Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976 Barbara M. W. Árna- son — Minning Barbara Moray Williams Árna- son listmálari er öll. Hún lézt á gamlársdag 1975. Með Barböru kveðjum við mikla og hæfa per- sónu og góða konu. Ég votta eigin- manni hennar, Magnúsi Á. Árna- syni. syni þeirra Vffli og öllum ættingjum dýpstu samúð mína. Það er erfitt að trúa því, að hún Barbara sé farin frá okkur að fullu. Mér finnst hún aðeins hafa skroppið bæjarleið, því að þannig var Iíf hennar eins og Iíf fugla himinsins, sífellt á ferð og flugi, en samt var hún alltaf hjá okkur í huganum, í nálægð og fjarlægð. Þannig man ég eftir henni. Lífið, starfið og ferðalög voru yndi hennar og alltaf gat hún miðlað öðrum úr gnægtabrunni listanna. Þannig lauk hún upp augum okkar og sýndi okkur heiminn í nýju Ijósi. Barböru var gefin snilligáfa listamannsins í vöggugjöf, sem hún hlúði síðan að, og með alúð, sjálfsaga og mik- illi vinnu, tókst henni að skapa undraheim sem gerir hana ódauð- lega. Brottför Barböru finnst mér að hljóti að vera ferðalag. Ef einhver segði mér, að hún hafi flogið með vestanvindinum til ævintýrahall- arinnar Soria Moria, mundi ég vel geta trúað því og reiknað með, að hún hefði farið þangað, til að taka þátt í sköpun litla regnbogans. Ég hefði haft gaman af því að vera þar með, og ég er viss um, að hún Barbara hefði síðan getað setzt upp á regnbogann með okkur öllum og skemmt sér við að renna sér eftir honum og hlegið dátt. Slík var gleðin sem Barböru var eiginleg, og allt sem var í þeim dúr að skapa og taka þátt í einhverju nýstárlegu og skemmti- legu vakti henni gleði. Að vekja öðrum gleði kætti hana hvað mest. Hún var barn lífsgleðinnar. Barbara kom ung til íslands. Hún var Englendingur að upp- runa; að ætt hálfur Skoti, hálfur Englendingur. Magnús Á. Árna- son varð ástmögur hennar og lífs- förunautur. Alltaf voru þau sam- nefnari, eitt í öllu, allt í einu, góðir samherjar. Hún ílentist á Islandi og tók ástfóstri við land og þjóð og mega íslendingar vera auðmjúkir að hreppa slíkt hnoss. ísland er land dulúðar og seið- magns einkum i landslagi sinu. Barbara fann sér oft starfsvett- vang í þessu umhverfi en jafnframt leitaði hún viðar og fór oft ótroðnar slóðir, e.t.v. þær sömu, sem liggja til ævintýra- hallarinnar fjarlægu, þar sem regnboginn byrjar og endar. Með meistarahöndum og anda skóp hún listaverk, sem alla hafa heill- að, nær og fjær, og prýða m.a. mörg fræg söfn. Því miður er lífið stutt, en listin hins vegar löng og lifir manninn. Við, sem horfum á eftir þeim, sem kveðja hryggjumst í smæð okkar og vanmætti, en við gleðjumst líka yfir kynnum og góðum vinum. Lives of great men all remind us We can make our lives sublime, And, departing, leave behind us Footprints on the sands of time. Páll B. Helgason. Gæi, eins og Garðar Stefánsson var jafnan nefndur, af þeim, sem þekktu hann vel, var mjög ein- stæður persónuleiki. Ekkert mátti hann aumt sjá, og engum lagði hann orð til í mínus. Engan vissi ég meiri vin smábarna, eða barna yfirleitt, en hann. Þau áttu allan hans hug og hjarta. Nú ert þú horfinn, og ekki auðvelt að sætta sig við það. En hvað skal segja. Megna orð nokkurs? Ég efa það. Alltaf er maður jafn óvið- búinn láti vinar eða ættingja. En það er sagt að vegir Drottins séu órannsakanlegir, og er það sennilega rétt. Hvers á að minnast, og hvar á að byrja? Þetta er spurning, sem leitar á hugann. Af mörgu er að taka. Vildi ég þa helzt taka af ein- Garðar Stefánsson Neskaupstað - Minning hverju, sem skipti samveru okkar í Gagnfræðaskóla. Oft var kátt á hjalla, og oft voru ýms smá prakkarastrik höfð í frammi, eins og gengur og gerist og hefur alltaf átt sér stað í skól- um. Snemma fundum við skóla- systkini Gæja, að hann var ofur- lítið öðruvísi en aðrir, átti létt með ýmsar námsgreinar, svo sem reikning, sögu, landafræði o.fl. Teikning var honum sérlega hugleikin. Man ég það, hvað ég dáðist að meðferð lita, sem hann meðhöndlaði. Minnisstæð er mér ein sýning, sem haldin var í skólanum og Gæi átti þar nokkur „málverk". Ein myndin var af sökkvandi skipi og fólk sýnt í björgunarbátum. Önnur var af kvöldi við höfnina í Reykjavík. Hún var undir gleri, og inn- römmuð. Maður úr bænum, sem var á sýningunni kom til Odds skólastjóra og sagði: „Oddur, þetta er ekki teiknað, þetta er ljósmynd.“ Eg hef oft hugleitt það síðan, að sennilega hefur enginn f heiminum komist jafn nálægt því að gagnrýna í plús, eins og þessi góði maður. Við skólasystkinin gerðum oft grín að því hvað Gæi skrifaði illa, en þetta átti eftir að breytast. Fyrir nokkrum árum, átti ég sam- tal við mann úr Reykjavík, og þá hafði hann þetta að segja um skriftina: „Ef englar eru til, og þeir geta skrifað, þá skrifar Garðar eins og engill.“ Upphaf minnar greinar, var það að Gæi á frásögnina. súkkulaðistykki, molapoki, eða eitthvað annað. Eg vil þakka Gæja vini mínum þær ánægjustundir, sem hann veitti okkur, og okkar börnum. Bókhaldskunnátta hans var með eindæmum, og efast ég um að aðrir hafi verið þar framar. Hver skrifar nú öll bréf til útlanda o.s.frv. Það er sagt að maður komi í manns stað og auðvitað væri annað óeðlilegt. Þó getur stund- um reynst erfitt að finna mann í manns stað, og ég held að það verði nú. Eitt átti ég eftir að minnast á, en það eru þeir frásagnarhæfi- leikar, sem Gæi átti f rfkum mæli. Þegar hann hóf frásögn af ein- hverju, stóð maður skyndilega sjálfan sig að því að vera með galopinn munn og eyru og reyndar augu líka. Auðvitað ýkti hann stundum, eins og vera ber, annars hefði ekki verið neitt gaman að hlusta á hefði ekkert mátt aumt sjá, og börn hefðu átt hug hans og hjarta. Þegar ég og konan mín og börn áttum heima í Brennu, kom hann oft þangað. Aldrei kom hann svo að hann hefði ekki eitthvað til að gleðja börnin. Konfektkassi, Ég vil að endingu þakka Gæja samferðina á lífsleiðinni. Votta ég svo öllum, sem hlut eiga að máli, mína dýpstu samúð. Vinur og frændi Oskar Björnsson. Bjarni Bjarnason lœknir — Kveðja Fæddur 29.10. 1901. Dáinn 23.12. 1975 Þegar menn kveðja hinstu kveðju minnumst við þeirra f huga okkar hvert og eitt á þann veg sem lífið hefur gefið okkur tilefni til. Ég minnist og þakka Bjarna Bjarnasyni fyrir það sem hann á sfnum tíma gerði fyrir refsifanga á Litla-Hrauni. Yfir mitt þakklæti á tungan raunveru- lega engin orð, veit heldur varla hvort Bjarni Bjarnason kærði sig nokkuð um þakklæti. Mér virtist hann maður hafinn upp yfir alla hégómagirnd. Bjarni Bjarnason veitt um ára-bil hjálp mönnum sem aðrir Iæknar vildu ekki veita sjúkrahúsvist. Hann veitti sjúk- um refsiföngum þá hjálp sem ekki var annars staðar fáanleg, það vita þeir sem reyndu. t Eiginmaður minn og sonur, ÓLAFUR Þ. MAGNÚSSON, Melgerði 16, Reykjavik, lézt í Landsspítalanum 10 janúar t ELLERT HARALDSSON, Reynir Innri-Akraneshrepp, andaðist að Sjúkrahúsi Akraness 1 1 þ.m Guðbjörg Hannesdóttir, Sigurveig Jónsdóttir. Svanhvlt Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, BALDURJÓNSSON, Dvergabakka 36, lézt 10 þ m Guðrún Erla Jónasdóttir og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, GUNNLAUGUR ÁSGEIRSSON kaupmaður verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1 2 janúar kl. 3. e h Blóm vinsamlegast afbeðin Valgerður Andrésdóttir t Eiginkona mín, ÓLÖF SIGURJÓNSDÓTTIR, Hlíðarveg 7. Kópavogi, andaðist i Borgarsjúkrahúsinu 10 janúar t Útför mannsins míns, ÞORLEIFS GÍSLASONAR, Hraungötu 81, fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 14.janúarkl 13.30 Blóm eru vinsamlega afþökkuð Böðvar Eyjólfsson. Kristln Valentlnusdóttir. t Faðir okkar, SIGURÐUR MAGNÚSSON, frá Stardal lézt i Landspítalanum 10 janúar t Útför móður okkar, BRÍETAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Urðarstlg 9, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14 janúar kl. 3 síðdegis Dætur hins látna. Karl Benjamlnsson, Ásta Benjaminsdóttir, Hans Benjaminsson. Til eru þeir í dag úr þeim hópi sem eiga honum að þakka líf sitt og allt sem þeir eiga. Niðurbrotn- ir og örmagna bæði andlega og líkamlega söfnuðu þeir kröftum í skjóli Bjarna Bjarnasonar og öðl- uðust þá von og trú að einhvern- tíma gætu þeir lifað frjálsir og sjálfbjarga. Þeir fóru aftur til fangaklefa sinna heilbrigðari og bjartsýnni menn. Þessi hjálp var ekki aðeins mikið mannúðar- mál, hún var einnig félagslega séð mikil framsýni og hefui* sparað þjóðfélaginu peninga. Hann gaf dæmdum mönnum með þessu tækifæri til að sýna hverjir þeir voru. Þessi hjálp er geymd en ekki gleymd, til hans er hugsað með þökk og virðingu frá fólki sem hann hjálpaði sem læknir og sem maður, sem hafði ásamt starfsliði sínu, þrek og kjark til að gera það sem aðrir gátu ekki. Þuríður Jónsdóttir. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY EINARSDÓTTIR, Lækjarfit 1, Garðabæ, lézt að Borgarspltalanum aðfar- arnótt 10. janúar. Snorri Jónsson, börn, tengdabörn og barna- börn. Útfaraskreylingar blómcwd Groðurhusið v/Sigtun simi 36779

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.