Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976 31 STUÐNINGUR VIÐ ÍSLAND Á ÞINGINU í ARGENTÍNU Einkaskeyti til Mbl. Buenos Aires, 21. jan. AP. ÞINGMAÐUR úr liði stjórnarandstöðunnar t Argentínu hefur lagt fram frumvarp í neðri deild þingsins þar sem hvatt er til stuðnings við Islendinga í landhelgismálinu. Hins vegar er talið ósennilegt að frumvarpið nái fram að ganga. Flutningsmaður frumvarpsins er Adolfo Cass úr flokknum URC (Róttæka borgarasambandinu), sem stendur vinstra megin við miðju og er stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn í Argentinu. Tveir aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvörp á þingi þar sem hvatt er til þess að Argentína slíti stjórnmálasambandi við Breta og geri allar brezkar eignir upptæk- ar en ekki er heldur talið líklegt að þau frumvörp verði samþykkt. I frumvarpi Cass er þingið hvatt til þess að „láta í ljós sam- stöðu sína“ með Islendingum vegna hótunar þeirra um að slíta stjórnmálasambandinu við Breta. Andúð Argentínumanna á Bret- um stafar af deilunni um Falk- landseyjar sem harðnaði fyrir þremur vikum þegar Bretar sendu nefnd til eyjanna til að kynna sér ástandið í atvinnumál- um eyjaskeggja. Argentínustjórn hefur kallað heim sendiherra sinn i London og lagði til að brezki sendiherrann yrði einnig kallaður heim. Brezki sendiherr- ann fór frá Argentínu í síðustu viku. Dómsúrskurður: r Utgerðarmenn þurfa ekki að greiða afla- gjald vegna Norglobal NÝLEGA var kveðinn upp í borgardómi dómur í máli, sem Landssamband ísl. útvegsmanna höfðaði gegn Seyðisfjarðarkaup- stað vegna Hafnarsjóðs Seyðis- fjarðar í því skyni að hrinda kröfu Hafnarsjóðsins um að út- gerðarmönnum 79 loðnuveiði- skipa, sem lönduðu loðnu f bræðsluskipið Norglobal á loðnu- vertíðinni 1975, væri skylt að greiða 1% aflagjald i sjóðinn. Tók dómurinn til greina dóm- kröfu stefnanda, Landssambands ísl. útvegsmanna. Seyðisfjarðarkaupstaður byggði sýknukröfu sína í þessu máli á þvi, að samgönguráðherra hefði úrskurðað, að aflagjald skyldi greitt af lönduðum afla í Norglobal til Hafnarsjóðs Seyðis- fjarðar. Hafnarsjóðurinn hefði stefnt leigutökum Norglobal til innheimtu skuldarinnar. Aðrar ástæður voru einnig tilgreindar, t.d. að rekstrarleyfi fyrir Nor- global hefði verið bundið því skil- yrði, að aflagjald yrði greitt til Hafnarsjóðs Seyðisfjarðar af öll- um lönduðum afla í skipið. Yrði að telja, að þetta skilyrði næði til viðskiptavina Norglobals, þar sem þeir hefðu vitað eða mátt vita, að með umræddu leyfi hefði ekki verið ætlunin að mismuna mönn- um, heldur hefði það verið SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Is- lands heldur fjölskyldutónleika i Háskólabíói nk. laugardag og hefjast þeir kl. 14. Kynnir á tón- leikunum verður Atli Heimir Sveinsson, verðlaunahafi Norður- landaráðs og sem getið hefur sér gott orð fyrir líflegar tónlistar- kynningar í útvarpi. A efnisskránni verður m.a. Ameriean Salute eftir Morton Gould, Sinfónía í C-dúr, 1. þáttur eftir Bizet, flautukynning eftir hugsunin og grundvallarfor- senda, að viðskiptavinir Nor- globals hefðu öll þau sömu kjör og greiddu öll þau sömu gjöld og ef þeir lönduðu hjá verksmiðju í landi, enda hefði tilkoma skipsins ekki verið sízt til hagsbóta fyrir útgerðarmenn. Væri það föst venja að fiskverksmiðjur sæju um innheimtu á aflagjöldum hjá útgerðarmönnum vegna hinna ýmsu hafnarsjóða. Stefnandi telur hins vegar að úrskurður sjávarútvegsráðherra, sem nefndur er, sé með öllu ólög- mætur og ekki bindandi fyrir stefnanda, og gerir þá kröfu að leigutakar Norglobals greiði Hafnarsjóði Seyðisfjarðar ekki andvirði 1% aflagjalds, en sú fjárhæð nemur samtals 1.711.655.00 kr. I niðurstöðum dómsins kemur fram, að aflagjald, sem hér um ræðir, sé skattur en hvorki endur- gjald fyrir aðstöðu né þjónustu. Slíkan skatt megi ekki leggja á nema með lögum. Lagaheimild bresti til slíkrar skattheimtu enda eigi ákvæði hafnarlaga hér ekki við, þar sem loðnuaflinn hafi ekki verið lagður á land á hafnarsvæði Seyðisfjarðar. Ekki verði skatt- heimtan heldur byggð á löggjöf- um frá téðu lagaákvæði, og því síður skilyrðum þeim, sem upp Mozart, sem Manuela Wiesler flytur með hljómsveitinni, Tobbi Túba eftir Kleinsinger og ein- leikari á túbu er Bjarni Guðmundsson en Guðrún Stephensen annast framsögn, og loks er að geta rússnesks dans eftir Stravinský. Myndin var tekin á æfingu ný- lega, og sjást þau þar Bjarni túbu- leikari, Guðrún og Páll P. Páls- son, stjórnandi. eru talin í leyfi sjávarútvegsráðu- neytisins til leigu á bræðsluskip- inu Norglobal né túlkun sam- gönguráðuneytisins á því leyfi. Samkvæmt þessu eru dóm- kröfur stefnanda teknar til greina og eru dómsorð á þá lund, að Seyðisfjarðarkaupstað vegna hafnarsjóðsins er gert að greiða stefnanda, LlU, kr. 258.000 kr. í málskostnað en málskostnaður falli niður gagnvart réttargæzlu- stefndu, Hafsíld hf. og Isbirn- inum, þ.e.a.s. leigutökum Nor- globals. Magnús Thoroddsen, borgardómari, kvað upp dóm þennan. Dagný aflaði vel Siglufirði — 22. janúar. NU LIGGJA fyrir tölur um veiðar togarans Dagnýjar héðan frá Siglufirði. Heildarafli togarans á sl. ári var samtals 2664,9 lestir og er verðmæti aflans um 139,7 milljónir króna. Heildarskipta- verðið var 102,3 milljónir króna og er meðalskiptaverðið miðað við hvert kíló 38,40 krónur en meðalheildarverð hvers kílós 52,43 kr. Skipið fór alls 28 sjó- ferðir og voru fimm landanir er- lendis. — mj. — Skellinöðru Framhald af bls. 2. að missa hjólið og eru það tilmæli rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík að allir þeir sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið hafi samband við hana í sima 21100. — Friðrik Framhald af bls. 32 skák þeirra Browne frá Banda- ríkjunum og Anderson frá Svíþjóð fór í bið öðru sinni í samtali, sem Barry Withuis átti við Friðrik i gærkvöldi, kemur fram, að Hollendingar hafa átt það til að striða Friðrik dálltið á „striði þjóðar hans við Breta '. Friðrik hefur tekið grininu en með alvöru þó „Við skulum hafa eitt á hreinu,” er haft eftir honum. „Ég er íslendingur og vil að herskipin fari út úr landhelg- inni okkar Ekki veiðum við á Thames-ánni þeirra." Og þegar honum bárust síðustu tíðindi úr þorskastrlðinu, að freigáturnar væru farnar út fyrir, sagði hann, eins og kemur fram I upphafi: „Mjög gott En ég á enn eftir að vinna skák " Samt segist hann vera tiltölulega ánægður með taflmennsku sína I samtalinu við Withuis. „Ég tefldi ekki mikið á síðasta ári. En ég finn að ég er ekki veikari ,en and- stæðingar mínir, og úr þvi svo er hlýtur að vera möguleiki á því að vinna einhverjar skákir. Hinir þátt- takendurnir gera lika jafntefli. Ég býst við, að það stafi af þvi, að þetta mót er ákaflega sterkt og menn eru hræddir við að þeir tapi í samtalinu fór Friðrik lofsam- legum orðum um Hollendinga sem skákþjóð en bætti við að það yrðu íslendingar einnig að teljast Á ís- landi búa aðeins 200 þúsund manns og þegar þess er gætt, að við eigum tvo stórmeistara og einn al- þjóðlegan meistara hljóta menn að gera sér grein fyrir þvi að við eigum ekki aðeins hrausta fiskimenn heldur sterka skákmenn einnig " Næsta umferð verður tefld á laugardag Staðan nú er sú, að Ljubojevic er efstur með 4 vinninga og eina biðskák, landi hans Kurajica er annar með 4 vinninga. þá Sinfóníuhljómsveitin með barnatónleika Sosonko með 3 og Vi vinning en síðan koma þeir Langeweg, Tal, Smejkal og Friðrik allir með 3 vinn- inga. í áttunda sæti er Browne með 2 og Vi vmning og 2 biðskákir, Ree hefur 2 og Vi vinning, Anderson 2 og eina biðskák, Dvorecki er með 2 vinninga og síðastur er Böhm með 1 og Vi vinning — 22 sm snjór Framhald af bls. 2. mælist meira en 20 sm. Mest snjó- þykkt mældist 48 sm árið 1952 og 35 sm í febrúar 1970. Báðar þessar mælingar voru gerðar á Reykjavíkurflugvelli og eru þetta allfniklu hærri tölur en komu fram í mælingum sem fram- kvæmdar voru við Sjómannaskól- ann. Vildi Adda Bára itreka að snjómælingarnar væru mjög erfiðar og allur samanburður mælinga óhægur af ýmsum ástæð- um, m.a. vegna þess að þær hafa verið gerðar á mismunandi stöð- um. Adda Bára sagði að lokum, að nú um mánaðartima hefði verið alhvit jörð í Reykjavík og einhver snjókoma flestalla daga. — Spánn og USA Framhald af bls. 12 verið þar frá 1953. Yfirleitt hafa samningarnir verið endurnýjaðir á 5 ára fresti þar til nú, að gildis- tíminn er4 ár. Þá var frá því skýrt í Ankara, að Sabri utanríkisráðherra Tyrk- lands færi til Washington í næsta mánuði til að ræða við bandaríska ráðamenn um heimild fyrir Bandaríkjamenn til að opna á ný bandarísku herstöðvarnar í Tyrk- landi, sem lokað var í sumar, er Bandarikjaþing neitaði stjórn Fords forseta um heimild til að selja Tyrkjum vopn vegna afstöðu Tyrklandsstjórnar í Kýpurdeil- unni. Herstöðvar Bandarikjanna i Tyrklandi eru taldar mjög mikil- vægar, þvi að mjög fullkominn hlustunarbúnaður er þar til að safna upplýsingum frá Sovét- ríkjunum. — Níels Framhald af bls. 12 Morgunblaðið sneri sér i gær til Níels P. Sigurðssonar, sendi- herra, og spurði hann, hvort Reuters-fréttastofan hefði haft ummæli hans rétt eftir. Níels sagði að þetta væri ekki allskostar rétt eftir haft. Sendiherrann kvaðst í sambandi við tilboð það, sem lýst hefur verið yfir, að væri niður fallið, um 65 þúsund tonn, hafa sagt, að útilokað væri að auka aflamagn frá þessu fyrra tilboði, sem dregið hefði verið til baka, en það þyrfti að athuga nánar, hvort um aðrar fiskteg- undir gæti verið að ræða. Um þá staðhæfingu fréttastofunnar, að sendiherrann hefði talið hugsan- legt að auka aflamagn Breta á Islandsmiðum eftir tvö ár, sagði Níels P. Sigurðsson, að hann hefði sagt fréttamönnum, að ef þorskstofninn fengi frið í tvö ár mundi hann eflast á ný og þá yrði það samkomulagsatriði á gagn- kvæmum grundvelli, hvort og þá hvað Bretar mættu veiða mikið að þeim tíma liðnum. Loks kvaðst sendiherrann hafa talað í þessu viðtali við fréttamenn um hugsan- lega samvinnu milli tslendinga og Breta á ýmsum öðrum sviðum. — Hermann Jónasson, látinn Framhald af bls. 1 I ráðuneyti Steingríms Stein- þórssonar, sem sat að völdum frá 14. marz 1950 til 11. september 1953, fór Hermann Jónasson með embætti landbúnaðarráðherra. Þriðja ráðuneyti Hermanns Jónassonar var myndað 24. júní 1956, þar sem hann fór með land- búnaðar- og dómsmál, auk þess að veita ríkisstjórninni forystu. Ráðuneytið fékk lausn 4. desem- ber 1958, en gegndi störfum til 23. desember sama ár. Hermann Jónasson var formaður Fram- sóknarflokksins á árunum frá 1944—62. Hermann Jónasson hafði af- skipti af borgarmálum Reykjavík- ur um árabil, sat í bæjarstjórn (eins og hún þá hét) á árunum 1930 til 1938 og í bæjarráði 1932—33. Hann hafði um langan aldur afskipti af margþættu stjórnmála- starfi og var fulltrúi lands sins á erlendum vettvangi, m.a. í Evröpuráðinu og mannréttinda- nefnd þess. Hann tók um árabil virkan þátt í íþróttastarfsemi og varð glímu- kóngur Islands 1921. Eftir hann liggur fjöldi stjórn- málagreina, aðallega í Tímanum, fræðiritgerðir s.s. um refsirétt og refsiframkvæmdir, í Vökur I, og rit um íslenzku glímuna, 1922. Hermann Jónasson var kvænt- ur (30. maí 1925) Vigdisi Odd- nýju Steingrímsdóttur, trésmíða- meistara i Reykjavík Guðmunds- sonar, sem lifir mann sinn. — Viðræður Geirs og Wilsons Framhald af bls. 1 fram á sveitasetri Wilsons, Chequers, skammt fyrir utan Lundúni. Herma heimildirnar, að Geir Hallgrimsson muni verða í London fram á mánudag að minnsta kosti, áður en hann snýr heim. Heimildirnar segja að 6 islenzk- ir stjórnmála- og embættismenn verði í för með Geir Hallgrims- syni, en ekki hafi verið ákveðið hverjir verði Wilson til ráðuneyt- is. Þá er hermt, að Geir hafi þegið boð Wilsons eftir að brezka stjórnin sendi freigátur sinar út fyrir 200 mílurnar við ísland og eftir sáttaumleitanir Josephs Luns, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins. Bretar höfðu vonazt til að Luns tækist að fá Islendinga til 'að lofa að láta brezka togara i friði innan 200 mílnanna, er herskipin færu, en Islendingar hafi ekki viljað gefa slíkt loforð. Hins vegar hafði Luns sagt við brezka ráðamenn, að það væri sin skoðun, að íslenzk varðskip myndu ekkert hafast að, meðan viðræður færu fram. Heimildir í brezka forsætisráðu- neytinu vildu ekki skýra frá hvað Wilson hefði i hyggju að gera á fundinum, en sögðu að það væri hans vani að fara á slíka fundi með sveigjanleika i huga og heyra hvað hinn aðilinn hefði fram að færa. Heimildirnar sögðu að brezka stjórnin vonaðist til að hægt yrði á þessum fundi að ná samkomulagi um þorskmagnið, sem Bretar fengju að veiða á ts- landsmiðum. Var sagt, að tækist ekki samkomulag um aflamagnið, vonuðust menn til að ráðherrarn- ir gætu komið sér saman um við- ræðugrundvöll, sem sérfræðingar byggðu síðan samningsumleitanir á. Slíkar viðræður myndu væntanlega fjalla um hugsanleg veiðisvæði og aflamagn. Skv. samkomulagi Islendinga og Breta frá þvi 1973 höfðu Bretar heimild til að veiða allt að 130 þúsund lestir á ári, en nú höfðu tslendingar boðið 65 þús- und lestir, en Bretar 110 þúsund lestir. Islendingar drógu sitt til- boð til baka þegar slitnaði upp úr viðræðum aðila I nóvember. ALÞYÐUBANDALAGSMENN EINIRGEGN ÞVl AÐ GEIR FARI A FUND WILSONS Að ákvörðun ríkisstjórnarinnar voru utanríkismálanefnd og land- helgisnefnd kallaðar til sameigin- legs fundar árdegis i gær, þar sem til umræðu var boð brezku rikis- stjórnarinnar til forsætisráðherra um að koma til könnunarvið- ræðna i Lundúnum á næstunni vegna landhelgisdeilu þjóðanna. Að sögn Þórarins Þórarins- sonar, formanns beggja nefnd- anna, voru fulltrúar allra stjórn- málaflokka i báðum nefndunum nema Alþýðubandalagsins sam- mála um að forsætisráðherra ætti að taka boðinu og fara utan til viðræðna við Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, og aðra þarlenda ráðamenn. Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins töldu hins vegar ástæðulaust að þiggja þetta boð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.