Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 Sérstaða 0«»1 1 ..11 •- Aihcris: ðoluskattshluti sveit- arfélaga og aukin verkefni Albert Guðmundsson (S) tók ekki þátt í afgreiðslu þingnefndar í efri deild á stjórnarfrumvarpi um söluskatt. Við umræðu í efri deild . Alþingis gerði hann grein fyrir hjásetu sinni, efnislega á þessa leið: Frumvarpið gerir ráð fyrir aukinni hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í 5 söluskattsstigum. Tekjuauki sjóðsins af þessum sök- um er áætlaður 520 m.kr. Þessi tekjuauki skerðist, áður en honum er skilað sveitarfélögum, um 12%, sem renna til lánasjóðs sveitarfélaga, varasjóðs og Samb. ísl. sveitarfélaga. Úthlutun til sveitarfélaga verður því aðeins 458 m.kr. Hluti Reykjavíkur verður, miðað við íbúahlutfall, 39% eða tæplega 179 m.kr. Samhliða er gert ráð fyrir í öðru stjórnarfrumvarpi að færa í hlut sveitarfélaga kostnaðarliði sem ríkið hefur áður annazt. Þessi kostnaðarauki þýðir fyrir Reykjavík, skv. drögum að fjár- hagsáætlun borgarinnar, 209.3 m.kr. eða u.þ.b. 30 m.kr. kostnað umfram tekjur fyrir borgarsjóð. Þá spurðist Albert fyrir um, hvort beita ætti ákvæðum viðkomandi laga, ef samþykkt yrðu í dag (verkefnatilfærsla), við uppgjör sveitarfélaga fyrir árið 1975. — Ennfremur gat Albert þess að í fjárlagafrum- varpið vantaði fjárveitingar til skólahygginga f Reykjavík. Fjár- lög gerðu ráð fyrir 188.8 m.kr. en í fjárhagsáætlun Reykjavikur (frumv.) væri reiknað með 312.6 m.kr. sem væri lögbundinn hluti ríkissjóðs. Þá er í fjárhagsáætlun borgarinnar reiknað með 95.0 m.kr. greiðslu ríkissjóðs vegna umsaminna húsnæðisskipta Voga- skóla og öskjuhlíðarskóla og þar skorti því á 28.0 m.kr. Enn vant- aði á fjárlög um 83.0 m.kr. sem Reykjavíkurborg reiknaði með í sinni áætlun vegna annarra hús- næðisskipta. Ljóst sé að frumv. að fjárl. gerði ráð fyrir 234 m.kr. lægra framlagi til skólabygginga í Reykjavík, en frv. að fjárhags- áætlun borgarinnar teldi að Albert Guðmundsson greiða bæri. Verði ekki verulegai leiðréttingar hér á, við 3ju um- ræðu, er ljóst, að skera verður verulega niður framkvæmdir við skólabyggingar í Reykjavík á næsta ári. Slíkt gæti komið illa við hin nýju borgarhverfi, þar sem þörfin á nýju skólahúsnæði Þeytari á standi Brauðristar, sjálfvirk litstilling á brauðinu — nýjung. Hljómplötur í úrvali frá kr. 820 Hljómplötur í úrvali frá kr. 820. Brýni fyrir hnifa, skæri sporjárn ofl. Sjálfvirkar kaffikönnur m/nylon- eða bréffilter. 3 gerðir Ryksugur, ótrúlegur sogkraftur. 3 gerðir Segulbandstæki, nutimagjöfin fyrir nútimaunglinginn. Sinclair reiknivélar fyrir alla. 6 gerðir. jólagjöfin Beauty set, nuddtæki — rakvél óskatæki konunnar. Plötuspilara fyrir alla aldurs flokka. heimilistæki sf Sætúni 8 -15655 Hafnarstræti 3 - 20455 PHI Ll PS kann tökin á tækninni er brýnust, einkum við Breiðholt- ið. Frumvarpið um verkefni sveit- arfélaga var til umræðu í neðri deild í gær og afgreitt þaðan sem Iög frá Alþingi. Gunnlaugur Finnsson (F) mælti fyrir meiri- hlutaáliti viðkomandi þingnefnd- ar, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Magnús T. Ólafs- son (SFV) mælti fyrir minni- hlutaáliti, sem lagðist gegn frum- varpinu. Ellert B. Schram (S) tók fram, að stuðningur hans við frumvarp- ið byggðist á þeim skilningi, að framkvæmd yrði á þann veg, að ekki yrði hallað á sveitarfélögin og nefndi í því sambandi sérstak- lega uppgjör ríkis og sveitar- félaga vegna ársins 1975. Gunnar Thoroddsen, félags- málaráðherra, tók fram, að ef ein- stök sveitarfélög biðu skaða af ráðgerðri breytingu, væri vilji sinn, að þeim yrði hann bættur, skv. Iagaheimild um aukaframlag úr Jöfnunarsjóði. Ef lagabreyt- ingu þyrfti til, varðandi lítil sveitarfélög, sem héldu uppi tak- markaðri þjónustu, og gætu því naumast réttlætt álag á gjald- stofna sína (en sjík fullnýting tekjumöguleika er nú forsenda aukaframlags), myndi hann beita sér fyrir slíkri lagabreytingu. Matthías Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, vakti athygli á því í efri deild, í svari til Alberts Guðmundssonar, að kostnaðar- auki sveitarfélaga vegna nýrra verkefna væri áætlaður samtals á árinu 1976 kr. 392 m. kr., en beinn tekjuauki þeirra, um Jöfn- unarsjóð 485 m. kr. Að auki færi svo nokkurt fjármagn til lána- sjóðs sveitarfélaga og fleiri greina samtaka þeirra, þann veg, að þau fengju samtals 521 m.kr. móti 392 m.kr. útgjaldaauka. Flest sveitarfélög myndu því heldur gráeða en tapa á breyting- unni, þó undantekningar kynnu að verða. Nánar verður birt úr umræðu um þetta mál á þingsíðu síðar. Takmörkun þorskveiða 1976: Þjóðarógæfa ef þorskstofn- inn hryndi Oddur Ólafsson (S), þingmaður Reyknesinga, hefur flutt tillögu til þingsályktunar, sem felur ríkisstjórninni að sjá svo um að ekki verði veiddur þorskur á Is- landsmiðum umfram 250.000 tonn árið 1976. I greinargerð með tillögunni segir flutningsmaður: „Árið 1972 ritaði Hafrann- sóknastofnunin sjávarútvegsráðu- neytinu bréf, þar sem greint var frá hinu hættulega ástandi þorsk- stofnsins við Island og lagt til að þorskveiðar yrðu dregnar saman um helming. Þessari viðvörun var ekki sinnt sem skyldi og stofninn hélt áfram að rýrna. Árið 1972 veiddu islendingar 229 þús. lestir af þorski, árið 1973 236 þús. lestir og árið 1974 239 þús. lestir. Þannig helst afla- magnið svipað þessi þrjú ár þrátt fyrir stóraukna sókn. Arið 1975 var ofveiðin orðin augljósari en áður og 13. okt. kom svo hin marg- rædda skýrsla Hafrannsókna- stofnunar, þar sem gerð er grein fyrir hinu stórhættulega ástandi þorskstofnsins og lagt til að aðeins verði veiddar 230.000 lestir af þorski á Islandsmiðum árið 1976. Sú ljósglæta er þó í skýrslunni, að fiskifræðingar telja að ef takist að draga úr sókninni árið 1976, þá megi veiða 290000 lestir árið 1977 og sama eða meira magn árin þar á eftir, uns stofninn hafi náð sér og veiðin geti farið upp í 500000 lestir árlega. Það er því fyrst og fremst árið 1976 sem við verðum að leggja hart að okkur, beina flotanum að Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.