Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975
15
þegar úrslitastundin kemur ... verður
umheimurinn oftast forviða."
DAGSKRÁ sovézka flokks-
þingsins sýnir vissulega, að
Brezhnev er fastákveðinn að
halda völdunum, en það hefur
aldrei farið á milli mála. Það,
sem atburðir ársins hafa leitt í
Ijós, er, að veikindi Brezhnevs
hafa orðið til. þess að margir
hugsanlegir keppinautar hans
hafa boðið honum byrginn,
ógnað völdum hans og sett sig
upp á móti stefnu hans, og að
hann hefur veitt þeim viðnám.
Þeirri spurningu er ósvarað,
hvaða árangur hefur orðið af
viðnámi hans gegn þessum
þrýstingi og hve varanlegur
hann verður.
I nýbirtri dagskrá þingsins i
febrúar er tekið fram, að
Brezhnev haldi aðalræðuna, og
í henni kemur fátt á óvart. Þar
sem hann er aðalritari
flokksins er það hlutverk hans
að flytja þinginu ,,skýrslu mið-
stjórnar“. Skýrslan er venju-
'ega flutt í formi ræðu, sem
itendur í um fimm tíma. Það er
þreytandi að standa í slíku og
fyrr á þessu ári var óvíst hvort
Brezhnev hefði heilsu til þess,
og í fyrstu tilkynningunni um
þingið, sem var birt í aprfl, var
ekki tekið fram, að hann flytti
aðalræðuna.
Síðan hefur Brezhnev fengið
rækilega læknismeðferð og
hann er líka hættur að reykja
eftir margar misheppnaðar til-
raunir, sem hann hefur áður
gert til þess, að þessu sinni
fyrir fullt og allt að þvi er virð-
ist. Ef ekki hefði verið tekið
fram í tilkynningunni um dag-
skrána að hann flytti aðalræð-
una á þinginu, hefði vissulega
verið ljóst, að það þreytandi
verk væri heilsu hans ofviða, og
að hann væri því kannski ekki
nógu heilsuhraustur til að
halda starfi sínu áfram og verj-
ast pólitískum atlögum, sem
hann hefur orðið fyrir. Tíu ára
valdatíma hans væri sama sem
lokið.
En hið gagnstæða þarf ekki
endilega að vera rétt, og þótt
það sé staðreynd að heilsa hans
er nógu góð til þess að hann
getur haldið ræðuna, táknar
það ekki að hann hafi unnið
endanlegan sigur í valdabarátt-
Veikur
Brezhnev
íveikri stöðu
unni. Hann hefur aðeins unnið
eina orrustu.
Hann hefur tapað eða er að
tapa mörgum öðrum orrustum
og þegar allt er tínt til sést að
staða hans hefur veikzt veru-
lega.
Flestar þessar orrustur geisa
langt á bak við tjöldin og utan-
aðkomandi verða því ekki alltaf
varir við þær. Svo þegar úrslita-
stundin kemur, til dæmis þegar
Krúsjev var settur af, verður
umheimurinn oftast forviða.
Frá sjónarmiði Brezhnevs
hefur barátta hans fyrir því að
halda völdunum og vera í for-
sæti á 25. þinginu grundvallazt
á þeim metnaði hans að tryggja
sér þann sess í sögunni að hafa
verið sá maður, sem loksins
leiddi Sovétrikin út úr eyði-
mörk stalinisma og vísaði þjóð-
inni veginn til gósenslands
kommúnismans, þar sem smjör
drýpur af hverju strái.
Hann hefur ætlað að reisa sér
stórbrotið sögulegt minnis-
merki, nýja 15 ára áætlun, sem
hann sagði i fyrra að yrði kunn-
gerð á 25. þinginu og mundi
sýna „hvernig við viljum að
verði umhorfs í landi okkar í
lok aldarinnar". Brezhnev
sagði, að enn væri of snemmt að
nefna ákveðnar tölur, en unnið
væri að áætlunum og þingið
yrði beðið að samþykkja „skjöl,
sem hafa sannarlega stefnu-
markandi þýðingu, sem verða
mikilvægir áfangar á leiðinni
til uppbyggingar kommúnism-
ans.“
En þá þegar var Ijóst, að ekki
vildu allir sovézkir forystu-
menn skuldbinda sig til að
styðja framtíðarsýn Brezhnevs
— og nú þegar dagskrá
þingsins hefur verið birt er
ljóst, að þeir hafa unnið þá
orrustu. 1 dagskránni er sér-
staklega tekið fram, að lögð
verði fram ný fimm ára áætlun,
en ekki minnzt á 15-ára áætlun.
Kosygin forsætisráðherra á
að leggja fimm-ára áætlunina
fyrir þingið, en það sem
Brezhnev lýsti fjálglega sem
„allsherjar lang-tíma áætlun til
eflingar þjóðarhag“ hefur aug-
ljóslega verið lagt á hilluna. 1
mesta lagi er hugsanlegt, að
Brezhnev reyni að gera þinginu
grein fyrir framtíðarsýn sinni,
en ekkert bólar á því efnis-
mikla, vandvirknislega skjali,
sem átti að reisa Brezhnev
minnismerki og visa al-
menningi leiðina til fyrirheitna
landsins.
Annar meginþáttur minnis-
Framhald á bls. 16
ráðherra geta tekið undir með
Matthiasi Á. Mathiesen, er nú sit-
ur í því ráðherraembætti, er hann
við þriðju og siðustu umræðu
fjárlaga sagði: „Því er ekki að
neita, að efni fjárlagaumræð-
urtnar er yfirleitt þannig, að ætla
mætti að fjármálaráðherra væri
svipað innanbrjósts og Páli
Ólafssyni, þegar hann segir:
„Á þessum tímamótum mér
mál er við að standa
umhverfis því augað sér
ekkert nema vanda.“
Vandi fjármálaráðherra er
jafnan mikill, en ekki sízt nú hin
síðustu ár, er óðaverðbólgan hef-
ur geysað taumlausari en nokkru
sinni fyrr. Sú óheillaþróun hefur
ekki sízt sett svip sinn á fjármál
hins opinbera, enda óhjákvæmi-
legt að verðbólgunnar sjái stað i
fjármálum ríkis og sveitarfélaga
um leið og þess ber að gæta, að
það getur haft úrslitaáhrif á verð-
bólguvöxtinn, hvernig haldið er á
fjármálum ríkissjóðs og hinna
stærri sveitarfélaga. Á árunum
1974 og 1975 nam verðbólgu-
vöxturinn hvort árið um sig um
og yfir 50%. Þegar núverandi
ríkisstjórn tók við völdum í lok
ágústmánaðar 1974 var undirbún-
ingur að fjárlagafrv. fyrir árið
1975 langt kominn og sú ríkis-
stjórn, sem við tók hafði afar tak-
markað svigrúm til þess að móta
það fjárlagafrv. skv. sinni stefnu.
Niðurstaðan varð sú, að fjárlögin
voru afgreidd frá Alþingi fyrir
einu ári með rúmlega 60% út-
gjaldaaukningu miðað við fjárlög
þess árs.
Allt þetta ár hefur mönnum
verið ljóst, að þessi háu fjárlög
hlutu að verka eins og olía á eld á
verðbólguna í landinu og þess
vegna skipti höfuðmáli, hvernig
staðið yrði að framkvæmd þeirra
og hvernig fyrstu raunverulegu
fjárlög núverandi ríkisstjórnar
yrðu, þ.e. það fjárlagafrv. sem
lagt var fram á Alþingi í október
sl.
Það liggur nú ljóst fyrir, að
greiðsluhalli á ríkissjóð á þessu
ári mun nema um 3500 milljónum
króna. Þrátt fyrir niðurskurð á
útgjöldum fyrr á árinu og
ráðstafanir til tekjuöflunar. Sú
afkoma er ekki glæsileg og var
raunar ekki við þvi að búast en þá
skiptir þeim mun meira máli,
hvernig tekst til um fjármál rikis-
ins á næsta ári. Fjárlagafrv. það,
sem ríkisstjórnin lagði fram sl.
haust gerði ráð fyrir 21,5% út-
gjaldaaukningu á næsta ári. Þar
sem verðbólguvöxturinn nemur
yfir 50% á þessu ári var þegar
ljóst i októbermánuði sl„ að ríkis-
stjórnin stefndi að verulegum
samdrætti I framkvæmdum og
þjónustu hins opinbera, sem lið i
baráttunni gegn verðbólgunni.
Þegar þetta fjárlagafrv. kom fram
lét Morgunblaðið í ljós þá skoðun,
að öllu máli skipti nú, hversu til
tækist um meðferð Alþingis á
þessu frv. Niðurstaða þess liggur
nú fyrir. Fjárlögin voru afgreidd
frá Alþingi skömmu fyrir jól með
24,7% útgjaldaaukningu. Þótt hér
sé um nokkra aukningu útgjalda
að ræða, frá því, sem ríkisstjórnin
gerði ráð fyrir, er hún lagði frv.
sitt fram í haust, verður ekki
annað sagt, en að Alþingi hafi
staðið við sitt og að fjárlögum
rfkisins hafi verið haldið innan
þeirra marka, að þau verði á
næsta ári áhrifaríkt vopn í viður-
eigninni við verðbólguna í stað
þess að vera beinlínis verðbólgu-
hvetjandi eins og þau hafa verið
hin síðustu ár.
Útgjaldaaukning fjárlaga er
mjög svipuð og gert er ráð fyrir í
því frumvarpi að fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar, sem lögð hef-
ur verið fram í borgarstjórn
Reykjavíkur. Óneitanlega hlýtur
þvi bjartsýni manna að fara vax-
andi um að takast megi að ná
verðbólguvextinum mjög veru-
lega niður á næsta ári. Og þar við
bætist að skv. lánsfjáráætlun
þeirri, sem nú hefur verið
gerð í fyrsta skipti er gert
ráð fyrir, að stórlega , verði
dregið úr útlánaaukningu
fjárfestingarlánasjóða á næsta
ári. Sú útlánaaukning virð-
ist hafa verið næsta stjórn-
laus á þessu ári og numið um 60%
en gert er ráð fyrir, að hún nemi
aðeins um 13% á næsta ári og
mun sú stefna einnig eiga sinn
þátt í því að draga úr verðbólgu-
vextinum á árinu 1976. Að sjálf-
sögðu er hér byggt á þvi, að í
framkvæmd takist að halda út-
gjöldum ríkissjóðs og sveitarsjóða
innan þeirra marka, sem fjárlög
og fjárhagsáætlanir segja til um
og að útlán fjárfestingarlánasjóð-
anna reynizt í framkvæmd innan
þess ramma, sem settur hefur
verið með lánsfjáráætluninni.
Almannatrygging-
ar og vörugjald
Við afgreiðslu fjárlaga tókst
ríkisstjórninni ekki að framfylgja
tveimur stefnuyfirlýsingum, sem
gefnar voru, er fjárlagafrv. var
lagt fram í októbermánuði. 1
fyrsta lagi tókst ekki að ná fram
umtalsverðum sparnaði á al-
mannatryggingum og í öðru lagi
tókst ekki að fella niður vöru-
gjaldið um áramót.
Um almannatryggingarnar er
það að segja, að það hefur sjálf-
sagt verið of mikil bjartsýni að
ætla, að á svo stuttum tima, sem
til stefnu var, mætti tákast að ná
fram verulegum sparnaði i trygg-
ingakerfinu. En þótt það hafi
ekki tekizt nú verður að ætlast til
þess, að ötullega verði unnið að
því verkefni á næsta ári. Tölur,
sem fram hafa komið í þessum
umræðum sýna, áð útgjöld vegna
sjúkratrygginga hafa vaxið risa-
skrefum á allra síðustu árum.
Áður voru lífeyristryggingar mun
stærri útgjaldaliður en sjúkra-
tryggingar en þetta hefur ger-
breyzt á örfáum árum og nú eru
sjúkratryggingar mun stærri út-
gjaldaliður. Enginn vill spara svo
á sjúkratryggingum, að dregið sé
úr þeirri þjónustu, sem heilsu-
gæzlukerfið veitir sjúklingum. En
vafalaust er það á þessu sviði sem
öðrum að koma má við meiri hag-
kvæmni í rekstri. Það þarf að
grandskoða á næstu mánuðum og
leggja fram tillögur um slíkan
sparnað við afgreiðslu fjárlaga á
næsta ári. Til bráðabirgða og þar
til slíkar tillögur liggja fyrir,
hefur ríkisstjórnin fengið sam-
þykki Alþingis við því að hækka
nokkuð greiðslur vegna lyfja- og
sérfræðiþjónustu og að leggja sér-
stakt gjald á brúttótekjur skatt-
greiþenda, sem renna á til sjúkra-
samlaga til þess að standa að
hluta undir kostnaði við sjúkra-
tryggingar. Að sjálfsögðu hefur
þetta verið gagnrýnt af stjórnar-
andstæðingum en hver hefur
þeirra afstaða verið? Þeir gagn-
rýndu það harðlega, að gera ætti
tilraun til að spara á trygginga-
kerfinu. Þegar fallið er frá því og
í þess stað ákveðið að afla fjár til
að halda uppi þeirri þjónustu,
sem byggð hefur verið upp
undanfarin ár, skammast þeir
einnig! Hvernig er hægt að taka
mark á slíkum málflutningi?
Það var að sjálfsögðu slæmt, að
ekki skyldi takast að fella niður
vörugjaldið um áramót eins og
lýst hafði verið yfir. Sannleikur-
inn er sá, að fjölmargir einstakl-
ingar og viðskiptaaðilar hafa
miðað fjárhagslegar ákvarðanir
siðustu mánuði við, að vöru-
gjaldið yrði fellt niður, eins og
ríkisstjórnin hafði lýst yfir, fyrst í
sumar og svo aftur í októbermán-
uði, þegar fjárlagafrv. var lagt
fram.
En ríkisstjórn og Alþingi stóðu
frammi fyrir þeirri staðreynd, að
ekki mundi takast að ná endum
saman við fjárlagaafgreiðslu
nema með því að framlengja
vörugjaldið ellegar fella það
niður en leggja á annan nýjan
skatt í þess stað. Frammi fyrir
tveimur vondum kostum tóku
þessir aðilar ákvörðun um að
framlengja vörugjaldið nokkuð,
lækka það að vísu um áramót og
aftur næsta haust. Það sem mælti
með þessari leið var einfaldlega,
að hér var um að ræða skatt, sem
kominn var á. Framlenging hans
mundi engri röskun valda á verð-
lagskerfinu í landinu og ekki er
hægt að horfa fram hjá því, að
vörugjaldið hamlar gegn inn-
flutningi og þarf ekki að skýra
það út fyrir neinum, að land með
neikvæðan gjaldeyrisvarasjóð
þarf að halda innflutningi í skefj-
um.
Þótt þannig megi ýmislegt
gagnrýna í sambandi við fjárlaga-
afgreiðsluna er ljóst, að í megin-
dráttum hefur tekizt að fram-
fylgja því stefnumarki, að fjármál
ríkisins á næsta ári verði fremur
verðbólguletjandi en verðbólgu-
hvetjandi og það skiptir mestu.