Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976 5 i Krummar ásœlast heimilismjólkina Bæ, Höfðaströnd — 22. januar HÉR er nokkuð óstillt en þó ekki teljandi fönn, og greiðfært um alla vegi. Nú strax í byrjun þorra byrja þorrablótin, sem verða sjálfsagt um hverja helgi þorrann út. Flestir mjólkurinnleggjend- ur, sem leggja mjólk i samlag á Sauðárkróki, fá sína heimilis- mjólk þaðan aftur. Er hún send í 10 lítra kössum, sem mjólkur- bílstjórarnir skilja eftir á brúsapöllunum. Heimilishrafnar hafa eflaust með sér sin neytendasamtök og góð sambönd sín á milli, því að mikið fer í vöxt að þeir höggvi göt á mjólkurkassana og drekki jafnvel allt innihaldið. Þeir krunka náttúrulega glaðlega og eru ánægðir yfir þessum gæða- drykk. Fundizt hafa jarðskjálfta- kippir hér eins og víðar en ekki þó neitt sem orð er á gerandi. Náttúrulega er helzta umræðu- efniefni fólks hér um slóðir jarðskjálftarnir og landhelgis- deilan. Alþingismenn halda nú fundi, sem eru vel þegnir þótt misjafnlega vel séu þeir sóttir. — Björn. Þjóðháttafræði: Stefnt að rannsókn um allt land næsta sumar UNDANFARIÐ hafa staðið yfir miklar umræður, einkum innan Háskóla Islands, um nýtt átak í söfnun þjóðlífsfræða. Hefur all stór hópur fólks sýnt þessu máli áhuga. Var í þessu tilefni haldinn 1. Svæðisrannsókn. Er nú starfandi nefnd, sem mun skipu- leggja þetta starf. 2. Hvetja gamalt fólk til aó skrifa. Ýmsar hugmyndir eru um framkvæmd þessa atriðis. Er mjög mikilvægt að fá sem gleggstar lýsingar á þjóðháttum hjá þessu fólki. 3. Uttekt gerð á ákveðnu sviði þjóðháttafræðinnar. Munu stúd- entar í sagnfræði og þjóóhátta- fundur í lok s.l. árs. Var þar ákveðið að stefnt skvldi að slíkri söfnun hér á landi næsta sumar. Verður unnið skv. þremur aðferðum: fræði vinna að þessu verkefni. Hafa þeir nú lagt fram tillögur um hvernig standa skuli að þessu verkefni. Fyrirhugað er að starfið fari fram í samvinnu við þjóðhátta- deild þjóðminjasafns Islands. Er stefnt að því, að vinna að úttekt- 'inni í öllum sýslum landsins á komandi sumri. Verður tekið fyrir afmarkað svið þjóðhátta- fræðinnar, þar sem alhliða söfnun yrði of viðamikil og krefst mikillar kunnáttu og reynslu. Er því talið hagkvæmara að vinna að afmörkuðu sviði á hverju ári í senn. Vmis vandamál eru þó i veginum. Er fyrirhugað að leita til stofnana og félaga, bæði á landsbyggðinni og á stór- Reykjavíkursvæðinu um aðstoð. Einnig þarf að útvega farartæki, hljóðritunartæki, húsnæði o.fl. Starfshópur stúdenta. F.v. Kristjana Kristinsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Guðrún Magnúsdóltir, Asmundur Sv. Pálsson, Arni Arnason og Frosti Fífill Jóhannsson. Ljósm. Mbl. Friöþjoiur. Ib Westman, yfirmatreiðslumaður, með sýnishorn af þorraréttum Nausts. Þorrablótið hefst í Nausti í dag HIÐ árlega þorrablót hefst í Nausti í dag og er þetta 1S. árið í röð, sem veitingahúsið býður gestum sfnum upp á þorramat í trogum. Þorrablótinu lýkur á þorraþræl, sem er nú 21. febrúar. 1 þorratrogi Nausts eru 15 tegundir af þorraréttum, svið, smjör, hvalur, hákarl, blóðmör, rúgbrauð, flatkökur, hangikjöt, rófustappa, sviðasulta, sels- hreifar, lundabaggar, bringu- kollar og hrútspungar. Úskammtað er í trogin og geta gestir fengið ábót að vild. Verðið á þorratroginu er nú 2.250 krónur með þjónustu- gjaldi. Þorratrog Nausts hefur notið mikilla vinsælda og eru orðin hefð í bæjariífinu. Eru forráða- menn veitingahússins ákveðnir i að halda þeirri hefð við. Allur súrmatur er útbúinn i Nausti og hóf Ib Westman og starfsfólk hans undirbúning- inn að þorrablótinu sl. október. - ■ :• " 'OÐUM 10% AF af öllum vörum I verzl- unum okkar tll mánaðarmóta Sími frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.