Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 296. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bandalag gegn Peron forseta Buenos Aires 27. desember — AP. Reuter. STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKK- UR í Argentinu hafa myndad með sér bandalag til að krefjast afsagnar forseta landsins Mariu Estellu Peron. Hafa flokkarnir farið þess formlega á leit við þingið að það geri þegar ráð- stafanir til að hún verði sett af vegna spillingar og lélegrar stjðrnar. Krafan um að frú Peron verði sett af jók meir á óvissu í stjórn- málum landsins en árás skæruliða á vopnabúr hersins í fyrradag og uppreisn hluta flughersins gegn forsetanum. Sökuðu stjórnarand- stöðuflokkarnir frú Peron um að anvirða lög, vera máttlausa í bar- áttu gegn verðbólgu og um að vera á góðri leið með að leggja efnahag Iandsins i rúst. Miklir skotbardagar urðu aftur á jóladag þegar skæruliðar reyndu að ná líkum 70 félaga sinna, sem fallið höfðu í bardaga við argentínska hermenn á aðfangadag. Segir kvöldblaðið Framhald á bls. 27 Kommúnistar handteknir? Kaíró, 27. des. Reuter. ÞRJU blöð f Kafrð halda því fram, að 300 kommúnistar hafi verið handteknir í Sýrlandi, en stjðrnin í Damaskus hefur borið fréttina til baka. Rlöðin gáfu í skyn, að handtökurnar stæðu í sambandi við tilraunir sýrlenzku stjðrnarinnar til að bæta sambúð- ina við Bandaríkin. Egypzku blöðin eru hálfopinber og á það er bent að svipaðar fréttir, sem þau hafa áður birt hafi haft við rök að styðjast. Þannig reyndist rétt að byltingar- tilraun var gerð f Líbýu fyrir nokkrum mánuðum eins og egypzk blöð héldu fram þótt sú frétt væri einnig borin til baka. Framhald á bls. 27 Böndin berast að Sjakalanum París, 27. des. Reuter. Franska lögreglan er sannfærð um að maðurinn sem stjðrnaði árás hryðjuverkamanna á aðal- stöðvar OPEC f Vfn á dögunum hafi verið Venezúelamaðurinn Ilhitch Sanches Ramit^z, öðru Kínverjar sleppa þremur Rússum Hong Kong — 27. des. — Reuter. FRÉTTASTOFA Nýja-Kína skýr- ir frá því í dag, að þremur rúss- neskum flugmönnum, sem kín- verskir landamæraverðir tóku höndum f marzmánuði 1973, verði sleppt og þeim skilað til sfns heima, ásamt þyrlu sinni. Utanríkisráðherra Kfna, Yu Chan, tjáði sovézka sendiherr- anum í Peking þessa ákvörðun stjórnarinnar í dag. nafni „Carlos“ eða „Sjakalinn“, að sögn Parísar-blaðsins Franco Soir. Lögreglan í Frakklandi hefur leitað Sjakalans síðan hann myrti tvo franska öryggisverði og Lfbanonmann í sumar. Sendiherra Venezuela í Austur- ríki hefur hins vegar borið til baka frétt í sama blaði þess efnis að foringi hryðjuverkamannanna hafi afhent olíuráðherra Venezú- ela bréf til móður sinnar í Venezúela. Blaðið segir, að skriftin á bréf- inu sýni að það sé frá manninum sem stóð að morðunum í París f sumar. Foringi hryðjuverkamannanna sagði gíslunum að 40 vel þjálfað- ir hryðjuverkamenn væru þess albúnir að láta til skarar skríða og grípa til svipaðra aðgerða og gegn aðalstöðvum OPEC í Vín, að sögn blaðsins Kayhan í Teheran. Framhald á bls. 27 Ljósmynd Sv. Þorm. Innrás Indónesa á Tímor: 10 þúsund manns drepnir um jólin .Lissabon — 27. des. — Reuter. UM 10 þúsund manns létu Sovézk yfirvöld vilja losna við Plyushch Moskvu — 26. des. — Reuter. SOVÉZK yfirvöld hafa beðið eiginkonu Leonids Plyushch, stærðfræðings og andófsmanns, sem dvelst nú í geðveikrahæli f Sovétrfkjunum, að sækja um brottfararleyfi frá Sovétríkjun- um fyrir hans hönd. Andrei Sakharov tjáði er- lendum fréttamönnum I dag, að Tatjönu Plyusheh, eiginkonu stærðfræðingsins, hefðu borizt þessi tilmæli frá vegabréfa- eftirlitinu f Kænugarði, sem er höfuðborg Úkraníu. Sakharov sagði: „Þetta eru góð tfðindi og við teljum þetta vera árangur hinnar víðtæku baráttu sem átt hefur sér stað fyrir mál- stað hans.“ Hann sagði, að eiginkona stærðfræðingsins hefði sagt sér f sfmtali, að hún myndi leggja umsóknina inn innan tíðar, en hann bætti við, að yfirvöld hefðu ekki gefið i skyn svo óvggjandi væri, að Plyushch fengi levfi til að fara úr landi. Dr. Leonid Plvushch var handtekinn árið 1972. Var hon- um gefið að sök að hafa haft uppi „and-sovézkan áróður“ og var úrskurðaður til vistar f geð- veikrahæli árið 1973. Mál Plvushch vakti mikla at- hygli á Vesturlöndum og meðal þeirra, sem töluðu máli stærð- fræðingsins, var franski kommúnistaleiðtoginn Georges Marchais. lffið í árás Indónesíu á Austur-Tímor aðfararnótt 26. desember, að því er segir í yfirlýsingu vinstri sinnuðu byltingarsamtak- anna Fretilin í dag. Árásin er liður í nýrri stórsókn Indónesfu, að því er segir í yfirlýsingu samtakanna, sem lýstu yfir sjálfstæði Austur-Tímor 28. nóvem- ber s.l. í yfirlýsingunni segir, að 30 þúsund manna flotalið hafi staðið að herskipa- og loftárás með til- styrk fallhlífarhersveita, vegna þess að meira en helmingur liðs- ins, sem réðst á Austur-Tímor 7. desemember s.l., hefði fallið. Þá segir, að hinni nýju sókn sé einkum beint að borgunum Dili, Baucau og Suai. Fregnir herma, að flestir þeirra, sem létu lífið í árásinni séu kon- ur og börn í Liquica-borg, sem er í nágrenni höfuðborgar- innar Dili og Maubara. Bardagar i Dili og Bucau héldu áfram i gærkvöldi og samkvæmt heimildum veittu sveitir Fretilin viðnám, enda þótt við ofurefli innrásar- liðsins væri að etja. í yfirlýsingu Fretilin er því beint til Portúgala, að þeir láti ekki undir höfuð leggjast að rækja skyldur sínar við Austur-Tímor, en hlutist til um að Sameinuðu þjóðirnar kveði á um brottflutning innrásarliðs- ins þegar á mánudaginn kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.