamenn okkar, en þeir eru að sjálfsögðu í Atlantshafsbandalaginu. Stund- um heyrast þær raddir að við eig- um að ganga úr bandalaginu til að refsa Bretum, en það er alröng afstaða með tilliti til fyrri reynslu og sögulegra staðreynda. NATO er sterkasta vfgi okkar út á við. Þar heyrist rödd Islands ekki sfður en Bretlands — og kannski miklu fremur. I siðasta þorska- stríði átti Luns, framkvæmda- stjóri hvað mestan þátt í að höggva á hnútinn, eins og tíundað var hér f Reykjavíkurbréfi fyrir skemmstu. Við þurfum að fara að öllu með gát og leggja höfuðáherzlu á að einangra Breta, ekki einungis f Atlantshafsbandalaginu, heldur einnig í öryggisráðinu og á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna; sýna öllum heimi hvernig þeir ógna fullveldi Islands með árás- um á íslenzk varðskip, jafnvel innan tveggja sjómílna, á sama tíma og þeir berjast fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sjálfum sér til handa. Ferð Einars Ágústssonar, utan- ríkisráðherra, á fund utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalags- ins hefur verið jákvæð og á væntanlega eftir að bera góðan ávöxt. Það er allra mál, að ráð- herrann hafi haldið mjög vel á málstað Islands, kynnt hann ræki- lega og af einurð og ákveðni, hóf- semi og með diplómatfskri still- ingu, sem hefur haft mikil áhrif, bæði á stjórnmálamenn og ekki sízt fjölmiðla, ef dæma má af ýms- um þeim fréttum, sem hingað hafa borizt. Ráðherrann á sér- stakar þakkir skilið fyrir fram- göngu sína í Brussel, hún var honum og íslandi til sóma. Um tíma var ekki annað að sjá en jafnvel skurðgoðið Kissinger, félli í skuggann. Það þarf mikið til! En þeim er ekki fisjað saman, þegar þeir leggjast á eitt, Helgi Hallvarðsson, skipherra, og Einar Ágústsson- Verjum fullveldið af alefli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.