Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975
3
Vill leysa fískveiðimál
í evrópsku samhengi
Öslð 27. desember — NTB.
NORÐMENN eru nú á
erfiðasta hluta samninga-
viðræðna sinna við
Evrópulönd um útfærslu
fiskveiðilögsögu sinnar í
200 sjómílur, að því er haf-
réttarmálaráðherra Nor-
egs, Jens Evensen, segir í
samtali við NTB-
fréttastofuna. Segir
Evensen að viðræðurnar
muni taka mikinn tíma og
að óraunhæft sé að búast
við samningum fyrr en í
fyrsta lagi seint næsta
haust.
Segir hann að jafnvel þó að
hafréttarráðstefnan komist að
niðurstöðu um þessi mál og að
fallizt verði á þá grundvallarhug-
mynd að strandríki fái 200 mílna
efnahagslögsögu, þá séu hags-
munir ríkja svo andstæðir að
langan tíma muni taka að sætta
þá.
Gervihormón
gegn sykursýki
1 viðtalinu leggur Evensen ríka
áherzlu á að fiskveiðilögsögumál
Noregs verði ekki leyst nema með
samkomulagi við þær þjóðir, sem
hagsmuna eiga að gæta. Lýsir
hann þeirri hugmynd sinni að
vandamálin um ofveiði og hag-
kvæma nýtingu fiskstofna vérði
leyst í evrópsku samhengi þannig
að gildandi reglur um veiðisvæði
og kvóta riái bæði til hafsvæða
Austur- og Vestur-Evrópu. Sam-
kvæmt þessari hugmynd verði
Norðmenn því að vera reiðubúnir
að leyfa sjómönnum annarra
þjóða að veiða innan sinnar lög-
sögu gegn ívilnunum annars
staðar.
Sagði Evensen að aðstaða
Breta, sem væru hefðbundin fisk-
veiðiþjóð, væri slæm vegna úrelts
skipulags fiskveiða innan Efna-
hagsbandalagsins og stirðrar sam-
Jens Evensen
búðar Breta við það og önnur
Evrópulönd. Kvað hann það sitt
álit að það yrði mjög erfitt fyrir
Breta að ná samkomulagi við lönd
eins og Island, Sovétríkin og
Noreg.
Hann sagði að af landfræði- og
náttúrufræðilegum ástæðum
væru Bretar, íslendingar, Norð-
menn og Sovétmenn eðlilegir
fiskframleiðendur og ættu því að
fá forgang að fiskveiðum og fisk-
iðnaði. Hvatti hann til þess að
aðrar þjóðir flyttu vinnuafl úr
sjávarúívegi og minnkuðu fisk-
veiðiflota sína.
Fær undanþágu
og verður elzt
í Bandaríkjunum
New York 26. des. — Reuter.
MEÐ smá hjálp frá forsetan-
um og þinginu eru allar horfur
á að 111 ára albönsk kona verði
elzti borgari Bandaríkjanna.
Frú Mrika Mrnaeaj kom til
Bandaríkjanna í fyrra til að
hitta syni sína tvo og lýsti því
þá yfir, að hún vildi deyja sem
Ameríkani. Þingið fylltist sam-
úð og lagafrumvarp, sem gerir
ráð fyrir að hún verði undan-
þegin þeirri skyldu að þurfa að
búa 5 ár í Bandaríkjunum og
tala ensku áður en.hún hlýtur
borgararéttindi þar, var keyrt
í gegn. Og Ford forseti undir-
ritaði nýju lögin í sumarbústað
sínum í gær. Frú Mrnacaj hélt
upp á þetta með veizlu i gær og
sagði þá frá því, að hún ætti
frísku lofti, nýjum mat, fullt af
ást og örlitlu viskíi háan aldur
að þakka.
La Jolla 25. des. — Reuter.
SALK-stofnunin hefur
skýrt frá því, að hún hafi
fengið samþykki stjórn-
valda fyrir því, að hún
hæfi framleiðslu á gervi-
hormónum, sem álitið er
að muni verða mikilvæg-
asta lyfið í baráttunni
gegn sýkursýki síðan
insulinið var fundið upp.
Segir stofnunin, að hormónið
geti komið í veg fyrir blindu og
nýrnasjúkdóma sem sérstaklega
börn fá upp úr sykursýki. Eina
vandamálið er hinn mikli fram-
leiðslukostnaður. Hálft gramm,
sem á að nægja einum sjúklingi í
sjö til átta mánuði, kostar um
30.000 Bandaríkjadali.
Stofnunin segist einnig vera að
vinna að gerð sterkara lyfs, sem á
að geta orðið ódýrara.
Kosygin í Tyrklandi:
99
Helsinki-yfirlýsingin
merkasta skjal vorra tíma”
Slysum vegna spreng-
inga fer fækkandi
MORGUNBLAÐINU hef-
ur borizt fréttatilkynning
frá Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, þar sem var-
að er við glannalegri með-
ferð sprengiefnis um ára-
mót.
í fréttatilkynningunni
segir, að um þetta leyti árs
fái læknar jafnan til með-
ferðar marga, einkum börn
og unglinga, sem beðið hafi
heilsutjón af völdum
skrautelda og sprengínga.
Svo virðist þó sem slíkum
tilfellum fari nokkuð
fækkandi, og gleðilegt sé
til þess að vita.
Þá segir, að það sé stórhættu-
legt og beinlínis glæpsamlegt að
kasta „kínverjum“ og öðrum álíka
sprengjum að fólki. Verði
sprengingin nærri eyra megi
búast við varanlegri heyrnar-
skemmd, jafnvel gati á hljóð-
himnu. Venjulegir flugeldar geti
einnig sprungið þegar á þeim er
kveikt og því beri að gæta þess, að
andlit og hendur lendi ekki i
stróknum frá flugeldi.
Ankara —27. dcs. — Reuter.
FORSÆTISRAÐHERRA Sovét-
rfkjanna. Alexei Kosygin, sem er
1 fjögurra daga opinberri heim-
sókn í Tyrklandi, sagði 1 skála-
ræðu í gærkvöldi, að Helsinki-
yfirlýsingin væri merkasta skjal
3 bílar gengu
út hjá Krabba-
meinsfélaginu
UM JÓLIN var dregið um þrjá
bíla í happdrætti Krabhameinsfé-
lagsins og gengu þeir allir út.
Einn bíll kom á miða númer
56085 en hann átti Kristín Vigfús-
dóttir, Háaleitisbraut, annar kom
á miða nr. 32749 sem er í eigu
Hermínu Benjamínsdóttur,
Klapparstíg, og þriðji bíllinn kom
á miða nr. 22478 sem er I eigu
Gunnars Gunnarssonar sem býr í
Breiðholti.
vorra tfma, og þau sjónarmið,
sem þar væru lögð til grund-
vallar, yrðu að koma til fram-
kvæmda.
Kosygin heimsótti Tyrkland
fyrir níu árum. Hann sagði í dag,
'að síðan hefðu samskipti Tyrk-
lands og Sovétríkjanna sífellt
farið batnandi, báðum aðilum til
hagsbóta.
Kosygin hefur átt viðræður við
forsætisráðherra Tyrklands,
Suleyman Demirel. Forseti lands-
ins, Fahri Koruturk, mun snæða
hádegisverð með Kosygin. Þetta
þykir bera vott um mikilvægi
heimsóknarinnar frá sjónarmiði
Tyrkja, þar sem forsetinn sinnir
erlendum forsætisráðherrum
venjulega ekki á þennan hátt.
I ræðu sinni í veizlu, sem haldin
var Kosygin til heiðurs í gær-
kvöldi, sagði Demirel forsætisráð-
herra, að batnandi samskipti
Sovétríkjanna og Tyrklands væru
Kosygin
ekki einungis i þágu ríkjanna
tveggja, heldur einnig annarra
þjóða heims.
Hann vék að Kýpur-málinu og
lagði áherzlu á, að koma þyrfti á
sambandslýðveldi tveggja ríkja á
eynni, og að Tyrkir vildu varð-
veita sjálfstæði Kýpur.
Kanaríeyjar
1975—1976
GRAN CANARIA:
Nú eru aðeins laus sæti i
eftirtaldar ferðir.
Brottför:
25. marz 3 vikur
22. april 3 vikur
8. jan. 3 vikur
Verð frá kr. 42.800.-
TENERIFE:
4. jan. 2 vikur
1 8. jan. 2 vikur
1. feb. 1 9 dagar
1 9. feb. 24 dagar Uppselt
14. marz 3 vikur
4. apríl 18 dagar Uppselt
Allir fara í ferð með
ÚTSÝN
Sýningar
í Kaupmannahöfn
Brottför 1 5 feb.
Scand menswear fair
Brottför 1 4 marz
Scand fashion week
Brottför 23 apr
Scand gold &
silver fair.
Verð frá kr. 38.300
Frankfurt
Hópferð á
teppasýningu
13. —19. jan.
Verð frá
Bangkok
og
Pattaya
Ógleymanleg
ævintrýaferð
Brottför:
15. feb
Kenya
Brottför: 13. marz
Safari og vikudvöl við
Costa
Del Sol
Páskaferð
Brottför 1 4. apríl
1 8 dagar.
Skíðaferðir
til Lech
í Austurríki
Brottför 6. febr.
í 1 5 daga frá kr 82.000 -
fá
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17
SÍMAR 26611 OG 20100