Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976
15
OANWO"'
Aðhaldsstefna
í fjárlagagerð:
Hækkun ríkisútgjalda
Matthias Á
Mathiesen,
fjármálaráðherra
heildaryfirlit yfir þróun lána-
markaðarms innanlands og heildar-
lántökur erlendis er lagt fyrir Alþingi
samtimis því sem fjárlög eru til með-
ferðar Var þvi nú við setningu fjár-
laga unnt að fá með skipulegum
hætti yfirsýn yfir alla lánastarfsemi í
landmu á sama tima og fjárlaga-
ákvarðanir voru teknar.
mun minni en verðbólguvöxtur liðins árs
Fjárlög ársins 1976 gera ráð fyrir
heildartekjum i rikissjóð að fjárhæð
kr. 60.342.390.000.— Rikisút-
gjöld eru hinsvegar áætluð kr.
58.857.251.000.— Tekjur um-
fram gjöld verða þvi ef áætlanir
standast, kr. 1.485.139.000.—
Halli á lánahreyfingum er hins vegar
áætlaður (sjá greiðsluyfirlit rikis-
sjóðs á öðrum stað f þessum fjár-
laga-fjórblöðungi) kr.
1 113.376.000.— Áætlaður
greiðsluafgangur rikissjóðs í lok fjár-
lagaársins er því kr.
371.763.000 —
Samtala ríkisútgjalda samkvæmt
fjárlögum liðins árs var kr.
47.225.533.000 — Hækkun rikis-
útgjalda nú frá fyrri áætlun er því
u.þ.b 24,7% á móti 60,6%
hækkun milli áranna 1974 og
1975 Með hliðsjón af verðbólgu-
vexti á ársgrundvelli 1975 45 —
— 50% er Ijóst, að aðhalds hefur
verið gætt í fjárlagagerð nú bæði
um framkvæmdir og rekstur Leitað
var heimildar til að lækka lögbundin
útgjöld um 5% ríkisframkvæmdum
þrengdur verulega stakkurinn
dregið verður úr niðurgreiðslum og
útflutningsstyrkjum búvöru og sér-
stökum aðhaldsgerðum beitt í trygg-
inga- og grunnskólakerfi Gegn því
var sérstaklega spornað að verð-
bólguvöxtur liðins árs kæmi
óskertur fram í hlutfallslegri þenslu
ríkisútgjalda
Fjárlagagerðin tók því mið af þvi
ástandi, sem ríkjandi er í efnahags-
málum þjóðarinnar Þau sjónarmið
réðu ferð, að stefnt skyldi að jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum, hamlað
gegn verðbólgu, forðazt áframhald-
andi hallarekstur ríkissjóðs,
grynnkað á samansöfnuðum rikis-
skuldum og betri greiðslu- og gjald-
eyrisstöðu náð út á við, en allir
þessir veigamiklu þættir höfðu farið
úr böndum á liðnum árum, ekki sizt
1973 og 1974, með afleiðingum,
sem sögðu einnig til sín í ríkum
mæli á árinu 1975
í framhaldi af fjárlagagerð ársins
1976 lögðum við eftirfarandi
spurningu fyrir Matthías Á Mathie-
sen, fjármálaráðherra
HVER ERU HELZTU EINKENNI
NUGILDANDI FJÁRLAGA MEÐ
HLIÐSJÓN AF ÞEIM MARKMIÐ
UM, SEM RÍKISSTJÓRNIN
STEFNIR AÐ Á SVIÐI EFNA-
HAGSMÁLA?
..Brýnustu viðfangsefnin á sviði
efnahagsmála eru tvímælalaust að
hamla gegn verðbólgu og draga úr
hallanum i greiðsluviðskiptum við
erlendar þjóðir
Við gerð fjárlaga var á það lagt
kapp, að lögin fælu ekki í sér ráð-
stafanir er yllu verðhækkunum og
jafnframt er spornað við útþenslu
ríkisútgjalda miðað við önnur svið
efnahagsstarfseminnar i landinu
0 Margir liðir fjárlaganna eru nú
ákveðnir með hliðsjón af öðrum ráð-
stöfunum, er gerðar voru samhliða
setnmgu fjárlaga, og í samræmi við
það markmið að stemma stigu við
sjálfvirkri útgjaldaþróun Þannig
voru sett lög, er heimiluðu að lækka
margs konar lögboðin fjárframlög
um 5% og gætti áhrifa þeirra laga
þegar við endanlega afgreiðslu fjár-
lagafrumvarpsins
0 Aðrar ráðstafanir tengdar fjár-
lögunum eru í undirbúningi, t d
ráðstafanir til að dregið verði úr
útflutningsbótum og niðurgreiðslum
á landbúnaðarvörum svo og setning
reglna er tryggi, að námsskrár skóla
verði innan þeirra fjárveitinga, er
þingið samþykkti til fræðslumála
Loks má nefna, að sveitarfélögum
hefur með sérstökum lögum verið
falin ýmis ný verkefni á sviði félags-
og menntamála svo og skólamála en
verkefni þessi voru áður i höndum
rikisins.
^ Áður en fjárlög voru afgreidd
lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi
skýrslu um lánsfjáráætlun 1976,
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt
Vart fer milli mála að gerð láns-
fjáráætlunarinnar telst mikið fram-
faraspor í islenzkri efnahagsstjórn
^ Eins og stendur skiptir miklu
máli. að útgjöldum þjóðarinnar sé
haldið innan þeirra marka sem
tekjurnar setja, og verulega sé
dregið úr erlendum lántökum
9 Heildaryfirsýn yfir fjármála- og
athafnalif i landinu er nauðsynleg til
þess að unnt sé að tryggja fulla
atvinnu jafnframt þvi sem verðbólgu
verði haldið i skefjum Fjárlögin eru
byggð á þeirri forsendu, að verð-
breytingar frá upphafi til loka ársins
1 976 verði ekki meiri en 1 2— 1 5%
samanborið við 35—40% 1975 og
52 — 57% verðhækkun frá upphafi
til loka árs 1974 Það ræðst þvi
verulega af samningum þeim um
kaup og kjör á hinum almenna
vmnumarkaði, er nú standa yfir.
hvernig niðurstaða þeirra fjárlaga
sem við nú búum við, verður að
liðnu ári."
Verðbólguhvati og
______aukning ríkisútgjalda:
Ila'kkun fjárlaga með hlið-
sjón af verðbólguvexti
FJÁRLÖG hafa hækkað verulega á undanförnum árum og hafa að þvi
leyti að sjálfsögðu borið merki þeirrar verðlagsþróunar, sem rikt hefur i
landinu. Hins vegar er fróðlegt að athuga hækkun fjárlaga undanfarin
ár með hliðsjón af þeim verðbólguvexti, sem verið hefur i landinu næst
liðið ár á undan viðkomandi fjárlagaári. Þó þessi samanburður segi ekki
alla sögúna og sé ekki einhlitur til dóms um fjárlagagerð, fylgir hér á
eftir tafla, er sýnir þessa þróun í stórum dráttum:
Hækkun vísitölu vöru
og þjónustu
Aukning fjárlagaútgjalda
frá fyrra ári'
Meðalh. H yfir
frá fyrra árið — frá
ári nóv.-des.3 Fjárlög Rikisr
% % % %
1969 24,0 24,3
1970 14.3 18,1 1 7,0 22,4
1971 7.2 0.63 34.6 46,2
1972 13,8 1 /,3 50,1 35,3
1973 25,1 30,3 29,7 36,4
1974 45,2 51.2 37,0 63,3
1975 49,5 46,1 60,6 (35,9)
1976 24,6
1) Tölur um aukningu rikisútgjalda frá ári til árs, eru ekki með ollu
sambærilegar, einkum vegna breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga (1972: aukning á verkefnum ríkisins, 1976 aukning á verkefnum
sveitarfélaga) og þeirrar breytingar á fjárlagagerð 1973, er framkvæmda
og fjáröflunaráætlun var felld inn í fjárlög ársins 1 974, sem hafði i för með
sér meiri útgjöld í fjárlögum en ella hefði verið
2) Fjárlög eru yfirleitt miðuð við verðlag við upphaf fjárlagaárs og ræðst
hækkun fjárlaga þvi að talsverðu leyti af hækkun verðlags frá upphafi til
loka ársins á undan
3) Mjög lítil verðlagshækkun yfir árið 1971 stafar m a af mikilli aukningu
mðurgreiðslna. sem að sjálfsögðu veldur aukningu ríkisútgjalda
Tafla þessi er tekin úr fylgiriti með Sveitarstjórnarmálum,
en hún fylgdi grein eftir Jón Sigurðsson, forstöðumann
Þjóðhagsstofnunar.
Hækkun
vörugjalds
og tolla
Samkvæmt gildandi fjárlögum
á:
9 1) vörugjald að lækka sem
svarar 900 m.kr. frá þvi er það
var á ársgrundvelli sl. ár,
^ 2) og tollar að lækka um sl.
áramót sem svarar 800 m.kr. á
ársgrundvelli.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
á að draga úr niðurgreiðslu búvöru
á árinu 1976 um 500 m. kr.
Framangreindri lækkun vörugjalds
og tolla er m.a ætlað að jafna út
verðlagsáhrif lækkunar niður-
greiðslna, en vörugjalds- og tolla-
lækkanir munu innan skamms hafa
áhrif til lækkunar margs konar
neyzluvöru og hráefna Tolla-
lækkunin kemur til framkvæmda
nú þegar Vörugjald lækkar hins
vegar um 2% nú um áramótin og
mun enn lækka um 6% þann 1
september nk
í fjárlögunum er hins vegar ekki
ætlað sérstaklega fyrir launabreyt-
ingum, sem ekki voru kunnar við
afgreiðslu fjárlaga, og ráðgert er að
mæta hugsanlegum kauphækkun-
um með aðhaldssemi og sparnaði í
ríkisbúskapnum, verði þær innan
hóflegra marka.
Fjárlagaliðir, sem miða að því að bæta skuldastöðu ríkissjóðs
Á úthiið lánahreyfinga er
gert ráð fyrir að verja samtals
2.542 m.kr. til afborgana af lán-
um ríkissjóðs á árinu 1976.
Hluti af þessari fjárhæð er
vegna ýmissa framkvæmdalána
og lána í sambandi við eigna-
kaup, sem samið var um til viss
tímabils, þegar lánin vóru tek-
in. Annar hluti fjárhæðarinnar
er til kominn vegna yfirdráttar-
skulda á aðalviðskiptareikningi
ríkissjóðs í Seðlabankanum,
sem samið hefur verið unt til
nokkurra ára. Er þar annars
vegar um að ræða skuld frá
árinu ’74 og fyrri árum, og er
afborgun af henni 723 m.kr. á
árinu 1976 (auk vaxta að fjár-
hæð 247 m.kr.), og hins vegar
skuld, er myndaðist á árinu
1975, og er afborgun 600 m.kr.
á árinu 1976 (vextir 300 m.kr.).
Samtals nema þvi afborganir
til að grynnka á fyrri yfirdrátt-
arskuldum við Seðlabankann
1.323 m.kr. á árinu 1976, og
nema vextir af þessum skuld-
um 547 m.kr. Fjárlögin voru
afgreidd með 372 m.kr.
greiðsluafgangi, og ef sú áætl-
un stenzt í reynd, myndi skuld-
in við Seðlabankann lækka um
sömu fjárhæð til viðbótar.