Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976 „Glerdýrin eftir Tennessee Williams LEIKF’ÉLAG Akureyrar frum- sýndi Glerdýrin eftir Tennessee Williams sl. föstu- dag, 16. janúar. Hann var 32 ára, þegar hann skrifaði þetta ieikrit og hafði þá að vísu náð nokkrum frama á rithöfundar- ferli sínum, en það var þó fyrst með Glerdýrunum, sem hann öðlaðist heimsfrægð, en þetta verk iiefur hvarvetna hlotið frábærar móttökur Um Glerdýrin hefur það vu:3 sagt, að þau séu „smágcr ieikur og undarlega atburða- snauður á ytra borði, en þrunginn djúpri tilfinningu, látlaus og fagur eins og blóm í haga, enda blandinn sárum seiði minninganna." — Á viðkvæmasta skeiði fluttist Tennessee Williams með föður sínum til stórborgarinnar St. Louis við Missisippi. Þar átti hann ömurlega daga, fann sárt til fátæktar og umkomuleysis og vann í skógerð með föður sínum. Hann undi þessari tilveru illa, ól með sér skalda- drauma og vann að þeim hug- verkum sínum um kvöld og nætur. Loks þoldi hann álagið ekki lengur, veiktist, og var lagður á spítala. Að læknisráði sneri hann ekki aftur til vinnu sinnar í skógerðinni, heldur fluttist til afa síns og ömmu, þar sem hans biðu betri dagar og honum gafst tækifæri til að þroska með sér snilligáfu sína. Eins og geta má nærri greyptust þessi ár i vitund Tennessee Williams og mótuðu persónuleika hans. Um það hafa honum m.a. farist svo orð: „Ég er ánægður yfir að hafa öðlast þessa bitru reynslu því að ég held að enginn rithöfund- ur hafi mikinn tilgang að baki sér nema hann finni sárt ósann- girni þjóðfélagsins, sem hann lifir í.“ Glerdýrin bregða upp mynd af lágstéttarfólki i ömurlegu hverfi í stórborg, sem hefur búið við betri kjör. Heimilis- faðirinn, ístöðulaus drykk- felldur og sjarmerandi, hljópst á brott frá konu sinni og tveim börnum, þegar sízt skyldi. Sonurinn, Tom Wingfield, er sögumaður og leikurinn líður áfram eins og keðja af minningum. Hann virðist á svipuðum aldri og skáldið sem skóp hann, og reynslan er af sama toga, skáldadraumurinn hinn sami og þrúgandi hversdagsleikinn. En þar skilur á með þeim tveim að Tom Wingfield beið gæfulaus farmennska, stöðugur flótti frá einni hafnarborg til annarrar undan fortiðinni sem ávallt fylgir honum. Móðirin Amanda, ber að visu ekki aðra ósk i brjósti en þá að búa börnum sínum betra líf en hún hefur sjálf átt. En viðleitni hennar og umhyggja verður sjúkleg og óbærileg. Dóttirin, Lára er ofurlítið fötluð og Halldór Blöndal skrifar um leiklist á Akureyri Amanda (Sigurveig Jónsdótt- ir) og Lára (Saga Jónsdóttir) haldin vanmáttarkennd, svo að hún kemst ekki af við annað fólk. Þess vegna skapar hún sér sína eigin veröld með gler- dýrunum sínum, sem eru jafn smá og viðkvæm eins og hún sjálf. Getuleysi hennar til að bjarga sér veldur því að móðir- in ber þá einu og veiku von í brjósti að gifta hana og fyrir þrábeiðni hennar býður Tom einum vini sínum heim til kvöldverðar. Honum tekst að vísu að sigrast á feimni stúlkunnar og vekja lífsþrá i brjósti hennar, en verður síðan að hverfa á braut. Unnustan bíður hans. Glerdýrin eru ekki eiginlegur harmleikur. Þær persónur sem Tennessee Williams teflir þar fram, eru allar meira og minna brotnar, ráða ekki við kringum- stæðurnar og eru því dæmdar til að bíða ósigur. Allar reyna þær að bæta sér upp vonbrigðin með þvi að leita á náðir imyndunar og drauma. Það fer ekki milli mála, að sýning Leikfélags Akureyrar á Glerdýrunum hreif leikhús- gesti. Að sjálfsögðu á leikstjór- inn, Gisli Halldórsson, hér stærstan hlut. Honum hefur tekizt að fella svo saman leik, Ijós og tjöld, að ég minnist einskis þvilíks hér nyrðra. Túlkun leikenda var sterk, en þó stillt í rétt hóf. Mér er engin launung á þvi, að ég tel heim- sókn Gisla Halldórssonar i vet- ur ómetanlega fyrir menning- ar- og leiklistarlif Akureyrar. Mér virðist hann hafa opnað leikhúsið í tvöföldum skilningi: Inn á við i frjóu starfi og út á við með þvi að vekja nýjan áhuga á leiklist með Norðlend- ingum. Leikmyndateiknari var Jónas Þór Pálsson og Ijósa- meistari Arni Valur Viggósson en aðstoðarleikstjóri Gestur E. Jónasson. Sigurveig Jónsdóttir fer með hlutverk móðurinnar, Amöndu Wingfield. Þessi þroskaða lista- kona vinnur hér einhvern sinn mesta leiksigur og nær fullum tökum á hinu erfiða hlutverki, sem tekur yfir allan tónstiga túlkunarinnar, ef svo má að orði komast. Aðalsteinn Bergdal fer með hlutverk Toms og höfum við kynnst því í vetur, hvernig hann hefur vaxið með hverju nýju hlutverki óg sýnt á sér nýjar hliðar sem leikari. Saga Jónsdóttir leikur Láru og tekst vel að túlka umkomu- leysi hinnar fíngerðu stúlku og verður persónusköpun hennar minnisstæð. Þórir Steingrímsson leikur Jim og ferst það mjög vel úr hendi. Ég hef ekki séð hann áður á sviði, en það dylst eng- um, að hér er leikari á ferð. I fáum orðum sagt: Sýning Leikfélags Akureyrar á Gler- dýrunum er menningarvið- burður, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hafi þeir þökk, sem þar hafa að unnið. Halldór Blöndal. Lúðvík Jósepsson: Fiskiskipaflotinn, stærð hans og afköst Svar við grein Starfshóps Rannsóknaráðs ríkisins frá 20. jan. í Morgunblaðinu. Enn skrifar starfshópur Rannsóknaráðs ríkisins grein um „afköst fiskiskipaflotans" og víkur þar allmikið að mér og þeim skoðunum, sem ég hefi sett fram um stærð fiskiskipaflotans og af- kastagetu hans. Upphaf þessara skrifa var at- hugasemd, sem ég gerði í smá- grein, sem ég skrifaði þann 6. des. s.l. þar sem ég vék að þeirri full- yrðíngu starfshópsins, að fiski- skipastóll landsmanna væri orð- inn meir en helmingi stærri en hagkvæmt gæti talist og þörf væri á. I grein minni vakti ég athygli á þeirri staðreynd, að starfshópur- inn gerir ekki tilraun til þess í skýrslu sinni um „þróun sjávarút- vegs“, þar sem þessi fullyrðing um alltof stóran fiskiskipaflota kemur fram, að rökstyðja þessa fullyrðingu, með því að gera út- tekt á skipaflotanum og skil-- greina raunverule ,t ástand hans. Ég benti á, að þa. aina, sem efnis- lega kæmi fram í skýrslu starfs- höpsins, í þessum efnum væri um I iidar-rúmlestatölu flotans og i n heildarverðmæti. uðreyndir um ástand tíans athugasemdum mínum benti á eftirfarandí staðreyndir um and fiskiskipaflotans: Aldur flotans íamkvæmt skipaskrá Skipa- irlits ríkisins var meðal-aldur ískipa 12 rúml. og stærri þann ,an. 1975 þessi: Meðal ídurskipa: meðal- rðskipa fjöldi aldur -lOOrúml. 268 20 ár —300rúml. 212 12—13 ár ogyfirrúml. 79 7—8 ár 'óst er af þessari skýrslu, að ial-aldur fiskiskipaflotans er enn mjög hár, þrátt fyrir endur- 1. vjun síðustu ára. 2. Vandamál einstakra bygííöarlaga Það er staðreynd, sem ekki þýðir að ganga fram hjá, að í vissum útgerðarbyggðarlögum er endurnýjun fiskibátaflotans orðið knýjandi úrlausnarefni. Þar er meðal-aldur flotans all miklu hærri en landsmeðaltalið. Þannig er ástandið t.d. í Vest- mannaeyjum, á Reykjanesi og Snæfellsnesi. 3. Gjörbreyttar kröfur um gerð og stærð fiskiskipa Þá er óhjákvæmilegt að taka tillit til gjörbreyttra krafna um stærð og gerð fiskiskipa, aðbúnað skipverja, vinnuaðstöðu og öryggi. Allt þetta knýr á um að endur- nýja flotann svo hann geti svarað kröfum tímans. Verulegur hluti bátaflotans er orðinn gamall og úreltur hvað þessi atriði varðar. 4. Það sem eitt sinn dugði, dugar ekki lengur. Það er með öllu fráleitt að álykta eins og starfshópur Rann- sóknarráðs gerir, að af því að fyrir nokkrum árum hafi verið hægt að veiða tiltekið aflamagn á bátaflotann þá, eigi að vera hægt að gera það enn. Fyrir tveimur áratugum var 30 rúml. bátur góður vetrarvertíðar- bátur á ýmsum stöðum, og fyrir einum áratug var 60 rúml. bátur góður, en nú eru allar ytri að- stæður svo breyttar, kröfur um öryggi, aðbúnað og möguleika að fá góða sjómenn, að það sem áður var hægt, í þessum efnum, er ekki lengur mögulegt. Hverju hefir starfshópur Rann- sóknarráðs svarað þessum ábend- ingum mínum? — Hann hefir hreint og beint engu getað svarað. Hann hefir aðeins endurtekið fullyrðingar sínar um, að flotinn sé orðinn alltof stór og geti af- kastað rúmlega tvöfallt meiru en þiirf er á. Afkastageta flotans 1 athugasemdum mínum hefi ég vikið með nokkrum orðum að út- reikningum starfshópsins um af- kastagetu flotans. Ég hefi farið fáum orðum um þessa útreikn- inga, fyrst og fremst af því, að þeir eru svo fráleitir og fjarri öllu lagi, að varla tekur því, að ræða um þá í löngu máli. 1 skýrslu starfshópsins um „þróun sjávarútvegs“ segir: „Afkastageta bátaflotans er í námunda við 560 þús. tonn á ári og afkastageta togaraflotans mið- að við 60 skip er um 350 þús. tonn á ári.“ Þá segir í sömu skýrslu, þar sem ársaflamagn bátaflotans er nákvæmlega skilgreint 563.4 þús- und tonn á ári, að það útreiknaða aflamagn „byggist á ákveðnum viðmiðunarafla árið 1970, sem er þannig skilgreindur, að 15% bát- anna fengu þann afla eða meira. Tæknilega ætti því bátaflotinn í heild að geta aflað þess magns að meðaltali ef fiskmergð í sjónum er nægileg.“ Þegar starfshópnum er bent á þessa furðulegu útreikninga þá bregst hann illur við og talar um „ósvifni", og segir: .. .,,var starfs- hópurinn að velta fyrir sér efri- mörkum tæknilegrar afkastagetu fiskiskipaflotaris. . .“ Orðalag skýrslunnar er ótvirætt og skýrt, þar sr ekki verið að velta neinu fyrir sér, heldur er beinlín- is sagt, að afkastageta bátaflotans sé í námunda við 560 þús. tonn og togaranna 350 þús. tonn, og við þær tölur er alltaf miðað. Það er svo í samræmi við út- reikninga um afkastagetu báta- flotans, rð starfshópurinn reiknar með meðal-afla á togara 6000 tonn á ári. Af því myndi að sjálfsögðu leiða að þeir sem eru í hópi þeirra hærri, hlytu að veiða 8—9000 tonn á ári. Auðlindaskatturinn Ég hafði með örfáum orðum í athugasemdum mínum vikið að hugmyndum starfshópsins um auðlindaskatt á sjávarútveginn í stjórnunarskyni. Ég taldi, að helsti talsmaður auðlindaskattsins væri Kristján Friðriksson iðnrekandi og lét orð að því liggja, að ekki færi illa á að starfshópurinn fylgdi Kristjáni í þessum efnum. Eitthvað hafa þessi orð mín farið í taugar þeirra Starfshópsmanna, að minnsta kosti sumra þeirra, og nú neitar hópurinn því að hafa gert auð- lindaskatt að sinni tillögu, en segir þó: „Hins vegar taldi hópur- inn, að þessi aðferð hefði fæsta galla af þeim stjórnunarað- ferðum, sem fjallað var um í skýrslunni." Og í skýrslunni segir orðrétt: „I samræmi við það, sem sagt er í sama kafla, virðist sköttun í einu formi e<)a öðru eina raunhæfa að- ferðin, þegar til lengri tíma er litið til að koma í veg fyrir ofvöxt skipastólsins." Dragi svo hver sina ályktun af því sem sagt er: eina raunhæfa aðferðin er skiittun og sú aðferðin sem hefir fæsta galla, er auðlinda- skattur. Hvað leggur starfshópurinn þá til að gert verði? Ofvöxtur skipastólsins að áliti starfshópsins. Það fer ekki á milli mála, að eitt megin vandamálið, sem starfs- hópur Rannsóknaráðs telur að nú Sé við að fást i islenskum sjávarútvegi, er ofvöxtur skipa- stólsins, það fyrirbæri sem hópur- inn skilgreinir þannig, að fiski- skipastóllinn sé rúmlega helm- ingi stærri en æskilegt sé. Hópurinn telur að þetta hafi gerst með „röngum fjárfestingar- ákvörðunum." Af þessum fullyrðingum er ljóst, að starfshópurinn telur að sú aukning sem orðið hefir í fiski- skipaflota landsmanna á árunum 1970—1974, en á þeim tima hafa aðal-breytingarnar orðið sé of- vaxtar-vandamál. Stækkun flotans á þessum tíma hefir leitt til þess, að afköstin hafa tvöfaldast. Af orðum starfshópsins verður ekki annað ráðið en það, að hann telji að þessi aukning hefði ekki átt að eiga sér stað. Ef við hefðum engan skut- togara keypt og enga nýja báta eignast s.l. 5 ár, þá hefði flotinn verið hæfilega stór og haft nægi- lega afkastagetu að dómi starfs- hópsins. Ég þykist vita, að flestir þeirra sem i starfshópnum eru, sjái strax og viðurkenni, að hefði þannig verið að málum staðið, að fiski- skipaflotinn hefði verið tak- markaður við þá stærð sem var 1970, og þann flota sem þá var til staðar, hefði slíkt leitt til öfarnaðar i íslenskri útgerð. Sú endurnýjun flotans, sem orðið hefur á síðustu 5 árum, var nauðsynleg — nýju skipin sem bæst hafa við flotann á þeim árum, eru uppistaðan og megin- grundvÖllur fiskveiðiflotans í dag. Og það er sá hluti flotans, sem dregur að landi megin-hluta aflans. Ég hygg, að allir viður- kenni, sem um hugsa, að illa væri komið í dag, fyrir mörgum, sem við útgerð fást, ef þessi nýju skip væru ekki til staðar, og þá stæðu málin ekki síður illa fyrir þjóðar- búið. Kjarni málsins. Það er kjarni þessa máls, sem ekki þarf um að deila, að eins og nú er komið, verða fiskveiðar ekki stundaðar nema á góðum skipum, skipum búnum nýjustu Framhald á bls. 23 Svar við grein Starfshóps Rannsóknaráðs ríkisins frá 20. jan. í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.