Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 Bjarni Jónsson hleypir af kanónunni f leiknum við Ármenninga og f netinu hafnaði knötturinn án þess að Stefán og Hörður kæmu við vörnum. Enn klifra Þróttarar Þróttarar ætla ekki að gera það endasleppt í 1. deildinni. Liðið hefur nú hlotið 9 stig f síðustu 5 leikjum sfnum og eina stigið sem liðið hefur glatað í þessari skorpu sinni var gegn Haukum á dögunum. Nvliðarnir í 1. deildinni eru reyndar f toppbaráttunni með 10 stig. Á laugardaginn voru það Ármenningar sem máttu láta f minni pokann fyrir Þrótturum og munurinn varó hvorki meiri né minni en 12 mörk, eða 23:11. Það verður þó að segjast að Ármannsliðið lék þennan leik ömurlega illa og virtust sumir leikmanna liðsins hafa meiri áhuga á að mótmæla dómurunum og dómum þeirra heldur en að berjast til sigurs. Leikur þessara liða, sem Iínumennirnir Sveinlaugur og margir töldu álíka að getu var Konráð, sem eru báðir að verða nokkuð jafn framan af. Þótt mjög sterkir leikmenn. Þróttur skoraði 2 fyrstu mörk Fátt er hægt að segja leiksins, var staðan t.d. 4:3 er Armenningunum til hróss að 10 mínútur voru af leiktfman- um. Þá fór Þróttarliðið loks í þessu sinni. Svo virtist sem þeir hefðu farið með allan sinn gang og í leikhléi var staðan kraft í sigurleikinn gegn Gróttu 12:6. I seinni hálfleik léku Þróttarar svo enn betur — Ármenningarnir enn verr og munurinn jókst og jókst. Mest- ur varð hann 12 mörk í lokin 23:11. Maður þessa leiks var tví- mælalaust Marteinn Árnason, á dögunum. Sá sigur var vissu- lega mikilvægur, en leiki Ármenningar ekki til muna betur í næstu leikjum sfnum fá þeir varla fleiri stig í mótinu. Það var helzt Björn Jóhannes- son sem hélt sér fyrir ofan meðalmennskuna að þessu sem varói mark Þróttara af sinni, en auk hans átti nýliðinn stakri snilld í seinni hálfleikn- Friðrik Jóhannsson falleg skot. um. Var þá á tímabili sama hvernig Ármenningarnir skutu á markið, hann varði allt. Vörn Þróttaranna var líka góð og allt liðið á hrós skilið fyrir frammi- stöðuna, Þróttur er greinilega að ná upp liði, þar sem iiðs- Dómarar þessa leiks voru þeir Sigurður Hannesson og Gunnar Gunnarsson. Dæmdu þeir leikínn sæmilega, voru þó ef til vill ekki nægilega öruggir. Hins vegar fékk undirritaður heildin er virk og óþarfi er að ekki séð að Ármenningar töp- einblírta á stjörnur liðsins. Auk Marteins komu þeir Halldór, Bjarni og Friðrik vel frá þessum leik og þá ekki síður uðu svo gífurlega á dómgæzlu þeirra, eins og sumir leik- manna liðsins vildu vera láta. —áij Hankannr sefln óvænt slrik í reikn- ingínn með 21—17 sigri yfir Val I. DEILDAR keppni tslandsmótsins í handknattleik tók nokkuð óvænta stefnu á sunnudagskvöldið er Valsmenn urðu að lúta í Iægra haldi fyrir Haukum í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði. 21—17 urðu úrslit leiksins, eftir að Haukar höfðu haft forystu í leiknum allan tímann og verið einnig betra liðið á vellinum frá upphafi til enda. Reyndar varð tap FH-inga fyrir Víkingum síðar um kvöldið til þess að staðau breyttist ekki eins mikið og ella hefði orðið, en FH-sigur í þeim leik hefði þýtt að þeir hefðu komist upp að hlið Vaismanna í mótinu. Með sigrinum á sunnudags- kvöldið má Ijóst vera, að Hauk- arnir hafa enn ekki sagt sitt síð- asta orð í vetur. Þeir hafa verió sannkallaðir kóngabanar. Lagt að velli öll liðin sem fyrirfram voru álitin sterkust, en síðan tapað stigum f leikjum sínum við slak- ari liðin, m.a. botnliðið Gróttu. Eftir góða byrjun i mótinu datt Haukaliðið óneitanlega niður, en leikurinn á sunnudagskvöldið bendir til þess að það sé að ná sér á strik að nýju. Baráttan var eins og bezt gat orðið og hreyfanleiki varnarinnar ámóta góður og var fyrst á keppnistímabilinu, er liðið vann hvern sigurinn af. öðrum. Það sem mestu breytti fyrir Haukaliðið að þessu sinni var það að markvarzlan, sem verið hefur ærið misjöfn að undanförnu var nú góð leikinn út, — það voru ófá skot Valsmanna sem Gunnari Ein- arssyni tókst að afstýra frá Haukamarkinu f leiknum, og þeg- ar Haukarnir fundu að Gunnar var í ham, breyttist allur leikur þeirra til hins betra — meira ör- yggi var í honum. Eftir atvikum hefðu Haukarnir verðskuldað enn stærri sigur í þessum leik, þar sem þeir voru oftsinnis mjög óheppnir með skot sín, enginn þó eins og Stefán Jónsson, sem hvað eftir annað komst frír inn af lfnunni, en lét Olaf Benediktsson verja hjá sér. Endurkoma Stefáns í Haukaliðið er þvf einnig mikill styrkur, þar sem hann „tætir“ mjög í vörn andstæðinganna og opnar fyrir félaga sína, auk þess sem hann er jafnan drjúgur við að skapa sér færi sjálfur. Elfas Jónasson, þjálfari Hauka- liðsins, var maðurinn á bak við spil liðsins, eins og svo oft áður, og náði oftsinnis að gera Vals- mönnum skráveifur, bæði með því að skora sjálfur með góðum skotum og eins með því að þjarma vel að vörninni og gefa síðan inn á línu, þar sem Ingimar Haraldsson greip jafnan vel og skoraði af öryggi. Var það vonum seinna að Valsmenn tóku Elías úr umferð — ekki fyrr en f seinni hálfleik. Náðu Valsmenn þá um tíma að minnka muninn verulega, en Haukarnir létu ekki bilbug á sér finna og náðu að auka muninn aftur eftir að Valsmenn tóku Hörð Sigmarsson einnig úr um- ferð, sem virtist ekki vera sterkur leikur i stöðunni. Því verður ekki á móti mælt að Valsliðið var mun daufara og óákveðnara í þessum ieik en verið hefur að undanförnu. Má vera að leikmennirnir hafi talið leikinn unninn fyrirfram, en það kann aldrei góðri lukku að stýra að vanmeta andstæðinginn. Jón Karlsson lék ekki þennan leik með liðinu, þar sem hann dvelur erlendis um þessar mundir, og ekki er ósennilegt að það hafi ráðið úrslitum, þar sem Haukun- um reyndist furðu auðvelt að stöðva aðalskyttur Valsliðsins: Guðjón, Jón Pétur og Gunnar. Var jafnan gengið vel fram í þá, Ingimar Haraldsson var Valsmönnum oft erfiður í leiknum á sunnudaginn. Eftir sendingu Eliasar stekkur hann þarna inn f teiginn og skorar. Steindór og Guðjón hafa orðið of seinir til varnar. LIÐHAUKA. Gunnar Einarsson 3 Svavar Geirsson 2 Ingimar Haraldsson 3 Stefán Jónsson 2 Guðmundur Haraldsson 2 Hörður Sigmarsson 2 Sigurgeir Marteinsson 2 Elías Jónason 3 Jón Hauksson 1 Þorgeir Haraldsson 2 Ölafur Ólafsson 1 LIÐ VALS: Olafur Benediktsson 2 Gunnsteinn Skúlason 1 Bjami Guðmundsson 1 Guðjón Magnússon 2 Steindór Gunnarsson 3 Stefán Gunnarsson 2 Jóhann Ingi Gunnarsson 2 Jón Pétur Jónsson 2 Gunnar Björnsson 2 Jóhannes Stefánsson 2 Þorbjörn Guðmundsson 2 DOMARAR: Gunnlaugur Hjálmarsson og Jón Friðsteinsson 3 LIDFH. Birgir Finnbogason 1 Guðmundur Sveinsson 1 Sæmundur Stefánsson 2 Guðmundur Á. Stefánsson 1 Gils Stefánsson 2 Arni Guðjónsson 1 Jón Gestur Viggósson 1 Geir Hallsteinsson 2 Andrés Kristjánsson 2 Viðar Símonarson 3 Þórarinn Ragnarsson 2 Oiafur Magnússon 1 LIÐ VIKINGS: Rósmundur Jónsson 2 Magnús Guðmundsson 2 Olafur Jónsson 3 Skarphéðinn Oskarsson 2 Sigfús Guðmundsson 1 Páll Björgvinsson 3 Erlendur Hermannsson 1 Stefán Halldórsson 2 Viggó Sigurðsson 2 Björgvin Björgvinsson 2 DÖMARAR: Hannes Þ. Sfgurðsson og Karl Jóhannsson 3 FRAM: Guðjón Erlendsson 3 AndrésBridde 1 Pálmi Pálmason 3 Hannes Leifsson 2 Arni Sverrisson 1 Gústaf Björnsson 1 Sigurbergur Sigsteinsson 2 Pétur Jóhannsson 3 Arnar Guðlaugsson 1 Guðmundur Þorbjörnsson 1 Magnús Sigurðsson 2 Jón Sigurðsson 2 GRÓTTA: Guðmundur Ingimundarson 1 Stefán Stefánsson 1 Axel Friðriksson 2 Georg Magnússon 1 Halldór Kristjánsson 1 Arni Indríðason 2 Magnús Sigurðsson 2 Kristmundur Árnason 1 Björn Pétursson 2 Björn Magnússon 1 Hörður M. Krist jánsson 1 Gunnar Lúðvfksson 1 DÓMARAR: Kristján Örn Ingibergsson og Kjartan Steinbaeh 3 ÞRÖTTUR: Marteinn Arnason 3 Sveinlaugur Kristjánsson 2 Trausti Þorgrímsson 2 Gunnar Gunnarsson 1 Halldór Bragason 3 Erling Sigurðsson 1 Jóhann Frfmannsson 1 Friðrik Friðriksson 3 Björn Vilhjálmsson 1 Kristján Sigmundsson 2 Konráð Jónsson 2 Bjami Jónsson 2 ÁRMANN: Ragnar Gunnarsson 1 Olfert Nábv j Björn Jóhannesson 3 Grétar Árnason l Ilörður Harðarson 2 Pétur Ingólfsson 1 Jón Astvaldsson 1 Friðrik Jóhannsson 2 Hörður Kristinsson 1 Egill Steinþórsson 1 Jens Jensson 2 DOMARAR: Sigurður Hannesson og Gunar Gunnarsson 2 og þeim ekki gefin færi á að stökkva upp og skjóta. Lentu Valsmenn oft í hálfgerðum vand- ræðum er Haukarnir höfðu stöðv- að þessa leikmenn, og yfirleitt virtist sem mótlætið frá byrjun hefði slæm áhrif á Valsliðið sem aldrei náði að rífa sig verulega upp. Varnarleikur liðsins var einnig í hálfgerðum molum. Kom- ið var fram á móti skyttum Haukaliðsins og stór göt skilin eftir þar sem línumenn Hauk- anna stóðu lítt valdaðir og eins áttu Valsmennirnir í miklum erf- iðleikum með hornin, en Hauk- arnir nýttu vel breidd vallarins í leiknum og létu knöttinn ganga út í hornin, en þaðan skoraði Þor- geir Haraldsson tvö mörk snemma í leiknum. Urslit þessa leiks hljóta að gefa andstæðingum Valsliðsins byr undir vængi. Það er séð að Vals- liðið er ekkert övinnandi virki. En eins hljóta úrslit leiksins að vekja Valsmenn til umhugsunar og varúðar í þeim leikjum sem þeir eiga eftir. Það hefur áður •séð að Valsmenn hafa verið komnir með unnið mót, en tapað því síðan — sennilega á of mikilli sigurvissu. — stjl. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 19 STAÐAN StaSan f 1. deild íslandsmótsins i handknattleik er nú þessi: Valur 9 6 1 2 173:139 13 Haukar 10 5 2 3 189:173 12 FH 9 5 0 4 194:179 10 Fram 10 4 2 4 167:163 10 Þróttur 10 4 2 4 190:188 10 Víkingur 9 5 0 4 188:186 10 Ármann 10 3 1 6 162:211 7 Grótta 9 2 0 7 156:180 4 Markhæstu leikmennirnir i mótinu eru eftirtaldir: Viðar Sfmonarson var sá FH-ingur sem helzt stóð uppúr i leiknum við Vfkinga á sunnudagskvöldið. Þarna hefur hann misst jafnvægið, eftir að Viggó hefur ýtt við honum, en Geir og Björgvin fylgjast með framvindu mála. Loks svolitlir meistarataktar hiá Víkingi og það nægði til 23—20 signrs jfir FH-ingnm Fallið blasir við Gróttu ÍSLANDSMEISTARAR Vfkings sýndu loks sitt rétta andlit er þeir báru sigurorð af bikarmeisturum síðasta árs, FH-ingum á heimavelli þeirra í lþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið. Vfkingarnir höfðu yfirhöndina lengst af f þessum Ieik og þriggja marka sigur þeirra 23—20 var sízt of stór, ef miðað er við gang leiksins. Náði Vfkingsliðið öðru hverju ágætum leikköflum, og vörn þess var með allra bezta móti, jafnvel þótt mörk FH-inga yrðu 20. Mesti munurinn var þó að markvarzla FH-inga í leik þessum var lengst af á algjörum núllpunkti og um tíma virtist nóg fyrir Vfkingana að hitta markið — allt lá inni. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleiknum að Birgir Finnbogason fór að verja skot og skot og náðu FH-ingar þá að jafna f stöðunni 16—16. En þegar Vfkingar komust svo aftur yfir höfðu FH-ingar ekki til að bera yfirvegun og ró til þess að ná aftur að jafna. Það átti að gera helzt tvö mörk f hverri sókn sem ekki mátti taka nema andartaksstund. Björgvin Björgvinsson lék nú sinn fyrsta leik með Víkingslið- inu. Hann var ekki áberandi í leiknum, enda virtist sem hinir nýju félagar hans kynnu ekki á hann. Nokkrum sinnum náði Björgvin að hlaupa sig frían, en fékk þá aldrei knöttinn. Aðal- styrkur hans fyrir hið nýja lið hans lá i þvi að FH-ingarnir voru greinilega mjög hræddir við hann. Batt Björgvin algjörlega einn mann í vörninni, og auðveld- aði það félögum hans að komast í skotfæri og nýta þau. Ekki er á því vafi að Björgvin kemur til með að verða Víkingsliðinu gífur- lega mikill styrkur í framtíðinni. Leikurinn á sunnudagskvöldið bauð upp á mikil átök, og oft óþarflega grófan leik. Þetta var leikur sem hefði farið í vitleysu, hefðu dómararnir ekki tekið hann jafn föstum tökum og raun bar vitni. Þó fannst manni á stundum að þeir Karl og Hannes hefðu mátt taka fastar á olnbogaskotum og hrindingum sem gengu leikinn út. Sem fyrr greinir var unnt að merkja að meiri baráttukraftur og leikgleði var hjá Víkingunum í þessum leik en oft áður i mótinu í vetur. Hraði var góður i spili liðsins og sömuleiðis ógnun við vörnina. Helzti gallinn i sóknar- leik Víkinganna í leiknum var sá að hornin voru oftast látin algjör- lega ónotuð og þá sjaldan að knött- urinn gekk þangað út var ekki gerð tilraun til þess að fará inn. Þetta auðveldaði FH-ingum vörn- ina verulega, og var oft mikill mannsöfnuður samankominn á vallarmiðjunni þar sem hver reyndi að ryðja öðrum úr vegi. Eins og svo oft áður var það Páll Björgvinsson sem var drýgst- ur þeirra Víkinga, ákveðinn og fljótur að átta sig á þeim mögu- leikum sem buðust. Olafur Jóns- son kom á óvart i leiknum, en þar er á ferðinni athyglisverður leik- maður sem er að öðlast trú á sjálfum sér og er farinn að þora að gera hluti upp á eindæmi. FH-liðið þarf ekki að vænta mikils árangurs fyrr en mark- varzla þess'er komin í betra horf en er um þessar mundir. Það er hreint ekki nóg að skora fjölda marka í hverjum leik, ef andstæð ingarnir skora fleiri. Einhvern veginn hefur FH-liðið ekki náð því út í vetur sem augljóslega býr í því, ogekkierhægtaðsegja að liðið leiki af miklu skipulagi. Sóknarleikurinn byggist fyrst og fremst á einstaklingsframtaki og það er því undir hælinn lagt hver árangurinn verður. Að þessu sínni var Viðar Símonarson einna drýgstur FH-inga í sóknarleikn- um, en sleppti nokkuð í gegnum sig í vörninni. Geir Hallsteinsson var með daufara móti, en Víking- ar höfðu líka sérstaka gát á hon- um og reyndu að stöðva hann tímanlega. Reyndi Geir töluvert að skjóta í leiknum, en kom ekki út með góða nýtingu. Línumenn FH-inga eru einnig um of rólegir í stöðum sínum. Standa þar mikið í sömu sporum og bíða eftir því að eitthvað gerist sem gefi þeim möguleika í stað þess að vinna fyrir þeim og aðstoða einnig skytturnar við að opna vörnina. — stjl. Friðrik Friðriksson, Þrótti 64 Páll Björgvinsson, Víkingi 59 Pálmi Pálmason, Fram 58 Hörður Sigmarsson, Haukum 51 Viðar Símonarson, FH 44 Þórarinn Ragnarsson, FH 43 Geir Hallsteinsson, FH 42 Björn Pétursson, Gróttu 41 Elias Jónasson, Haukum 41 Næstu leikir f 1. deildinni verða annað kvöld. Þá leikur Grótta við Víking og síðan FH gegn Val. Leikið verður i íþróttahúsinu i Hafnarfirði og hefst fyrri leikurinn klukkan 20.00. ÞAÐ ER ekki burðugur hand- knattleikur sem leikmenn Gróttu ieika þessa dagana. Varnarleikur- inn sem gatasigti og sóknarleik- urinn með eindæmum fálm- kenndur. Hvað veldur er ekki gott að segja, en áhugi leikmann- anna virðist talsvert minni nú, en er liðið kom upp 1 1. deild fyrir 2 árum. Nú blasir fallið við Gróttu- liðinu og leikur þess á laugar- daginn gegn Fram var ekki til að gera vonir stuðningsmanna liðs- ins glæstari. Framararnir unnu sannfærandi sigur 26:17, en leiddu þó ekki nema með einu marki 1 leikhléi, 11:10. Seinni hálfleikinn unni Framararnir þvf 15:7. Leikur þessi var jafn framan af. Staðan t.d. 7:7 er fyrri hálfleikur- inn var rúmlega hálfnaður. Þá skoruðu Framarar 4 mörk í röð, en tókst samt ekki að hrista Gróttumennina af sér, þvi þeir svöruðu fyrir sig með 3 sfðustu mörkum hálfleiksins. Björn Pét- ursson byrjaði svo seinni hálfleik- inn á því að jafna 11:11 en eftir það var ekki heil brú i leik Gróttu. Fram skoraði nú 6 mörk i röð og staðan breyttist í 17:12. Þar með var reyndar gert út um leik- inn, en Framarar notfærðu sér það sem eftir var til að auka bilið enn á milli liðanna. Gróttuleikmaður á auðum sjó aldrei þessu vant. Til vinstri á myndinni eru þeir Björn Pétursson og Sigurbergur Sigsteinsson. I byrjun seinni hálfleiksins varði Guðjón Erlendsson sérstak- lega vel, auk þess sem vörn Fram- aranna vann mjög vel saman, en í fyrri hálfleiknum var hins vegar mun meira los á varnarleiknum. Sóknarleikur Framáranna var líf- legur að þessu sinni, skytturnar stöðugt ógnandi og línumennirnir hreyfanlegir. Leikaðferðir Fram- aranna gengu betur upp í þessum leik en áður í vetur, þó þær nýtt- ust reyndar ekki allar vegna klaufaskapar þegar komið var i dauðafæri. Svo virðist sem Fram- liðið sé að ná sér á strik, en það verður þó að segjast eins og er að erfitt er að meta raunverulega getu liðsins eftir þessum leik. Áður er minnst á Guðjón Er- lendsson og frammistöðu hans, en auk hans er sérstök ástæða til að nefna dugnaðarforkinn Pét- ur Jóhannsson, sem bindur vörn Framliðsins vel saman, blokkerar vel fyrir skytturnar í sókninni og auk þess sem hann skoraði lagleg mörk að þessu sinni. Pálmi Pálmason er sennilega öruggasta vitaskyttan i islenzkum hand- knattleik um þessar mundir og í leiknum við Gróttu gerði hann 7 mörk úr vítaköstum. Gróttuliðið virðist standa á timamótum. Við liðinu tók fyrir skömmu nýr þjálfari og með nýj- um mönnum koma ævinlega nýir siðir. Auk þess er ekki fjarri lagi að álíta að þeir menn sem komu Gróttu á mettíma upp í 1. deild eftir að hafa áður leikið með ýms- um öðrum félögum, séu að þreyt- ast á baráttunni. I leiknum við Fram var það varla nokkur leik- maður liðsins sem lék eins og hann bezt getur og barátta leik- manna liðsins var ótrúlega lítil í seinni hálfleiknum miðað við þá slæmu stöðu sem liðið er nú í í 1. deildinni. Ef ekki verður stór breyting á leik Seltjarnarnesliðs- ins virðist liðið dæmt til að falla niður i 2. deild. Dómarar þessa leiks voru þeir Kristján Örn Ingibergsson og Kjartan Steinbach. Stóðu þeir sig allvel, voru sjálfum sér sam- kvæmir og gerðu litið af vitleys- um. — áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.