Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 28
28 MORC.UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976 Risafuglinn kæmi aldrei aftur. ..Konungurinn hefir veitt mér svo mikinn myndugleika og makt, að ég sigli þegar ég vil“, sagði hann og skipaði að allir skyldu segja að hann hefði frelsað konungsdæturnar en hver sem annað segði, skyldi missa lifið. Konungssynirnir þorðu ekki annað en hlýða, og svo var siglt af stað. Á meðan réri yngsti konungssonurinn í land og gekk upp í höllina. Hann fann skápinn með gullkórónunum i tók þær og hélt aftur til strandar, en er hann kom þangað, sem hann gat séð skipið var það horfið. Hann skildi fljótt, hvernig þetta hefði atvikast og sá strax að ekki var til neins að reyna að róa á eftir skipinu, svo hann sneri við og réri til lands aftur. Han> va láh'tið smeykur við að vera einn um nrcuna í höllínni, en þarna var ekki annað húsaskjól að hafa og svo tók hann í sig kjark og fór inn og læsti öllum dyrum og lagðist svo til hvílu í herbergi einu, þar sem stóð uppbúið rúm. En hræddur var hann og varð enn hræddari, þegar tók til að braka í veggjum og þaki, eins og höllin ætlaði að hrynja. Allt í einu kom eitthvað niður við hliðina á rúminu hans eins stórt og heysæti. Þá dvínaði hávaðinn, en hann heyrói rödd, sem bað hann að vera ekki hræddan og bætti við: ,,Ég er risafugl og skal hjálpa þér. En strax þegar þú vaknar í fyrramálið verðurðu að fara út í geymsluna hérna í höllinni og ná í fjórar tunnur af rúgi handa mér það verð ég að fá í morgun- verð annars get ég ekkert gert fyrir þig.“ Þegar konungssonur vaknaði sá hann ógurlega stóran fugl, og aftur úr höfðinu á honum stóð fjöður sem var eins löng og ungt grenitré. Konungssonur fór nú út í geymslu eftir fjórum tunnum af rúgi, og þegar risafuglinn hafði étið allan þennan rúg upp til agna, baó hann konungsson að taka skápinn með kórónum konungs- dætranna og hengja hann um hálsinn á sér í bandi, en á móti átti hann að hengja jafnmikið af gulli og gimsteinum. Svo átti konungssonur að setjast á bak fuglin- um og halda sér fast í löngu hnakka- fjöðrina hans. Svo flaug fuglinn af stað og ekki fór hann hægt. Það leið ekki á löngu þar til hann náði skipinu og fór fram hjá því. Konungssonur vildi helst komast á skipið þó ekki væri nema til þess að ná sverðinu sínu, því hann var hræddur um að einhver sæi það, og það hafði risinn sagt, að enginn mætti, en risafuglinn sagði að ekki væri hægt að sinna því núna. „Ég býst ekki vió að Svartur sjái það, bætti hann við, og ef þú ferð niður á skipið þá býst ég við að hann reyni aö ráða þig af dögum, því hann vill sjálfur fá yngstu konungsdótturina, en um hana geturðu verið öruggur því hun sefur með nakið sverð fyrir framan sig í rúminu hverja nótt“. Eftir langt flug komu þeir til risans og þar var tekið svo vel á móti konungssyni, að það var eins og sonur risans væri að koma heim og vissi jötuninn og fólk hans ekki hvað það átti fyrir hann að gera vegna þess, að hann hafði banað hinum tólfhöfðaða og gert jötuninn sjálfan að konungi, og vildi risinn gjarna gefa honum dóttur sína og hálft ríki sitt. En konungssyninum þótti svo vænt um yngstu konungsdótturina, sem hann hafði bjargað að hann var aldrei í rónni fyrir hugsunum um hana, og ætlaði af stað að leita hennar hvað eftir annað En risinn sagði honum að vera rólegum, kvað ekkert liggja á því að þeir á skip- inu ættu enn eftir að sigla í sjö ár áður en þeir kæmust heim. Og eins og risa- fuglinn, sagði líka tröllkarlinn, að með hana væri engin hætta, hún svæfi með sverð fyrir framan sig í rúminu. — „En annars“, bætti jötuninn við, „geturðu sjálfur farið út í skipið þegar það siglir hérna fram hjá og sótt sverðið og séð hvernig allt er þar, — því sverðið verð ég að fá aftur hvort sem er.“ Þegar skipið sigldi svo þarna fram hjá hafði aftur verið mikiö óveður og er konungssonur kom út í skipið, svaf allt fólkið þar rétt einu sinni. Sá þá konungs- sonur að allt var rétt sem risinn og vUí> MORö-ÖM kaff/nu Afskakið ráðherra. Þessi maður spvr hvort þér hafið múrararéttindi? — Heldurðu ekki að hílarnir evðileggi ungu kvnslóðina? — Nei, en unga kvnslóðin eyðileggur hílana. X — Nú verð ég að fara heim að búa til mat. — Er konan þln veik? — Nei, hún er svöng. X — Hvað ertu að gera við mat- seðilinn? — Ég er að strika út réttina, sem kosta þúsund krónur og þar yfir áður en unnustan mín kemur. X Kennslukonan: — Hvað hefur kötturinn mörg eyru? Tommi litli: — Tvö — Og hvað mörg augu? — Tvö. — Og hvað marga fætur? V — Hvernig er það, veiztu ekkert um köttinn sjálf? X — Vill frúin sterka vindla? — Já, eins sterka og til eru. Maðurinn minn kvartar alltaf yfir því, að þeir brotni í vasa hans. X Norskt blað lagði eftir- farandi spurningu fyrir lesend- ur sína: — Hvað mynduð þér gera, ef konan yðar eignaðist fimm- bura? Einn lesandi blaðsins svaraði: — Slmatil Bréshnevs: Fimm ára áætlun framkvæmd á einu ári. X — Varð hún áslfangin af honum við fyrstu svn? — Nei, við aðra, þá kom hann á nýja bílnum slnum. Meö kveöju frö hvrtum gesti Jóhanna Kristjóns- 28 fvrir hvort Parsons var að dvlja hann einhvers, eða hvort hann roðnaði og varð óstvrkur vegna þess það særði hann að fólk væri að hnýsast f einkamál hans og nú fannst honum það sérstaklega átakanlegt. þegar hjónahands- mvnd hans var f rúst. — Hún var ekkert hýr yfir því að búa í Flagford. Hún var heldur mótfallin því að tala um það. svo að ég var ekkert að ganga á hana með það. Eg gerði ráð fyrir það væri vegna þess hvað fólkið væri snohbað og derringslegt með sig. Eg virti hana fvrir hlédrægni hennar. — Talaði hún nokkurn tfma við vður um gamla kunningja. — Það var allt sem lokuð bók, sagði Parsons. — Lokuð hók fvrir okkur bæði. Eg VILDI ekkert vita, skal ég segja vður. Hann gekk út að glugganum og starði út án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut. — Við vorum ekki þannig fólk — ekki þannig fólk sem lendir í ástarævintýrum. Hann þagnaði þegar hann mundi eftir bréfinu og bætti við: — Eg get ekki trúað því, sagði hann. Eg get ekki trúað þessu á Margaret. Hún var góð kona, góð og ærleg manneskja. Ég get ekki losað mig við þá hugsun að frú Katz hafi einhverra hluta vegna verið að skálda þetla upp, vegna þess hve hún hefur fjiirugt fmvndunarafl. — Það getum við sennilega da‘mt um betur, þegar við heyr- um frá Colorado, sagði Wexford. — Eg vona að við náum fljótlega í bréfið sem kona vðar skrifaði frænku sínni. Parsons kvaddi, hikaði andar- tak og gekk sfna leið. Nú virtist þó aðeins sjást Ijós- gla'ta í mvrkrinu, hugsaði Wex- ford. Hann hafði nú að minnsta kosti einhvern punkt sem hann gat gengið út frá til að byrja með. Hann tók upp sfmann og pantaði samtal við Kandarfkin. Hann fór síðan að hugsa um að frú Parsons hefði verið einkennileg kona og þó allra manna ólfklegust til að lifa tvöföldu Iffi. Annars vegar sómakær og heldur litlaus hús- móðir sem lifði tilhrevtingar- lausu Iffi með öllu. Og hins vegar ... Ilafði hún verið ástríðufull og rómantfsk og dregizl gegn vilja sfnum að manninum sem hafði þráð hana f mörg ár og iöng. 9. KAFLI Það var fált um ba>kur f íbúð ungfrú Fowles. Burden sem fann oft til þess að eins og ósjálfrátt skipaði hann fólki á hása eftir hókum þess hafði revnt að forðast fvrirfram fordóma. Hann var ákveðinn i að hugsa ekkert í þá állina að ungfrú Fowles væri skorpin piparjónka sem sæti inn- an um handsaumaða púða og kiukkustrengi og rókókóstólana sfna og útskomu borðin með bróderuðum dúkum undir gleri. En svo reyndist allt vera eins og hann hafði gert sér f hugarlund, nema að stofan var enn þá þrengri og fyllri af alls konar munum en hann hafði getað látið sér detta í hug. — Veslings, veslings Margaret, sagði ungfrú Fowler. Kurden fékk sér sæti og ungfrú- in settist í ruggustól á móli hon- um og lagði fæturna upp á skammel með krosssaums- mynztri. — Og veslings maðurinn henn- ar! Hugsa sér! Eg er hérna með listann sem þér báðuð um. Burden leit sem snöggvast á snvrtilega vélritað hlaðið. — Segið mér frá henni, sagði hann. Ungfrúin hló hálf vandræða- lega, beit á vör eins og hún vissi ekki alls kostar hvernig hún ætti að haga sér og sagði svo: — I sannleika sagl man ég fjarska lítið eftir henni, sagði hún. — Það voru svo margar slúlk- urnar f skólanum. Við glevmum þeim auðvitað ekki beinlínis. En maður tekur auðvitað meira eftir þeim sem skara fram úr f skólan- um og komast svo eitthvað veru- lega áfram f Iffinu. Það var reynd- ar ekkert sérstakt við nemend- urna þetta árið. Þær voru ágætis stúlkur en það varð bara ekkert úr þeim. Þér vitið kannski að ég sá hana eftir að hún var flutt hingað aftur? — Hér? I Kingsmarkhara? — Já, ég hugsa það sér varla meira en mánuður sfðan. Hún tevgði sig vfir á arinliill- una eftir sfgarettum, hauð Burden eina og sogaði hraust- lega að sér reykinn. — Það var f High Street, hélt hún áfram. Rétt eftir skólann. Hún var að koma út úr verzlun. Hún sagði við mig: „Góðan dag, ungfrú Fowler.“ Satt að segja hafði ég ekki hugmynd um hver hún var, en þá sagðist hún heita Margaret Godfrey. Þær reikna alltaf með að maður inuni að minnsta kosti eftir nöfnunum. — En hvernig gátuð þér ... — Hvernig gat ég þá setl hana í samhand við frú Parsons?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.