Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976 Endanlegs tjóna- mats á Kópaskeri ekki að vænta strax BEÐIÐ verður með endanlega matsgerð á tjóninu á Kópaskeri f jarðskjálftanum mikla þar til jarðskjálftahrinan nyrðra virðist gengin yfir og fólkið hefur flutt í hús sín að nýju til að hægt verði að safna sem gleggstum upplvsingum um tjón á einstökum heimilum, að þvl er Asgeir Ólafsson, forstjóri Brunabótafélags Islands og forstöðumaður Viðlagatrygginga ríkisins, tjáði Morgunblaðinu. Ásgeir sagði hins vegar, að matsmenn hefðu þegar farið norður til að kanna fyrstu skemmdir og gefa heimamönnum ráð um hvernig hægt væri að fyrirbyggja frekara tjón. Kvað hann viðlagatrygginguna mundu kosta þær bráðabirgðaráðstafan- ir, sem talið væri nauðsynlegt að gera á Kópaskeri en sá kostnaður yrði síðan tekinn með heildar- bótagreiðslunum til íbúa Kópa- skers, þegar öll kurl væru komin til grafar hvað þessar náttúru- hamfarir áhrærði. Þá kvaðst Asgeir vilja taka fram til að koma í veg fyrir mis- skilning, að viðlagatryggingin næði til bóta á tjónum vegna eld- gosa, jarðskjálfta, snjóflóða, Skellinöðru stolið í gær MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 21. janúar fór piltur einn í Austur- bæjarbíó á skellinöðru, sem hann á. Hjólið skildi hann eftir fyrir utan húsið, Snorrabrautarmegin. Þegar hann kom út að sýningu lokinni var búið að stela hjólinu, sem er af gerðinni Suzuki 50, og er með einkennisstafina G-191. Hjólið er appelsínugult að lit. Það kemur sér mjög illa fyrir piltinn Framhald á bls. 31. skriðufalla og flóða en t.d. ekki végna stormskaða einvörðungu. Leander á heimleið á hálfri ferð BRKZKA freigátan Leander er væntanleg til hafnar f Skot- landi í dag, en eins og fram hefur komið f fréttum hreppti Leander hið versta veður á leið sinni af Islandsmiðum. Fékk það á sig brotsjó úti af Suðureyjum sem reif með sér björgunarbáta og grindverk. Stýrið varð óvirkt og bilun varð í vél þannig að skipið gat aðeins siglt með hálfum hraða. Vélvirkjum um borð tökst að koma stýrinu í lag og gat Leander haldið ferð sinni áfram í gær í fylgd systurskips þess, Bacchante. Tveir af dráttarbátum hersins voru einnig til taks ef hið lasburða herskip þyrfti á aðstoð þeirra að halda. I skeyti frá fréttamanni Reuters um borð i Bacchante kemur fram, að leki hafi komið að Leander eftir ásiglingu frei- gátunnar á Þór 9. janúar s.l. Sæmileg færð víð- Keðjur eru Ifklega einhver eftirsóknarverðasti hluturinn f borginni núna, og þeir sem voru svo heppnir að tryggja sér þennan munað f tfma, þakka sfnum sæla og brosa af eintómu stolti, Ifkt og stúlkan hér a myndinni. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur) Snjóhreinsunin hefur kostað borgina 14 m. MIKLAR annir hafa verið hjá starfsmönnum gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar vegna mikillar ófærðar á götum borgarinnar síðustu daga, enda kyngt niður óvenjumiklum snjó undanfarið, svo sem kemur fram í annarri frétt í blaðinu. Að því er Ingi U. Magnússon, gatnamálastjóri, tjáði Morgun- blaðinu hafa verið allt að 20 vélar við snjóruðning af götum síðustu dagana. Unnið hefur verið fram á kvöld við ruðninginn en síðan byrjað aftur kl. 4 á morgnana. Stærsta tæki borgarinnar — snjó- blásarinn — hefur verið að störfum allan sólarhringinn með vaktaskiptum. Sagði Ingi að kostnaður við snjóruðning frá áramótum væri nú þegar orðinn um 14 milljónir króna eða um tveimur milljónum meira en gert var ráð fyrir að verja til þessa þáttar samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar. Taldi Ingi að þetta væru mestu snjóar sem komið hefðu í borg- inni aiit frá 1970. Bifreiðaeigendur hafa margir hverjir lent í hinum mestu vandræðum vegna ófærðar á götum borgarinnar, sérstaklega þó í úthverfunum. Samkvæmt upplýsingum nokkúrra verzlana, sem verzla með bílavarahluti, eru nú keðjur fyrir fólksbíla algjör- lega ófáanlegar á borgarsvæðinu, og eftir því sem verzlunarstjórinn í Bílanausti tjáði Morgunblaðinu i gær, voru verzlanirnar alls ekki búnar undir þessa miklu eftir- spurn, sem varð eftir bílkeðjum vegna ófærðarinnar undanfarið. Hins vegar veit Morgunblaðið til þess að hugvitsamir bifreiðaeig- endur á Reykjavíkursvæðinu hafa gert ráðstafanir til að fá keðjur frá varahlutaverzlunum í bæjum norðanlands, þar sem fólk er vanara færð af þessu tagi og betur undir ófærðina búið. 22 sm jafnfalliim snjór mælist nú í Reykjavík VEÐURSTOFAN hefur undanfarna áratugi mælt snjóþykkt I Reykja- vík, en þær mælingar eru af ýmsum orsökum erfiðleikum háðar og kannski ekki sem áreiðanlegastar til samanburðar, að þvf er Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur tjáði Morgunblaðinu. Þær hafa I gegnum árin verið framkvæmdar á ýmsum stöðum í borginni en þrjá sfðustu vetur hafa þær verið gerðar á afmörkuðum bletti hjá veður- stofuhúsinu við Bústaðaveg. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Öddu Báru í gærdag var 22 sm jafnfallinn snjór á þessum bletti, en hafði verið 20 sm daginn áður. Er þetta mesti jafnfallinn snjór sem mælzt hefur á þessum ákveðna bletti við Veðurstofu- húsið, að sögn Öddu Báru. Sjaid- gæft er að jafnfallinn snjór Framhald á bls. 31. Ljósmynd Frirtþjófur ÞÓR I VIÐGERÐ — Þegar varðskipið Þór kom til Reykjavikur úr síðustu svaðilför sinni, hófst fljótlega viðgerð á skemmdum þeim sem skipið varð fyrir vegna ásiglinga dráttarbáta og freigátna á það á Austfjarðamiðum. Á þessari mynd sést hvár verið er að lagfæra skorstein Þórs bakborðsmegin, en þeim skemmdum olli Lloydsman á skipinu i mynni Seyðisfjarðar, sem kunnugt er. ast hvar á þióðvegum SAMKVÆMT upplýs- ingum vegaeftirlitsins var Ráðstefna um Islands- þorskinn í Höfn í marz ALÞJÓÐA Hafrannsóknastofnunin mun á næstu mánuð- um gangast fyrir ráðstefnum í Kaupmannahöfn um helztu nytjafiska Norður-Atlantshafsins. Kemur röðin að Islandsþorskinum 8. marz n.k. og verður þá rætt um þorskstofninn hér við land, stærð hans reiknuð út og hve mikið er æskilegt að veitt verði af honum á næstu árum. Jakob Jakobsson fiskifræð- ana og álagið, sem má bjóða þeim, ingur er nýkominn af fundi Al- þjóða hafrannsóknastofnunarinn- ar, þar sem rætt var um nýjar aðferðir við úttekt á fiskstofnum. Sagði Jakob að samkvæmt þessum nýju reglum væri farið af meiri varfærni í útreikning stofn- en gert hefur verið til þessa. Ef farið verður eftir þessum nýju reglum verða stofnarnir fljótari að ná sér á strik, en það kom einmitt fram á þessari ráðstefnu, sem Jakob sat, að allir helztu nytjafiskar Norður- Atlantshafsins, nema kannski loðna og kolmunni, eru nú of- veiddir. Jakob sagði að stofn Islands- þorsksins hefði ekki enn verið reiknaður út samkvæmt nýju reglunum en það yrði gert á fund- inum 8. marz. Sagði Jakob það vera sína skoðun, að þá myndi koma í Ijós að sízt væri æskilegra að veiða meira af þorskinum en þegar hefur komið fram hjá ís- lenzkum fiskifræðingum, en þeirra útreikningar voru gerðir samkvæmt eldri reglum. ástand þjóðvega víðast hvar sæmilegt á landinu í gær. Þannig var góð færð um Suðvesturland, Um Hellis- heiði og Suðurlandsundir- lendið allt til Víkur en þaðan var stórum bílum fært allt austur að Lóns- heiði sem er ófær. Á Vesturlandi var þokkaleg færð og fært um vegi á Snæfells- nesi en að vísu ekki fært smábíi- um á norðanverðu nesinu sums- staðar. Fært var um Heydal allt vestur í Króksfjaðarnes og stórum bílum í Reykhólasveit. Frá Patreksfirði var síðan fært suður á Barðaströnd fyrir stóra bíla og eins norður í Bíldudal. Frá Isafirði var fært út til Bolungar- víkur og eins til Súðavikur, en þangfært var orðið í önundarfirði og ófært taljð í Dýrafirði. Þá var i gær greiðfært um Holtavörðuheiði allt til Akureyr- ar og reyndar áfram um Dals- mynni til Húsavikur fyrir stóra bfla og þaðan áfram allar götur til Kópaskers. Melrakkaslétta er ófær en fært er i nágrenni Þórs- hafnar. Af öðrum vegum er að nefna að fært var til Ölafsfjarðar fyrir Múlann í gær en Siglu- fjarðarvegur var lokaður. Hann verður væntanlega mokaðurí dag. Ekki voru komnar fregnir af ástandinu á Ströndum. Um Austuriand er það að segja, að sæmiieg færð var i nágrenni Egilsstaða, Fagridalur var fær og verið að ryðja Fjarðarheiði. Hins vegar var óljóst um færð í Odds- skarði en Vatnsskarð var ófært. Þá var fært fyrir stóra bíla og jeppa suður með fjörðunum allt að Lónsheiði. Varðandi snjóruðning á vegum Vegagerðarinnar er stefnt að því að draga úr kvöldvinnu og stytta vinnutíma eins og hægt er, þannig að hætt verði inokstri um kl. 7 á kvöldin. Þess vegna er það ábending vegaeftirlitsins til veg- farenda að leggja upp i ferðir tímanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.