Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976 15 Agúst bœtti sig verulega ÁGÍJST Ásgeirsson náði mjög góðum árangri í 2000 metra hindrunarhlaupi á innanhússmóti sem fram fór í Cosford í Englandi um helgina. Hljóp hann á 5:43,0 sek. sem er 4 sek. betri tími en hann hefur áður náð, og bendir þessi árangur Ágústs til þess að hann ætti að eiga næsta auðvelt með að ná Olympíulágmarkinu í 3000 metra hindrunarhlaupi, en það er 8:52,0 mín. Svarar tími Ágústs i hlaupinu í Cosford til 8:35,0 mín. í 3000 metra hindrunar- hlaupi. — Ég er mjög bjartsýnn á að ég nái Olympíulágmarkinu sagði Agúst í viðtali við Morgunblaðið í gær. — Það má a.m.k. koma eitt- hvað sérstakt fyrir til þess að það takist ekki. Agust sagði að í hlaupinu í Cosford hefði hann háð harða keppni við Dennis Coats, sem er heimsmethafi í þessari grein innanhúss. — Við vorum jafnir þegar 400 metrar voru eftir, og ég átti þá það mikið eftir að ég var farinn að gera mér vonir um sigur, sagði Agúst. — En þá var ég óheppinn — hitti illa á hindrun og missti taktinn, þann- ig að hann seig frammúr og sigr- aði á 5:39,0 mín. Vilmundur Vilhjálmsson keppti í 60 metra hlaupi á móti þessu og komst f undanúrslit. Hljóp tvi- vegis á 7,1 sek., en sat eftir i startinu í undanúrslitahlaupinu, eftir að hafa fyrst þjófstartað. Næsta mót sem þeir félagar taka þátt i er brezka meistaramót- ið innanhúss sem fram fer eftir hálfan mánuð. Geir Humbersedt blakþjálfari Reykjavfkurmelstarar Vals f Innanhðssknattspvrnu 1976. Fram missti titilinn til Vals þrátt fyrir 5:0 forystu ÞÓ AÐ Framarar hefðu 5:1 forystu í leikhléi úrslitaleiks Revkjavíkurmótsins í knattspvrnu innanhúss gegn Val á sunnudaginn dugði það liðinu ekki til sigurs f mótinu. 1 sfðari hálfleikn- um fór allt f baklás hjá Fram á sama tfma og Valsmenn léku snilldarvel með Hermann Gunnarsson f broddi fvlkingar. Tókst Valsliðinu að sigla fram úr og vinna leikinn 8:7. Framarar höfðu unnið vfirburðasigur f sfnum riðli, en með þeim léku þar Ármann, Fylkir, Leiknir og Hrönn. 1 hinum riðlinum sigruðu Valsmenn af álfka öryggi þó að mótherjarnir væru mun sterkari — Vfkingur, KR og Þróttur. í þriðja sæti f mótinu varð Vfkingur sem vann Ármann f leik um þriðja sætið. Enn jöfn staða hjá Celtic og Rangers LlNURNAR skýrðust Iftið í skozku úrvalsdeildarkeppninni f knattspvrnu á laugardaginn, þar sem bæði liðin sem berjast þar um sigurinn, Celtic og Rangers, unnu góða sigra f leikjum sfnum. Sigur Celtic var þó athvglisverð- ari þar sem liðið átti f höggi við eitt sterkasta liðið í Skotlandi, Motherwell, og það á útivelli. Var Blaklandsliðið sigraði Blaklandsliðið sem hélt til itallu I morgun, lék tvo æfingaleiki um helg- ina og sigraði i þeim báðum. eftir nokkuð jafna baráttu. Á laugardag- inn lék liðið við úrvalslið frá Laugar- vatni og sigraði 3:0, (15:10. 15:13 og 15:12). f þessum leik voru leiknar tvær aukahrinur og vann landsliðið aðra 15:8 en tapaði hinni 10:15. Á sunnudaginn lék liðið svo við Reykjavlkurúrval og sigraði 3:0. (1 5:8, 1 5:9 og 16:14). Leikin var ein aukahrina og hana vann landsliðið 16:14. um yfirburðasigur Celtic í þess- um Ieik að ræða, 3—1, og var það Dixie Deans sem var hetja Celtie- liðsins í leiknum, skoraði tvö fal- leg mörk. Kennv Dalgleish skor- aði þriðja mark Celtic, en Vic Davidson, sem áður lék með Celt- ic, skoraði eina mark Motherwell f leiknum. „Iþróttamaður ársins 1975“ á Islandi Jóhannes Eðvaldsson átti mjög góðan leik með Celtic-liðinu að þessu sinni — eins og reyndar oftast áður. Var klettur í vörninni og átti þess utan drjúgan þátt i hættulegustu sóknum Celtic- liðsins. Rangers átti við auðveldari and- stæðing að etja þar sem var botn- liðið St. Johnstone. Áttu Rangers- menn ekki í erfiðleikum í leikn- um og sigruðu 4—0. Fyrsta mark þessa leiks skoraði Miller úr víta- spyrnu á 33. mínútu, og stóð þann- ig 1—0 í hálfleik. I seinni hálf- leikrium bættu þeir Hamilton, Johnstone og McKean mörkum við fyrir Rangers. Bæði Celtie og Rangers hafa nú hlotið 28 stig í úrvalsdeiidar- keppninni. Markahlutfall Celtic er aðeins betra, eða 43—26, á móti 36—19 hjá Rangers. Hibernian er i þriðja sæti með 26 stig, en síðan koma Motherwell með 25 stig, Aberdeen með 22 stig, Hearts með 21 stig, Dundee með 20 stig, Ayr United með 18 stig, Dundee United með 14 stig og á botninum er svo St. Johnstone sem virðist dæmt til falls í 1. deild, en liðið hefur aðeins hlotið 6 stig. Af þessari upptalningu má ljóst vera að keppnin um Skotlands- meistaratitilinn kemur til með að verða gífurlega hörð í ár. N.k. laugardag á Celtic að leika við St. Johnstone á útivelli, en þá mætir Rangers Hibernian á heimavelli og Motherwell á að leika við Dundee United á útivelli. í skozku 1. deildar keppninni hefur Partic Thistle forystu með 32 stig eftir 21 leik, en Kil- marnock er í öðru sæti með 30 stig eftir jafnmarga leiki. Aðdáunarvert hvað menn leygja sig fram — sagði Geir Humbersedt þjálfari blaklandsliðsins Landslið tslands f blaki fer I dag til Italfu, þar sem liðið tekur þátt I undankeppni ÓL f blaki. Til að undirbúa liðið var fenginn hingað norskur þjálfari, Geir Humber- sedt að nafni, og kom hann til landsins 27. des. og hafa verið svo til dag- legar æfingar og oftast tvisvar á dag. Við ræddum við Geir fyrir stuttu, og spurðum hann hvort hann sæi framfarir hjá Islcndingum frá '74 og frá þvf f fyrra. — Ég er sannfærður um að bæði einstaklingar og lið sem heild hafa tekið miklum framförum og þið hafið greinilega lært á þvf að fara á NM. Ég held ég megi einnig fullvrða að ykkar 6 beztu mönnum hefur farið meira fram en 6 beztu blakmönnun- um I Noregi, svo þið eruð stöðugt að vinna á. Hafa íslendingar ein- hverja möguleika gegn þeim liðum sem eru í riðli með þeim? — Mögu- leikarnir eru minni en ég hafði vonað, og er það mikill skaði að margir af beztu mönnum ykkar verða að sitja heima. Þið eruð með of litla menn f liðinu. Meðalhæð leik- manna er um 182 sm og þó svo að leikmaður sem er 180 sm stökkvi 100—110 sm, þá dugir það ekki til, hann er of iftill. Erlendis sérðu oft uppspilara sem eru allt að 190 sm á hæð. — Við höfum einnig haft stutt- an tfma til æfinga og þetta hjálpast allt að og minnkar möguleikana. — Hér heima hefur mikið verið rætt og ritað um gildi þessarar ferðar fyrir íslenzkt blak og að fjármunum þeim sem f hana fara væri betur varið f uppbvggingar- starfsemi, að fá t.d. er- lendan þjálfara til lands- ins f 4—5 mánuði. Ég held að þar sem blak er mjög ung fþrótt hér á landi, þá hafi verið rétt hjá ykkur að mynda strax landslið og gefa þvf færi á að sjá getu sfna miðað við hin Norður- löndin. Nú vitið þið hver hún er, en t.þ.a. liðið öðl- ist reynslu og taki fram- förum, þá verður það að fá að spreyta sig gegn öðrum þjóðum, sjá og læra nýtt. Ef nægiíegir fjármunir eru fyrir hendi þá er þetta hárrétt hjá ykkur. Á Italfu getið þið séð að hverju þið þurfið að einbeita vkkur. Vissulega væri það gott að fá hingað erlendan þjálfara til svo langs tfma því hann gæti lagað mörg tæknileg atriði f leik ykkar, en það sem landsliðsmenn vkkar læra á æfingum, er alls ekki ónýtt félögunum. Þeir kvnnast nýjum æfingum og öðlast meiri getu og reynslu, sem þeir svo geta notað við þjálfun hjá félögum sfnum og örvað áhuga innan þeirra á blakinu. Svo að þessi kostur, að fá þjálfara aðeins fyrir landslið og f þetta stuttan tfma, er ekki svo miklu lakari en hinn. — En þetta sem við erum að gera núna, þ.e. æfa alla daga og oft tvisvar á dag, það gætum við ekki gert f Noregi. Ykkar menn eru svo ákveðnir f að verða betri og eru svo innstilltir á blak að það er aðdáunar- vert hvað þeir leggja sig mikið fram. — Hvað þurfa tslend- ingar að leggja áherzlu á við þjálfun? Þið þurfið að æfa meira með lóð, t.þ.a. fá meiri stökkkraft, svo og þrotlausar æfingar með fleyg og fingurslag. I Noregi bvrjum við í maf að æfa með lóð, og erum 3—4 sinnum f viku fram í september, en keppnistfmabilið hefst hjá okkur um miðjan október. Einníg er mikil- vægt að leikmenn séu ekki einnig þjálfarar lið- anna, og höfum við einnig haft við þetta vandamál að strfða f Noregi. Pól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.