Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
17
i 'r'Í£M
Sifll
é, H - ' ; ;
ewis
ir*i
•
•;v '
tti
&••:
V'1 rSNfN
X S ■\' v
—... ',vj
d*œm* JF&
VI
KIRKJUR
Margar fagrar kirkjur eru í
New York, fjölmargar greinar
mótmælenda, kaþólskar,
hebreskar, o.fl. Allt er þetta
einn Guð, þó að siðirnir séu
ólíkir.
Skammt frá gistihúsinu þar
sem ég dvaldi var episcopal
kirkja, kennd við heilagan
Bartólómeus, grein af lúterska
meiðinum. Þangað lagði ég leið
mína og hlýddi á morgunmessu
annan sunnudaginn, sem égvar
i borginni. Þetta var fremur
stór kirkja, tvö ölturu, annað til
hliðar og hitt fyrir stafni, björt
og háreist.
Tveir prestar þjónuðu við
messuna, báðir í hvítu rykkilfni
með iöngum flaksandi rauðum
borðum, stole. Sá yngri byrjaði
athöfnina með því að Iesa upp
frá hliðaraltari tilkynningar
viðkomandi safnaðarlífinu. Þá
hófst söngurinn stóð söngfólkið
innst við kórinn, karlar til
hægri og konur til vinstri, allt í
hvítum skikkjum og með fer-
strendar, svartar húfur á höfði.
Reis söfnuðurinn úr sætum sfn-
um og söng með.
Eftir sönginn las eldri prest-
urinn ritningarorð frá altari,
aftur var sungið standandi, les-
ið, sungið og síðan flutti prest-
urinn stutta ræðu og aftur
sungið.
Þá var leikið lágt á orgel og
tveir menn g“ng’! um með fórn-
arskálar, annar til vinstri og
hinn til hægri. Mér brá þegar
ég sá seðlahrúguna á fatinu, en
kom þá f hug skildingur fátæku
ekkjunnar og huggaði mig við
það.
Mennirnir gengu upp að
altarinu, þar sem tekið var á
móti fórninni og blessað yfir.
Þá var staðið upp og sungið,
síðan gekk presturinn út i
broddi fylkingar, á eftir honum
söngfólkið og sfðan söfnuður-
inn. Úti fyrir kirkjudyrum stóð
presturinn og heilsaði fólki um
leið og það gekk framhjá.
Síðar um daginn rölti ég upp
Fimmtu trö' áleiðis að St.
Patricks dómkirkjunni, veg-
legasta guðshúsi borgarinnar
og þó víðar væri leitað. Á leið
minni rakst ég á fremur litla en
fallega kirkju og dáðist einkum
að stórum og litfögrum rósa-
glugga. Ekki stóð yfir guðs-
þjónusta i St. Patricks. en eitt
sinn fyrir löngu hafði ég hlýtt
— Svipmyndir
Framhald af bls. 16
vegfaranda. ÖSKAR stendur
þar gullnum og grænum stöf-
um, lítill kaffibar fremst, en
innar dálítill matsalur.
Síðustu dagana mína i New
York fékk ég mér morgun-
kaffið þarna, appelsinusafa,
ristað brauð og kaffi, egg var of
mikill lúxus eins og á stóð með
gjaldeyrinn. Reyndar borðaði
ég lítið fyrstu dagana af ótta við
að aurarnir myndu ekki endast,
en nú sá ég fram á að ég gæti
leyft mér almennilegt kaffi.
Það var bjart og vinalegt
þarna inni og morgunsólin
gægðist inn um gluggann.
Við hlið mér sat kona, ljós-
hærð og vel klædd, eitthvað
yfir miðjan aldur á að gizka.
Við röbbuðum um daginn og
veginn litla stund, þar til hún
renndi sér niður af kollunni um
leið og hún sagði:
Ég er að hugsa um að fara í
langa sjóferð.
Já, það er gaman að ferðast á
sjó. Mér varð litið á hana.
Hún horfði niður fyrir sig,
ólýsanlegur tregi í álútu andlit-
inu.
Einmana sál, þrátt fyrir
gnægð góðra hluta.
þar á aftansöng á jólanótt í
miklu mannhafi og ljósadýrð.
Margt fólk var á gangi um
alla kirkjuna, leikið á hljóð-
færi, bjart og hlýlegt. Ég gekk
inn eftir hliðargangi, hægra
megin og blasti þar við mér stór
skáhöll grind með ótal kerta-
Ijósum, voru kertin nokkuð
gild, en stutt og fest í málm-
hólka. Gekk fólk um og kveikti
á einu og einu kerti í minningu
horfinna ástvina. Neðst í grind-
inni var lítil rifa og smeygðu
menn í hana smágjöfum um
leið og þeir kveiktu. Þetta
minnti mig á Notre Dame
dómkirkjuna í París, en þar eru
kertin mislöng og standa á
stalli fyrir framan styttu
heilagrar guðsmóður. Þessar
tvær kirkjur minna hvor á aðra
um margt, en í Notre Dame er
birtan rökkurkennd og
mystisk, en þarna var skínandi
bjart um allt.
Ég kveikti á einu kerti og
hélt göngunni áfram, við hvert
fótmál styttur, ölturu, og
steindir gluggar, forkunnar-
fagrir, yrði of langt mál að lýsa
öllum þeim dásemdum, sem
kirkjan hýsir og læt ég hér
staðar numið.
Á útleið nam ég staðar við
lítinn krók nálægt dyrum. Þar
voru til sölu dýrlingamyndir
smárit o.fl., þar á meðal örlitlar
plastbækur, sem hægt var að
stinga í vestisvasa. í hólfum
innanverðum var dýrlinga-
mynd úr einhvers konar málm-
þynnu, t.v., en bæn, sem
viðkomandi dýrlingur hafði
samið t.h.
Ég valdi Frans, en á ferð
minni um Italíu heimsótti ég
klausturkirkju hans og
kapelluna, þar sem bein hans
hvila (sjá PlLAGRÍMSFÖR og
ferðaþættir). Fer hér á eftir
bæn hans i lauslegri þýðingu:
BÆN ST. FRANCIS FRÁ
ASSISI
HERRA, gerðu mig að verkfæri
friðar þins;
þar sem er hatur, láttu mig sá
elsku;
þar serri eru sár, fyrirgefningu;
þar sem er efi, trú;
þar sem er örvænting, von;
þar sem er myrkur, ljós;
og þar sem er harmur, gleði.
„Ö Guðdómlegi Meistari,
gefðu að ég sækist ekki eins
eftir að vera huggaður
og að hugga;
og að ég skilji þá;
að vera elskaður,
og að e;lska;
þvi að með því að gefa
öðlumst við,
með því að fyrirgefa,
fáum við fyrirgefningu,
og í dauðanum fæðumst við
til eilífs lífs.“
Mættum við öll hafa i huga
bæn heilags Frans i önn og
amstri daganna.
lx>rMSrf' Amailðttir
Rúll
ragapeysur