Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
13
— Land til sölu
Framhald af bls. 8
fært okkur eða muni færa okkur,
sem réttlæti áframhaldandi veru
þeirra á tslandi.
„Höfum við
gengið til góðs. . .“
Meðmælendur (erlendrar) stór-
iðju á íslandi hafa um árabil talað
fjálglega um not Islendinga af
þessari starfsemi (sem útlending-
um er vfst einum fært að stunda).
Sagt er, að ríkiskassinn fái háar
fjárfúlgur í skattgreiðslur frá ál-
verinu í Straumsvfk og innan
skamms einnig af Járnblendi-
verksmiðjunni í Hvalfirði; Og ínn
í landið streyma sjaldséðar gjald-
eyristekjur af þessum athöfnum
erlendu fjárfestingaraðilanna; Og
sífellt er verið að reyna að telja
fólki trú um, að mengunin af
þessum sökum sé bæði „óveru-
leg“ og „hættulaus"; Já, eiginlega
er almenningi uppálagt að trúa
því, að erlend fjárfesting sé
nokkurs konar forsenda tækni-
framfara, stöðugleika efnahags-
lífsins og hagvaxtar.
Ef ég hefði selt starfskrafta
mína einhverju fjölþjóðafyrir-
tækjanna, myndi ég fullvel skilja
eðli þessa áróðurs Qg jafnvel taka
undir kvakið. Fyrir augum
fjölþjóðafyrirtækja hlýtur ts-
Iand að vera einn heppilegasti
staður til fjárfestinga, sem völ er
á um þessar mundir. Orkuverð er
lágt og fylgir ekki eftir verðþróun
á heimsmarkaðnum. Laun eru svo
lág, að þrátt fyrir að almenn
menntun landsmanna sé á háu
stigi, verður ekki hjá því komizt
að líta á landið sem láglauna-
svæði. Þess er einnig að minnast,
að landið liggur milli tveggja
stærstu markaða iðnaðarvarnings
og nýtur sérsamninga um tolla-
mál á báðum þessum mörkuðum.
Því er röksemdinni um fjarlægð
landsins ekki til að dreifa, en
jafnvel þó svo hefði verið, er það
alkunna, að fjölþjóðafyrirtækin
hafa markvisst reynt að dreifa
starfsemi sinni um sem flest þjóð-
ríki, til að koma f veg fyrir, að
einstaka stjórnvöldum takist (að
koma yfir þá lögum) að ná
kverkataki á stjórn og afkomu
fyrirtækisins. Og vissulega þykir
það kostur við staðarval fram-
leiðslueininga eða heilla fyrir-
tækja, ef vitað er að skattar eru
lágir (eða sem því jafngildir), að
auðvelt sé að svindla undan skött-
uninni. En síðast en ekki sízt er
gengið úr skugga um það, að jafnt
stjórnmálalegar sem félagslegar
forsendur séu fyrir staðsetningu
fyrirtækisins. í dæminu um ís-
land er ekki lítils virði fyrir þessa
aðilja að vita af mörgum og
áhrifamiklum formælendum, sem
jafnvel myndu kasta af sér ráð-
herrahempunni, ef málstaðurinn
krefðist þess í baráttunni fyrir
hagsmunum þeirra (beggja).
Endurmetum þá að lokum inn-
takið í ágæti (erlendrar) stóriðju
á tslandi.
1. Við tilkomi ISAL-samn-
inganna sköpuðust veruleg
atvinnutækifæri f landinu
við byggingu Búrfellsvirkj-
unar og álversins í Straums-
vfk. Sama sagan endurtekur
sig i kjölfar undirritunar járn-
blendissamninganna.
Því hefur verið haldið fram að
þessi auknu atvinnutækifæri
réttlæti beint eða óbeint fyrr-
nefnda samninga. Slík ályktun
væri þó afar grunnhygnisleg
og jafnaðist á við það, að
bændur brygðu búum í lélegri
sprettu og réðu sig til kaupa-
mennsku (á Jótlandsheiðar)
til að tryggja brauðstritið.
2. tSAL-samningarnir fólu í sér
ákvæði, er gáfu okkur tilefni
til að reikna með talsverðum
tekjum í ríkissjóð f formi
nýrra skattatekna. Og nýju
járnblendissamningarnir gera
ráð fyrir því sama, þó sú
sköttun sé ekki tengd rekstrar-
niðurstöðum eins og i fyrra
tilvikinu.
Nú erum við reynslunni ríkari
og vitum hverjar skattheimt-
urnar urðu í raun af álverinu,
þó enn sé ekki séð fyrir um
það, hvernig skuld þjóðarinnar
verði gerð upp við auðhring-
inn. Ljóst er, að tSAL—ALU-
SUISSE verður í lófa lagið að
láta dótturfyrirtækið í
Straumsvík skila tapi um ára-
bil, sem í reynd þýðir sívax-
andi skattinneign ALU-
SUISSE hjá ríkissjóði.
t dag vitum við hins vegar enn-
þá ekkert um það hvernig við-
skiptum okkar farnast við ÍS-
UC. Enginn skyldi þó þurfa að
ganga þess lengi dulinn, að
fyrirtækin hafa sama grund-
vallaratferlismynztur. Og með
því að þjóðin er einn af hluta-
fjáreigendum, þá er ekki ólík-
legt, að hún þurfi að gjalda
þess, hve lítil arðsemi er nú til
dags af fjölþjóðlegum dóttur-
fyrirtækjum. Tapreksturinn á
járnblendiverksmiðjunni í
Hvalfirði skilar sér áreiðan-
lega á skattseðlinum, beint eða
óbeint.
3. Bæði tSAL- og tS-
UC-samningarnir eiga að hafa
i för með sér inpflutning
tækniþekkingar ásamt aukn-
ingu stöðugleika islenzks efna-
hagslffs.
Vitað er, að fyrir er í landinu
nær öll sú tæknimennt, sem til
þessarar starfsemi þarf, þó
hinir erlendu aðiljar hafi kosið
að leggja þetta fram eins og
sérstakt framlag stofnfjár af
skiljanlegum ástæðum. Af
óskiljanlegum ástæðum var
fallizt á þetta sjónarmið af ís-
lenzkri hálfu, en hér er um
verulegan fjármagnslið að
ræða.
Stöðugleikaáhrif hinna er-
lendu fjárfestinga ættu
einkum að geta orðið vegna
aukins framboðs atvinnu í
landinu eða aukinna tekna. t
báðum tilvikum er um að ræða
verksmiðjur, sem þarfnast til-
tölulega fámenns starfsliðs
(þ.e. fjármagnsfrekur
iðnaður), nema e.t.v. við sjálfa
uppbygginguna. Þegar hefur
verið rakið hvernig okkur
hefur gengið við skattlagningu
á álverinu. Og vitað er, að
þjóðarbúið hefur eytt sízt
minni gjaldeyristekjum í ál-
verksmiðjuna en hún hefur
skapað af sér. Það er því tómt
mál að tala um það, að stóriðja
hafi hingað til stuðlað að
stöðugleika fslenzks efnahags-
lífs.
Að lokum:
Snúum við blaðinu áður en það
er um seinan. Það er alger óþarfi
að plokka skrautfjaðrirnar úr
möguleikum íslenzku þjöðarinnar
handa erlendum stórfyrirtækjum,
sem nú þegar hafa sýnt fram á sitt
rétta eðli uppi á tslandi eins og
alls staðar annars staðar.
LESBLINDA GERIR BÖRN
AÐ VANDRÆÐAUNGLINGUM
SANTA BARBARA — Að
minnsta kosti 10 af hundraði
barna í Bandaríkjunum og ef
til vill allt að 80 af hundraði
fanga þjást af lesblindu sam-
kvæmt nýlegri rannsókn.
Þeir sem þjást af þessum
sjúkdómi finnst þeir sjá setn-
ingar stafsettar aftur á bak,
rugla hugtökum eins og „gólf“
og „þak“ og talnaröð eins og
„1-2-3“ er fvrir þeim eins og
„2-1-3“.
Sérfræðingar segja að mörg
börn sem eru með þennan sjúk-
dóm séu greind en talin van-
þroska þar sem lítið sé vitað um
sjúkdóminn.
Þeir segja að börnunum
gangi svo illa í skólanum vegna
lesblindunnar að þau verði
vandræðaunglingar og fyllist
heift gegn samfélaginu.
Þeim er lýst sem fullkomlega
eðlilegum börnum sem hafi
við enga érfiðleika að stríða
aðra en þá sem eigi rætur að
rekja til lesblindunnar: til-
finninga og atferlisvandamál.
I Bandaríkjunum eru 18
einkaskólar fyrir lesblindubörn
en þau fá enga opinbera aðstoð
eins og vanþroska börn eða
börn sem eiga við ýmsa erfið-
leika að glima.
Sérþjálfaða kennara þarf til að
annast börn sem þjást af les-
blindu og svokallaðri heyrnar-
blindu sem er henni skyld.
Margir kunnir menn hafa
þjáðst af Iesblindu, þeirra á
meðal Nelson Rockefeller vara-
forseti, sem segist aldrei hafa
lært stafsetningu fullkomlega,
Woodrow Wilson forseti og Al-
bert Einstein.
Buxur
Blússur
Peysur
Herraskyrtur
Sloppar
Náttkjólar
Handklæði
Regnkápur
Flauelsjakkar
frá 650. -
frá 990.-
frá 800.—
frá 700.—
frá 900.—
frá 595.—
frá 345.—
frá 1500.—
frá 995.-
BUTASALA
SKEIFUNN115
ORKAR LANDSFRÆGA
ÚTSALA HEFST
márvudagínn 12.janúar
Terelyne buxur frá kr. 2.200- — íslenzk
alullarteppi kr. 1.950-, 1,50 x 2 m.
Geysilegt úrval af skyrtum frá kr. 1.490-
Herrajakkaföt frá kr. 8.900 — einnig stakir
jakkar frá kr. 3.000-. Bolir í úrvali frá kr. 750-
ásamt fjölbreyttu úrvali af peysum á ýmsum
veröum. Stórkostleg útsala á hljómplötum
— allar aörar nýjar hljómplötur meö
10% afslætti.
laugavegi 89-37
hafnarstræti 17
13008 12861 13303