Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 3

Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 3 „ Vona að skynsamleg- ir samningar takist” VERÐI atvinnuvegirnir þvingaðir til að taka á sig al- mennar kauphækkanir mun það aðeins leiða til dýrtfðar- aukningar, gengisfellingar og kollsteypu I efnahags- og at- vinnumálum, að dómi vinnu- veitenda. Þetta kemur fram í samtali sem Morgunblaðið hefur átt við Jón H. Bergs, for- mann Vinnuveitendasambands tslands um horfurnar I samn- ingaviðræðum þeim er nú eiga sér stað milli Alþýðusambands Islands annars vegar og Vinnu- veitendasambands tsiands og Vinnumálasamhands Sam- vinnufélaga hins vegar, en sem kunnugt er gerði Björn Jóns- son forseti Alþýðusambands- ins, á sama hátt grein fyrir af- stöðu fulltrúa launþega I þess- um viðræðum f samtali við Morgunblaðið nú fyrir skömmu. Nú hafa þegar nokkrir sátta- fundir verið haldnir. Hvernig hefur andrúmsloftið verið á þeim og gefa þeir eitthvað til kynna um samningshorfur? Ég held, að það dyljist hvor- ugum samningsaðila, að samn- ingagerð á sér nú stað við alvar- legra ástand og horfur í efna- hags- og atvinnumálum en þjóð- in hefur staðið frammi fyrir um langt skeið. Þetta setur óhjá- kvæmilega mark sitt á gang samningamálanna. Svigrúm atvinnurekstrarins til að axla útgjaldaaukningu er ekkert, þar sem flestar atvinnugreinar eru nú reknar með halla. Ég hygg, að forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar geri sér ljósa grein fyrir þessu. Þess vegna býst ég við, að þeir hafi lýst yfir því, að þeir vilji leita nýrra leiða í kjarabaráttu sinni, leiða, sem byggjast einkum á víðtækum stjórnmálalegum og efnahagsiegum aðgerðum. Spurningin er, að hverju leyti mögulegt er að veita kjarabæt- ur, án þess að ofbjóða greiðslu- getu atvinnuveganna og ríkis- sjóðs. Samningsaðilar eru enn að kanna þetta með viðræðum sín á milli og við ríkisvaldið og verður því fátt fullyrt um samningahorfur sem stendur. Sérkröfurnar virðast ætla að setja svip sinn á þessar samn- ingaviðræður, þar eð báðir aðilar hafa lagt fram kröfur, sem því nafni má kalla. I hverju eru kröfur eða tillögur vinnuveitenda helzt fólgnar og hvaða undirtektir hafa þær hlotið hjá samninganefnd ASl. Og á sama hátt, hvernig lízt vinnuveitendum á sérkröfur þær, sem Alþýðusambandið set- ur fram fyrir aðildarfélög sín i heild? — Svokölluðum sérkröfum verður aö skipta I tvo megin- flokka — annars vegar eru þær, sem heildarsamtökin sjálf standa að, hins vegar þær, sem einstök félög eða landssambönd bera fram. Formlega séð er samningsrétturinn i höndum einstakra félaga launþega, hjá vinnuveitendum er meiri mið- stýring heildarsamtakanna. Félög í sömu greinum hafa hins vegar smám saman aukið sam- starf og samræmingu s'in á milli, auk þess sem heildar- þeirra hún gerði að sameigin- legum kröfum, enda yrðu aðrar sérkröfur heizt lagðar til hliðar. Alþýðusambandið lagði síðan fram 6. janúar s.l. „Atriði úr sérkröfum, sem samninganefnd ASl gerir að sameiginlegum kröfum". Þar var um að ræða kröfur um greiðslur í sjúkra- sjóði og ýmsar bætur, kröfur um orlof, greiðslur i fræðslu- sjóði, breytingar á yfirvinnu, greiðslur í veikinda- og siysatil- fellum og fleiri atriði. Jafn- framt hefur samninganefnd ASl lýst því yfir að hún geti ekki haft áhrif á, hvaða frekari kröfur verði lagðar fram í sér- viðræðum við einstök félög, og Rætt við Jón H. Bergs, formann Vinnuveitendasambands íslands um viðhorfin í yfir- standandi samningaviðræðum samtökin eru samnefnari allra aðildarfélaga sinna. Vinnu- veitendur hafa lengi barizt fyrir sem mestri samræmingu kjarasamninga skyldra félaga og reyndar sem víðtækastri samræmingu hliðstæðra kjara- atriða. Þess vegna fórum við þess á leit við viðræðunefnd Alþýóusambandsins þegar i upphafi þessara samningavið- ræðna, að hún yfirfæri og sam- ræmdi sérkröfur einstakra aðildarfélaga sinna og lands- sambanda og ákvæði hverjar hefur mikill fjöldi annarra sér- krafna verið lagður fram. Vinnuveitendasambandið hef- ur lýst því yfir við fulltrúa ASl, að ef auka eigi launa- kostnað sé við núverandi aðstæður eðlilegra að greiða beint til launþega fremur en auka launatengd útgjöld at- vinnuveganna, sem þegar eru há t.d. 47% á taxtakaup í verk- smiðjuiðnaði. Af hálfu vinnu- veitenda voru hinn 8. janúar lagðar fram ýmsar tillögur til breytinga á samningum. Yrði of langt mál að rekja efni þeirra allra, en þær miða m.a. að því að samræma samninga og samningstíma sem flestra félaga, auka eftirlit með kaup- greiðslum og vinnugæðum I ákvæðis- og bónusvinnu, bæta ýmis hagkvæmnisatriði, stuðla að umbótum i verkmenntunar- og öryggismálum og að því að tryggja eðlilega framkvæmd samninga, þannig að einstakir hópar launþega og vinnuveit- enda geri ekki samninga, sem eru í verulegu ósamræmi við samninga alls þorra launþega í landinu. Einnig er lagt til, að þau launahlutföll, sem nú rikja á vinnumarkaðinum haldist, ennfremur að samningsaðilar beiti sér fyrir því, að lögum um 40 stunda vinnuviku verði breytt og virkur dagvinnutimi lengdur til samræmis við það, sem tíðkast annars staðar á Noróurlöndum. Alþýðu- sambandið hefur litið tjáð sig um þessar kröfur vinnuveit- enda enn sem komið er. Við- horf vinnuveitenda til sam- eiginlegra krafna ASl eru ekki fullmótuð, enda er erfitt að skilja þær frá öðrum þáttum samningamálanna. En ég tel rétt að taka fram, að vinnuveit- endur telja af og frá að til við- bótar samningum um þessar sameiginlegu kröfur ASl og almennar kaupkröfur, sem til- kynnt hefur verið að muni verða lagðar fram, þær eru ókomnar enn, sé hægt að taka upp viðræður við einstök verka- lýðsfélög um kröfur um kaupliði og álög, sem í mörgum tilfellum eru umtalsverðar, og mundu breyta launahlutföllum hinna ýmsu launþegahópa. — Hefur verið reiknað út, hvað sérkröfur ASI þýða miklar kauphækkanir fyrir vinnuveitendur? — Ekki að fullu, enda er stefna okkar sú, eins og ég sagði áðan, að reyna að beina kaupatriðum sem mest í einn Framhald á bls. 34 Hríðarveðrið í gær: Helztu umferðartafir vegna vanbúinna bíla Flestir fjallvegir lokaðir Vegna illviðris féll allur snjó- mokstur niður í gær, en eftir að veður gekk niður komst umferó fljótlega í sæmilegt horf og undir kvöldið var orðið greið- fært eftir aðalleiðum frá Reykjavík upp i Borgarfjörð og austur um Rangárvallasýslu og um Suðurnes. Fjallvegir á Snæ- fellsnesi voru ófærir i gær og allir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir. Holtavörðuheiði var sömuleiðis ófær og í gærkvöldi var mikil snjókoma á Norður- landi. I Þingeyjarsýslum var greiðfært fram eftir degi i gær, t.d. var fólksbílum fært frá Kröflu til Húsavíkur og stórum bílum frá Húsavík til Þórs- hafnar, en í gærkvöldi fór veður versnandi á þessum slóðum meó skafrenningi fyrst og snjókomu i gærkvöldi og spáð norðaustan snjókomu, eða versta veðri. Á Austurlandi og Suðausturlandi snjóaði í gær og var talið að vegir þar væru orðnir þungfærir, í það minnsta í gærkvöldi. Snjókoman náði allt vestur á Skeiðarársand i gær. I Vestur-Skaftafellssýslu var hríð í gær, en síðdegis i gær rofaði til í Mýrdal. Voru vegir þungfærir þar en i dag er ráð- Það voru margir sem þurftu að taka á honum stóra sfnum I gær, þvf hálkan var mikil og ðtrúlega margir bflar vanbúnir til aksturs við slfkar kringumstæður. Ljósmynd Mbl. RAX. Hjálparsveit- ir aðstoðuðu í ófærðinni 10 bílar hjálpar- sveita í gangi í gær SLÖKKVILIÐ Reykjavlkur leitaði aðstoðar hjálpar- sveitarinnar Ingólfs f ófærð- inni f gær. Þar sem mjög þungfært var vfða f Reykja- vfk, einkum f Breiðholti og Arbæ, þótti ástæða til að hafa bfl með drifi á öllum hjólum til taks. Hjálpar- sveitin varð góðfúslega við þessari bón, og voru menn á kraftmiklum bfl f slökkvi- stöðinni á Ártúnshöfða. Til þess kom þó ekki að þyrfti að nota þennan bfl að þessu sinni. I gær voru einnig um 10 bflar frá Slysavarnafélagi Islands og öðrum hjálpar- sveitum til aðstoðar lögregl- unni f Reykjavfk við fólks- flutninga og að aðstoða bfla á höfuðborgarsvæðinu. Gátu þessir aðstoðarbflar hætt störfum i>pp úr hádeginu, og voru allir farnir heim um þrjúleytið. Þessi utanbæjarbflstjóri ber hyggindin með sér þar sem hann er að búa sig undir að setja keðjur á bfl sinn f borginni f gær. Ljósmynd Mbl. RAX. gert að moka austur Mýrdals- sand og Mýrdal. I uppsveitum Arnessýslu eru vegir víða þungfærir, t.d. til Laugarvatns og í Biskups- tungur, en talsverður snjó- mokstur er áætlaður þar i dag. Mikil hálka er á vegum á Vesturlandi vegna þess hve Framhald á bls. 34 Vfða varð að skella bflum út af akbrautum þegar hrfðarkófið stóð yfir f gær, en þegar rofaði til var tekið til við að koma þeim á rétta braut aftur, þvf snjór reyndist ekki mikill eftir blindkófið. Ljós- mynd Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.