Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 18
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976
17
Lánsfjáráætlun — merk nýjung:
„Varanleg fram-
för í íslenzkri
efnahagsstjórn”
— segir fjármálaráðherra
Ein merkasta nýjungin í stjórnun efnahagsmála er
gerð sérstakrar lánsfjáráætlunar fyrir árið 1976, sem
lögð var fram á Alþingi í desembermánuði sl. Þar er
gefið heildaryfirlit yfir þróun lánamarkaðar innan-
lands og heildarlántökur erlendis. Er Ijóst, að þessi
áætlun verður mikilvægt tæki í viðureigninni við
verðbólguna, þar eð útlán innlánsstofnana, fjárfest-
ingarsjóða, erlendar iántökur ýmissa aðila og lántök-
ur hins opinbera geta haft mikil áhrif á verðbólgu-
vöxtinn.
1 lánsfjáráætlun ársins 1976 er gert ráð fyrir að
nettóaukning lána á árinu verði 16.5% minni en á
liðnu ári. Á þessi lækkun öll að koma fram í minni
lánum til opinberra aðila.
Þá er stefnt að því að lausafjárstaða innlánsstofnana
gagnvart Seðlabankanum versni ekki á árinu, en hún
batnaði mjög verulega á sl. ári, miðað við þróunina
1974. Útlánaaukning bankakerfisins var um 20% á
liðnu ári en gert er ráð fyrir 14.5% aukningu í ár.
Samkvæmt lánsfjáráætluninni er stefnt að miklum
samdrætti í útlánaaukningu fjárfestingarsjóða en
hún varð um 60% á sl. ári, og er einn af þeim þáttum
efnahagslífsins, sem mest hafa farið úr skorðum. Er
áætlað að útlán fjárfestingarsjóða aukist ekki nema
um 13% á árinu. Ennfremur er gert ráð fyrir að
nettóaukning erlendra lána verði um 10 milljarðar í
stað 13 milljarða á sl. ári. Lánsfjárþörf ráðuneyta og
stofnana vegna framkvæmda, er talin nema um 9.7
milljörðum á árinu.
Aðhaldssemi í útlánum í ár má bezt sjá af því, að
lántökur opinberra- og einkaaðila eru áætlaðar 33.4
milljarðar en námu 40.2 milljörðum króna á sl. ári.
Þá er stefnt að því að bæta gjaldeyrisstöðuna með
mjög aðhaldssamri stefnu í peningamálum, einkum í
viðskiptum ríkissjóðs við Seðlabankann. Gert er ráð
fyrir því að ríkissjóður endurgreiði Seðlabankanum
800 milljónir króna af lánum frá fyrri árum og a.m.k.
600 m.kr. frá sl. ári. í heild er stefnt að því að
útstreymi úr Seðlabankanum verði mun minna í ár en
undanfarin ár.
Ætlunin er að aðlaga fjármál ríkis og sveitarfélaga
breyttum aðstæðum á árinu 1976, og hamla gegn
verðbólguvexti með því m.a. að herða aðhald og
eftirlit í þeim tveimur þáttum efnahagskerfisins, sem
þar eiga nokkurn hlut að máli, ríkisfjármálin og útlán
fjárfestingarsjóða. Verulegur árangur náðist í barátt-
unni gegn verðbólgunni og til að fyrirbyggja atvinnu-
leysi á síðari hluta liðins árs, bæði með stjórnunarað-
gerðum og hófsömum kjarasamningum.
I ræðu Matthíasar Á. Mathiesen, fjármálaráðherra,
um lánsfjáráætlunina, sagði hann m.a.:
„Þess er vænzt, að lánsfjáráætlunin reynist varan-
leg framför í íslenzkri efnahagsstjórn. Augljóst er, að
farsæl framvinda efnahagsmála er undir því komin,
að lánamálin í heild verði tekin föstum tökum. Þar
skiptir meginmáli þegar til lengri tíma er litið, að
útgjöldum þjóðarinnar verði haldið innan þeirra
marka, sem tekjurnar setja, og verulega sé dregið úr
erlendum lántökum. Með lánsfjáráætluninni hefur
verið mótuð stefna í lánamálum fyrir árið sem fer í
hönd (1976). Frá henni verður ekki hvikað nema ný
og gjörbreytt viðhorf kalli á formlega endurskoðun.“
Hlutfallsleg skipting
tekna og gjalda ríkissjóðs:
Söluskattur drýgst
ur tekjupóstur —
tryggingakerfið
langstærstur
útgjaldaliður
A — Hvern veg verða tekjur ríkissjóðs til?
Hlutfallsleg skipting ríkissjóðstekna.
hvermveg verÐa tekjur
A —
Skýringar við tekjuhlið fjár-
laga (mvnd):
I. Beinir skattar eru þrenns
konar: persónuskattar
(2.078.500 þ.), eignaskattar
(1.021.520 þ.) og tekjuskattar
(6.866.700 þ). Samtals og
brúttó nema þeir 16,52% af
heildartekjum rikissjóðs 1976
skv. fjárlögunum.
II. Langstærsti tekjuliður
fjárlaga er söluskattur
(21.430.000 þ.) eða 35.5% af
heildartekjum ríkissjóðs. Sam-
tals nema skattar af vörum og
þjónustu 41.31% heildartekna.
Sé öðrum óbeinum sköttum
bætt við, þ.e. gjöldum af inn-
flutningi, sköttum af fram-
leiðslu, hagnaði af ATVR (þ.e.
öðrum tekjupóstum en beinum
sköttum og ýmsum tekjum),
nema óbeinir skattar samtals
rúmum 82% heildartekna ríkis-
sjóðs á árinu 1976.
III. Tekjupósturinn arðgjöf
og ýmsar tekjur spannar sektir
til rikissjóðs, arðgjöf af hluta-
bréfum, tekjur af Keflavíkur-
flugvelli og fríhöfn og er 1.18%
ríkissjóðstekna eða rúmar 700
milljónir króna.
B — Hvernig er tekjum ríkissjóðs varið?
Hlutfallsleg skipting ríkisútgjalda:
b —
Skýringar við gjaldahlið:
I. Færður er saman kostn-
aður við Alþingi, forsetaem-
bættið og forsætisráðuneytið.
Með forsætisráðuneyti telst:
Þjóðhagsstofnun, Húsameistari
ríkisins, Þjóðgarður á Þing-
völlum og Þingvallanefnd og
framlög í byggðasjóð.
II. Með Menntamálaráðu-
neyti telst: Háskóli Islands,
Raunvísindastofnun háskólans,
Tilraunastöðin að Keldum,
Orðabók háskólans, Stofnun
Árna Magnússonar, Náttúru-
fræðistofnun Islands, Rann-
sóknaráð ríkisins, Fræðslu-
myndasafn ríkisins, Ríkisút-
gáfa námsbóka, Iðnfræðsluráð,
Landsbókasafn, Þjóðminjasafn,
Þjóðskjalasafn, flest listasöfn,
náttúruverndarráð, sinfóníu-
hijómsveit skólakerfið í heild
og fjöldi ótaKnna stofnanna.
III. Undir utanríkisráðuneyti
heyrir: Varnarmáladeild, lög-
reglustjórinn á Keflavíkurflug-
velli, öll sendiráð erlendis,
fastanefndir hjá Sameinuðu
þjóðunum, Nato, og Efta og
ýmsar alþjóðastofnanir.
IV Kostnaður við land-
búnaðarráðuneyti spannar:
Jarðeignir ríkisins, Búnaðar-
félag Islands, Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins, Skógrækt
rikisins, Landgræðsluna,
Fóður- og fræframleiðslu að
Gunnarsholti, Landnám
ríkísins, sauðfjárveikivarnir
verðlagsnefnd landbúnaðarins,
Veiðimálaskrifstofu, embætti
yfirdýralæknis, bænda- og garð-
yrkjuskóla og sitthvað fleira.
V. Undir sjávarútvegsráðu-
neyti flokkast: Fiskifélag Is-
lands. Hafrannsóknastofnun,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, Framleiðslueftirlit sjávar-
afurða, Verðlagsráð sjávarút-
vegsins, Síldarverksmiðjur
ríkisins, Aflatryggingarsjóður
o.fl.
VI. Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið nær m.a. til eftirtalinna
stofnana: Hæstaréttar, Ríkis-
saksóknara, Sakadómaraem-
bættis, borgardómara og
fógeta, lögreglustjórans í
Reykjavík, allra bæjarfógeta-
og sýslumannsembætta,
Stjórnartíðinda, fangelsa og
vinnuhæla, bifreiðaeftirlits,
umferðarráðs, sjómælinga og
sjókortagerðar, löggildingar-
stofnunar og öryggiseftirlits.
Þá eu enn ótaldar tvær yfir-
gripsmiklar stofnanir: Þjóð-
kirkjan og landhelgisgæzlan.
VII. Með félagsmálaráðu-
neyti telst m.a.: Húsnæðis-
málastofnun rikisins, Bygg-
ingasjóður verkamanna, Skipu-
lagsstjóri, Brunamálastofnun
rikisins, styrktarsjóðir fatlaðra
og vangefinna, framlög til
Lánasjóðs sveitarfélaga, vinnu-
mál o.fl.
VIII. Heilbrigðis- og trygg-
ingarráðuneytið nær til: Trygg
ingastofnunar ríkisins, en
tryggingamál eru stærstur
gjaldaliður ríkisins ( kr.
17.803.500.000.— eða rétt tæp-
lega 30% ríkisútgjalda 1976)
ríkisspítalanna, landlæknisem-
bættis, heilbrigðiseftirlits ríkis-
ins, fjölda annarra heilbrigðis-
stofnana, ljósmæðraskóla,
þroskaþjálfaraskóla o.m.fl.
IX. Fjármálaráðuneyti:
Ríkisbókhald, ríkisfjárhirzla
embætti ríkisskattstjóra, allar
skattstofur í landinu, gjald-
heimtan, tollstjóri og tollgæzla
fasteignamatið, framkvæmda-
deild Innkaupastofnunar ríkis-
ins o.fl.
X. Samgönguráðuneyti:
Vegagerð ríkisins strandferðir,
rekstrarnefnd ríkisskipa, Vita-
og hafnarmálastofnun,
Siglingamálastofnun, P’lug-
málastjórn ríkisins, Veður-
stofan, sjóslysanefnd, flug-
björgunarsveitir, land-
mælingar, Ferðaskrifstofa
ríkisins o.fl.
XI. Með iðnaðarráðuneyti
telst: Iðnþróunarstofnun Is-
lands, Rannsóknastofnun
iðnaðarins, Rannsóknast. bygg-
ingariðnaðar, Lánasjóður
iðnaðarins, Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg, framlög til iðju og
iðnaðar, Orkustofnun,
Rafmagnseftirlit ríkisins,
Landsvirkjun, Jarðvarmaveitur
ríkisins, Orkusjóður, jarðhita-
leit o.m.fl.
XII. Undir viðskiptaráðu-
neytið heyrir m.a.: Niður-
greiðslur á vöruverði (kr.
4.968.000.000,— 8,2% ríkisút-
gjalda). Verðlagsskrifstofan,
RÍK/SSJÓOS T/L?
H/utfallslega slcipting
r»kissjóðstekna
M'u.falls/egsf.iptÍHg
""'sútgjalda.
B tekjum ríkissjóðs vario?
Hagstofa ísl
Ríkisendurskoðun
Fjárlaga- og hagsýslu
stofnun
Greiðsluyfirlit ríkissjóðs 1976:
Halli á lánahreyfingum 1,1
milljarður — Greiðsluaf-
gangur ríkissjóðs 371,7 m. kr.
Samkvæmt fjárlögum ársins 1 976 er greiðsluyfirlit ríkissjóðs í ár þannig:
TEKJUR: Þús. kr: Þús. kr.
Beinir skattar 9.966.700
Óbeinir skattar 50 375.690 60.342.390
GJÖLD:
Samneyzla 18 388 871
Neyzlu- og rekstrartilf 27 533.462
I -5- sértekjur 727 690 45.194.643
I Afgangur rekstrarliða 15.147.747
Fjárfesting 3 893.593
Fjármagnstilfærslur 9.769.015 13.662 608
Tekjur umfram gjöld 1.485.139
LÁNAHREYFINGAR INN:
Innlend veðbréfaútgáfa og
happdrættissk. br. v
norður- og austurvegar 1.400.000
Erlend lán v. Þorlákshafnar 225.000
Erl. lán v. hlutafjárframl.
i járnblendiverksmiðju 975.000
Erlend vörukaupalán 2.030.000
Önnur erlend lán 3 620.000
Innheimt af endurlánuðum
spariskirteinu m 1.520.000
Innheimtar afb. alm. lána 36.172 9.806.172
LÁNAHREYFINGAR ÚT:
Rafmagnsv. ríkisins, framkv 1.740.000
Sveitarafvæðing 150 000
Norðurlina 578.000
Krafla, stöðvarhús og vélar 2.778.000
Krafla, borholur, aðv. kerfi 730.000
Krafla, lína til Akureyrar
I og aðveitustöð 655.000
I Jarðboranir rikisins 40.000
I Járnblendiverksmiðja 975.000
Landh gæzlan v. flugv. kaupa 600.000
Verðjöfnunarsjóður (1975) 150.000
I Afborganir alm. lána ríkissjóðs 2.523.548 10.919.548
I Halli á lánahreyfingum 1.113.376
GREIÐSLUAFGANGUR 371.763
Jðn Arnason,
formaður, (s)
ticér
Gnnnarsson (K)
Jón Armann Karvel
Héóinsson (A) Pálmason (SFV)
Pálmi Lárus
Jónsson (S) Jónsson (S)
Ingvi
Tryggvason (F)
(■unnlaMgur
Finnsson (f)
Steinþér Þórarinn
Gestsson (S) Sigurjónsson (F)
Þeir skipa
fjárveit-
inganefnd
Alþingis
Dráttlist um
dægurmál:
r
Glfma fjármálaráðherra
„Ekki er
sopið
kálið . . .”
Jafnvel rfkisfjármálin,
sem eru ekki par gaman-
söm, allra sízt á erfið-
leikatímum, verða háð-
fuglum samtímans að
yrkisefni; einkum þeim,
sem fá útrás fyrir skop-
skyn sút í dráttlist um
dægurmál. Það er að vísu
á við sólarsýn að koma
auga á hið kankvísa bros
í tilverunni, en hin hlið-
in á málinu er því miður
sú, „að öllu gamni fylgir
nokkur alvara“.
Engum vafa er undirorpið að afgreiðsla fjárlaga
fyrir árið 1976 verður prófsteinn á styrkleika rikis-
stjórnarinnar i viðureigninni við verðbólguna
Kjármálaráðherrann á vissulega ekki sjö dagana
sæla framundan i baráttunni við hagsmunahópa
innan Alþingis sem utan
r?6*f-//■?$