Morgunblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
14
IMtiíymiIiIfifeifr
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Elzta samfélagsskip-
an hins forna þjóðveld-
is voru hrepparnir, sem
mynduðu byggðaeiningar.
Ein af frumskyldum þeirra
var bótaskylda. Þegar bú-
smali féll með óeðlilegum
hætti eða bæjarhús
brunnu, þá skyldu allir
hreppsbændur undir tjóni
rísa. Sennilegt er, að þarna
sé aó finna fyrsta vísi
trygginga meðal norrænna
manna. Síðan hafa margs
konar samtryggingar þró-
azt í menningarþjóðfélög-
um. Með Viðlagatryggingu
íslands, sem nær til tjóna-
bóta af völdum náttúru-
hamfara, og er varanlegt
framhald Viðlagasjóðs,
sem settur var á fót eftir
eldgos í Heimaey, er stigið
nýtt og merkilegt spor í
tryggingamálum þjóð-
arinnar. í því efni er byggt
á nærtækri reynslu, sem
náði til tveggja blómlegra
byggða, Vestmannaeyja og
Neskaupstaðar, og tjóna af
völdum elds og íss.
Lögin um Viðlagatrygg-
ingu íslands voru afgreidd
frá Alþingi í maímánuði á
sl. ári. Þau voru því ekki
eins árs er þriðja stóra
áfallið af völdum náttúru-
hamfara ríður yfir þjóðina,
nú í Þingeyjarsýslu norð-
ur, er iítið byggðarlag,
Kópasker, varð illa úti af
völdum jarðhræringa.
Matthías Bjarnason,
tryggingaráðherra, sem
forgöngu hafði um setn-
ingu laganna um Viðlaga-
tryggingu íslands, sótti
byggðarlagið heim, um
helgina, skoðaði vegsum-
merki og kynnti sér af
eigin raun bæði orðið tjón
og óskir íbúanna. Að
athuguðu máli leggur hann
ríka áherzlu á skjóta upp-
byggingu byggðarlagsins
og tjónabætur að því
marki, sem viðkomandi lög
frekast leyfa. Hér verður
því brugðizt við með sama
hætti og í hinum fornu
hreppum landsins. Þegar
alvarleg tjón verða, þá
skulu allir landsmenn
undir rísa.
I grein í Morgunblaðinu
15. janúar sl. segir Sigurð-
ur Þórarinsson, jarðfræð-
ingur: „Enn einu sinni
hefur land okkar minnt á,
að það er land náttúruham-
fara. Á rösklega einu ári
höfum við orðið að þola
stórtjón af völdum snjó-
flóða, ágangs sævar, jarð-
skjálfta, og jarðeldur hef-
ur látið á sér bæra. Ekki er
séð fyrir, hvað úr kann að
verða. Ekki tjóir að æðrast,
en ráð er að læra sem mest
við megnum af þessum
dýru lexíum.
Sitt hvað höfum við lært
af náttúruhamförum síð-
ustu ára og er tilkoma Al-
mannavarna þar merkasti
áfanginn. Þær þarf að efla.
Viðlagatryggingin er
annað spor í rétta átt.“
Sigurður Þórarinsson
leggur fyrst og fremst
áherzlu á tvennt, varðandi
jarðskjálftana nyrðra, sem
rétt er að undirstrika nú
þegar. í fyrsta lagi, að hér
sé um einstæðar upplýsing-
ar að ræða varðandi svo-
kallaða landrekskenningu,
sem ofarlega sé á baugi
með jarðvfsindamönnum. 1
því efni þurfi að tryggja
sérfræðingum okkar fé og
tíma til ítarlegrar úr-
vinnslu þeirra marghátt-
uðu upplýsinga, sem safn-
azt hafi. í öðru lagi þurfi að
draga sem mestan
praktískan lærdóm af
þessum jarðskjálftum, og
þá einkum af áhrifum
þeirra á byggingar af ýmsu
tagi, m.a. með hliðsjón af
strangari reglum um styrk-
leika bygginga á hættuleg-
ustu jarðskjálftasvæðum
okkar. Bendir hann á, að á
sama tíma sem „nær dragi
næstu sterku jarðskjálft-
um á Suðurlandsundir-
lendinu fjölgi þar húsum
hlöðnum úr vikursteini" og
spyr, hvort ekki sé áfátt í
öðru um styrkleika sumra
húsa á þessu svæði, t.d.,
hvort nægjanlegt tillit sé
tekið til jarðskjálftahættu í
sambandi við gerð milli-
veggja.
Sigurður minnir á, að
senn séu 17 ár liðin síðan
hann, Sigurður Thorodd-
sen og Eysteinn Tryggva-
son birtu í Tímariti Verk-
fræðingafélags íslands
greinargerð um jarð-
skjálftahættu á íslandi, þar
sem landinu er skipt í
svæði, með tilliti til slíkrar
hættu. Slíka skiptingu
megi gera mun nákvæmari
nú og setja jafnhliða við-
eigandi reglur um styrk-
leika bygginga gagnvart
jarðskjálftum, er byggðar
yrðu á nú fyrirliggjandi
upplýsingum um jarð-
skjálftahættu. Minnir
Sigurður í þessu sambandi
á orð, er gamall maður hafi
til sín mælt eftir jarð-
skjálftana á Dalvík 2. júní
1935: „Það er nú ekki alltaf
Guði að kenna ef ólukkan
skeður.“
Ástæða er til að fagna
því, sem í rétta átt hefur
miðað, bæði með tilkomu
Almannavarna og Viðlaga-
tryggingar, og stórum hópi
sérhæfðra vísindamanna
okkar á þessu sviði. Sam-
hliða þarf að fylgja enn
betur eftir fyrirbyggjandi
ráðstöfunum, byggðum á
tiltækri reynslu og þekk-
ingu. Morgunblaðið vekur
athygli á ábendingum
Sigurðar Þórarinssonar,
jarðfræðings, og hvetur til
þess, að þeim verði nægur
gaumur gefinn. „Ekki er
ráð nema í tíma sé tekið.“
Ekki er ráð nema í
tíma sé tekið
THE OBSERVER THE OBSERVER ,£&& THE OBSERVER iSfe THE OBSERVER ,£&&. THE OBSERVER
Indira Gandhi bætist í hóp and-
stæðinga Amnesty International
AMNESTY International, sam-
tök sem eru upprunnin í Lond-
on og hafa það að markmiði að
fvlgjast með pólitískum föng-
um um allan heim. hafa átt
undir högg að sækja hjá ýms-
um þekktum stjórnmálaleið-
togum, og nú hefur Indira
Gandhi, forsætisráðherra Ind-
lands, bætzt í þann hóp.
Frú Gandhi hefur ásakað
samtökin, sem og Socialist Int-
ernational sem er fulltrúi lýð-
ræðislegra sósíalistaflokka um
heim allan, fyrir að láta sig
engu skipta manndráp í ríkjum
undir beinni einræðisstjórn og
beina aðeins skeytum sínum
gegn þeim ríkjum, þar sem fólk
er haft í haldi, eins og nú hefur
gerzt varðandi Indland.
Með þessu skipaði forsætis-
ráðherra Indlands sér á bekk
með John Vorster, forsætisráð-
herra Suður-Afríku, þjóðarleið-
toga Uganda, Idi Amin, undir-
tyllum Francos á Spáni og her-
foringjunum, sem til skamms
tíma réðu fyrir Grikklandi. All-
ir þessir menn hafa beint ná-
kvæmlega sams konar gagnrýni
að Amnesty International.
Þeir þjóðarleiðtogar, sem
sætt hafa gagnrýni samtakanna
grípa til þess ráðs að brigzla
þeim um hlutdrægni til þess að
komast hjá því að gefa mark-
tæk svör við því, sem á þá er
borið vitaskuld er þetta auð-
veldasta leiðin. En hún er eigi
að siður afar fáránleg og ber
vott um vanþóknun viðkomandi
aðila á mikilsverðum árangri,
sem samtökin hafa náð á 15 ára
starfsferli sínum. Amnesty ber
að þakka það, að fjölmargir
pólitískir fangar hafa verið
látnir Iausir, og samtökin eru
ekki síður mikilsverð fyrir það,
að þau kosta kapps um að beina
athygli að örlögum pólitískra
fanga, sem oft eru hafðir I haldi
með leynd um langt skeið.
Samkvæmt síðustu skýrslu
Amnesty International, sem ný-
lega hefur verið birt, eru það
hvorki meira né minna en 107
ríki, sem gert hafa sig sek um
að troða fótum mannréttindi.
Meðal þessara ríkja má nefna,
Sovétríkin, Uganda, Suður-
Afríku, Spán og Bretland, þ.e.
Ulster, Pakistan, Sri Lanka,
Indónesía, Ródesía, Chile og
Brazilía.
Formaður framkvæmdanefn-
IndiraGandhi
ar Amnesty International,
Þjóðverjinn Dirk Boerner, hef-
ur látið þau orð falla, að enda
þótt flest aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna undirriti Alþjóð-
lega yfirlýsingu um mannrétt-
indi, virði leiðtogar margra
eftir
Colin Legum
þeirra þau aðeins I orði, en ekki
á borði.
I skýrslunni eru sérstaklega
tilgreind Suður-Afríka, Sovét-
rfkin, Uganda og Spánn og eru
þessi ríki sögð vanvirða mann-
réttindi I hróplega ríkum mæli.
Ennfremur er mikið fjallað
um ástandið I Indónesíu, en þar
hafa rúmlega 55.000 manns ver-
ið hafðir I haldi sl. áratugi án
þess að dómar hafi verið yfir
þeim kveðnir.
I skýrslunni er einnig bent á,
að stjórnvöld i Afríkuríkjum
láti pólitiska andstæðinga sína
sæta síversnandi meðferð, og á
þetta bæði við Afríkuríki, þar
sem hvítir menn fara með völd,
og þar sem þeldökkir menn
ráða ríkjum. Til að mynda
munu 250 manns vera hafðir I
haldi án dóms og laga I Ródes-
íu. Ástandið er einnig slæmt I
Suður-Afríku, en ekki síður I
löndum eins og Uganda, Chad,
Zansibar, Karmerún og Búr-
undi.
Amnesty gagnrýnir lög sem
lúta að samsæri I Bretlandi og
hefur óskað eftir tryggingu fyr-
ir því að lögum um varnir gegn
hryðjuverkastarfsemi verði
ekki misbeitt en það á einkum
við um ástandið I Ulster um
þessar mundir. 6 mál, sem
snerta Ulster, eru til rannsókn-
ar hjá samtökunum.
Á vegum samtakanna eru
starfandi félagsdeildir í mörg-
um löndum, þar á meðal Sovét-
ríkjunum, en forsvarsmenn
rússnesku Amnestydeildarinn-
ar hafa sætt vaxandi gagnrýni
og þrýstingi af opinberri hálfu
um rúmlega eins árs skeið.
Það er meiriháttar vindhögg,
sem frú Gandhi slær, þegar hún
leitast við að bera af sér ámæli
samtakanna meðþvíaðbenda
þeim á ýmislegt sem miður fer
á öðrum bæjum. En ekki nóg
með það, heldur virðist hún
með öllu hafa gleymt málstað
þeim, sem kunnir Indverjar, og
þar á meðal faðir hennar, hafa
barizt fyrir, og Amnesty Inter-
national hefur nú gert að sínum
með umtalsverðum árangri.