Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
Friðrik fiðlunaur
sami, sem hafði fengið þá alla þrjá hann
hafði aðeins breytt sér í hvert skipti, svo
piltur gæti ekki þekkt hann aftur.
„Mig hefir alltaf langað til þess að
kunna að leika á fiðlu og getað spilað
fyrir fólk, svo það yrði kátt og dansaði“,
sagði Friðrik, ,,og fyrst ég má óska hvers,
sem ég vil þá ætla ég að óska mér fiðlu,
sem hefir þá náttúru, að allt sem lifandi
er, verði að dansa, þegar leikið er á hana
svo það heyri“, sagði hann.
„Þetta skaltu fá, en ósköp finnst mér
það lítilf jörleg ósk“, sagði beininga-
maðurinn; „þú verður að óska betur fyr-
ir hina skildingana".
,,Mér hefur alltaf þótt gaman að skjóta
og veiða“, sagði Friðrik litli, og fyrst ég
má óska hvers sem ég vil, langar mig til
þess að fá byssu, sem er þannig, að ég
hitti með henni allt sem mig langar til,
hve langt sem það er frá mér“.
„Þetta skaltu fá, en léleg er óskin betri
verður hún að vera fyrir síðasta skilding-
inn“.
„Mig hefir alltaf langað til að vera hjá
fólki sem er góðhjartað og góðviljað“
sagði Friðrik, og „og vil þess vegna að
enginn sem ég bið um eitthvað neiti mér
um fyrstu bæn mína“.
„Þessi ósk var betri“, sagði beininga-
maðurinn og svo hvarf hann allt í einu,
og Friðrik vissi ekkert hvað af honum
varð, en Friðrik lagðist til svefns með
—COSPER________________________
f! V r. s\ iH x ^ -
n |fl _ COSHÍ ¥ C PIH X*/
_____________________/
byssuna sína og fiðluna og þegar hann
vaknaði aftur hélt hann niður í byggð.
Fyrst fór hann til kaupmannsins og
bað um föt, og á bóndabæ einum bað
hann um hest, á öðrum stað um sleða en
annarsstaðar um loðfeld og enginn neit-
aði honum, hversu miklir nirflar sem
þeir voru, þá létu þeir hann fá það, sem
hann bað um. Að lokum ók hann svo um
sveitina, eins og einhver burgeis, með
hest og sleða. Þegar hann var að aka eftir
veginum, mætti hann sýslumanninum,
sem hann hafði verið hjá áður.
„Góðan daginn húsbóndi góður“, sagði
Friðrik. Hann nam staðar og heilsaði.
„Góðan daginn“, sagði sýslumaðurinn,
„hefi ég verið húsbóndi þinn?“
„Já minnistu þess ekki, að ég var í
vinnumennsku hjá þér í þrjú ár fyrir
þrjá skildinga?"
„Hverslags er þetta“, sagði sýslu-
maður. „Þú hefir þá ekki verið lengi að
verða ríkur, eftir að þú fórst frá mér.
Hverng stendur á því að þú varst svona
fljótur að verða auðkýfingur og
burgeis?"
„Æ, það var nú ekki mikill vandi“,
sagði Friðrik.
„Og þarna ertu með fiðlu, kanntu líka
að leika á hana?“ sagði sýslumaður.
„Já mig hefir alltaf langað til að koma
fólki til að dansa“, svaraði piltur, „en það
besta sem ég á, er samt þessi byssa, því
ég get skotið hvað sem ég vil með henni,
þótt það sé óralangt í burtu. Sérðu
starran þarna í grenitrénu? Hvérju viltu
veðja að ég geti ekki hitt hann héðan,
sem við erum staddir?“
Sýslumaðurinn var nú ekki smeikur
við að veðja um þetta, hann lagði undir
alla þá peninga sem hann hafði á sér og
átti svo að sækja fuglinn, ef hann dytti,
en honum datt ekki í hug að það væri
hægt að hitta svona lítinn fugl á svona
löngu færi, — já, hann hélt meira að
segja að engin byssa drægi svona langt.
— En um leið og Friðrik fiðlungur
hleypti af, féll starrinn, hann kom niður í
þyrnirunna og sýslumaðurinn þaut
þangað, tók fuglinn upp og sýndi Friðriki
hann. En um leið þreif piltur fiðluna og
tók að spila, og um leið varð sýslumaður-
inn að fara að dansa, en það var ekki vel
gott að dansa innan um þyrnana og fötin
sýslumannsins höfðu ekki neitt sérstak-
lega gott af þessum dansi, þau rifnuðu
heldur illilega.
Þegar sýslumaður var búinn að dansa
um stund, sagði Friðrik fiðlungur:
vttp ’Qd}’
kaffíno u r*
Þú er ósköp þreytulegur Snúlli Segið mér: Hvað var maður-
minn. — Eg skal aka ungu inn minn að gera I gærkvöldi.
stúlkunni fyrir þig.
Þú er heppinn. Við erum öll
komin með flensuna heima.
Leigjandinn: — Þakið er svo
hriplekt að allt er á floti inni
hjá okkur. Hve lengi á þetta svo
til að ganga?
Húseigandinn: — Hvernig á
ég að vita það? Haldið þér
kannski að ég sé veður-
fræðingur?
X
— Hvers vegna ferðu alltaf á
næturklúbha með konunni
þinni?
— Það eru einu staðirnir,
sem opnir eru, þegar hún er
búin að klæða sig.
Sjúklingurinn: — Til hvers á
ég þá að fara á fætur?
X
— Ég hefi svo mikið sam-
vizkubit út af rifrildi við mann-
inn minn. Eg komst nefnilega
að raun um, að ég hafði á röngu
að standa. Hvað á ég að gera?
— Fyrirgefa honum, ef hann
biður vel.
X
X
Kennarinn: — Hvað hétu
hinir tólf synir Jakobs?
Óli: — Bræðurnir Jakobsen.
X
Læknirinn: — Nú geturðu
farið á fætur, en mundu eftir
þvf að neyta hvorki tóbaks né
áfengis.
V____________________________
— Þú ert þreytulegur.
— Það er ekki að furða. Ég
hef Iftið getað sofið í margar
nætur af áhyggjum vegna pen-
ingavandræða.
— En, kæri vinur, hvers
vegna hefurðu ekki sagt mér
frá því fyrr?
— Er það mögulegt, ætlarðu
að hjálpa mér?
— Já, ég á alveg afbragðs
svefnlyf.
Meö kveöju frö hvrtum gesti
Eftir
Ruth Röndolt
Jóhanna Kristjóns-
dóttir þýddi
19
— Það var afleitt, sagði
Burden. — Ég kom hérna við á
þriðjudagseftirmiðdag og þá var
hann heldur ekki við...
— Hann kemur og fer. Nú skal
ég pússa framrúðuna.
—Er frú Missal kannski stödd
hér?
— Nei. Hana hef ég ekki séð f
þrjá mánuði. Sfðasta skiptið sem
ég sá hana var f marzmánuði. Hún
kom hingað til að fá Mercedes-
hflinn lánaðan. Og hún skrapaði
stuðarann f það skiptið. Kvenfólk
og bflar...
— Þá hefur nú orðið uppistand
geri ég ráð fyrir. Þegar maður
þekkfr Pete Missal...
— Það er hverju orði sannara.
Þetta skyldi vera f sfðasta skiptið
sem hann lánaði henni bflinn.
Hann sagði það hreint út.
— Að hugsa sér! sagðí Burden
og rétti mannfnum skilding, þar
sem hann yrði ef til vill tortrygg-
inn ef hann hefði það meira.
— En það er stundum erfitt að
vera giftur, bætti hann við.
— Ég skal segja honum að þér
haffð komið.
Burden ræsti bfiínn.
— Það er óþarfi, sagði hann. —
Ég hitti hann hvort sem er f
kvöld.
Hann ók frá stöðinni og brems-
aði snögglega til að forðast
árekstur við gulan Sedanbfl sem
beygði inn frá Maryfield Road.
Roskinn maður sat við stýrið og
við hiið hans Peter Missal.
Þarna kemur hann ef þér viljið
tala við hann hrópaði maðurinn
við benzfndæluna.
Burden lagði bflnum sfnum og
gekk inn f söluskálann. Hann sá
að Missal var að tala við viðskipta-
vininn sem hafði ekið bflnum og
ekki virtist útlit fyrir sölu að
þessu sinní, þvf að maðminn hélt
á brott fótgangandi og Missal kom
inn.
— Hvað er nú á seyði? sagðf
hann. — Ég kæri mig ekki um að
láta ónáða mig á vinnustað.
— Ég skal ekki tef ja yður lengi,
sagði Burden. — Ég er bara að
safna staðreyndum um atburði
þriðjudagsins. Ég býst við að þér
hafið verið hér allan daginn. En
hafið kannski vikið yður frá
stundarkorn?
— Það kemur yður ekki við,
hvar ég var, sagði Missal úrillur.
— Ég fór til Kingsmarkham að
tala við viðskiptavin og meira
segi ég yður ekki. Ég læt einkalff
annarra f friði og ég held þér
ættuð að fara að dæmi mfnu.
— I rannsókn f morðmáli er það
stundum hægara ort en gert. Það
virðist hvorki þér né konan yðar
skllja.
Hann gekk f átt til dyra.
— Konan mfn... Missal kom á
eftir honum og leit f kringum sig
til að vera vlss um að enginn væri
nálægur.
Svo hreytti hann fokvondur út
úr sér.
— Ég leyfi mér að biðja yður að
fjarlægja þetta skrapatól úr
innkeyrslunni. Þér eruð fyrir víð-
skiptamönnum.
6. KAFLI
Glæpasögurnar höfðu verið. fjar-
lægðar og efsta hillan f bókskápn-
um var tóm. Ef Parsons var sak-
laus og innilega syrgjandi ekta-
maki hlaut það að hafa verið
honum þung raun að horfa á
þessa bóktitla og blóði drifnar
kápumyndirnar. Eða hafði hann
nú fært bækurnar vegna þess að
hann þurfti ekki framar á þeim
að halda. Burden gat ekki varizt
þvf að velta þvf fyrír sér.
— Herra Wexford, sagði
Parsons — ég verð að fá að vita
það. Var hún... Hafði henni
verið...? Var hún kyrkt eða var
eitthvað gert annað?
Hann virtíst hafa elzt um mörg
ár sfðustu dagana, eða var hann
svona frábær leikari?
— Þér getið verið rólegir, hvað
það snertir, sagði Wexford hrað-
mæltur. — Kona yðar var kyrkt
og það hefur verið staðfest og
gengið úr skugga um að ekki
hafði neitt annað komfð til.
Hann ieit á daufgræn glugga-
tjöldin, snjáðan gólfdúkinn og
sagði stillilega:
— Þetta var ekki kynferðis-
glæpur.
— Guði sé lof! sagði Parsons. ,
— Ég gæti ekk'i afborið þá til-
hugsun. Ég gæti ekki lifað við þá
skelfingu. Margare! hefði ekki
heldur getað lifað við það.
Svo virtist renna upp fyrir
honum hvernig hann hafði tekið
til orða og hann fól andlitið f
höndum sér.
Wexford beið þar til hann hafði
jafnað slg og leit á þá þurrum
augum, sem voru full af örvænt-
ingu.
— Herra Parsons, ég get Ifka
sagt yður að eftir þvf sem næst
verður komízt hafa engin átök átt
sér stað. Mér er nær að halda að
konan yðar hafi legið út af og
sofið, þangað til hún var drepin.
Sennilega hefur henni brugðið og
ef tii vill fundið til sársauka eftt
sekúndubrot... og síðan ekki
meir...
Parsons tautaði eitthvað og
sneri sér frá þeim, svo að þeir
heyrðu ekki hvað hann sagði.
Wexford reis úr sæti og gekk að
bókaskápnum. Hann sagði ekki
orð um glæpareyfarana sem fjar-