Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1976
23
ElHðaárnar
Ásgeir Ingólfsson:
Laxarœkt og hagsýni
Á er ekki aðeins fallegur, rennandi
vökvi, sem taka má til neyzlu, hvenær
sem er og i hvaða mæli sem er. Á er I
eðli sinu miklu flóknara fyrirbæri. Hún
er margbrotin llfvera, sem hefur eigin
sérkenni, og lýtur ákveðnum lögmál-
um, og því geta aðstæðurnar verið
breytilegar frá einni á til annarrar
Árvatnið hefur að geyma málmsölt og
lofttegundir, sem ráða mestu um sjálf
vatngaeðin; magn þessara efna ræðst
aftur að miklu leyti af gróðri á árbökk-
unum, og á árbotninum, svo og af
áhrifum sólarljóssins. í hverja á berast
óhreinindi ur nærliggjandi jarðvegi, frá
landbúnaði, dýrum og fuglum, en oft
er einnig um að ræða frárennsli
mannabústaða, og mengum frá iðju-
verum; við þetta allt getur áin ráðið, en
aðeins að vissu marki.
Lifræn efni verða uppleystu súrefni
vatnsins að bráð, fyrir tilverknað ým-
issa örsmárra lífvera, sem eiga tilveru
sina undir ýmsum lofttegundum vatns-
ins, og gróðrinum i þvi Straumhraði,
dýpi og önnur sérkenni ánna hafa
einnig sin áhrif, og þvi er hver óspillt á
i raun og veru lifræn vera, sem er i
fullkomnu jafnvægi
Sé þessu jafnvægi náttúrunnar rask-
að, annað hvort með þvi að hleypa i
ána meiri úrgangsefnum en hún getur
ráðið við, eða með því að leiða úr
henni of mikið vatn, eða leiða vatn úr
henni á röngum stað, verður áin
..veik". Hún mun ekki ráða við meng-
unina, og ástandið fer sífellt versnandi,
svo að vatnið verður ónothæft, bæði til
margvislegrar hagnýtingar i landbún-
aði og í iðnaði og þá að sjálfsögðu til
drykkjar, nema til komi dýrar hreinsun-
araðgerðir Hvort mengað vatn, sem
þannig er hreinsað til neyzlu, nægir til
þess að halda við heilbrigði mannsins,
mun sagan leiða i Ijós.
Þegar maðurinn veikist, gerir það
vart við sig með sjúkdómseinkennum,
til dæmis háum hita, en hvernig á að
fylgjast með heilsu árinnar? Náttúran
hefur gefið ökkur góðan mælikvarða
— óspillt á hefur að geyma heilbrigð-
an fiskstofn. Taki fiskunum að fækka,
eða heilsufari þeirra að hraka, er það
óbrigðust merki þess, að eitthvað sé
að Fiskurinn er öryggisvörður okkar,
og hann er ómetanlegur i því hlutverki.
Laxarækt og hagsýni
Þeim, sem fylgzt hafa með laxveið-
um við Norður-Atlantshafið, á undan-
förnum árum, dylst ekki, hver sérstaða
Islands er i þvi efni. Tölurnar tala sinu
máli, og skal nú án frekari formála,
rakið, hvernig laxveiðin hérlendis hefur
þróazt síðan 1970.
1 970: 55 971 lax(ar)
1971: 58 874 "
1972 65.726 "
1973: 66.162 "
1974: 55.913 "
1975: 70.000 "
Þessi þróun er ýmsu að þakka. Fyrst
má ef til vill nefna þá Guðs náð, að
vetrarstöðvar islenzka laxsins hafa ekki
fundizt, þá kemur til ræktun, gerð
fiskvega og sú dýrmæta eign, sem
fólgin er i ómenguðu vatni
I öðrum löndum við Norður-
Atlantshafið hefur þróunin verið öfug.
Þar hefur laxveiði gengið saman, og
lagzt niður I sumum ám. Orsakir þess
eru fyrst og fremst gegndarlaus lax-
veiði I sjó; aðfarir, sem helzt má likja
við það, að hver og einn, sem hefði til
þess vilja og mátt, gæti farið á fjall,
eftir að lömbum hefur verið sleppt til
sumarbeitar, og sótt þau þangað að
eigin geðþótta til slátrunar. Önnur mik-
ilvæg orsök er mengun sú, sem iðnað-
arþjóðirnar hafa leitt yfir sig, og orðið
hefur til þess, að laxinn er nú i nokkr-
um löndum kominn — eða er að
komast — á lista yfir þær dýrategund-
ir, sem taldar eru i hættu; kunna með
öðrum orðum að hverfa
Af ofangreindum tölum má sjá, að
meðaltalsveiði hér á landi hefur farið
vaxandi, en til þess að gera myndina
enn skýrari, skal farið lengra aftur i
timann, eða allt til ársins 1 960.
Meðaltal áranna laxar
1966—'65 36 234
1966—'70: 40.208
1971—'75: 63.350
Við þessar tölur verður ekki svo
skilizt, að ekki sé lokið lofsorði á lög
um laxveiði, sem gert hafa það kleift,
að hægt er að stjórna heilum ám, eða
vatnahverfum bæði I hagnýtingu og
ræktun.
»
Er hægt að gera betur?
Þótt þróunin hefi verið hagstæð,
hlýtur sú spurning að vakna, eins og
ætlð, þegar reynt er að kanna mál á
hlutlausan hátt, hvort hægt sé að gera
betur. Fram til þessa hefur það verið
völ, ef ekki kvöl þeirra, sem með
málefni einstakra áa eða vatnahverfa
fara, hvort I þær skuli sleppt göngu-
seiðum, sumaröldum seiðum eða kvið-
pokaseiðum Er gönguseiðaeldi hófst
hérlendis, var það álit margra, byggt á
þvi sem þá var talin almenn reynsla
erlendis, að gönguseiði (eins árs) skil-
uðu sér að jafnaði I hlutfallinu 1 á móti
10. Um endurheimtur af yngri seiðum
var minna vitað. Nú liggur hins vegar
fyrir veruleg reynsla af sleppingu
gönguseiða hérlendis, en hún er, þvi
miður, ekki sú, sem flestir höfðu áður
talið. Þannig virðist slepping 2ja ára
gönguseiða (seiða, sem verið hafa tvö
ár i eldi) gefa þá reynslu, sem að ofan
er minnzt á, og má I þvi sambandi
benda á hóp slíkra seiða, sem sleppt
var I Kollafirði, en 1970 skiluðu sér
þar um 10 af hundraði 2300 göngu-
seiða, sem sleppt hafði verið
A hvern hátt er hægt að gera betur?
Þegar rætt er um þessa spurningu,
og reynt að finna svar við henni, virð-
ist, i fyrsta lagi, þurfa að gera saman-
burð á bvi. wm revnelan hefur svnt um
Asgelr Ingðlfsson
endurheimtur seiða, sem sleppt hefur
verið á mismunandi aldursskeiðum.
Þetta sýnist mjög aðkallandi nú, er
bersýnilegt er, að visinda- og áhuga-
menn verða að búa við þröngan fjár-
hagslegan kost, vegna ástæðna sem
öllum eru kunnar
í öðru lagi er um að ræða rannsókn
á ástandi áa Það hefur verið skoðun
margra fræðimanna, að gönguseiði
hentuðu bezt við ræktun þeirra áa, sem
þegar hefðu stofn, sem telja mætti
nálægt hámarksstofni; með öðrum orð-
um i ám, þar sem eldisskilyrði væru að
mestu eða öllu leyti fullnýtt Sumaralin
seiði hentuðu frekar við þær aðstæður,
þar sem eldisskilyrði væru fyrir hendi,
en vorflóð reyndust kviðpokaseiðum
hættuleg. Kviðpokaseiði væru hins
vegar llklegust til þess að gefa árang-
ur, þar sem saman færu góð uppeldis-
skilyrði og lltil hætta fyrir seiði á
yngsta skeiði Með þessa þekkingu,
eða vlsbendinu, I huga, er þá ekki
skynsamlegt, og nauðsynlegt, að hefja
á þvi könnun. hvernig aðstæður eru á
hverjum stað, þar sem ráðizt er i rækt-
un?
í framhaldi af þessu, er rétt að vikja
nokkuð að þvi, sem frá leikmannssjón-
armiði má telja nokkurn veginn aug-
Ijóst Ár, sem gefa nú mun minni veiði,
jafnvel mörgum sinnum minni en áður
var, en engin — eða litil -— ræktun
hefur verið stunduð i, búa þær ekki yfir
ónytjuðum uppeldisskilyrðum? Og
hvað með ár, sem hafa vötn að ppp-
sprettum? Er þar ekki að finna uppeld-
isskilyrði, I rikum mæli, jafnvel, þótt
þar sé að finna silung?
DæmiS úr Elliðaánum
Þegar Árbæjar- og Elliðavatnsstiflur
voru gerðar i Elliðaánum og við Elliða-
vatn, var lokað fyrir riðstöðvar laxins,
sem hryngdi i þeim ám, sem i vatnið
runnu, og uppeldisskilyrðin þar að
engu gerð
Tveir menn, þeir Steingrimur Jóns-
son, fyrrum rafmagnsstjóri, og Knútur
Ziemsen fyrrum borgarstjóri, voru
langt á undan sinum tíma
Ziemsen lét sækja klak austur i Sog,
en Steingrlmur beitti sér fyrir ræktun
árstofnsins Vísast i því sambandi til
meðfylgjandi línurits sem sýnir árang-
ur af átaki þvi, sem Steingrimur beitti
sér fyrir
1 926 mun hafa verið síðasta sumar-
ið, sem laxinn komst nokkurn veginn
óhindraður upp i Elliðavatn Þá var
sumarveiðin um 1800 laxar, á þrjár
stengur. Upp frá þessu komst laxinn
ekki lengur á gömlu hrygningarsvæð-
in, og þrengdi þvi mjög að öllu nátt-
úruklaki og uppeldi, og úr því fór
vegur ánna minnkandi Þegar komið
var fram á árin 1937 og '38 var
sumarveiðin orðin um 500 laxar.
1933 hafði hins vegar verið hafizt
handa um stórátakið Þá var sleppt i
vatnasvæðið 737.000 kviðpokaseið-
um, árið eftir 478.000. slðan
560.000 o.s. frv Þessar tölur má lesa
af .neðra hluta linuritsins, en það hefur
verið fært aftur um 4 ár, svo að það
falli betur saman við veiðina þau árin,
sem árangurinn átti að skila sér (efri
hluti linuritsins) Fylgni ritanna sýnist
óumdeilanleg (sjá I og I II. og II. o s.
frv ), fer veiðin að sukast á ný.
Fyrir nokkrum árum var gert annað
álika átak Árlega hefur verið sleppt I
vatnasvæðið 500 000 kviðpokaseið-
um, enda hefur nú verið gerður fisk-
vegur upp i Elliðavatn, og kemst laxinn
nú hindrunarlaust, bæði um Árbæjar-
og Elliðavatnsstiflu; þ.e. á sinar fyrri
rið- og uppeldisstöðvar. Veiðin, þótt
með fimm stöngum sé, er komin á
þriðja þúsund laxa, og i ár gengu 1
árnar hátt á sjöunda þúsund laxar.
Hagsýni við laxarækt
Þörf hennar virðist sjáldan hafa verið
meiri en einmitt nú Skulu nú rakin
dæmi, þvi ti! stuðnings, en eftirfarandi
tekið fram. Endurheimtur kviðpoka-
seiða eru taldar 1 %, sumaralinna seiða
1 eða 2%, eins árs gönguseiða svipuð
(eða jafnvel minni), en 2ja ára göngu-
seiða um 10%, samkvæmt því, sem
nú verður næst komizt I dæmunum,
sem tekin verða hér á eftir, verður
miðað við sleppingu 100 000 seiða, á
hverri tegund.
Verð seiða er miðað við almennt
markaðsverð nú, með þeirri undan-
tekningu þó, að kviðpokaseiði hafa
ekki verið á almennum markaði Verð
þeirra er reiknað kr. 2.25, hvert seiði, I
viðskiptum Stangaveiðifélags Reykja-
vlkur við Rafmagnsveitu Reykjavikur,
en vegna þess, að SVFR fær að draga
á fyrir klak í Elliðaánum, endurgjalds-
laust (sem viðar mætti að sjálfsögðu
qera), er verðið i öðru tilvikinu reiknað
kr. 113
KviSpokaseiSi:
A. 1 00 000 seiði á kr 2 25 gera kr.
225 000 -
Endurheimtur 1% þ.e.a.s. 1000 laxar,
sem hver kostar þá kr. 225 - genginn i
árósinn.
B. J 00 000 seiði á kr 1.13 gera kr
1 13 000 -
Endurheimtur 1% þ.e.a.s. 1000 laxar,
sem hver kostar þá kr 113 - genginn I
árósinn.
Sumaralin seiði:
100.000 seiði á kr. 15 - gera kr
1.500.000-
Endurheimtur óljósar, en hafa oft legið
nærri endurheimtun kviðpokaseiða, að
þvl er talið er 1000 laxar myndu þvi
kosta kr. 1.500 - hver, genginn i árós-
inn
GönguseiSi:
A. 1 árs gömul gönguseiði:
100.000 seiði á kr. 65 - gera kr
6 500.000 - Endurheimtur sömuleiðis
óljósar (af 1000 slikum seiðum, sem
sleppt var i Elliðaárnar, hefur ekkert
veiðzt, hvorki á stöng eða í ádrætti fyrir
klak, svo að höfundi þessarar greinar
sé kunnugt.)
Endurheimtur kynnu þó að vera:
I. 2% þ.e.a.s. 2000 laxar Hver lax
myndi þá kosta 3.250 -, genginn i
árósinn
II. 3% þ e. 3000 laxar. Hver lax myndi
þá kosta um kr , 2.170.-, genginn i
árósinn.
B. 2ja ára gönguseiði:
100.000 seiði á kr. 90 - gera kr.
9.000 000 - 10% endurheimtur yrðu
10.Ö00 laxar en hver lax myndi þá
kosta kr 900 -, genginn I árósinn
Þvi má bæta hér við, að laxateljarinn
i Elliðaánum er sá eini á landinu, sem
hefur gefið samanburð á laxagöngum
og laxveiði. Elliðaárnar mun hvað harð-
ast veiddar af öllum ám á landinu, en
veiðin þar hefur verið nálægt þriðjung-
ur þess laxafjölda, sem gengið hefur,
ár hvert. Með þvi að margfalda þær
tölur, sem að ofan er getið, má reyna
að gera sér grein fyrir, hvað hver
stangaveiddur lax kostar, 1 Ijósi þess,
sem sagt hefur verið um aldur seiða.
Hvaða niðurstöðu má komast að?
Þessar tölur gefa tilefni til margs
kyns umhugsunar Vafalítið hefur nátt-
úruklak aukizt með aukinni laxagengd.
og þvi sett sinn svip á þróunina, svo og
misjafnt árferði Aðalatriðið virðist þó,
að svo sé búið að þeim, sem með
ræktunarmál fara, að þeim sé gert
kleift að kanna, hvaða seiði henta
bezt I hverri i.
Til þess, að svo megi verða, verður
að búa sem bezt að þeim visinda- og
áhugamönnum, sem helga starf sitt
(og aukastundir) laxarækt, og í þvi
sambandi má minna á, að það er dýrt
að kasta krónunni, en spara eyrinn.
Auknar rannsóknir leiða til aukinnar
laxagengdar, og það skiptir að sjálf-
sögðu mestu
Með þökk fyrir birtinguna,
Hvað er á ?