Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975
dýr skóli og ég þurfti að fara að vinna
mér inn einhverja peninga.
— Þú hefur þá þurft að kosta þitt nám
alveg sjálf. Fékkst þú ekkert námslán
eða stvrk í þessi tvö ár?
— Upphaflega átti ég ekki að fá náms-
lán þar sem ég hafði ekki stúdentspróf
en það rættist þó úr því og nægði lánið,
fvrir skólagjöldum, uppihald kostuðu
foreldrar mfnir.
— Þú fékkst svo stöðu hér í Berlín
1.972?
— Já, ég hafði frétt að möguleiki væri
á vinnu við ballettinn hér, svo ég hélt
hingað, reyndi við inntökupróf og fékk
samning sem hópdansari.
— En nú hefur þú verið með sólóhlut-
verk af og til.
— Já, ég hef dansað bæði sóló og
hálfsóló svokallað í f msum verkum. En
núna nýverið fékk ég hálfsólósamning.
Við þennan samning breytist f rauninni
lítið hvað starfið snertir, þar sem ég hef
hvort sem er dansað svo mikið hálfsóló
upp á sfðkastið, en hins vegar fæ ég
hærra kaup. Þetta auðveldar mér svo
seinna að fá sólósamning, sem ég vonast
eftir að fá eftir svona tvö ár. Það tekur
tíma að vinna sig upp.
— Er ballett ekki mjög erfið atvinnu-
grcin,?
— Þelta er ekki auðvelt starf. Það
krefst mikils tíma. Við æfum þrjá tíma á
morgnana og þrjá tíma seinni part dags,
sex daga vikunnar. Og þá daga sem sýn-
ingar eru, er ég að til klukkan hálfellefu
á kvöldin.
— Er þetta sæmilega launað?
— Miðað við vinnu er þetta ekki mikið
sem við fáum, en ég hef mikinn áhuga
og það er fyrir öllu.
— María sagði að ballettdansari hefði
ekki mikinn tíma fyrir einkalífið. Hún
sagði að fjölskvldulíf og ballelt færu
líkast til ekki sem bcst saman.
Ég spurði Maríu líka hvort ekki værú
einhver fyrirmæli um líkamsvöxt og
Þ.vngd.
— Það eru nú ekki beint fyrirmæli, nú
ef þú ert of feit þá ertu bara rekin.
— Hvað þykir þér mest gaman að
dansa?
— Um þessar mundir finnst mér mest
gaman að dansa prinsessnna í Eldfuglin-
um við tónlist Stravinskvs. Þetta er
fvrsta aðalhlutverk mitt. í þessu hlut-
verki er ég mjög frjáls á sviðinu og get
leikið og tjáð mig miklu betur.
— En þetta er það sem alla dansara
langar til. Okkur ballcttdansmeyjar
drevmir til dæmis allar um að fá að
dansa Júlíu í Rómeó og Júlíu eða svan-
inn f Svanavatninu.
— Hvort metur þú meira sígildan eða
nútímaballett?
— Tvímælalaust tek ég sfgildan
„Áhuginn ofar öllu”
Guðrún Birgisdóttir spjallar
við Maríu Gísladóttur ballett-
dansara við Óperuna í V-Berlín
María Gísladóttir í Þyrnirósu. Myndin er tekin í októbermánuði
sl. í Berlín.
Ung íslensk stúlka, María Gísladóttir, starfar sem ballettdansmær hjá ballettinum
við Deutsche Oper í Vestur-Berlfn. Undirrituð brá sér í heimsókn á heimili Maríu í
Berlín og átti við hana stutt spjall um veru hennar í þessari fyrrverandi höfuðborg
Evrópu.
Við María röbbuðum saman um heima og geima, en þó aðallega um hallettinn,
atvinnu hennar og aðaláhugamál. María er 22 ára, fa“dd í Reykjavík, þar sem hún
bjó þar til hún fór utan til ballettnáms 16 ára gömul.
— Ballettferill þinn hófst heima á
Islandi, ekki satt?
— Jú, ég bvrjaði að dansa heima. I
fyrstu var ég f nokkra mánuði f ballet-
skóla Katrínar Guðjónsdóttur og síðan í
4 ár frá 12 til 16 ára, í Þjóðleikhúsinu.
Upphafið að þessu öllu saman var það,
að ég sá barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu og
langaði til að komast á sviðið eins og
litlu stelpurnar sem léku þar. En þar
sem aldurstakmark f leiklistarskólann
var 16 ár, ákvað ég að fara f ballett til að
bvrja með. Kennarinn minn í Þjóðleik-
húsinu, Englendingurinn Fay Werner,
vildi senda mig til London á konúnglega
ballettskólann þar. Hún talaði svo við
pabba, sem ekkert leist á þetta. Ég var
alltaf minnt á að ef ég ekki síæði mig í
skólanum, yrði ég að hætta í ballett.
— En þú fórst nú samt til London?
— Já, ég komst á skólann og útskrifað-
ist þaðan eftir tveggja ára nám 1972. Var
þannig komin með réttindi til að kenna
ballett. Mig langaði til að vera eitt ár í
viðbót, mér fannst ég þurfa á því að
halda tæknilega séð, en þetta er mjög
ballett fram yfir nútímaballett. Við
erum að sjálfsögðu með nútfmaballetta
af og til, en mér finnst ekki gaman að
dansa þá. Mér finnst þetta ekki dans,
miklu fremur fallegar hreyfingar, eitt-
hvað f átt við leikfimi.
— Ilvað finnst þér um ballett í dag?
— Mér finnst ballettinn hafa staðnað.
Hann hefur breyst mikið f nútíma-
ballett. Margir af þeim baliettum sem
settir eru á svið í dag koma mér til að
hugsa að ekki vildi ég dansa eftir svona
50—100 ár. Þetta verða allt orðnar eins
konar vélrænar hrevfingar. Ég held fast
í hinn gamla góða sígilda ballett.
— Ætlar þú að vera áfram í Berlfn?
— Já, alia vega í tvö ár, en þá vonast
ég eftir að fá sólósamning eins og ég
sagði. Ballettflokkurinn hér í Berlín er
einn af bestu flokkum í Þýzkalandi.
Dansararnir eru mjög góðir, til dæmis
er prímadonnan okkar, Eva Evdoki-
mova, á heimsmælikvarða.
— Líkar þér vel í stórborg eins og
Berlín?
— Já, ég er farin að kunna ágætlega
við stórborgarlífið. Hvað Berlín viðvíkur
þá finn ég oft fyrir því, aðallega þegar
ég á stutt leyfi aö horgin er umlukt
múr. Það vex manni í augum að fara í
gegnum Austur-Þýskaland, aðeins til
þess að komast út f „guðs græna
náttúruna". Það eru að vísu útivistar-
svæði innan borgarmúranna en þau eru
öllum stundum svo yfirfull að lítil
endurnæring er í þvf að koma þangað.
— Heim til tslands ætlar þú ekki í
bráð?
— Nei, ég hef ekkert að gera heim á
næstunni nema í heimsókn. Það er eng-
inn grundvöllur fyrir mig þar sem
balleltdansmey.
— Hvers vegna ekki?
— Ballettlíf heima á tslandi er ekki
ennþá til í þeirri mvnd sem það er víða
erlendis. Áhugi fólks á ballett er lítill og
fjárhagslegur grundvöllur enginn. Og
meðan ég vil halda áfram að ná árangri
er nauðsvnlegt fvrir mig að dansa er-
lendis.
— En hefur þú dansað opinberlega
heima síðan þú lauks námi?
— Nei, en ég hefði mikinn áhuga á að
dansa fyrir landann. Hver veit nema ég
eigi eftir að gera það, það væri allavega
gaman.
María Gísladóttir ásamt York
Smaltz í „4 Temperements" í
Berlín.
I
^mmblabib
Vesturbær
Æg issíða
' Hagamelur
Skerjaf.s. flugv
og II.
Úthverfi
Laugateigur
Álfheimar frá 43
Langagerði
Snæland
Blað-
burðarfólk
Gnoðarvogur frá 14—42»)
Austurbær
Miðbær
Ingólfsstræti
Bergstaðarstræti,
Rauðarárstígur
Laugarnesvegur
84—118
Kópavogur
Álfhólsv frá 54—135
Uppl. í síma 35408
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Fiskaklettur
N r. 9
IXI
Ka up telag
Pris ma
3
D
-Q
D
D
t
-> Reykjavikur vegur
Sölustaði r:
Hjallahraun 9
Lœkjargata 32
-Q
D
Q
o
25
BJORGUNARSVEIT
FISKAKLETTS
HAFNARFI RÐI