Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975 7 í myndinni sem guðspjall þessa sunnudags dregur upp fyrir okkur, er lítið barn í sviðsljósinu. En inn I Ijós- geislann kemur með því aldraður maður, einn af fulltrúum elstu kynslóðar- innar. Hann tekur barnið í fang sér og virðir það fyrir sér (Lúk. 2,22—35). Ég sé í þessari litlu svið- setningu, táknmynd mann- legra jóla. Við vfrðum fyrir okkur barnið, sem í jötu var lagt. — Við skulum aðeins staldra við og ihuga þetta tvennt: Barnið og jólin. Þau eru svo nátengd sem hægt er. Jólaboðskapurinn er um fæðingu barns, já, barns, sem síðan var til þess kallað aðflytja boðskapinn um það, að Guð elskar okkur mennina sem börn sin, vili gefa okkur farsæld og frið á jörðu. Barnið sem er í sviðsljósinu um jólin og við litum oftast sofandi í jöti^það á þó að vekja allan þroska og and- legan vöxt okkar á meðal. Já það á að bera okkur boð- skapinn um það, að við erum líka börn. Við erum verur á þroskaskeiði og eigum þar öll næsta sammerkt. Litla barnið sem hefur hlotið skírn á þess- um jólum, unglingurinn, sem á að fermast á vori komanda og hinn fullorðni maður, hvort sem hann er karl eða kona, verkamaður eða visindamaður, embættis- maðureða iðnaðarmaður, — við erum öll börn i byrjun lífs og þurfum á leiðsögn að halda til að hljóta aukinn vöxt og réttan þroska. E.t.v. brosir einhver að þessum orðum mínum og tæpir á „prestslegum fullyrðingum". Fullvaxinn nútímamaður með mikla tækni á valdi sínu, hann sé svo sannarlega ekkert barn á vettvagni lífsins. Ég kann vel að meta slikan mann, þekkingu hans og vald yfir tækninni. Kunnátta hans kemur sér vissulega vel bæði fyrir mig og aðra. En gagn- vart Guði, gagnvart stórkost- leik og leyndardómi lifsins stendur hann sem barn. — Þetta hlýtur hann að finna vel sjálfur, þegar hann virðir fyrir sér náttúrphamfarir undanfarinna daga, atburði sem oft hafa verið þannig, að við höfum staðið ráðþrota frammi fyrir þeim. Þar hafa mannleg hönd og þekking sjáldan fengið rönd við reist. Það þarf raunar ekki nema einn norðlenskan stórhriðar- byl til að gera þetta hverjum manni Ijóst. Þegar hann æðir í sinum versta ham, þá er engin mannleg tækni svo örugg að hún sé fullkomið skjól gegn hörku hans Þá er jafnvel hinn tæknivæddi maður sem lítið barn gagn- vart mætti hans. Likingin um barnið vekur Barnið ogþú einnig til hugsunar um, að það er ekkert óeðlilegt við það hve ófullkomin vera maðurinn er. Bcrn eiga margt ólært af þvi sem fulltiða maður tileinkar sér yfirleitt. Eins eigum við langa leið eftir að þvi fullkomnunartakmarki, sem Kristur setti lærisveinum sínum. Við náum þvi ekki hér á jörð. Við erum í rauninni dæmd til ófullkomleikans, þar sem okkur er ákvarðað svið hér i ófullkomnum heimi. En þess vegna er okkur þá líka séð fyrir þvi sem vegur á móti öllu slíku. Það er fyrir- gefning Guðs. Án fyrir- gefningar foreldra sinna getur ekkert barn lifað Við sem sjálf erum foreldrar, vit- um lika, hve auðvelt það er að fyrirgefa, þegar börn okkar koma og biðja þess i einlægni. Við viturrs einnig, hve hitt er sárt, ef reynt er að fara á bak við okkur með hlutina. Og Kristur hefur leyft okkur að álykta útfrá þessum hugsunum og tilfinningum um samband mannsins við Guð, hinn himneska föður. Kristur bað um hið barns- lega hugarfar og fór sínum sterkustu orðum um mikið gildi þess. Með hinu barns- lega (ath. ekki hinu barna- lega) tölum við um hið hreina og einlæga, sem þráir að vaxa að visku og vexti og náð, — hið göfugasta og fegursta, sem mannleg sál geyrnir. Hið barnslega er ekki eitt- hvað sem er sérstakt fyrir okkar fyrstu ár hér á jörðu. Þetta eru eiginleikar, sem að vísu njóta sín þá hvað best, en eru slgildir fyrir líf okkar hér á jörð og fyrir framhald lífsins i nýjum heimi — lifsnauðsynlegir. Flestir munu um það sam- mála, að hinn barnslegi þáttur sálarlífs mannsins komi sjaldan betur fram en á jólum. Þá leita jólabirta og jólagleði bernskunnar svo sterkt fram í dagsljósið úr djúpum hugans. Við samein- umst börnunum í kringum okkurí þeirra jólagleði, og við stöndum öll gagnvart barninu í jötunni, sveininum unga, sem síðar hóf til vegs gildi smælingjans, eilífðar- gildi einlægninnar og hrein- leikans, gleðinnarog traustsins, erskin út úraug- um litils barns, sem stendur frammi fyrir jólaundrinu. Kannski hefur það leitað trausts hjá þér og lítur glöðum augum af mynd jóla- barnsins upp til þín, í augu þín. Munt þú þá ekki finna hlýjuna við hjarta þér er gleðigeislar barnssálarinnar endurspeglast i þinni eigin sál, og þú finna að barnið í þér er það besta sem þinn innri maður geymir? Vísaðu þessari hugsun ekki á bug. Til þess var Jesús Kristur i heiminn sendur, að segja þér að þetta væri kjarn- inn i sál þinni, lífi þinu Þetta ættir þú og allir menn að rækta, svo að gleði og friður jólanna mætti ná æ meiri tökum á lifinu í mannheimi. Já, þess vegna flutti hann boðskapinn um manninn sem Guðs barn, og þess vegna er hann enn sendur inn í þennan heim sem barn í jötu lagður lágt, svo að þú og við allir, gleymum ekki barninu i boðskap kristninnar, barninu í okkur sjálfum. Verzlanir okkar og vöruafgreiösla verða lokaðar til 2. janúar ívegna vörutalningar. M\ J. ÞORLÁKSSON & NOROMANN H.F Skúlagötu 30 — Bankastræti 11 — Sími 11280 'Tökað ■* mánudaginn 29. des. vegna vörutalningar Hagkaup, Akureyri Hagkaup, Kjörgarði Hagkaup, Skeifunni 15 MIMIR Samtalsflokkar hjá Englendingum. Kvöldnámskeið — síðdegisnámskeið. Léttari þýzka, íslenzka fyrir útlendinga. Franska. Spánska. ítalska. Norðurlandamálin ENSKUSKÓLI BARNANNA HJÁLPARDEILDIR UNGLINGA. EINKARITARASKÓLINN Símar 10004 og 11109 (kl. 1 —7 e.h.) Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4 ö ÍSLENZK MATVÆLI lcefood Hvaleyrarbraut 4—6, HafnarfirBi. Eigum fyrirliggjandi: o REYKTAN LAX GRAVLAX REYKTA SÍLD REYKTA ÝSU REYKTAN LUNDA HÖRPUFISK k Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. ▼ Kaupum einnig frosinn lax til reykingar. Sendum (póstkröfu VAKÚM PAKKAÐ EF ÓSKAÐ ER. íslenzk matvæli Sími 51455 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.