Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 40,00 kr eintakið Alyktun bæjarstjórnar Húsavíkur Við því var að búast, að ályktanaflóðið sem er eitt af sér kennum okkar litla samfélags, hæfist á ný, þegar íslendmgar höfðu unnið þann sigur í þorskastríðinu, að Bretar hypjuðu sig á brott með herskip sin og samningaviðræður á næsta leiti Álykt anir, sem gerðar eru um landhelgis- mál, eru misjafnlega skynsamlegar, eins og gengur og gerist Óhætt er þó að fullyrða, að ályktun, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Húsavikur síðastliðinn þriðjudag, dagmn eftir uppgjöf Breta í þorskastríðmu, eins og þeir sjálfir hafa kallað brottkvaðningu brezku herskipanna frá íslandsmiðum, sker sig úr Ályktunm er ems og ýmsar þær ályktanir sem gerðar voru áður en brezki flotinn fór út fyrir 200 míl- urnar(!) í fyrsta lið hennar eru starfsmönnum landhelgisgæzlunnar sendar kveðjur og þakkir fyrir vel unnin störf og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja í öðrum tölulið segir ..Fundur- inn skorar á ríkisstjórnina að gera enga samnmga við Breta um veiðiheimildir þeim til handa innan 200 milna ' Með þessum töiulið lýsir bæjarstjórn Húsa- vikur þeirri skoðun, að undir engum krmgumstæðum skuli gera samnmga við Breta um- veiðar þeirra á íslands- rmðum Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir t d það, að bæjarstjórn Húsavíkur kýs heldur þann kost, að Bretar veiði t d 1 30 þúsund tonn af þorski á íslands- miðum án samninga, ems og allar líkur benda til, að þeir mum gera ef engir samningar takast, en þann möguleika að aflamagn Breta yrði skorið stórkost- lega niður, þannig að þorskafli þeírra í ár yrði kannski ekki nema nokkrir tugir þúsunda tonna Hagsmunum hverra er þjónað með slíkri afstoðu? Ekki mundi slíkt bæta úr ástandi þorskstofnsins Ekki þjónar það hagsmunum ís- lendmga Þeir emu, sem mundu fagna slíkri mðurstoðu væru brezkir togara- eigendur og togarasjómenn eins og fram hefur komið í fréttum Meirihluti bæjarstjóínar Húsavikur ætti að hugsa svolítið lengra áður en tekið er til við að samþykkja ályktanir í tölulið fimm segir .,Nú þegar verði tekið fyrir ofbeldi og rányrkja Breta í íslenzkri fiskveiðilögsögu ” Þetta er gott og blessað En hvaða ráðum vill bæjarstjórn Húsavíkur beita til þess að stöðva ofbeldi og rányrkju Breta? Reynsla síðustu vikna og síðustu tveggja þorskastríða hefur sýnt okkur að varðskipafloti okkar á við ofurefli að etja, þar sem er flotaveldi Breta í tölulið þrjú segir: ..Landhelgisgæzlan verði stórefld og varðskipum okkar fjölgað ” Sjálfsagt mundu landsmenn allir taka undir þau orð, að stórefla beri landhelgisgæzluna, en hvað tekur það langan tíma að fjölga varðskipum okkar? Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er stytzti hugsanlegi byggmgartími nýrra varðskipa um átján mánuðir, ef byggt er eftir teiknmgum t.d af Tý og Ægi. Það þýðir, að varðskipunum mundi fjölga síðari hluta árs 1 97 7 í allra fyrsta lagi Ekki dugar það til þess að stöðva ofbeldi og rányrkju Breta nú Þá er t>! í dæmmu að taka flein togara í þjónustu landhelgisgæzlunnar Stað- reyndin er hins vegar sú, að þótt reynslan af Baldri sé góð og þar sé um lipurt skip að ræða, þá er ganghraði þess ekki meiri en varðskipsms Þórs og allir vita, að brezku freigáturnar lögðu Þór i emelti ekki sizt vegna þess, að ganghraði skipsins er ekki meiri en raun ber vitni um og tækjabúnaður að öðru leyti ekki jafngóður og ? hinum nýrri varðskipum En alla vega hljóta menn að beina þeirri spurnmgu til bæjarstjórnar Húsavikur, hvort hún í alvöru láti sér detta i hug, að við ís- lendmgar getum unnið þorskastríðið á fiskimiðunum við ísland með þvi að beita valdi gagnvart Bretum? Láta bæjarfulltrúar á Húsavík sér til hugar koma, að við getum hrakið brezka flotann af íslandsmiðum með valdi? Þá er því lýst yfir i þessari dæma lausu ályktun, að ef ofbeldi og rányrkja Breta hætti ekki eigi að taka varnar samningmn við Bandarikm og aðild okkar að Atlantshafsbandalagmu ..til endurskoðunar með tilliti til upp- sagnar, enda verður þá að telja að brostmn sé grundvöllur fyrir aðild okkar að bandalaginu” Og ennfremur segir I fjórða tölulið ..Stjórnmálasam- bandi við Breta verði slitið tafarlaust ” Menn taki eftir því, að þessi ályktun er gerð eftir, að brezki flotinn var kallaður brott úr islenzkri fiskveiðilögsögu Sem sagt Við eigum að slíta stjórnmála sambandi við Breta, reka varnarliðið heim og segja okkur úr Atlantshafs- bandalaginu — og hvaða markmiðum höfum við þá náð? Hvaða markmiðum íslands í landhelgismálum og við verndun fiskstofnanna höfum við náð með því að einangra okkur með þessum hætti frá helztu nágranna- og viðskiptaþjóðum okkar beggja vegna Atlantshafsms? Hvert eigum við að snúa okkur, þegar við hofum sagt skilið við Vestur-Evrópuríkm og Banda- ríkin og skorið á tengslin við þessi ríki, til þess að afla stuðnmgs í landhelgis- baráttu okkar? Getum við stóraukið vernd fiskstofnanna með þessum að- gerðum? Getum við dregið úr afla- magni Breta með þessum aðgerðum? Getum við aflað betri markaða fyrir útflutmngsafurðir okkar i Vestur- Evrópu og Bandarikjunum með þessum aðgerðum Allir íslendingar vita svörin við þess- um spurningum Landsmenn vita, að hér er um heimskulega ályktun að ræða, sem engin rök eru fyrir og ef framkvæmd yrði við núverandi að- stæður í landhelgismálum mundi hún einungis verða til þess að einangra íslendmga og þurrka út alla samúð með málstað okkar í landhelgismálinu Bretar mundi leika lausum hala á fiski- miðunum hér ems og þeim sýndist og þeir einu. sem bíða mundu stórkost- legt tjón af slíkum aðgerðum værum við sjálfir Sannleikurinn er auðvitað sá, að ályktun þessi er bæjarstjórn Húsavíkur til skammar og hún ætti að verða öðrum sveitarfélögum og félaga- samtökum til viðvörunar um leið og hún sýnir glögglega fram á tilgangs- leysi þeirrar öfgastefnu, sem kommún- istar og nokkrir fylgifiskar þeirra boða i landhelgismálum Þetta er sem sagt stöðluð yfirlýsing. sem tekur ekkert mið af þróun mála FERÐ blaðamanns Morgunblaðsins með varðskipinu Þðr á miðin fyrir austan var f senn spennandi og ævintýraleg. Ferðin hófst hinn 4. janúar 1976 og lauk laugardaginn 17. janúar. Þá hafði undirritaður orðið vitni að tveimur árekstrum við freigátur brezka flotans og hatrömu taugastrfði á miðunum. Dvölin um borð var mjög ánægjuleg, þar sem áhöfnin á Þór, þessi samhenta 23ja manna fjölskylda, hafði tekið mig svo og frétta- menn ITN-sjónvarpsstöðvarinnar brezku, í sinn hóp og alla dagana dvöldum við f góðu yfirlæti og framúrskar- andi gestrisni varðskipsmanna. Eins og áður sagði var lagt af stað úr Reykjavikurhöfn klukkan 14 hinn 4. janúar. Á sama tíma lagði einnig úr höfn varðskipið Týr, þar sem fréttamenn voru einnig um borð. Skipin höfðu samflot fyrst i upphafi ferðarinn- ar eða þar til komið var á Selvogs- grunn, er vélar varðskipsins Þórs voru stöðvaðar og Tý gefið for- skot, svo að skipin væru eigi of nærri hvort öðru. Þetta var gert m.a. vegna þess að ávallt mátti búast við Nimrod-þotum í eftir- litsferð og þótt brezka þotan sæí annað varðskipið, var ávallt möguleiki á að þeim sæist yfir hitt — ef talsverður spölur væri i milli skipanna. Tý var því gefið rúmlega 20 milna forskot. % Tý gefið forskot Eftir um það bil hálfrar annarr- ar klukkustundar rek á Selvogs- grunni var aftur haldið af stað austur með suðurströndinni. Ekki hafði verið siglt lengi, er skip- herrann á Tý, Gunnar Ólafsson, tilkynnti Helga Hallvarðssyni, 12.30 á mánudeginum, flaug Nim- rod-þota í lágflugi yfir skipið. Skyggni var þá fremur slæmt, en þó sást þotan greinilega. Rúmri hálfri klukkustund síðar kom Nimrodinn aftur yfir skipið og var þá ljóst að Bretinn vissi um ferðir skipsins, svo og Týs því að fréttir bárust þaðan um að þar hefði þotan einnig verið á ferð. % Herskipin biðu við Stokksnes Er skipin nálguðust Stokksnes kom í ljós að Nimrodinn hafði gert skyldu sina við verndarskip- in, þvi að tvær freigátur birtust á ratsjárskermum Þórs. Biðu þær rétt utan við 12 mílna mörkin og lónuðu þar. Sigldu þær síðan með 12 mína línunni á sama hraða og varðskipin og síðast sáum við frei- gátu á ratsjárskerminum, er við stungum okkur inn i Berufjörð- inn. I Berufirði var siðan dvalið all- an þriðjudaginn og skipverjar dyttuðu að skipinu og hreinsuðu Istórsjó, Helgi Hallvarðsson skipherra ræðir við væng Þórs á meðan hle varð á átökui návfgi með fríholt á síðunni til að verja skipherra á Þór, að veður stór- versnaði við Vestmannaeyjar. Þrátt fyrir það létu menn um borð í Þór ekkert á sig fá og er Vestmannaeyjar nálguðust fór að hvessa og sjór að aukast. Voru brátt komin 8 til 10 vindstig með miklum sjó og sumir farþeganna fóru að finna til vanlíðanar, þótt undirritaður hefði verið svo hepp- inn að verða eigi misdægurt alla ferðina. Vegna veðursins varð að hægja á ferð varðskipsins og reyndist siglingin með Suður- landi æði löng, en þó skánaði veð- ur talsvert á mánudagskvöldið. Lagzt var síðan við akkeri á Beru- firði klukkan 04 aðfararnótt þriðjudagsins og þar gátu land- krabbarnir um borð loks sofið værum svefni. Á Berufirði fóru fram umfangsmiklar björgunar- æfingar með skipverjum á Þór. Það reyndist eigi ástæðulaus óttí meðal varðskipsmanna, að Nimrodþota kæmi til þess að kanna stefnu og stað varðskip- anna, því að er Þór var staddur um 7 sjómílur úti af austanverð- um Meðallandssandi um klukkan Hlaup fallbvssunnar og patrónu- stæðið. það. Skipherrann hlustaði á veð- urfregnir, sem hermdu að úti fyr- ir væri talsverður sjór og snarpur vindur. Það var þvi ljóst að eigi væri veiðiveður og Kári karlinn sæi um að brezkir landhelgis- brjótar arðrændu ekki fiskimiðin á meðan. Veður og vindar eru i raun beztu bandamenn Islend- inga í þessu taugastríði, sem átt hefur sér stað undanfarna mán- uði á miðunum, og þegar varð- skipin geta eigi beitt sér vegna veðurs — koma náttúruöflin og óblítt veðurfar i vég fyrir rán- yrkjuna. hí dv> varð ^ Engar adgerðir í myrkri Miðvikudaginn 7. janúar dró siðan til þeirra tíðinda, sem und- irritaður lýsti i baksiðufrétt Mbl. daginn eftir atburðinn. Þá sigldi freigátan Andromeda á stjórn- borðsbóg Þórs og laskaði skipið talsvert. Varðskipið hafði þá farið skömrnu fyrir birtingu af stað úr Berufirðihum, þar sem Helgi Hallvarðsson, skipherra, vill ekki Andromeda skellir sér I mjótt sund, sem myndaðist milli togarans Ross Resolution og varðskipsins, á fullri fe; Glæfraleg sigling Bretans endaði með árekstri nokkru síðar. en þá nálgaðist freigátan varðskipið frá hinni hliðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.