Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 36
3LYSINGASIMINN ER:
22480
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
}H«r0unbI«bib
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
Taldi mann-
inn látinn
23 ára gamall maður í gæzluvarðhaldi
^gna líkfundarins á Háteigsvegi
WNSÓKNARLÖGRRGLAN vf-
| L.jósm. Ma«nus Mnnsson.
Sjópróf vegna ásiglinga brezku freigátnanna Andrómedu og Leander á varðskipió Þór f sfðustu viku
voru haldin hjá sýslumanninum á Sevðisfirði f gær. Hófust þau klukkan 14.30 og lauk klukkan 19.10.
Staðfestu vfirmenn Þórs áðurgefnar skýrslur um atburðina. en þar kom skýrt fram, að freigáturnar
áttu alla sök á árekstrunum. Engir Bretar voru viðstaddir nema nokkrir brezkir blaðamenn. Öll gögn
málsins voru send flugleiðis til Revkjavfkur í gærkvöldi. Mvndin er frá réttarhöldunum.
RANNSÖKNARLÖGREGLAN vf
irhevrði um helgina 23 ára gaml-
an mann vegna máls þess, sem
Morgunblaðið skýrði frá á sunnu-
daginn, er maður fannst látinn
við hús eitt við Háteigsveg. Eftir
fvrstu vfirhevrslur þótti ástæða
til að úrskurða unga manninn í
allt að 45 daga gæzluvarðhald á
meðan frekari rannsókn færi
fram. Maðurinn, sem lézt, hét
Baldur Jónsson, Ilvergabakka 36.
Hann var 46 ára gamall, fæddur
14. júní 1929. Hann var fjöl-
skvldumaður.
Þegar tilkynning barst um lík-
fundinn um klukkan 7 á laugar-
dagsmorgun var lögreglan strax
kölluð til svo og rannsóknarlög-
reglan. Líkið var með áverka á
höfði og gaf það tilefni til
nákvæmrar rannsóknar. Gátu
lögreglumenn rakið slóð frá þeim
stað þar sem líkið lá að kjallara-
dyrum í húsi við Háteigsveg, en
síðar kom í ljós að slóðin var eftir
snjóþotu. Bankað var á kjallara-
dyriiar og til dyra kom maður,
sem lögreglan hafði áður haft af-
Fá Akureyringar hita
veitu næsta vetur?
Baldur Jónsson
skipti af. Var fyrst rætt stuttlega
við manninn en hann síðan hand-
tekinn. Neitaði hann í fyrstu að
vita nokkuð um þetta mál en síð-
an viðurkenndi hann að Baldur
hefði komið í heimsókn til sín
síðastliðið fimmtudagskvöld
nálægt miðnætti og hefðu þeir
Framhald á bls. 35
Akureyri 12. janúar.
UNDANFARNAR vikur hefur verid unnið að borun
eftir heitu vatni á Laugalandi í Eyjafirði fyrir vænt-
anlega hitaveitu Akureyrar. Fengizt höfðu 30 sek-
úndulftrar, sen síðastliðna nðtt jðkst vatnsmagnið úr
borholunni f 80 sekúndulítra. Er það mesta vatns-
magn, sem fengizt hefur úr einni holu á lághitasvæði.
Vatnið er 95 stiga heitt. Holan er 1300 metra djúp, en
ákveðið er að dýpka hana um 100 metra. Nú þegar er
farið að undirbúa næstu borholu, nokkru sunnar en
þessi er.
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri,
sagðist vera I sjöunda himni eins
og aðrir bæjarbúar yfir þessum
góðu fréttum. Hann sagði, að bæj-
arstjórn myndi fjalla um þetta
mál á fundi sínum á morgun. Þá
sagði hann, að lítið væri hægt að
fullyrða á þessu stigi málsins, en
það væri von sín, að einhver hús á
Akureyri nytu hita frá Lauga-
landi næsta vetur. Stefán Stefáns-
son, bæjarverkfræðingur, sagði,
að þessir 80 sekúndulítrar væru
um !4 þess vatns, er þyrfti til að
hita Akureyrarbæ. Næstu skrefin
yrðu hönnun aðveitulagnar og
dreifikerfis og útvegun lánsfjár
til framkvæmda. Taldi hann, að
ef ekkert yrði til að tefja fram-
kvæmdir gæti hitaveitudraumur-
inn orðið að veruleika á næsta ári.
'S.E.
Jón bóndi Ólason á Skógum í samtali við Mbl:
Þessi meinleysiskíll er
að leggja jörð mína í eyði”
Jörðin í Kelduhverfi sundurtætt og rifin
Skógum. Öxarfirði í gær, frá blm. Morgunblaðsins Ingva Hrafni
Jónssyni.
„EF SVONA heldur áfram getur ekki endað með öðru en að
jörðin leggist í eyði, f járhúsin og hlaðan eru þegar orðin ónýt og
það nálgast að skolprennslið úr íbúðarhúsinu stöðvist,“ sagði Jón
bóndi Ölason á Skógum f Öxarfirði dapur f bragði er blaðamenn
Morgunblaðsins hittu hann að máli f dag. Eins og kunnugt er af
fréttum, byrjaði fyrir nokkru að hækka vatn f kfli við bæina að
Skógum, en þar cr tvíbýli og hefur nú vatnsyfirborðið hækkað
um talsvert á annan metra og flæðir nú þegar inn f fjárhús og
hlöðu Jóns bónda. Hefir vatnið hækkað jafnt og þétt á hverjum
sólarhring um 3—4 sentimetra og hefur færzt f aukana s.l. tvo
sólarhringa.
„Ég er alveg hættur að skilja
i þessu, þessi meinleysiskíll er
að leggja jörð mína í eyði, fjár-
húsin eru eins og þið sjáið, öll
skökk og sundur gengin og það
er ekki hægt að hafa skepnurn-
ar í þessu lengur, því bygging-
arnar geta hrunið hvenær sem
er, Það er komið svo með mig,
að mér er orðið sama þótt ein-
hver jarðskjálftinn felli húsið
yfir mig. Það kom snarpur
kippur rétt áður en þið komuð
og það hvarflaði ekki einu sinni
að mér að forða mér. Ég beið
bara eftir að stoðirnar hryndu.
Þetta er búið að vera afar
erfiður tími og margar svefn-
lausar nætur og svo er það þessi
voðalega óvissa, maður veit
ekkert á hverju kann að vera
von hjá náttúrunni. Ég geri ráð
fyrir að verða að koma kindun-
um, sem eru i þessu húsi, fyrir
á öðrum bæjum, því að ég er
þegar farinn að þrengja svo að
kindunum í nýju fjárhúsi sem
ég á, að það er ekki hægt að
bæta fleirum við og mig vantar
pláss fyrir 120 kindur. Þá verð
ég einnig að byrja að flytja hey
úr hlöðunni. Því það er farið að
skemmast en oddvitinn okkar
er að kanna fyrir mig hvort
Jón Ölason f Skógum.
almannavarnir muni taka þátt í
kostnaðinum,“ sagði Jón Öla-
son að lokum.
Heldur hefur dregið úr
skjálftavirkni í Kelduhverfi og
öxarfirði og eru að sögn sr.
Sigurvins Elíassonar á Skinna-
stað til jafnaðar 20—40 smá-
kippir á hverri klukkustund og
nokkrir snarpir kippir inn á
milli. Erfitt er að gera sér grein
Framhald á bls. 35
Ölfusá stífl-
uð við Selfoss
ÖLFUSÁ stfflaðist í gærkvöldi og
um miðnæturskeið vantaði fet
upp á að áin flæddi vfir bakka
sfna rétt við þann stað, sem
kaupfélagssmiðjurnar standa. Þá
vantaði lítið á að áin flæddi vfir
bakkann við kirkjuna og var
óttazt, að hún gæti flætt inn í
kjallara kirkjunnar ef vatns-
borðið hækkaði meir.
Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi fór að hækka f ánni í fvrra-
dag, og þegar frost herti í gær,
mvnduðust enn meiri klaka-
bólstrar f henni, stóðu bólstrarnir
1H metra upp úr ánni á stóru
svæði. Öttuðust menn á Selfossi
að áin gæti flætt yfir bakkana f
nótt er Ieið eða snemma f
morgun, ef hún næði ekki að
rvðja sig. Sögðu lögregluþjónar
að vel mætti sjá með hverjum
tímanum sem liði hve ört
hækkaði f ánni.
Enn jafntefli
hjá Guðmundi
Guðmundur Sigurjónsson
stórmeistari hefur gert
jafntefli í þremur síðustu
skákum sínum í Hastings,
við Nunn, Taimanov og
síðast við Bellin í gær-
kvöldi. Hann er nú í 5.—7.
sæti með 7 vinninga, ásamt
Taimanov og Miles. Hort
er efstur með 9 vinninga,
Uhlmann hefur 8*/^ og
biðskák, Kortsnoj hefur 7Vi
vinning. Þrettán um-
ferðum af fimmtán er nú
lokið.
Uppistaðan í fisk-
gengdinni fyrir vest-
an, þorskur frá 1970
— Mest af þessum fiski, sem togararnir eru að fá við Vestfirði,
virðist vera af árganginum frá 1970, en eitthvað er Ifka frá 1969 og
1971. Rannsóknir okkar á þeim sýnum, sem við höfum fengið, liggja þó
ekki alveg Ijósar fvrir, en árgangurinn frá 1970 er örugglega uppi-
staðan, sagði Sigfús Schopka fiskifræðingur þegar Morgunhlaðið
spurði hve gamall fiskurinn væri, sem togararnir væru að fá við
Vestfirði, en sem kunnugt er hafa íslenzkir togarar fiskað með bezta
móti á Vestfjarðamiðum að undaníornu.
Sigfús Schopka sagði, að hlaup
sem þetta gæti alltaf komið á
fiskislóðir og engin einhlít ástæða
væri fyrir því, að fiskurinn þétti
sig svona. Sem stæði virtust Vest-
fjarðamið vera þau einu sem
gæfu veruiegan fisk af sér til
togaranna.
Þá sagði hann, að af þeim þrem-
ur árgöngum, sem hann hefði
nefnt, væri árgangurinn frá 1970
lang sterkastur. Hluti hans ætti
að hrygna í vetur, en hann ætti að
koma meira til hrygningar á
árinu 1977.
Framhaid á bls. 35