Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
35
Brezku togararn-
ir úti af Hvalbak
BREZKIR togarar á íslandsmið-
um hafa fært sig suður á bóginn.
Þegar gæzluvélin SÝR var í flugi i
gær töldust 28 togarar vera á veið-
um við Hvalbak, en 10 togarar
voru á siglingu þangað. Dráttar-
báturinn Roysterer var þá á varð-
bergi úti af Stokksnesi, en
freigáturnar röðuðu sér meðfram
12 mílna mörkunum norður með
Austfjörðum og önnur verndar-
skip, en alls eru þau 10, héidu sig
nær togurunum. Gott veður var á
miðum Bretanna í gær.
Loðnulóðningar á
Vestfjarðamiðum
— ÞVÍ miður höfum við lítið
komizt í að leita að loðnu vegna
veðurs. Veður er hins vegar að
skána úti fyrir Austurlandi og
gerum við okkur vonir um að geta
byrjað leit í kvöld. Einn bátur,
Jón Finnsson, hefur svipazt eftir
loðnu á Vestfjarðamiðum og
hefur hann orðið var við ioðnu-
lóðningar í kantinum úti af Deild,
en hún er bæði of dreifð og
stendur of djúpt til þess, að hægt
sé að ná henni með nót, sagði
Hjálmar Vilhjálmsson leiðangurs-
stjóri á Árna Friðrikssyni þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann í gær. Hann sagði, að í gær-
morgun hefðu verið 7—8 vindstig
úti af Langanesi og 12 stiga frost
eða ekta ísingarveður. Fimm
loðnuskip væru komin austur en
þau væru öll inni á höfnum vegna
brælunnar.
Yfirnefndin ræðir
um loðnuverðið
YFIRNEFND Verðlagsráðs
sjávarútvegsins kom saman til
fundar í gær til að fjalla um
loðnuverðið, en sem kunnugt er
hafa bæði sjómenn og útgerðar-
menn lagt fram þá kröfu að
verðákvörðun verði tekin fyrir 18.
janúar n.k.
Að sögn Sveins Finnssonar,
framkvæmdastjóra Verðlagsráðs-
ins, var alls ekki búizt við að
samkomulag tækist um verð á
fundinum í gær, en málið hefði þó
þokazt áfram.
Myndin sýnir
að freigátan
olli árekstrinum
segir Ernst Kettler
— KVIKMYND sú, sem tekin var
um borð I varðskipinu Þór i
árekstrinum við freigátuna
Leander og sýnd var ( ITN sjón-
varpinu hér á laugardagskvöld,
var hreint stórkostleg og þeir
Bretar. sem ég hef hitt og sáu
myndina. eru allir á einu máli um,
að það var freigátan en ekki Þór,
sem olli árekstrinum, sagði Ernst
Kettler kvikmyndagerðarmaður
og umboðsmaður ITN á fslandi i
samtali við Morgunblaðið I gær,
en hann var þá staddur i ITN-
húsinu i London.
Ernst sagði, að hann væri
væntanlegur til fslands i dag og
myndi hann taka með sér eintak af
myndinni fyrir íslenzka sjónvarpið
og yrði myndin þá væntanlega
sýnd á Islandi í kvöld.
Þá sagði Ernst, að fyrri myndin,
sem sýnd var i ITN og tekin var
þegar Andromeda sigldi á Þór,
hefði ekki sýnt neitt, þvi myndavél
sjónvarpsmannanna hefði bilað
þegar mest reið á
— OAU
Framhald af bls. 1
laga þar sem íhlutun Suður-
Afrfku er fordæmd og gert er ráð
fyrir stonfun nefndar til að kanna
málið frekar. Enn var þó
klofningur milli tveggja tillagna,
— önnur lýsir stuðningi við
MPLA og hin hvetur til vopna-
hlés, brottkvaðningu allra
erlendra hersveita og stofnun
þjóðstjórnar. Báðar þessar tillög-
ur fengu, að sögn embættis-
manna, fylgi 22 landa af 46 í
OAU, en tvö lönd tóku ekki af-
stöðu, Uganda og Eþíópía. Ör-
væntingarfull áskorun Kenneth
Kaunda, forseta Zambíu, hafði
djúp áhrif á marga fulltrúa á
fundinum, en hann hvatti til
myndunar þjóðstjórnar. ,,Við höf-
um ekki komið hingað til að
bjarga hégómagirnd sjálfra okkar
heldur til að bjarga lífi milljóna,
saklausra Angólabúa.“ sagði dr.
Kaunda.
— Spánn
Framhald af bls. 1
árangur í vinnudeilu. Það var í
Valencia. þar sem 700 verkamenn
í ríkisrekinni skipasmíðastöð
hættu fimm daga verkfalli eftir
að hafa fengið launahækkun.
Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir,
að hún muni ekki blanda sér í
verkföll sem snúast um launamál,
en hún muni hins vegar halda
uppi friði. Á valdatima Francos
voru öll verkföll bönnuð, og verk-
fallsmönnum stungið í fangelsi,
sektaðir, sagt upp störfum og mót-
mæli voru bönnuð.
— NATO
Framhald af bls. 1
hann hafi lýst í stórum dráttum
þeim leiðum sem færar séu til
samkomulags með tilliti til milli-
göngu dr. Luns.
Fréttatilkynningin, sem gefin
var út eftir fund ráðsins, er svo-
hljóðandi: „Fastaráð Atlantshafs-
bandalagsins kom saman til fund-
ar kl. 4 e.h. í dag að ósk íslenzku
ríkisstjórnarinnar og heyrði yfir-
lýsingar íslenzka fastafulltrúans,
Tómasar A. Tómassonar, sendi-
herra, og fastafulltrúa Bretlands,
Sir John Killick. Á eftir þessum
yfirlýsingum fylgdu umfangs-
miklar umræður. Ráðið lýsti al-
mennt áhyggjum sínum af deilu
þessari, sem ekki aðeins skaðar
samband tveggja bandalagsþjóða
heldur einnig bandalagið I heild.
Deiluaðilar voru hvattir til að
sýna ýtrustu stillingu. Fram-
kvæmdastjóri bandalagsins, dr.
J.A.M.H. Luns, sagði ráðinu að
hann hefði þegið boð íslenzku rík-
isstjórnarinnar um að koma til
Reykjavjkur til viðræðna við rik-
isstjórnina og vonaðist til að fara
síðan einnig til London. Hann
mun, fara til islands i nánustu
framtíð. Ráðið lýsti þeirri von að
þessar heimsóknir leiddu til
lausnar sem mjög brýn þörf er á.“
Skömmu eftir að fundinum
lauk ræddi Tómas Tómasson við
fréttamenn, og Sir John Killiek
þar á eftir, en dr. Luns talaði ekki
við fréttamenn.
Tómas Tómasson, sendiherra
Islands hjá Atlantshafsbandalag-
inu sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að í upphafi hins
tæplega tveggja tíma langa
fundar fastaráðsins hefði hann
rakið gang mála frá því að utan-
ríkisráðherrafundurinn var í
Brússel í desember og gert grein
fyrir þeirri afstöðu Islei dinga, að
vera og framferði herskipanna á
íslandsmiðum væri gjörsamlega
óviðunandi. Hún stofnaði sam-
bandi Iandanna tveggja og þátt-
töku islands í bandalaginu í
hættu. Síðan hefði brezki full-
trúinn svarað og hefði að sjálf-
sögðu verið neikvæður gágnvart
okkar málstað. Loks tóku full-
trúar annarra landa til máls og
töluðu allir nema tveir, fulltrúar
Portúgals og Luxemborgar. Sagði
Tómas að fram hefði komið að
velflestar aðildarþjóðanna gerðu
sér Ijóst að vera brezku herskip-
anna innan 200 mílnanna gerðu
lausn útilokaða. „Hins vegar er
þetta bandalag og ekkert eitt ríki
segir öðru fyrir verkum. En það
er ljóst að við njótum mikils
skilnings.“ Tómas sagði að hann
og brezki fulltrúinn hefðu tekið
til máls oftar en einu sinni.
AP-fréttastofan hefur eftir Sir
John að brezka stjórnin telji það
hagsmunamál íslendinga með till-
liti til öryggis landsins að vera
áfram þátttakandi í NATO. Ef
landið hætti aðild að bandalaginu
myndi það ekki njóta „tryggingar
þeirrar sem grein fimm veitir, á
sama tíma og — eins og við vitum
allir — eitt helzta vandamál okk-
ar er vaxandi flotast.vrkur Sovét-
ríkjanna á þessu svæði.“ Grein
fimm í Atlantshafssáttmálanum
kveður svo á að vopnuð árás á eitt
aðildarland jafngildi vopnaðri
árás á öll önnur aðildarlönd.
í Reutersfregn frá Washington
í gærkvöldi segir, að talsmaður
utanríkisráðuneytisins banda-
ríska hafi lýst áhyggjum stjórnar
sinnar af fiskveiðideilunni og að
hún vonaði að deiluaðilar leystu
málið eins fljótt og unnt væri.
Bandaríska stjórnin hefði fengið
lýsingu á afstöðu beggja stjórna
frá fulltrúum þeirra en hún hefði
ekki verið beðin um milligöngu.
— Luns
Framhald af bls. 1
innan brezku stjórnarinnar í
gærkvöldi að hún muni þiggja
heimsókn Luns með þökkum,
en hún hefur áður lýst því yfir,
að Bretar séu reiðubúnir til að
samþykkja málamiðlun þriðja
aðila. Mike Smartt, fréttaritari
Mbl. í Hull, hafði í gærkvöldi
eftir Austen Laing, fram-
kvæmdastjóra samtaka brezkra
útgierðarmanná, að þessi miili-
garíga Luns væri það sem bæði
brezki fiskiðnaðurinn og rfkis-
stjórnin hefðu verið að hvetja
til. Þrátt fyrir það að brezkir
togarar hefðu veitt vel undir
flotavernd væri andrúmsloftið í
landinu þannig að málamiðlun
væri æskileg. Laing taldi að
fiskiðnaðurinn myndi geta sætt
sig við svipað fyrirkomulag og í
síðasta þorskastríði er Luns
hafði milligöngu og herskipin
voru kölluð út úr landhelginni
og fyrir lá óbeint samkomulag
um að islendingar héldu
áreitni við togarana niðri á
meðan viðræður stæðu yfir.
Laing kvað þetta fyrstu merkin
um endalok þorskastríðsins eft-
ir tveggja mánaða sjálfheldu.
— Sex nýir
Framhald af bls. 1
maður, verður samgönguráðherra
og Ruth Rvste verður félagsmála-
ráðherra. Tveir ráðherrar skipta
um ráðunevti, Annemaire Lorent-
zen, fvrrum samgönguráðherra,
verður nevtendamála- og stjórn-
unarmálaráðherra og Bjartmar
Gjerde, fvrrum kirkju- og
menntamálaráðherra, verður
iðnaðarráðherra. Aðrir ráðherrar
stjórnarinnar eru: Per Kleppe,
fjármálaráðherra, Inger Louise
Valle, dómsmálaráðherra, Eivind
Bolle, sjávarútvegsráðherra, Leif
Une, bvggðamálaráðherra, Gro
Harlem Bruand, umhverfismála-
ráðherra. Knut Frvdenlund, utan-
ríkisráðherra, og Jens Evensen,
hafréttarráðherra.
— Aðgerðirnar
Framhald af bls. 2
Þjóðverjar taka þegar samningurinn
rennur út eftir tvö ár.
— Þessar aðgerðir okkar hér i
Grindavík eiga líka rætur sínar að
rekja til þess, að mikill urgur hefur
verið i mönnum hér vegna festuleys-
is og seinagangs í sjávarútvegs-
málum.
Á Höfn i Hornafirði gengu sjó-
menn og útvegsmenn á fund yfir-
manns ratsjárstöðvarinnar um kl.
1 3 5 fylgd löggæzlumanna þar. Var
yfirmanninum afhent bréf, sem sam-
þykkt var á fundi Útvegsmannafé-
lags Hornafjarðar, deildar Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins Öld-
unnar og sjómannadeildar Verka-
lýðsfélagsins Jökuls i fyrrakvöld.
Um leið og bréfið var afhent var
veginum lokað með því að strengja
merktan kaðal yfir hann, en áður
höfðu á milli 20 og 30 bilar lokað
veginum.
Bréf Hornfirðinganna er svohljóð-
andi:
Til yfirmanna radarstöðvarinnar á
Stokksnesi, V-Skaftafelsssýslu
„í beinu framhaldi af aðgerðum
útvegsmanna og sjómanna á Suður-
nesjum hafa útvegsmenn og sjó-
menn á Hornafirði ákveðið að loka
veginum að radarstöðinni á Stokks-
nesi fyrir allri umferð tækja og bif-
reiða, sem eru i tengslum við starf-
rækslu radarstöðvarinnar, þar sem
NATÓ-herskip ógna varðskipum
okkar íslendinga, sem eru við
skyldustörf á fiskimiðum okkar
Undantekningar verða þó gerðar á
lokunihni, ef um neyðartilvik verður
að ræða. Við teljum okkur tilneydda
að grípa til umræddrar lokunar frá
kl 1 3 mánudaginn 1 2. janúar Enn-
fremur viljum við benda á, að gripið
verður til frekari aðgerða verði engin
breyting á núverandi ástandi á ís-
landsmiðum."
Þetta bréf afhentu Jón Sveinsson,
útgerðarmaður, Stefán G. Arngríms-
son, útgerðarmaður og skipstjóri, og
Björn L. Jónsson, skipstjóri
í gær sendu þeir aðilar á Suður-
nesjum, sem stóðu fyrir aðgerðun-
um í Grindavík og við Rockville, frá
sér eftirfarandi tilkynningu:
„Laust fyrir miðnætti s.l. nótt fjar-
lögðu sjómenn og aðrir hér sem að
aðgerðinni við stöð varnarliðsins í
Grindavík stóðu vegartálma þá sem
komið hafði verið fyrir. Telja Suður-
nesjamenn að lokun stöðvarinnar
hafi í bili náð þeim tilgangi, sem til
var ætlazt.
Fylgzt verður náið með framvindu
mála í þorskastríðinu og ef Bretar
láta ekki af flotaíhlutun sinni í
íslenzkri fiskveiðilandhelgi verður
gripið til frekari aðgerða fyrirvara-
laust ''
— Taugastríð
Framhald af bls. 3
vegna þeirra ásiglingatilrauna, sem
hér er að ofan lýst, skal hér í lokin
tilfærð 24 grein alþjóðlegra
siglingareglna, sem sýnir að varð-
skipið Þór var í sinum fyllsta rétti s I
sunnudag.
Greinin hljóðar svo:
„Skip, sem siglir annað uppi skal
víkja,
a) án tillits til þess, sem stendur
í þessum reglum, skal sérhvert skip
vikja fyrir því
b) skip telst sigla uppi annað
skip ef það nálgast það úr einhverri
átt, sem er meira en 22,5 gráður
fyrir aftan þverstefnu þess,
(Bacchante nálgaðist Þór u.þ.b. und-
ir 45 gráðu horni-innskot blaða-
manns Mbl ) Ekki skal nein breyt-
ing, sem síðar varðar innbyrðisaf-
stöðu þessara tveggja skipa, verða
til þess að þau falli undir ákvæði í
reglum þessum um skip, þegar leið-
ir þeirra liggja á mis Skip, sem
siglir annað uppi, getur því ekki
losnað undan þeirri skyldu að forð-
ast skipið unz það er komið framhjá.
c) Ef skip, sem siglir annað
uppi, veit ekki með vissu hvort það
er fyrir framan eða aftan ofan-
greinda stefnu, frá hinu skipinu, þá
skal það lita svo á, að það sé að
sigla skipið uppi, og vikja þvi úr
leið "
— Sáttafundur
Framhald af bls. 2
lögur í þvf sambandi. Ennfremur
er samstaða milli aðila um að
lánskjör framleiðslufyrirtækja
verði bætt, sjálfvirkni verð-
hækkana afnumin, fram fari
endurskoðun lífeyrissjóðakerfis-
ins og söluskattur verði lækkaður
sem og tollar af hráefnum, vélum
og tækjum til framleiðslu.
Vinnuveitendur setja einnig
fram aðrar hugmyndir, sem ekki
eru bínlínis tengdar kjaramála-
ályktun ASÍ og er þar lagt til að
launaskattur verði lækkaður fast-
eignaskattar verði lækkaðir,
skipasmíðar og viðgerðir fari sem
mest fram á íslandi og komið
verði í veg fyrir ofþenslu og at-
vinnuleysi í byggingariðnaði.
— Réðust
Framhald af bls. 2
hruflaður á höfði. Árásarmenn-
irnir eru ófundnir.
Þá varð maður einn fyrir því á
iaugardagskvöldið að 16 ára
ölvaður unglingur réðst upp i bíl
til hans og gat komið honum úr
bílnum. Hafði unglingurinn snör
handtök, settist undir stýri og ók
á brott. Maðurinn kærði bílstuld-
inn til lögreglunnar og fann hún
fljótlega bilinn og bílþjófinn.
— Taldi
Framhald af bls. 36
síðan setzt að drvkkju. Um nótt-
ina urðu þeir ösáttir og hefur
maðurinn viðurkennt að til átaká
hafi komið og að hann hafi slegið
Baldur heitinn í höfuðið svo hann
féll í gólfið. Lá Baldur á gólfinu
meðvitundarlaus i rúman sólar-
hring án þess að maðurinn kæmi
honum nokkuð til hjálpar eða
grennslaðist fyrir um liðan hans.
Fór maðurinn m.a. niður í bæ til
útréttinga á föstudeginum og
skildi Baldur eftir í herbergi sínu
á meðan.
Það var svo aðfararnótt laugar-
dagsins að manninum leizt ekki á
blikuna og hann ákvað að flytja
Baldur úr herberginu, en þegar
hér var komið taldi hann Baldur
látinn. Sótti maðurinn snjóþotu í
geymslu í kjallaranum, setti lik
Baldurs þar á og dró það á þot-
unni, fyrst eftir göngum niður i
kjallara en síðan nokkurn spöl
eftir Háteigsveginum, • þar sem
hann skildi lík Baldurs eftir. Sem
fyrr segir fannst það snemma
morguninn eftir.
Enn eru ekki öll kurl komin til
grafar i þessu máli, og verður
rannsókn þess haldið áfram. Lík
Baldurs var krufið i gær og er
niðurstöðu að vænta í þessari
viku.
— Olíufsjóður
Framhald af bls. 2
bátum geti aldrei jafnazt á við
þann aðbúnað, sem krafizt er í
landi.“
Ennfremur krefjast trillubáta-
eigendur þess, að hið svokallaða
sjóðakerfi sjávarútvegsins verði
lagt niður, a.m.k. sá hluti þess,
sem er fjármagnaður með út-
flutningsgjöldum.
Varðandi olíusjóðinn margum-
talaða er bent á, að 10 trillur séu á
Bakkafirði, ein með bensinvél,
hinar með disilvélar. Á árinu hafi
trilurnar níu notað 4472 litra af
gasolíu keypta á 5.80 kr. lítrann
eða kr. 25.938. Hins vegar voru
þær látnar greiða kr. 1 986.99 i
oliusjóðinn. Þurfti því hver trilla
að greiða kr. 450 kr. fyrir olíu-
lítrann að meðaltali og ein þurfti
að greiða kr. 867 fyrir lítrann.
— Uppistaðan
Framhald af ols. 36
Jón Páll Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurtanga h.f. á'
Ísafirði, sagði, að togararnir
fiskuðu vel á sama svæði og áður,
það er frá djúpt úti af Patreks-
firði norður í Þverál. Páll Pálsson
væri t.d. að landa 130 lestum á
isafirði í dag eftir 5 daga útivist.
Hann sagði, að mest allur
islenzki togaraflotinn væri á þess-
um slóðum. Þvi væri álag á miðin
mikið, en ekkert vafamál væri að
stór fiskiganga hefði komið á
miðin núna, því línubátar fiskuðu
mjög vel og fiskurinn sem fengist
í trollið og á línuna væri mjög
vænn. Þá mætti ekki gle.vma því,
að engir brezkir togarar væru nú
á þessum slóðum.
— Kelduhverfi
Framhald af bls. 36
fyrir hve gifurlegar náttúru-
hamfarir hafa verið hér fyrr en
menn koma á staðinn og sjá
rifurnar og misgengið i jörð-
inni, þar sem ekki er allt undir
snjó. Mun vart verða hægt að
sjá i raun hvað gerzt hefur fyrr
en snjóa leysir. Við bæina
Keldunes og Framnes hefur
jörðin rifnað i sundur á löngum
köflum og eru sprungurnar allt
að 1V4 metri á breidd og mann-
hæðardjúpar. Upp úr þeim vell-
ur 40 stiga heitt vatn. Sturla
Sigtryggsson bóndi í Keldunesi
sagði Morgunblaðinu, að áður
hefðu verið boraðar tvær holur,
önnur við Framnes sem gaf 20
stiga heitt vatn en hin hjá sér,
sem gaf aðeins 6 stiga heitt
vatn á 13 metra dýpi, en það
hefur við þessar hamfarir
hækkað í um 40 stig, sem er
mjög bagalegt, því að skepn-
urnar geta ekki drukkið það. Þá
liggur sprunga undir fjárhúsin
á Framnesi og tók hún vatns-
leiðsluna í sundur. Flest hús á
þessum slóðum, gömul og ný,
eru meira og minna sundur-
sprungin vegna jarðskjálftanna
og er ljóst, að tjónið er gífur-
lega mikið. A þjóðveginum frá
Keldunesi að Mörk er hver
sprungan við aðra og sumar svo
að skemmt geta bfla ef ekki er
farið að með gát, en vegagerðin
er búin að bera mikið i dýpstu
hvörfin. Er óhugur i fólki á
þessum slóðum þrátt fyrir að
nokkuð hafi dregið úr skjálfta-
virkninni og undir niðri ótti við
enn stórkostlegri náttúruham-
farir.