Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 14
14: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
r
Ilandhelgisdeilu okk-
ar við Breta er ákaf-
lega mikilvægt að við reyn-
um að gera okkur grein
fyrir, hver tilgangur and-
stæðinga okkar er meó
þeim baráttuaðferðum,
sem þeir hafa beitt til
þessa. Því er ekki að leyna,
að frá því að í ljós kom,
hvernig Bretar héldu á
samningaviðræðum af
sinni hálfu í september,
október og nóvember hef-
ur maður spurt mann,
hvert sé raunverulega
markmið Breta með þeirri
furðulegu stífni og óraun-
sæju afstöðu, sem þeir
tóku í þeim samningavið-
ræðum. Þeirri afstöðu hafa
þeir fylgt eftir með ótrú-
Iegum bolabrögðum á fiski-
miðunum við landið og sú
spurning verður stöðugt
áleitnari, hvað raunveru-
lega vaki fyrir þeim með
þessum baráttuaðferðum.
Að sjálfsögðu verður
ekkert fullyrt um það hver
tilgangur þeirra er, en þó
geta menn reynt að gera
sér einhverjar hugmyndir
þar um. Hugsanlegt e.r, að
yfirgangur og ofbeldi
Breta á fiskimiðunum við
landið hafi þann tilgang að
skapa svo óþolandi ástand
á fiskimiðunum, að aðilar
verði knúnir til þess að
taka upp samningaviðræð-
ur á ný, m.ö.o. að Bretar
láti sér til hugar koma, að
þeir geti með valdbeitingu
á fiskimiðunum knúið ís-
lendinga að samningaborð-
inu og til þess að gera
samninga, sem við ekki
vorum reiðubúnir til þess
að gera fyrir 13. nóvember.
Þetta er oft markmið stór-
þjóðar, sem beitir valdi
sínu gegn smáþjóð. Ef
þetta er tilgangur Breta er
nauðsynlegt, að þeir geri
sér skýra grein fyrir því,
að þeir ná aldrei samning-
um við íslendinga með
valdbeitingu. 1 fyrsta lagi
vegna þess, að eðli íslend-
inga er slíkt, að þeir láta
ekki neyða sig til samninga
og i öðru lagi af þeirri ein-
földu ástæðu, að ástand
fiskstofnanna við ísland og
þá ekki sizt þorskstofnsins
er nú orðið svo alvarlegt,
að engin íslenzk ríkisstjórn
og raunar enginn íslend-
ingur getur gert samninga
á þeim grundvelli, sem
Bretar hafa boðið upp á.
Það er afar nauðsynlegt að
brezka ríkisstjórnin geri
sér grein fyrir því, að
samningar á þeim grund-
velli, sem Bretar sjálfir
hafa talað um, eru svo ger-
samlega útilokaðir af hálfu
íslendinga, að engu skiptir
hvaða ríkisstjórn situr við
völd eða hvaða þingmenn
sitja á Alþingi eða hvað
kann að gerast í þessari
deilu héðan í frá; samning-
ar á þeim grundvelli, sem
Bretar hafa boðið upp á,
eru útilokaðir af hálfu Is-
lendinga.
Þá er einnig hugsanlegt,
að með aðgerðum sínum á
fiskimiðunum stefni Bret-
ar að því að skapa sundr-
ung og úlfúð hér innan-
lands. Þeir segi sem svo, að
með ofbeldisaðgerðum
þessum, sem íslendingar
augljóslega hafa ekki bol-
magn til að svara, geti þeir
eflt sundrungu meðal ís-
lendinga innbyrðis vegna
þess, að í kjölfar ofbeldis-
ins komi fram kröfur um
svokallaðar ,,róttækar“
ráðstafanir, sem ekkert vit
er í, engin skynsemi er í og
engum tilgangi þjóni og að
á þann hátt geti þeir komið
upp ágreiningi meðal ís-
lendinga innbyrðis og
þannig sundrað andstæð-
ingi sínum. Það hefur verið
meginregla í allri utanrík-
isstefnu Breta um aldir að
deila og drottna eins og
allir vita, sem hafa fylgzt
með utanríkisstefnu þeirra
og þá ekki sízt, hvernig
þeir hafa beitt þessari gull-
vægu reglu í samskiptum
sínum við þjóðirnar á meg-
inlandi Evrópu í gegnum
aldir.
Það er kannski ekki sízt
þessi hugsanlegi tilgangur
ofbeldisaðgerðanna á fiski-
miðunum, sem við Islend-
ingar ættum að gæta okkar
á. Við vitum það sjálfir, að
þjóðin er gjörn á að deila
innbyrðis og að fyrr á öld-
um hefur sundurlyndið
orðið til þess, að erlent
vald hefur komizt hér til
áhrifa. Þess vegna ríður á
miklu, að almenningur geri
sér Ijósa grein fyrir því, að
það kann að vera eitt af
markmiðum Breta með að-
gerðum þeirra á fiskimið-
unum hér að skapa
óánægju, úlfúð, sundrung
og ágreining í hinu litla
íslenzka samfélagi, sem
geri þeim kleift að deila og
drottna og auðveldi þeim
að fást við íslendinga í
landhelgisdeilunni.
Það er hyggilegt fyrir
okkur að hugleiða þessar
hugsanlegu skýringar á
baráttuaðferðum Breta og
hafa í huga, að þær kunna
að vera nærri lagi og haga
afstöðu okkar og athöfnum
í samræmi við það. Ekkert
er líklegra til þess að leiða
til þess, að landhelgisdeil-
an dragist á langinn og að
sigurinn verði langsóttari
en við nú gerum okkur
vonir um, en einmitt það,
ef Bretum tækist að sá fræ-
kornum sundurlyndis með-
al þjóðarinnar og egna til
óskynsamlegra aðgerða,
sem á engan hátt þjóna
hagsmunum íslendinga,
hvorki í bráð né lengd.
Hvað ætlast
Bretar fyrir?
THE OBSERVER
Moskva
t SKRIFUM sovéskra blaða og
tímarita um utanríkismál hefur
verið þrástagazt á einu atriði.
Það er: — Gera þarf sérstakan
Helsinki-sáttmála fyrir Asíu.
Er hér bersýnilega um að ræða
tilraun til að tengja hinar
árangursríku niðurstöður
Öryggisráðstefnu Evrópu við
ráðagerðir Rússa um varnar-
kerfi Asíuríkja.
Það er langt frá því, að ráða-
gerðir þessar séu komnar á
framkvæmdastig. Hins vegar
hefur því verið lýst yfir af opin-
berri hálfu í Washington, að
SEATO, öryggisbandalag Suð-
austur-Asíuríkja, verði lagt nið-
ur, og eru því Rússar bjartsýnir
á, að tillögur þeirra sjálfra nái
fram að ganga. Ennfremur er
þeim mikið í mun, að ráðstafan-
ir verði gerðar til að stemma
stigu fyrir sívaxandi áhrifum
Kínverja í Suðaustur-Asíu.
Það er ef til vill af þessari
ástæðu sem megináherzla hef-
ur verið lögð á eina hlið varnar-
kerfisins, en hún er Rússum
mikið hagsmunamál. Það er
friðhelgi landamæra gagnvart
innrásaröflum.
Með því að nefna f sömu and-
rá áætlanir um öryggiskerfi
Asiuríkja og niðurstöður Hels-
inki-ráðstefnunnar, er athygl-
inni stöðugt beint að ákvæði í
niðurstöðunum, þar sem þátt-
tökuríkjum er gert, að „gera
ekki tilkall til né hertaka eða
innlima hluta af landsvæði eða
allt land annars aðildarríkis." I
sama mund benda þeir á þann
hlut yfirlýsingarinnar, sem
fjallar um landamæri milli
rfkja. Þnr segir að landamær-
um „sé unnt að breyta sam-
kvæmt alþjóðalögum, með frið-
úSSife. THE OBSEKVER
samlegum aðgerðum og með
samningum.“
Það er ekki út í bláinn, að
Rússar leggja áherzlu á þetta
atriði. Kínverjar gera tilkall til
svæða innan landamæra Sovét-
ríkjann^a. Ef ákvæði eins og vís-
að er til úr Helsinkiyfirlýsing-
unni, yrði samþykkt í öryggis-
sáttmála Asíuríkja, sem Kín-
verjar yrðu að eiga aðild að, ef
hann ætti að verða marktækur,
myndu kröfur þessar væntan-
lega hljóðna. Yrði þá minni
hætta en hingað til á landa-
mæraskærum þessara tveggja
kommúnisku risavelda.
Flestum Asíurfkjum yrði
mikill hagur í því, ef landa-
mæri þeirra yrðu tryggð með
marktækum samningum.
Ástæðurnar eru mjög margvís-
legar. Sumum ríkjum stendur
greinilega stuggur af ásælni
Kínverja eftir auknu landrými.
Þrátt fyrir skoðanir margra sér-
fræðinga á Vesturlöndum, eru
menn f þessum rfkjum engan
veginn öruggir um, að Kínverj-
ar hafi engar ráðagerðir að
prjónunum um að sölsa undir
sig lönd þeirra. Þá er landa-
mæraágreiningur mjög al-
mennur í Asíu og samníngur,
sem kæmi í veg fyrir að slíkar
IHE OBSERVER
deilur og erjur yrðu leystar
með vopnavaldi, hefði tvímæla-
laust mikið gildi í álfunni.
Aróðursbragð Rússa er
snjallt. Þeir hamra á því, hvílík
þörf sé fyrir öryggisráðstefnu f
Asfu, og leggja á það áherzlu,
að Kínverjar séu eina þjóðin í
álfunni, sem sé gersamlega
andvíg öllum tilburðum f því
skyni. Tilgangurinn með þessu
er að koma Kínverjum í erfiða
aðstöðu og jafnframt að ala á
grunsemdum grannþjóða
þeirra um, að þeir séu að
brugga þeim vélráð.
Ríkjum, sem gera landakröf-
ur á hendur öðrum, mun vita-
skuld finnast það súrt í broti að
þurfa að skuldbinda sig til þess
að beita ekki vopnavaldi. Á
hinn bóginn hefðu þau þann
varnagla, að breyta mætti
Jandamærum með samþykki og
samningaviðræðum. Enda þótt
Helsinki-yfirlýsingin virðist
fyrst og fremst miða við óbreytt
ástand, gerir hún þó ráð fyrir
ýmsum leiðum til að leysa
landamæraþrætur.
Annað atriði f öryggiskerf-
inu, sem Rússar leggja mikla
áherzlu á, er ákvæðið um, að
vopnavaldi skuli ekki beitt í
alþjóðlegum deilumálum. Þeir
*2i& THE OBSERVER
Eftir
Dev Murarka
segja, að Asíumenn hafi rfka
tilhneigingu til þess að grípa til
vopna að minnsta tilefni, og
geri þetta að verkum, að sam-
komulagið sé afar skrykkjótt,
tengslin á milii ríkjanna óstöð-
ug, og smárfkjum stafi ótti af
stóru ríkjunum.
Rússar lfta einnig á þetta atr-
iði í stærra samhengi. Þeim er
mjög f mun að koma á góðu
sambandi við öll Asíuríki, en
það er hægara sagt en gert,
þegar rfkin elda stöðugt grátt
silfur saman. Fyrr eða síðar
þyrftu þeir að taka afstöðu í
þessum deilum, afstöðu sem
kæmi öðrum deiluaðilanum vel,
en hinum miður.
Er Rússum fremur ógeðfellt
að taka afstöðu f nábúakrytum
Asfulanda. Að þeirra mati er
lausnin sú að gerast hvatamenn
að samkomulagi, sem löndin
gætu komizt að f sameiningu,
og koma þannig í veg fyrir, að
þau grípi til vopna. Að áliti
Rússa myndi viðtækur öryggis-
THE OBSERVER
sáttmáli Asíuríkja stuðla ein-
dregið að þessu.
Menn hafa velt því fyrir sér,
hvernig f ósköpunum Rússum
muni takast að koma af stað
umræðum um þessar áætlanir,
hvað þá meira, þar sem Kín-
verjar séu þeim bersýnilega
mjög mótfallnir. Að þessu leyti
eru sovéskir sérfræðingar
furðu bjartsýnir. Þeir vonasttil
þess að geta kveðið niður þær
yfirlýsingar Kínverja, að varn-
arkerfi Asíuríkja miði einung-
is, að því að klekkja á þeim.
Þeir segja að enda þótt varnar-
kerfið muni Ijóslega halda
aftur af Kínverjum, muni það
einnig hafa í för með sér svip-
aðar afleiðingar varðandi sjálf
Sovétríkin, Bandaríkin og Jap-
an.
Umfram allt vonast Rússar til
að geta sannfært leiðtoga Asfu-
ríkja um raunverulegt gildi til-
lögu sinnar. Ætti það að verða
auðveldara en ella vegna þess,
hversu vel tókst til með Öryggis-
ráðstefnu Evrópurikja f Hels-
inki. Þeir búa yfir þeirri von,
að Kínverjar muni hugsa sig
tvisvar um, áður en þeir vísi
tillögunum á bug af ótta við að
einangrast, og fallist um síðir á
þátttöku eða verði til þess
knúðir, ekki af þeim sjálfum
heldur af öðrum Asiuþjóðum.
Og ef til vill hafa Rússar
ærna ástæðu til bjartsýni. Stað-
reyndin er nefnilega sú, að ekk-
'ert Asfuríki fyrir utan Kín-
verska alþýðulýðveldið hefur
sett sig upp á móti tillögu
þeirra í grundvallar atriðum.
Þetta álíta þeir verulega dipló-
matískan sigur fyrir Sovétríkin
og traustan grunn, sem unnt
verði að byggja vel á næstu
árin.
Rússar stefna að örygg-
isráðstefnu fyrir Asíu