Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 15 ííprðBirl Sigurður var rnaður mótsins KIGURÐUR Haraldsson var stjarna opins móts í badminton sem fram fór á Akranesi á laugar- daginn og var það jafnframt fyrsta opna mótið f þessari íþróttagrein sem fram fer f hinu glæsilega fþróttahúsi Skaga- manna. Vann Sigurður sigur f öli- um keppnisgreinunum sem hann var gjaldgengur f, þ.e. f einliða- leik, tvfliðaleik og tvenndar- keppni. Virðist Sigurður f betri æfingu nú en oft áður og þá þarf varla að sökum að spyrja. Alla vega skortir hann ekki keppnis- vilja og ákveðni. Haraldur Kornelíusson, sem verið hefur hálfgerður kóngur í íþróttagrein þessari hérlendis undanfarin ár, komst í úrslit i öllum fyrrnefndum greinum, en tapaði ævinlega fyrir Sigurði. I einliðaleiknum vann Sigurður úr- slitaleikinn 15:10 og 15:13, og var viðureign þeirra félaga hin fjör- ugasta og bauð upp á skemmtileg tilþrif. Til úrslita i tviliðaleiknum léku Sigurður og Jóhann Kjartansson gegn þeim Hæng Þorsteinssyni og Haraldi og unnu Sigurður og Jó- hann 17:18, 15:13 og 15:7. Eins og úrlistaleikurinn í einliðaleik var þarna um mjög skemmtilega við- ureign að ræða, og var það ekki fyrr en i oddaleiknum sem þeir Magnús skiptir um félag Hinn góðkunni skfðagöngu- maður, Magnús Eirfksson hefur nú skipt um félag og gengið úr Skfðafélagi Fljótamanna f Skíða- félag Siglufjarðar. Sem kunnugt er þá var Magnús valinn til æfinga vegna Olvmpfu- leikanna f Insbruck, og var sfðan ætlun Skíðasambandsins að hann og Trausti Sveinsson kepptu um hvor ætti að fara til leikanna. Af því einvfgi varð ekki og varð Trausti fyrir valinu. Magnús Eirfksson hefur æft mjög vel f vetur, og er ekki að efa að hann mun verða skíðaliði Sigl- firðinga mikill styrkur. Sigurður og Jóhann tóku af skar- ið. I tvenndarleik keppti Sigurður með Lovfsu Sigurðardóttur gegn Haraldi og Hönnu Láru Pálsdótt- ur og fóru leikar svo að þau fyrr- nefndu sigruðu eftir oddaleik, 9:15,15:7 og 15:10. I einliðaleik kvenna varð Lovísa Sigurðardóttir sigurveg- ari. Hún sigraði Svanbjörgu Páls- dóttur, KR í úrslitaleik 11:5 og 11:4 og í tvfliðaleik kvenna sigr- uðu Lovísa og Hanna Lára þær Svanbjörgu og Kristínu Kristjáns- dóttur 15:9 og 15:9, þannig að Lovísa varð eins og Sigurður, þre- faldur sigurvegari í mótinu. Asgeir Sigurvinsson á fullri ferð f búningi Standard Liege. Myndin er tekin f leik liðsins uin fyrri helgi, en f þeim leik meiddist Ásgeir einmitt og gat ekki leikið með á sunnudaginn. iSGEIR OG GUDGEIR AHORFEIVD- 11AB STÖRSIGRIIM LIBA SINNA Hvorki Guðgeir Leifsson né Ás- geir Sigurvinsson léku með liðum sfnum f Belgfu á laugardaginn, en bæði félögin unnu þá stóra sigra í leikjum sfnum, Charleroi sigraði CS Brúgge á heimavelli með fimm mörkum gegn einu og Standard Liege sigraði Waregem með fjórum mörkum gegn einu. Ástæðan til þess að þeir Guð- geir og Ásgeir léku ekki með að þessu sinni var sú, að báðir eiga við meiðsli að stríða. — Guðgeir verður ekki með næsta hálfa mánuðinn, sagði Ás- geir Sigurvinsson i viðtali við Morgunblaðið i gær, — hann tognaði illa i læri og sprautaði læknir Charleroi hann með ein- hverju deyfilyfi til þess að hann gæti leikið með gegn Beveren um fyrri helgi. Eftir leikinn var Guð- geir svo mjög þjáður og verður að vera alveg frá á næstunni. Sjálfur sagðist Ásgeir eiga við ökla meiðsli að striða. — Ég er stokkbólginn, sagði hann, — til stóð reyndar að ég léki á laugar- daginn, en af því varð ekki. Ásgeir sagðist vera annars i mjög góðu formi um þessar mundir, — sennilega hef ég aldrei verið í betri æfingu, sagði hann og bætti þvi við að hann hefði nú lézt úr 80 kg í 77 kg. — Það er ekki hægt að segja að við hjá Standard höfum verið heppnir að undanförnu, sagði Ás- geir. Fyrir leikinn á laugardaginn vorum við með tvö töp í röð og um fyrri helgi þurfti að bera tvo leik- menn okkar af velli, þá Christan Piot markvörð og Michel Ranquin. Piot reyndist vera alvar- lega meiddur, þannig að hann verður ekki með næstu 4—6 mánuðina. Bi ibi sl koraði sigurmi irk ( ’elt ;ic — sem var þrisvar undir í leiknum við St. Johnstone - JÓHANNES Eðvaldsson var hetja Celtic-liðsins á laugardaginn er hann skoraði sigurmark liðsins á sfðustu mínútu gegn St. John- stone. Hafði St. Johnstone, sem er langneðst í skozku úrvalsdeild- inni haft þrisvar forvstu f leikn- um, áður en Jóhannes skoraði hið glæsilega skallamark og færði liði sínu 4—3 sigur. Þrátt fyrir þennan sigur Celtic- liðsins missti það af forystunni í deildinni á laugardaginn, þar sem Glasgow Rangers vann öruggan sigur í viðureign sinni við Hibern- ian á Ibrox-Ground. Sá leikur þótti einnig mjög skemmtilegur. Hibernian var meira í sókn i fyrri hálfleiknum og átti þá góð mark- tækifæri sem ekki nýttust. En i seinni hálfleiknum náði Rangers sér vel á strik og Derek Parlane og Tom McLean skoruðu þá á 67. og 85. mfnútu. Dundee United, sem nú freistar þess að fá Martein Geirsson til liðs við sig átti ekki möguleika gegn Motherwell jafnvel þótt á heimavelli væri. Náði Motherwell snemma forystu í leiknum og sigr- aði síðan 4—1. Fylgir það lið Rangers og Celtic eftir sem skuggi og er sagt hafa komið mjög á óvart meó getu sinni í vetur. Sigurður Haraldsson kom, sá og sigraði á Akranesi. Staðan í skozku úrvaldsdeildinni er nú þessi: Glasgow Rangers 22 10 1 1 26:8 3 3 4 12:11 30 Celtic 22 5 3 2 20:14 8 1 3 27:15 30 Motherwell 22 7 3 1 19:12 3 4 4 21:18 27 Hibernian 21 8 2 1 21:9 2 4 4 13:16 26 Aberdeen 22 5 4 1 19:13 3 3 5 16:19 23 Hearts 22 3 5 3 16:16 4 3 4 11:16 22 Dundee 22 5 3 3 22:20 2 3 6 15:23 20 Ayr United 22 7 2 2 20:15 1 2 8 9:22 20 Dundee United 21 3 2 5 12:16 1 4 6 13:20 14 St. Johnstone 22 2 2 7 14:23 0 0 11 9:29 6 KSÍ menn sverja af sér Á stjórnarfundi Knatt- spyrnusambands tslands sem haldinn var s.I. fimmtudag kom til umræðu fréttaviðtal Morgunblaðsins við Hermann Jónsson, formann Knattspvrnu- ráðs tþróttabandalags Vest- mannaeyja, er birtist f blaðinu s.I. miðvikudag, en í þvf viðtali kom fram, að menn sem ættu sæti f stjórn KSl hefðu milli- göngu f þvf að fá leikmenn tBV liðsins til annarra félaga og gerðu þeim girnileg tilboð. A umræddum stjórnarfundi KSl sóru allir stjórnarmennirn- ir það af sér að eiga þarna hlut að máli, og var framkvæmda- stjóra KSl (út af fyrir sig svo- lítið skemmtilegt hver það er, en ekki skal það rætt frekar að svo stöddu), falið að hafa sam- band við þann fréttamann Morgunblaðsins er skrifaði um- rætt viðtal og fá upplýsingar hjá honum við hvaða stjórnar- mann eða menn væri átt við í viðtalinu. Var framkvæmda- stjóranum skýrt frá því að Her- mann Jónsson hefði ekki talið rétt að birta nöfn þeirra að svo stöddu, og hefði hann ekki gefið þau upp. Einnig var fram- kvæmdastjóranum skýrt frá því, að þó svo að Hermann hefði sagt frá nafni eða nöfnum þá myndi blaðið ekki gefa það eða þau upp, ef það væri ósk Hermanns að slikt yrði ekki gert. Bað þá framkvæmdastjór- inn um að það kæmi fram, að stjórnarmenn KSl litu á það sem fram kæmi i viðtalinu sem dylgjur unz skýrt væri frá nafni eða nöfnum viðkomandi. Vitanlega er það mál Her- manns Jónssonar og Knatt- spyrnuráðs Vestmannaeyja 'hvort þeir vilja skýra nánar frá máli þessu sem óhætt er að fullyrða að vakið hefur mikla athygli. Hingað til hefur Her- mann Jónsson þótt fremur orð- var maður, og hann hefur ekki verið þekktur fyrir að fara með fleipur. Þess vegna taldi Morgunblaðið ekki ástæðu til þess að draga orð hans í efa, og vísar heim til föðurhúsanna áð það hafi haft i frammi dylgjur. Hafi stjórnarmennirnir lesið viðtalið sæmilega, hljóta þeir að sjá að blaðið lagði ekkert mat á það sem fram kom hjá Hermanni, heldur var þarna um að ræða beina tilvitnanir i orð hans. —stjl. Jóhannes Eðvaldsson hefur lag á aó skora „réttu“ mörkin með Celtic. Upp en samt niður EINS og fram kemur ð öðrum stað i íþróttafréttum Morgunblaðsins sigr- aði Vikingur FH i leik liðanna i 1. deildar keppni íslandsmótsins i Hafnarfirði i fyrrakvöld. Fyrir þennan leik var FH i öðru sæti i mótinu og Vtkingur i fjórða sæti. Þrátt fyrir þennan sigur gegn næst efsta liðinu i deildinni færðust Vikingar niður um tvö sæti á töflunni um helgina og eru nú I sjötta sæti i deildinni. Mjótt er þó á mununum þar sem Vikingar hafa jafnmörg stig og liðin sem eru I þriðja til fimmta sæti og markatala liðanna er einnig mjög jöfn. Þannig er t.d. markamismunur Þróttar og Vikings sá hinn sami, en Þróttarar hafa skorað fleiri mörk. Ljóst má vera að baráttan I deild- inni verður gifurlega hörð, þótt Itn urnar geti skýrst verulega á miðviku- daginn en þá leika Valur og FH. Fer sá leikur fram I Hafnarfirði og ef að likum lætur verður mikil aðsókn að þeim leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.