Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975
Mœrin á glerfjallinu
EINU SINNI var maður, hann átti engi,
sem var hátt uppi í hlíð, og á enginu var
heyhlaða, sem hann geymdi heyið af
enginu í. En það hafði ekki verið mikið í
hlöðunni þeirri síðustu árin, því hverja
Jónsmessunótt, þegar átti að fara að slá
og grasið var orðið vel sprottið, þá bar
svo við, að allt engið var uppnagað, eins
og gengið hefði á því fjöldi fjár dögum
saman. Þetta kom fyrir einu sinni og það
kom fyrir aftur, en svo varð maðurinn
leiður á þessu, og sagði við syni sína, en
af þeim átti hann tvo, — að nú yrði annar
þeirra að gæta engisins um Jónsmessu-
nóttina, því sér fyndist alveg ógerlegt að
láta éta upp allt þetta indæla gras fyrir
sér enn eitt árið. — Nú varð að gæta vel
að, sagði maðurinn.
\
Jæja, nú vildi sá eldri fara að gæta
engisins, og hann hét Páll. Hann sagðist
skyldu gæta þess, að ekki yrði bitið upp
allt engið, gæta þess svo vel, að hvorki
menn, skepnur, né skollinn sjálfur fengi
eina einustu heytuggu. Þegar leið að
kvöldinu, labbaði Páll sig út á engið og
settist inn í hlöðu, en þar fór hvorki
betur né verr fyrir honum en að hann
sofnaði, en þegar skammt var liðið á
nóttu, kom svo mikill jarðskjálfti með
braki og brestum, að Páli varð ekki um
sel og tók til fótanna eins hratt og hann
komst, hann þorði ekki einu sinni að líta
við, og auðvitað var ekki stingandi strá
eftir á enginu um morguninn, frekar en
vant var.
Næsta Jónsmessukvöld, sagði bóndinn
aftur, að það gæti ekki gengið að missa
svona heyið af enginu ár eftir ár, og nú
væri ekki um annað að gera, en að yngri,
sonurinn, hann Pétur, vekti yfir enginu
þessa nótt. Páll, eldri bróðirinn hló að
honum, þótt honum hefði farist varslan
óhönduglega árið áður.
„Ja, ekki held ég að þú getir mikið gætt
engisins,“ sagði hann glottandi.
„Aldrei gæti ég þess þó verr en þú
gerðir", svaraði Pétur, og af stað hljóp
hann, því það var farið að kvölda og
skuggarnir að lengjast í dalnum. Fyrst
fór hann inn i hlöðuna og lagðist þar út
af, en þegar lítil stund var liðin, byrjaði
að braka og bresta, svo honum fannst það
ekki beinlínis skemmtilegt. — Verði það
ekki verra, get ég sjálfsagt þraukað hér,
hugsaði hann með sér. Rétt á eftir tók til
brakið aftur og kom jarðskjálfti slíkur,
að Pétur hélt að hlaðan ætlaði að hrynja
yfir hann. — O, ætli ég þrauki ekki, ef
þetta versnar ekki mikið, hugsaði hann.
En rétt í því byrjuðu ólætin aftur og voru
verri en nokkru sinni áður. Pétur fór nú
að skreiðast til dyra, því hann var viss
um aó hlaðan stæðist ekki þetta, en um
DRÁTTHAGIBLÝANTURINN
((Ím
Þessi hér f miðjunni er fvrir
ianga og trvgga þjónustu.
Ég myndi f yðar sporum alveg
hætta að kyssa páfagaukinn
góða nótt.
Ef þú sleppir öllum kaffitím- Góða mamma, Snúili er hvorki
unum, kemst þú þrem árum sá fyrsti eða sá bezti — blessuð
fyrr en ella á eftirlaun? slappaðu af.
Þrekinn þriggja álna maður
stanzaði eitt sinn smávaxinn
náunga á götu og ávarpaði hann
svofelldum orðum:
— G-g-etið þér g-gert s-svo vei
og s-s-sagt mér, hva-hvar rá-
ráð-h-húsið er?
Litli maðurinn góndi á þann
stóra, en tók sfðan til fótanna.
Hinn fylgdi á eftir, og svo fór
að lokum að risinn náði dvegn-
um og greip f handlegg hans.
— Hva-hvað á þ-þetta að þýð-
þýða, þé-þér h-hlaupið b-burt,
þeg-þegar þ-þér er-eruð sp-
spurðir al-almennra spurn-
spurninga?
Smávaxni maðurinn svaraði:
— É-ég þor-þorði e-ekki að
hæ-hætta á að svar-svara yð-
yður. Ég sta-stama ein-eins og
þé-þér.
X
Læknir, húsameistari og
stjórnmálamaður sátu og voru
að þrefa um það, hvers staða
væri elzt f veröldinni.
— Eva var gerð úr rifjum
Adams. Það var læknísverk,
sagði læknirinn.
— Getur verið, sagði húsa-
meistarinn. En áður en það
gerðist hafði jörðin verið
sköpuð úr glundroða. Það var
skipulag.
— Má vera, sagði stjórnmála-
maðurinn, en einhver hefur þó
orðið til þess að valda
glundroðanum.
X
Fræg frönsk leikkona sagði
eitt sinn, þegar hún talaði um
leiksýningu þar sem hún lék
aðalhlutverkið:
— Mon dieu! Þegar ég kom
inn á leiksviðið, göptu áhorf-
endurnir beinlfnis af hrifn- I
ingu.
— Hvaða vitleysa, sagði I
önnur prfmadonna, þeir fóru I
að geispa þegar f stað. 3
J
Með kveðju frö hvrtum gesti Jóhanna Kristjóns
8
aðstoðarmenn, svo og Ijósmvnd-
ari og læknirinn dr. Crocker.
Prewett og kúasmalinn
Bvsouth sem hafði lært ýmislegt
af sakamálamyndum. sem hann
hafði séð í sjónvarpinu. höfðu
gætt þess að hrófla ekki við neinu
og Margaret Parsons lá því í sömu
sfellingu og Bvsouth hafði fundið
hana — eins og rök hómullar-
hrúga og guli peysujakkinn
dreginn upp fvrir höfuðið.
Burden lyftf greinunum til
hliðar og hann og Wexford gengu
nær. svo að þeir gætu kannað
þetta betur. Frú Parsons lá rétt
við ra-tur á stóru tré skammt frá
lítilli tjörn. fireinar trésins uxu
úl á við. svo að þarna sem hún
hafði lagt sig eða verið lögð var
bæði skýlt og eiginlega mest
fvrirtilviljun að sögn Bvsouth að
hann kom auga á hana, þegar
hann var að leita að kúnum.
Wexford bevgði sig niður og
lyfti gætilega gula pevsujakk-
anum. Nýi kjóllinn var fleginn í
hálsinn. Umhverfis hálsinn var
mjó og bláleit rönd. Burden
starði á hana og það var eins og
blá augu dánu konunnar sem
voru galopin horfðu á hann full
undrunar vfir þessum ósköpum
sem þarna höfðu gerzt. Gamal-
dags andlit, hafði konan hans
sagt. Andiit sem maður glevmir
þó ekki. En með tímanum mvndi
hann glevma því eins og öllum
öðrum andlitum. Enginn sagði
neitt. I.íkið var Ijósmyndað frá
öllum sjónarhornum og læknir-
inn rannsakaði þrútið andlitið.
Svo lokaði hann augum Ifksins og
Margaret Parsons horfði ekki á
þá lengur.
—læja. jæja, sagði Wexford.
Hann hristi dapurlega höfuðið.
Hvað var svo sem að segja þessa
stundina?
Wexford kraup við hlið líksins
og þreifaði í kringum það. Það
var óþægilega innilokað þarna f
lundinum. en það var ekkert sér-
stakt þarna að sjá. Wexford var
að vona hann fvndi hudduna
hennar þarna. Burden sá hann
taka eitthvað upp. Það var brunn-
in eldspýta.
Þeir stigu aftur til hliðar og
Wexford sagði við kúasmaiann.
— Hvað haldið þér að sé langt
síðan kýrnað komu hingað?
— Það hljóta að vera minnsta
kosti þrír klukkutfmar.
Wexford leit mæðulega á
Burden. Þá var borin von að þeir
fvndu nokkur fótspor sem eitt-
hvað væri upp úr leggjandi, hér
var allt útsparkað eftir hlessaðar
kýrnar. Enda þótt hér hefðu átök
orðið var vonlaust að greina
nokkur merki um slfkt núna.
Wexford skipaði aðstoðarmönn-
unum að leita milli fallinna laufa
og í grasinu ef vera kynpi þeir
fvndu eitthvað sem vfsbendingu
gæti gefið. Hann og Burden
gengu aftur f áttina að bifrciðinni
ásamt bóndanum Prewett.
Prewett var revndar aðallega
bóndi að nafninu til, enda var
hann búinn eins og borgarbúi og
leðurstígvélin hans voru glans-
andi og jakkinn klæðskera-
saumaður.
— Hver notar helzt þennan veg
sem liggur hingað.
— Venjulega er sauðahópur
rekinn eftir honum, sagði
Prewett. — Bvsouth rekur hópinn
á beit eftir honum á hverjum'
morgni og svo aftur sfðdegis.
Stundum ökum við eftir veginum
á dráttarvél.
— Gæti verið að elskendur
sæktu hingað?
— Það kcmur fvrir, sagði
Prewett með augljósri vandlæt-
ingu.
— En þetta er einkavegur og
fólki er fullkunnugt um það. En
hver virðir einkaréttinn nú á dög-
um. Annars held ég ekki að fólk
komi hingað gangandi. Það kem-
ur oftar á bfluni og fær sér svo
göngu um nágrennið. Það getur
hver og einn farið þessa leið án
þess við heima á bænum veitum
þvf nokkra athvgli.
— Þér hafið væntanlega ekki
séð nein merki eftir bíldekk á
þriðjudaginn?
— Nei, heyrið þér mig nú!
Prewett leit gremjulega á hann
og Burden skildi ofur vel hvað
hann átti við. Þarna var allt mor-
andi í hjólförum og förum eftir
kýr og kíndur.
— En þér hafið bll sjálfur.
Fvrst umferðin er svona mikil á
aðalveginum er einkennilegt að
enginn skuli hafa veitt athvgli
nokkru óvenjule'gu.
— Þér verðið að muna ?ð þetta
er aðeins hliðarvegur. Fólkið sem
ég hef f vinnu hefur nóg að gera
og vinnur vel. Það fer ekki hingað
ao þessum lundi nema það eigi
erindi og það er hrein slvsni að
kýrnar skvldu komast hingað f
dag. Og þér þurfið vfst ekki að
reikna með mér og konunni
minni. Við höfum verið f London
frá þvf á mánudaginn og þangað
til f morgun og við notum aðal-
lega stóru innkevrsluna heim að
bænum. Hann þagnaði.
Wexford rannsakaði hjólförin
betur og sá að þar voru greinileg
merki eftir traktor. Hann ákvað
að bfða með að tala við vinnu-
menn Prewetts og stúlkuna sem
hjá honum vann, þangað til úr-
skurðað hefði verið hvenær frú
Parsons hefði dáið.
Burden fór aftur til Kings-
markham til að skýra Parsons frá