Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 17 Örnggnr sigur kmm en minni en ætla mátti „NÚ MEGIÐ þiS heldur betur biBja bænimar ykkar, þiB fái8 ekki í ykkur undir 120 stig i þessum leik." Þetta var sagt vi8 einn góSan Framara fyrir leik þeirra vi8 toppliSiS I 1. deild. Ármann. Og vist hefSi maSur ekki orSiS mjög hissa þótt Ármenningar hefSu skoraS vel yfir 100 stig i leiknum. En allar þessar hrakspár hrifu sem vitaminsprauta á FramliS- i8, og sigur Ármanns 88:57 var minni en maSur hefBi ætlaS fyrir- fram. Ármenningar byrjuðu að visu vel, og komust í 15:6, en eftir það héldu Framararnir alveg i við þá út allan hálfleikinn, og liðið barðist mjög vel. Við þessa óvæntu mótspyrnu var eins og Ármannsliðið missti móðinn, vörn Fram var mjög góð, og hittni Ár- menninga þar af leiðandi slök. Þetta fór i skapið á sumum leikmönnum Ármanns, og i hálfleik þegar staðan var aðeins 36:26 var augljóst að Ármann myndi ekki einu sinni ná að skora 100 stig, hvað þá 1 20. Upphaf siðari hálfleiks var eins og i þeim fyrri, Ármann byrjaði vel og náði 49:32 forustu, en siðan héldu Fram- arar i við þá. Þegar þrjár min. voru eftir af leiknum var staðan 78:57, en 10 siðustu stig ieiksins skoruðu Ár- menningar. Já. það gekk ekki alit of vel hjá Ármanni I þessum leik þrátt fyrir sigur- inn. Sennilega hefur liðið ætlað sér að gera meira en ráðlegt er að ákveða fyrirfram, og mótspyrna Framara varð meiri en þeir reiknuðu með. Jimmy Rogers var besti maður liðsins, en aðrir voru jafnir, enginn neitt sérstakur á þeirra mælikvarða. Hjá Fram var Þorvaldur Geirsson langbestur að venju og er að komast í hóp okkar sterkustu leikmanna þótt enn skorti hann ýmislegt t.d. meiri boltameðferð og betri hreyfingar Stighæstir hjá Ármanni: Jimmy Rogers 30, Jón Sigurðsson 16, Atli Arason 1 2, Jón Björgvinsson 9 stig. Hjá Fram: Þorvaldur Geirsson 18, Ómar Þráinsson 9, Jónas Ketilsson 8, Hörður Ágústsson 7 stig gk. — pj. Málin skipulögð. Kolbeinn Pálsson Carter og Kristinn Stefánsson ræða saman f leikhléi. Carter átti stðrleik með KR-iiðinu — skoraði 39 stig. Ljósmynd Ólafur Ólafsson. Carter með 39 stig erKR vann ÍS 95:81 KR-ingar léku sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í hinu nyja Hagaskólahusi um helgina, og fengu þá i heimsókn Ii8 ÍS. Byrjunin á heimavelli lofar góSu fyrir Ii8i8, húsiS var nær þéttsetiS af áhugasömum áhorfendum, og þeir fengu að sjá góðan leik. KR bar sigur úr býtum me8 95 stigum gegn 81, og me8 þeim sigri eygir liSiS enn smámöguleika i mótinu. Lið ÍS hefur ávallt reynst KR erfitt, og byrjun leiksins um helgina gaf til kynna að svo myndi einnig verða nú. „Trukkurinn" meiddist strax i upphafi á auga og varð að fara af velli um tíma og (S tók forustu í leiknum, hafði yfir 16:10 eftir 6 min. KR-ingum tókst þó að jafna og kom- ast yfir stuttu siðar 21:20 en ÍS breytti stöðunni i 26:21 sér í hag, — en nú skeiðaði „Trukkurinn" til leiksins á ný. — KR jafnaði og fram að hálfleik var leikurinn mjög jafn, staðan i hálf- leik 45:43 fyrir ÍS. KR-ingar skiptu yfir i maður gegn manni í slðari hálfleik, og fór þá strax að ganga betur hjá þeim þvi leikaðferðir ÍS gegn þeirri vörn voru i ólagi. KR tók forustuna strax I siðari hálfleik og um miðjan hálfleikinn var staðan 71:60. Þessu forskoti hélt KR og sigraði siðan með 95 stigum gegn 81 „Trukkur" Carter var í miklum ham i þessum leik eins og hann hafði reynd- ar lofað fyrirfram, skoraði 39 stig og hirti fráköst af miklu kappi báðum megin Birgir Guðbjörnsson var góður og Bjarni Jóhannesson átti sæmilegan leik, sömuleiðis Árni Guðmundsson, en Kolbeinn Pálsson var ekki i sínu bezta formi þótt hann gerði margt gott Það hafa verið erfiðleikatímar hjá (S að undanförnu, margir liðsmanna hafa verið á kafi i próflestri og Jön Héðins- son var t.d. ekki með nú vegna þess og veikir það lið ÍS talsvert. Ingi C Stef- ánsson var bestur i liði (S. þar vantar ekki baráttuna og viljann til að sigra, og hittni hans var frábær I þessum leik. Þá voru þeir Bjarni Gunnar og Steinn Sveinsson einnig góðir. Stighæstir hjá KR: „Trukkur" 39, Birgir Guðbjörnsson 15, Árni Guð- mundsson 1 2, Hjá fS: Ingi Stefánsson 28, Bjarni Gunnar 21 (eins og venjulega, sagði Bjarni), Steinn 9 stig — gk. sk. — STAl Ármann m 6 6 0 584:473 12 (R 7 5 2 616:526 10 KR 6 4 2 533:460 8 UMFN 7 4 3 556:546 8 (S 7 4 3 559:567 8 Valur 7 2 5 562:594 4 Fram 6 1 5 407:485 2 Snæfell 6 0 6 378:544 0 Samkvæmt leikjabók á nú fyrri um- ferð að vera lokið en fresta hefur þurft tveim leikjum leik KR:Fram og Snæfells: Ármanns. Stighæstir: Curtiss „Trukkur 'KR 168 Jimmy Rogers Ármann 167 Kristinn Jörundsson IR 156 Kristján Ágústsson Snæf 143 Bjarni Gunnar IS 142 Torfi Magnússon Val 141 Kolbeinn Kristinsson ÍR 1 30 Jón Sigurðsson Ármann 121 VÍTASKOTANÝTiriG: (miðað við 1 7 skot sem lágmark) Jón Sigurðsson Armanni 24 19 = 79% Jón Jörundsson ÍR 32:25 = 78% Kári Marlsson UMFN 38:29 = 76% Steinn Sveinsson ÍS 43:31 = 72% Rlkharður Hrafnkelsson Val 29:21 = 72% Jón Héðinsson (S 24:17 = 71% Bjarni Gunnar (S 53:36 = 69% Kristinn Jörundsson (R 18:12 = 67% —Qk Þórir Magnússon skorár á laugardaginn, en Hafsteinn Hafsteinsson er viðbúinn ef eitthvað skvldi út at bera. Valsariim fyrrverandi tók til sinna ráða og Valnr tapaðí fyrir IIFN KÁRI Marlsson fyrrum leikmaður Vals en nú meB Njarðvfk, sá um að tryggja Njarðvíkingum sigur gegn sínum fyrri félögum I leik liðanna á Seltjarnarnesi um helgina Valsmenn sem höfðu haft frumkvæðið I leikn- um allt frá byrjun misstu leikinn úr höndum sér I slðari Eftir jafna byrjun í leiknum þar sem liðin skiptust á um að skora, tóku Valsmenn frumkvæðið í sínar hendur og komust yfir. Forskot þeirra » fyrri hálfleik varð mest á 1 5. mín. hálfleiks- ins 31:19, en staðan i hálfleik var 38:29 Val í hag og menn voru farnir að búa sig undir hið óvænta eins og sumir orðuðu það En vandræði Valsmanna hófust fljót- lega í byrjun síðari hálfleiks. Þá fengu þeir á sig margar villur, og á 7. mín. hálfleiksins fóru þeir að tínas af vellin- um með 5 villur. Reyndar fór Stefán Bjarkason fyrstur á 6. mín. en síðan fóru Valsmennirnir Þröstur, Lárus, Torfi og Þórir allir út af með 5 villur, sá síðasti á 1 7. mín. Þá var staðan 66:55 hálfleik og á lokakaflanum sá Kári um það öðrum fremur að tryggja UMFN sigurinn. Naumur varð hann, eða 74:73, og skoraði Kári slðustu körfuna I þann mund er leiktlminn var að renna út. fyrir Val, og þrátt fyrir allt virtist sigur- inn í höfn. En nú tók Kári Marfsson heldur betur til sinna ráða. Það sem eftir var leiksins skoraði hann 11 stig, og sfðasta stig hans sem jafn- framt var sfðasta stig leiksins nægði UMFN til að komast yfir og sigra 74:73. Naumt var það — og aumt var það hjá Val að glopra þessu svona niður Án þess að það sé verið að gera lítið úr frammistöðu Valsmanna þá verður að segjast eips og er að leikur UMFN var langt frá þvi sem liðið getur best sýnt, og hefði Kári ekki verið í öðrum eins ham og raun bar vitni hefði Valur unnið góðan sigur. Hittni liðsins var afar slök yfir höfuð, og einhver „pirringur" virtist vera í leikmönnum vegna þess. Valsliðið hefur sýnt það að undan- förnu að það er í mikilli framför eftir slaka byrjun, enda liðið búið að endur- heimta sterka leikmenn sem ekki voru með i haust. En breiddin i liðinu er litil eins og nú kom glögglega i Ijós, en það er reyndar ekkert gamanmál neinu liði að missa fjóra leikmenn út með 5 villur. Stighæstir hjá UMFN: Kári Marís- son 27, Gunnar Þorvarðsson 20, Jónas Jóhannesson 1 0 stig Hjá Val: Torfi Magnússon 27. Rikharður Hrafnkelsson 14, Þórir Magnússon 1 1 stig gk- — pj „Ég er bara svona sterkur” Sú fræga setning „No easy way to stop him" var sögS út i Dublin fyrir u.þ.b. tveim árum siSan. Þa8 var irskur unglings- piltur sem þessi orð mælti og félagar hans sem sátu næst honum tóku undir einróma. Sá sem Irski pilturinn átti viS, var Bjarni Gunnar Sveinsson miSherji isl. landsliSsins sem þá var a8 vinna stóran sigur gegn irum. Bjarni var i miktum ham I þessum leik. og Irar ré8u ekki neitt viS hann. Þessir piltar sátu á næsta bekk fyrir aftan varamanna- bekk isl. liðsins og vi8 sem þar sátum. heyr8- um þetta vel og hlógum mikið — enda varð setningin fræg meðal körfuknattleiksmanna. „Já. þetta er minnis- stæður leikur, og þarna gekk manni allt i hag- inn. Það hefur þó ekki ávallt verið svo með landstiðinu i þeim leikj- um sem ég hef tekiB þátt i, enda hef ég þurft að eiga við ógurlega risa og þ.á m. menn eins og pólsku miðherjana og fleiri." Það er Bjarni Gunnar Sveinsson miðherji ÍS sem hefur orðið, en hann hefur leikið 12 landsleiki fyrir fsland, þann fyrsta á Polar Cup 1974 I Finnlandi. „Já, það hefur nú samt verið gaman að þessu þótt mótherjamir hafi oft verið meir en höfðinu hærri en maður sjálfur. En eins og isl. landsliðið hefur leikið undanfarin ár — mjög kerfisbundið. þá mæSir ekki verulega á miðherj- anum I sóknarleiknum, hann er mest notaður I „blokkeringar." En leik- urinn á móti LuxembOrg I Evrópukeppninni I V- Þýskalandi I sumar var þó nokkuð sér á parti. Þar var leikið frjálst, og ég hafði á móti mér mið- herja af sömu „stærðar- gráSu" og ég. Og sá fékk aö finna til tevatns- ins," sagði Bjarni og glotti. Nú er lið ÍS dálítið sérstakt lið ef svo má segja. Það eru engir yngri flokkar, heldur koma einungis inn I liðið menn sem innritast I háskólann, er þetta ekki erfitt fyrir ykkur? „Já. það má segja að þetta skapi vissa erfið- leika, menn koma og fara. En nú I nokkur ár hefur sami kjarninn haldist f liðinu og þegar Dennis Goodman var með okkur urðu eigin- lega straumhvörf I liSinu. Þá unnum við t.d. bæði KR og lR og höfn- uðum i 3.—4.sæti. Han.i fékk okkur til að öðlast trú á okkur sjálfa. En við eigum vissulega við erfiSleika að etja. Þegar liðið er að komast I æf- ingu koma jólafri eða páskafri og mannskap- urinn tvistrast um allt land. Eins verða menn að draga sig i hlé um tima oftsinnis vegna próflesturs, og ég leyfi mér að fullyrða að þetta eru meginástæðurnar fyrir þvi að við höfum ekki náð betri árangri S vetur en raun ber vitni." Bjarni er mörgum kunnur vegna þess hve skemmtilega hann segir frá ýmsum atvikum. Við báðum þvi um „eina létta" i lokin. „Já, t.d. þegar ég gaf Antoni Bjarnasyni undir bringspalirnar um árið og allt varð vitlaust. Þetta var i leik (S gegn ÍR og ég var að taka innkast, Anton náði taki á úlnliðnum á mér þannig að ég gat ekki komið boltanum inn nema keyra höndina um leið undir bringspalir hans. Hann fór aö sjálf- sögðu I keng. og allir (R-ingarnir urðu snaróð- ir — nema Anton — hann vissi upp á sig skömmina. Og þú skrif- aðir að þessi annars prúði leikmaður hefði misst stjóm á skapi sinu. Það var ekki rétt, ég er bara svona sterk- ur." Kærar þakkir Bjarni Gunnar. g.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.