Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 Vmsir frammámenn I fslenzkum iðnaði skoða þensluofninn. Iðnaðarráðherra lengst til hægri. Hagkvæmt að byggja 100 þús. tonna perlu- steinsverksmiðju TILRAUNAFRAMLEIÐSLA á perlusteini hefur nú staðið yfir á vegum gosefnanefndar um nokkurt skeið. Þykja niðurstöð- •ur lofa gððu um að setja megi á stofn slfka verksmiðju á Is- landi. Perlusteinn er tekinn úr Prestahnúk á milli Geitlands- jökuls og Þórisjökuls. Perlu- steinninn er sfðan þurrkaður, sigtaður og malaður. Þá er perlusteinninn þaninn f þar til gerðum ofni. Fer þenslan fram við 1000—1100 gráða hita. Perlusteinninn þenst þá út 10—20 falt og fellur við það rúmþyngd hans úr um 1125 kg f allt að 50—100 kg hver rúm- metri. Nú þegar er vitað um 20 millj. rúmmetra af perlusteini sem hentugt er að vinna, en talið er að magnið geti verið allt að 100 millj. rúmmetrar. Rannsóknirnar. Á kynningarfundi Iðnþróun- arstofnunar Islands rakti Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra gang málsins allt frá þvf er Tómas Tryggvason fyrst fann perlustein í Prestahnúki árið 1948. Sagði ráðherra mikl- ar vonir bundnar við slfkan iðn- að er nýtti hráefni þessa hrá- efnasnauða lands. Sagði hann að hér væri e.t.v. á ferðinni iðnaður sem mætti segja að breytti steinum í brauð. Hörður Jónsson, formaður gosefnanefndar, sagði að fjöl- þættum rannsóknum væri nú lokið, og væri hagkvæmni rann- sókn á lokastigi. Væru niður- stöður þessara rannsókna já- kvæðar, og væri íslenzki perlu- steinninn fyllilega sambærileg- ur erlendum að gæðum. Sú verksmiðja sem hugsan- lega mætti reisa framleiddi um 100 þús. tonn á ári. Hún yrði byggð í þrepum til að komast mætti hægt inn á markaðinn. Möguleiki væri á að byggja ] slíka verksmiðju í nágrenni t.d. járnblendiverksmiðjunnar og nota hita frá henni til þurrkun- ar á perlusteininum. Tilraunavinnslan Sú tilraunavinnsla sem farið hefur fram á vegum Sements- verksmiðju rlkisins hefur gefið Framlelðslan skoðuð. góða raun. Hafa sýnishorn hennar verið send til margra væntanlegra kaupenda. Er einnig hugsanlegur iðnaður og margvfsleg notkun hér innan- lands. Notkun perlusteins er m.a. í pússningu, léttsteypu, einangrunarplötur, sápu, máln- ingu, áburði o.m.fl. Gætu þann- ig ýmis minni iðnfyrirtæki hafið framleiðslu úr perlu- steini, bæði fyrir fslenzkan byggingariðnað og til útflutn- ings. A Akranesi eru möguleikar á að vinna 20 þús. tonn á ári af þöndum perlusteini. Markaðshorfur Stofnkostnaður við byggingu 100 þús. tonna verksmiðju yrði um 1127 millj. kr. Arðsemi verksmiðjunnar yrði um 15% þannig að hún gæti borgað sig á tæpum sjö árum. Sala perlusteins á heims- markaði nam árið 1973 1.500 þús. tonnum. Hafði hún þá auk- izt um 9% á árunum 1968—1973. Sölumöguleikar eru þó taldir nokkuð góðir og meðalverð á tonn um 4.700 kr. Væntanlegir kaupendur yrðu að lfkindum einkum I N- Ameríku og N-Evrópu. Fyrir- tækið Albo Portland Sement hefur sýnt áhuga á samstarfi við vinnsluna, en þetta fyrir- tæki hefur góða aðstöðu á markaðnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega, en þetta fyrir- tæki hefur góða aðstöðu á markaðnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega, við rannsókn- irnar. Þensluofninn skoðaður. — Vona að . . . Framhald af bls. 3 farveg, þ.e.a.s. til ákvörðunar hjá aðalsamninganefndunum. Hinu er þó ekki að leyna, að við höfum látið framkvæma vissa útreikninga og sýna þeir eink- um tvennt: Annars vegar að krafizt er verulegrar útgjalda- aukningar til hliðar við almennar kaupkröfur, þótt svo heiti enn, að verið sé að leita annarra kjarabótaleiða en kauphækkunarleiðarinnar; hins vegar sýnir lausleg athug- un ýmissa sérkrafna því miður, að verkalýðshreyfingunni ætlar að vanda að ganga illa að fylgja á borði þeirri láglaunastefnu, þ.e. að hækka mest lægstu laun- in, sem boðuð er í orði. I mörg- um sérkröfum t.d. í sambandi við taxtatilfærslur er þannig krafizt meiri hækkana fyrir hærri launaflókka heldur en lægri. Nú hefur komið fram, að vinnuveitendur geta fallist á ýmsa liði í kjaramálaályktun ASÍ. Hvaða atriði eru það eink- um sem samstaða virðist geta orðíð um og í hvaða atriðum greinir samninganefndirnar helzt á? Þau atriði úr kjaramálaálykt- un ASt, sem vinnuveitendur hafa öðrum fremur lýst sig samþykka eru eftirfarandi: Tryggð sé full atvinna, verð- bólgu verði haldið í skefjum, sérstakt kapp verði lagt á að auka útflutningsframleiðslu og framleiðslu, sem sparar erlend- an gjaldeyri, dregið verði úr ríkisútgjöldum, lánakjör fram- leiðslufyrirtækja verði bætt, sjálfvirkni verðlagshækkana verði afnumin, lífeyrissjóða- kerfið verði endurskoðað, sölu- skattur verði lækkaður svo og tollar af hráefnum, vélum og tækjum til framleiðslu. Þá lögðu vinnuveitendur einnig fram ýmsar hugmyndir um stjórnvaldaaðgerðir í þágu at- vinnurekstrarins og óskuðu stuðnings ASl við þær. Sam- komulag virðist um eftirtalin atriði úr þeim hugmyndum: Lækkun launaskatts, lækkun fasteignaskatta, skipasmíðar og viðgerðir fari sem mest fram á íslandi, komið verði i veg fyrir ofþenslu og atvinnuleysi í bygg- ingariðnaði. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þau atriði i kjaramálaályktun ASÍ, sem vinnuveitendur höfðu helzt út á að setja, þar sem við höfum lagt okkur fram um að leita atriða, sem samstaða gæti orðið um. Þó má nefna, aó við lýstum okkur andviga höftum og innflutn- ingsleyfafargani. — Hver verður þáttur ríkis- stjórnarinnar aðallega i þeim samningaumleitunum, sem nú standa yfir? — Eins og ég hef áður lýst, hafa báðir aðilar óskað eftir ýmsum opinberum aðgerðum, sem greitt gætu fyrir samnings- gerð, styrkt rekstrargrundvöll atvinnuveganna og tryggt fulla atvinnu. Viðræðum við ríkis- valdið mun haldið áfram, en ljóst er, að báðir samnings- aðilar setja traust á aðstoð ríkisstjórnarinnar við samn- ingagerð, enda varla um annað að ræða eins og nú er ástatt. — Geta vinnuveitendur tekið á sig einhverjar kauphækkanir og ef svo er, hvað gætu þær hækkanir orðið miklar að prósentutölu? — Atvinnuvegirnir geta ekki tekið á sig almennar kaup- hækkanir, rekstrarafkoma at- vinnuveganna leyfir það ekki. Það mundi hagrannsóknastjóri geta upplýst betur. — Þið ættuð að hafa viðtal við hann —. Verói atvinnuvegirnir þvingaðir til þess getur það aðeins endað á einn veg: Með dýrtíðaraukningu, gengisfell- ingu og kollsteypu í efnahags- og atvinnumálum. Ofan á þetta bætist, að mörg fyrirtæki eiga erfitt með að greiða laun, sem i gildi hafa verið vegna rekstrar- fjárskorts vegna útlánatak- markana, sem bankarnir hafa talió nauðsyn á, og vegna verð- bólgunnar, sem dregið hefur úr verðgildi eiginfjár fyrirtækja. Komið hefur fram, að hinar ýmsu greinar atvinnuveganna eru nokkuð mismunandi á vegi staddar, hvað hina fjárhagslegu afkomu áhrærir. Hvaða greinar eru verst settar og hverjar bezt? Framleiðsluvörur flestra fyr- irtækja, sem framleiða fyrir innlendan markað, eru verð- lagðar af hinni opinberu Verð- lagsnefns eða Verðlagsnefnd landbúnaðarvara, einnig margs konar þjónustustarfssemi og verzlunarálagning. Núverandi verðlagning er miðuð við nú- verandi kaupgjald og stundum jafnvel eldri kauptaxta, sem þegar hafa hækkað. Launa- hækkanir nú myndu því kalla á endurskoðun verðlagningar þessara vara og þjónustu til hækkunar og gæti það komið af stað nýrri verðbólguskriðu. Þó tala menn um að mesta nauð- synjamál þjóðarinnar sé að draga úr verðbólguvextinum. Annars eru atvinnuvegirnir all- ir illa staddir, um það geta menn lesið í opinberum skýrsl- um. Viðskiptakjör okkar er- lendis eru slæm og mörg fyrir- tæki eiga í harðri samkeppni við innfluttan varning. Það heyrir til undantekninga, ef einstök fyrirtæki hafa nægilega góða afkomu til að geta haldið við nauðsynlegum atvinnutækj- um. — Hvað vilt þú segja almennt um horfurnar í þessum samn- ingaumleitunum? Óttast vinnu- veitendur, að til verkfalla muni koma? — Allir velviljaðir og ábyrgir Islendingar vona, að aðilar vinnumarkaðarins beri gæfu til að ráða málum sínum til lykta án vinnustöðvana, því sízt mega einstaklingar, atvinnufyrirtæk- in og þjóðarbúið við verkföllum nú á erfiðum tímum, en eins verður að vona, að skynsamleg- ir samningar takizt, því hætt er við, að efnahagskerfi okkar þoli ekki fleiri kollsteypur. Ég held, að flestir launþegar og vinnu- veitendur séu búnir að fá nóg af þeim. Vinnuveitendur fallast þó ekki á hvað sem er til að halda friðinn, slíkt væri algert ábyrgðarleysi. — Hríðarveðrið Framhald af bls. 3 frostlítið er. Víða urðu miklar umferðartafir i gær en mestar á Hafnarfjarðarvegi en þær stöfuðu nær eingöngu af bílum sem voru vanbúnir til aksturs í snjó og verður aldrei nógsam- lega brýnt fyrir fólki að hafa bíla sína búna til aksturs í slfku veðri ella vera ekki á bílum sínum, sagði Arnkell Einarsson hjá Vegagerðinni i gærkvöldi þegar hann gaf okkur upplýs- ingar um ástand vega. — Skipstjóri Framhald af bls. 13 var aó veiðum 20 mílur suður af veiðisvæðinu er Ægir skar á togvírana. Ef þetta reynist rétt á skipstjórinn á hættu að missa réttindi sin i í þrjá mánuði og hvorki hann né skipshöfn hans mun fá bótagreiðslur vegna veið- arfæramissisins. — Spánn Framhald af bls. 13 vinnu. Þetta var í annað sinn sem hinn ungi konungur grípur til þessa ráðs í vinnudeilunum í landinu og eru nú alls 300,000 verkamenn undir heraga af þess- um ástæðum. Enn eru verkföll i járn-, raf- orku- og bifreiðaiðnaðinum og í bönkum. Viða var ókyrrð í dag og lögreglan í Madrid fór t.d. i stöð- ugar eftirlitsferðir um borgina. Viðræður um herstöðvar. I dag ræddust við fulltrúar stjórna Spánar og Bandaríkjanna um nýjan samning um dvöl Bandarikjahers á fjórum stöðvum fimm ár til viðbótar, en fyrir þessa aóstöðu greiða Bandaríkja- menn hundruð milljóna dollara. Er þess vænzt að nýr samningur liggi fyrir til undirritunar á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.