Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1976 Pétur Thorsteinsson til Bonn í dag: Ákaflega vel tekið í Osló og Kaupmannah. MBL. ræddi við Pétur Thorsteinsson ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneyt- inu í gær, en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn. Þangað kom hann frá Ósló í gær: — Ég ræddi við Fryden- lund utanríkisráðherra og Fostervold varnamálaráð- herra í Ósló í gær. Ég skýrði fyrir þeim málstað okkar Islendinga, en á þessu stigi er ekkerl sér- stakt af þeim viðræðum að frétta. Sama er að segja um fund okkar K.B. Andersen. utanríkisráðherra, og Orla Möller, varnamálaráó- herra, hér í Kaupmanna- höfn í dag. Þetta er éins og maður bjóst við, manni er tekið ákaflega vel og þeir eru allir af vilja gerðir, en það er ekki hægt að tala um neinar ákveðnar að- gerðir í hili. Aðalatriðið er náttúrlega það, aö maöur útskýri málið eins vel og mögulegt er, sagði Pétur Thorsteinsson. Hann kvaðst halda til Bonn í dag, en síðan til Rómar, Aþenu og Ankara. Rætt við verzlunar- menn á sáttafundi SAMNINGANKFNDIR launþesa og vinnuveitenda voru á fundi mei) sáttasemjara ríkisins í gær. Fvrst komu saman til fundar Þotan bilaði: Nefndarmenn siija í Glasgow BOEING-þota Flugfélags ís- lands, sem var ad koma frá Kaupmannahöfn til Keflavík- ur f gærkvöldi meö millilend- ingu í Glasgow, varð aö vera þar í nótt vegna smábilunar. Varahlutur f vélina var ekki til í Glasgow, og varð að fá hann frá Kaupmannahöfn. Meðal farþega í vélinni voru flestir þeirra er eiga sæti í dómnefnd bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, en fundur í nefndinni átti að hefjast í Revkjavík árdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum Friðjóns Sigurðssonar, skrif- stofustjóra Alþingis, er gert ráð fvrir, að fundurinn hefjist strax og nefndarmenn eru komnir til Revkjavíkur, en á fundinum verður tekin ákvörðun um hver fær verð- launin að þessu sinni. — Gert var ráð fvrir, að þotan gæti lagt af stað frá Glasgow snemma f morgun. fulltrúar vinnuveitenda og Verzlunarmannafélags Revkja- víkur en síðan var fundur með almennu samninganefndunum. Snerust viðræðurnar einkum um ýmis skipulagsatriði samninga- viðræðnanna, en sérnefndir og undirnefndir eru þegar teknar til starfa í nokkrum tilfellum. Fundurinn í gær stóð fram und- ir kvöldverðarleytið. í dag hefur verið boðaður fundur kl. 10 með fulltrúum Vinnuveitendasam- bandsins og Vinnumálasambands Samvinnufélaga annars vegar og Verkamannasambandsins hins vegar um kauptryggingamálin. Eiinnig verður í dag fundur í Sam- bandi fiskvinnslustöðvanna (vinnuveitenda) og einnig í stjórn Vinnuveitendasambands- ins. Samkvæmt gögnum sem Morgunblaðinu hafa borizt frá Vinnuveitendasambandinu um atriði, sem samkomulag virðist vera um milli ASÍ og VSl og mögulegt er að taka upp sameig- inlga i viðræðum við ríkisstjórn- ina eru þau fólgin í því að tryggð verði full atvinna, verðbólgunni verði haldið í skefjum, sérstakt kapp verði lagt á að auka út- flutningsframleiðslu og fram- leiðslu er sparar erlendan gjald- eyri. Einnig að dregið verði úr ríkisútgjöldum en samstaða er ekki um það hvort samningsaðilar eigi sjálfir að gera ákveðnar til- Framhald á bls. 35 „Eftir langan eltingarleik og ítrekaðar tilraunir tókst varðskipinu að sigla á hina veikb.vggðu freigátu.“ Olíusjóður: Trilla þurfti að greiða 867 krónur fyrir lítrann TriIIuhátaeigendur á Bakkafirði komu saman til fund- ar skömmu fyrir áramót, þar sem fjallað var um grásleppuveiðar og sölu á grásleppuhrognum. Gerði fundurinn nokkrar samþykktir um þessi mál. Meðal annars mótmælti fundurinn harðlega þeim áformum, sem nú eru uppi um að taka hundraðshluta af út- flutningsverðmæti grásleppuhrogna í aflatryggingasjóð. Þá krefjast Bakkfirðingarnir söltunar um borð i fiskibátum þess, að alls ekki verði veitt eins og átti sér stað á s.l. vori. vinnsluleyfi til grásleppuhrogna- „Slíkar leyfisveitingar eru stórt Réðust á mann og rændu um miðjanótt spor afturábak í islenzkum fisk- iðnaði auk þess sem mönnum er mjög mismunað hvað snertir kröf- ur um aðbúnað við vinnslu. Telj- um við að hreinlæti og allur að- búnaður um borð í litlum trillu- Framhald á bls. 35 250 þúsundum stolið í Iðnó INNBROT var framið í Iðnó að- fararnótt s.l. sunnudags. Lagði þjófurinn leið sina í skrifstofu Leikfélags Reykjavíkur og hirti þaðan 250 þúsund krónur í reiðu- fé úr peningaskáp. MAÐUR nokkur var sleginn niður.og rændur á Njálsgötunni í fvrrinótt. Hann var að koma heim til sfn og ætlaði að fara að opna útidvrnar þegar skyndilega var ráðizt á hann og hann laminn í höfuðið með einhverju barefli og var veski mannsins sfðan tekið. Veskið fannst á Grettisgötu f gær og var þá búið að hirða alla peninga úr þvf. Maður sá, sem fvrir árásinni varð, er með stærðar glóðarauga og er auk þcss Framhald á bls. 35 Þá var einnig stolið nýju ávís- anahefti á aðalbanka IJtvegsbank- ans. Heftið er á hlaupareikning og eru númer eyðublaðanna 106351-106400. Rannsókn málsins er í fullum gangi en þjófurinn eða þjófarnir eru ófundnir. Vegartálmi við Stokksnesstöðina: AÐGERÐIRNAR HAFA NÁÐ TILGANGISÍNUM í BILI — segja Suðurnesjamenn ÚTGERÐARMENN og sjómenn á Höfn I Hornafirði lokuðu veginum að radarstöðinni á Stokksnesi um kl. 13 f gær, og var vegurinn enn lokaður í gærkvöldi. Á laugardag lokuðu útgerðarmenn og sjómenn í Grindavík veginum að fjarskipta- stöð varnarliðsins f Grindavík og var vegurinn ekki opnaður aftur fyrr en um miðnætti í fyrrinótt. Aðilar, sem vinna við sjávarútveg- inn í Keflavík, lokuðu veginum að ratsjárstöðinni f Rockville um kl. 15 á sunnudag, en opnuðu veginn aftur eftir tvo tfma. Þessar að- gerðir beinast allar gegn núverandi ástandi og ágangi Breta á íslandsmiðum. Það var síðdegis á laugardag, sem fjöldi Grindvíkinga safnaðist saman á veginum að fjarskiptastöðinni þar. Þegar flest var voru um 1 50 manns þar og í förinni var fjöldi bíla, sem látnir voru loka veginum. Síðan var grjót sett á veginn, þannig að ekki var hægt að komast til eða frá stöð- inni nema fótgangandi Stóð allt við það sama þangað til á miðnætti í fyrrinótt, er sjómenn og útgerðar- menn opnuðu veginn aftur. Við Rockville safnaðist saman hópur 40 útgerðarmanna og sjómanna á sunnudaginn kl. 1 5. Voru þeir á 20 bílum, sem þeir notuðu til að loka veginum. Á báðum þessum stöðum, Grindavík og Rockville, var yfir- mönnum stöðvanna afhent bréf, er þeir voru beðnir að koma áleiðis til yfirmanns Varnarliðsins Gunnlaugur Karlsson útgerðar- maður í Keflavík sagði er Morgun- blaðið ræddi við hann, að þessar aðgerðir hefðu verið gerðar til áréttingar á bréfi, sem sent hefði verið til stjórnvalda í desember s.l. Aðgerðirnar beindust eingöngu gegn stjórn NATO og þá sérstaklega gegn Bretum sem aðildar-þjóð en ekki gegn bandarískum borgurum á Keflavíkurflugvelli. Ef ekkert breytt- ist á íslandsmiðum til hins betra hygðu menn á róttækari aðgerðir þannig að öruggt væri að ástandið batni — Sjálfur hef ég alltaf álitið að þessar aðgerðir væru styrkur fyrir ríkisstjórnina, sagði Gunnlaugur að lokum Eðvarð Júliusson i Grindavik sagði, að núna ættu menn helzt að óska sér að Bretar yrðu reknir úr NATO. — En ég er viss um, að við værum ekki komnir þetta langt i landhelgismálum okkar, ef við vær- um ekki i NATO og hefðum varnar- liðið hér Hinu er hins vegar ekki að neita, að samningar okkar við NATO og varnadiðið eru stórgallaðir Samninginn við varnarliðið þarf að endurskoða þannig, að það taki að sér að verja 200 milurnar. Þá finnst okkur hér að samningarnir við Þjóð- verja séu ekki nógu vel gerðir, þar sem við vitum ekkert hvaða afstóðu Framhald á bls. 35 Búió að !oka veginum út í RockviIIe Ljósm. Heimir Stígsson Grjóti mokaó á veginn við fjarskiptastöðina í Grindavík. Ljósm. Guðfinnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.