Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 32
Fékkst þú þér
TROPICANA
í morgun?
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
JHorgunbtabib
FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976
Er lausnarorðið
hjá sáttanefndinni?
SAMNINGAFUNDUR var haldinn með samninganefnd-
um Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins f
gær, og var þetta fyrsti fundur nýskipaðrar sáttanefndar
með deiluaðilum, en hún hefur verið skipuð Torfa
Hjartarsyni, ríkissáttasemjara, til aðstoðar, svo sem
fordæmi eru fyrir í fyrri samningaumleitunum. Fund-
urinn hófst kl. 4 og lauk um sjö-leytið.
Að þvi er Snorri Jónsson, fram- viðræðurnar með tilkomu sátta-
kvæmdastjóri ASI, sagði gerðist
það helzt á fundinum, að
samningsaðilar gerðu sátta-
nefndarmönnum grein fyrir
sjónarmiðum sínum. Snorri var
að því spurður hvort hann vænti
þess að meiri skriður kæmist á
Upp undir
40 árekstrar
urðu í Reykja-
vík í gær
MJÖG mikið hefur verið
um árekstra í Reykjavík
síðustu daga og á það
ekki sízt rætur sínar að
rekja til ófærðar á
götum borgarinnar og
oft og tíðum erfiðra
akstursskilyrða.
Um 11-leytið í gær-
kvöldi höfðu þannig til
að mynda orðið 38
árekstrar og þar af lang-
flestir um daginn til kl.
19.30 eða alls 34. í fyrra-
dag voru yfir 40
árekstrar tilkynntir lög-
reglunni í Reykjavík.
Að sögn lögreglunnar
verða flestir árekstr-
anna vegna skorninga
sem myndazt hafa á
götunum og kvað lög-
reglan mikið skorta á að
ökumenn sýndu næga
aðgæzlu við þessi erfiðu
akstursskilyrði.
nefndarinnar, og kvað hann það
vel mega vera, þar eð með því
móti mætti skipta hinum fjöl-
mennum samninganefndum aðila
vinnumarkaðarins niður í starfs-
hópa og með því móti e.t.v. flýta
eitthvað fyrir. Hann sagði þó, að í
júníviðræðunum á sl. ári hefði þó
samningaviðræðurnar ekki farið
að ganga að ráði fyrr en sátta-
nefndin hefði komið fram með
ákveðnar tillögur um lausn deil-
unnar.
Ölafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands-
ins, sagði, að sáttanefndin hefði
bæði rætt við samninganefndirn-
ar sina í hvoru lagi og sameigin-
lega en sagði að nefndin þyrfti án
efa meiri tima ti) undirbúnings.
Félagsfundur var hjá vinnu-
veitendum um stöðuna í kjara-
málunum i gær og fundur hefur
verið boðaður innan samtakanna
á þriðjudaginn kemur.
Nýr fundur hefur verið boðað-
ur með samninganefndunum á
mánudaginn.
(Ljósm. Mbl. RAX)
Á SAMNINGAFUNDI — Efst til vinstri sjást fjórir af fimm sáttanefndarmönnum,
þeir Torfi Hjartarson, Jón Þorsteinsson, Geir Gunnarsson og Björn Hermannsson
en Guðlaugur Þorvaldsson var fjarverandi. Á neðri myndinni sést ríkissáttasemjari
ræða við forustumenn vinnuveitenda, þá Jón H. Bergs og Ólaf Jónsson, en á
myndinni til hliðar við Björn Jónsson, forseta ASl.
Sex brezk-
ir togarar:
Hlýddu fyrir-
mælum Ægis og hífðu
VARÐSKIPIÐ Ægir stuggaði í gær við sex brezkum
togurum, sem voru að veiðum úti af Melrakkasléttu, og í
gærkvöldi rak varðskipið togarana á undan sér f átt að
Langanesi, þar sem meginhópur brezku togaranna er nú
eftir að hafa flutt sig þangað í fyrrinótt af Austfjarða-
miðum. Togararnir sex voru að veiðum, er varðskipið
kom að þeim, og hlýddu þeir fyrirmælum skipherrans á
Ægi, Þrastar Sigtryggssonar, um að hffa upp veiðarfær-
in — með semingi þó.
Mjög gott en ég á enn
eftir að vinna skák”
— sagði Friðrik Ólafsson er hann heyrði að freigáturnar væru
farnar út fyrir landhelgina — en gerði svo enn eitt jafnteflið
„MJÖG gott", sagði Friðrik Ólafs-
son, sem nú teflir í Hollandi, þegar
hann las um að brezku frei-
gáturnar voru komnar út úr
islenzkri landhelgi og bætti við:
„En ég á enn eftir að vinna skák."
Honum vegnaði ekki betur i
sjöttu umferð skákmótsins í Wijk
aan zee i Hollandi, er hann gerði
jafntefli við hollenzka skákmann-
inn Böhm. Raunar kom margt á
óvart i sjöttu umferðinni, eftir þvi
sem fréttaritari Morgunblaðsins.
Barry Withuis. tjáði okkur i gær.
Eftir 5 klukkustunda tafl var að-
eins tveimur skákum lokið, og
hafði þá júgóslavneski skák-
maðurinn Kurajica sigrað Sovét-
manninn Dvorecki fremur auð-
veldlega og Hans Ree frá Hollandi
hafði gert jafntefli við
júgóslavneska stórmeistarann
Ljubojevic. sem enn heldur forust-
unni á mótinu.
Þegar tekið var til við biðskákir
skýrðust linurnar betur og ýmislegt
óvænt kom á daginn Langeweg var
með góða stöðu gegn Tal en gáði
ekki að sér og tapaði skákinni
óvænt Var þetta þar með fyrsti
sigur Tal á mótinu. sem ekki þykir í
góðu formi um þessar mundir
Hollendingar töldu sjálfir að
Böhm ætti góða möguleika gegn
Friðrik framan af, en i Ijós kom að
Friðrik hafði betri tök á taflinu en
menn hugðu, og jafntefli var stað-
reynd Sagði Friðrik eftir á, að hann
hefði aldrei talið sig í hættu í þessari
skák
Önnur úrslit i gær urðu þau, að
Sosinko frá Hollandi og Smejkal frá
Tékkóslóvakíu gerðu jafntefli en
Framhald á bls. 31.
Við gæzluflug í gær kom I ljós,
að brezku togararnir höfðu fært
sig norður fyrir Langanes og voru
þar að veiðum um 22—35 sjómíl-
ur frá landi. Islenzku loðnuskipin
höfðu hins vegar haldið áfram
suður og austur með landgrunns-
brúninni á eftir loðnugöngunni,
þannig að þessir tveir skipahópar
eru nú vel aðskildir, að því er
segir í fréttatilkynningu frá
Landhelgisgæzlunni.
1 gæzlufluginu í gær kom einn-
ig f ljós, að sex togarar höfðu
tekið sig út úr aðalhópnum og
leitað norður fyrir Melrakka-
sléttu, þar sem þeir voru að veið-
um um 30 mílur út frá Hraun-
hafnartanga þegar Ægir kom að
þeim. Þröstur Sigtryggsson, skip-
herra á Ægi, skipaði skipstjórnar-
mönnum togaranna að taka inn
veiðarfærin. Mölduðu þeir í mó-
inn og spurðu um talstöðvarnar
hvað varðskipið gerði, ef þeir
hlýddu ekki. Kvaðst Þröstur ekki
vilja segja neitt um það, en
togararnir tóku þá inn veiðarfær-
in og sigldu síðan austur á bóginn
áleiðis að meginhópnum. Fór
varðskipið á eftir togurunum og
voru skipin að nálgast aðalflota
brezku togaranna, þegar Morgun-
blaðið hafði síðast fréttir af
miðunum.
AIIs var um 41 brezkur togari á
svæðinu úti fyrir norðaustan-
verðu landinu í gær en auk þess
sáust í gæzluflugi i gær 3 togarar
á siglingu á útleið en 2 togarar að
koma til landsins. Fjögur gæzlu-
skip gæta togaranna en einnig er
annað varðskip ekki fjarri þess-
um slóðum. Eftir þvi sem frétta-
maður rikisútvarpsins um borð i
Ægi skýrði frá í gærkvöldi, hafa
varðskipin ekki átt við brezka
togara fyrr en nú frá þvi að
brezka ríkisstjórnin gaf út yfir-
lýsingu sina um að hún hefði
ákveðið að draga freigáturnar út
úr fiskveiðilandhelginni á mánu-
dag. Hann kvað Ægi ekki hafa
ógnað togurunum úti af Mel-
rakkasléttu með klippunum.
Kaffi og brauð hækka
— vínarbrauðin lækka
VERÐLAGSSTJÖRI hefur heimilað hækkun á kaffi, hveiti-, heil-
hveiti- og rúgbrauðum en ákveðið lækkun á vfnarbrauði. Allar stafa
þessar hækkanir af hækkuðu hráefnisverði erlendis, og eru þannig f
samræmi við lög um verðstöðvun hér á landi.
Kaffið hækkar f heildsölu úr
457 kr. kílóið i 536 kr. eða um
17,3% og i smásölu úr 512 kr. kg i |
600 krónur eða um 17,2%.
Franskbrauð og heilhveitibrauð
hækka úr 65 krónum í 69 kr. eða
um 6,3% og rúgbrauð úr 90 kr. i
96 krónur eða um 6,7%. Hins
vegar lækka vínarbrauðin úr 19
krónum í 18 krónur, og stafar það
af lækkun sykurverðs á heims-
markaði.