Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 12 Olafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra: Hrein geðþóttaákvörðun — ef Klúbburinn hefði ekki verið opnaður ÓLAFUR JÓHANNESSON DÓMS- MÁLARÁÐHERRA svaraði í löngu og ftarlegu máli, í neðri deild Alþingis f gær, f ramkomnum athugasemdum og fyrirspurnum SIGHVATS BJÖRG- VINSSONAR ALÞINGISMANNS (sjá ræðu Sighvats á bls. 10 í Mbl. í dag), varðandi meint afskipti dómsmála ráðuneytisins af rannsókn svonefnds „Klúbbmáls". Ráðherrann mælti ræðu sfna af munni fram, þ.e. flutti hana ekki eftir fyrirfram sömdum texta á handriti, svo hún birtist hér efnislega „RÓGSKRIF", MISAL VARLEGAR ASAKANIR Þingheimur hefur nú lifað hátíðlega stund, einkanlega þegar siðustu orðin voru sögð og mælt í þeim tón, sem verið væri að lesa húslestur, að réttsýni og samviska þessa hæstvirts en vesa- lings þmgmanns hefði leitt hann hér upp í pontuna, til þess að endurtaka og flytja inn í sali Alþ rógskrif Vísis. í þessum rógskrifum eru bornar mjög alvarlegar ásakanir á dómsmrherra. og dómsmráðuneyti Þær eru að minu mati mjög mismunandi alvarlegar Annars vegar er ásökun um það, að dómsmálaráðuneyti hafi fellt niður lok- un veigingahússins Klúbbsins Hins vegar er ásökun um það, að dómsmrh hafi hylmað yfir og komið i veg fyrir rannsókn á mannshvarfi Jafnvel látið liggja að þvi milli lína, að dómsmrh hafi með því verið að reyna að hylma yfir morð og morð e.t.v. væri upplýst. Það er kannski táknrænt, hvað hv ræðumaður eyddi miklu lengra máli i fyrri sökina, sem er mun minni háttar, en þó virðingarvert kannski að hann færi hjá sér, að fara mörgum orðum um hitt viðkvæma málið, róta í því og veltaNsér upp úr svaðinu í sambandi við þann óhróður, sem borinn hefur verið fram í sambandi við það mál Ég mun nú síðar e.t.v. víkja að því, hvort það hefur bara verið samviskusemi og rétt- sýni, sem hafi valdið þessari píslar- göngu þessa hv þingmanns upp í þennan ræðustól á þessu sinni en ég ætla fyrst að víkja að minni sökinni sem hv. þm. eyddi lengstu máli í. Hann talaði reyndar hér nokkuð lengi skv leyfi forseta, utan dagsskrár, svo það má vel vera, að ég tali hér líka nokkuð lengi. AÐ GEFA SÉR BETRI TÍMA Hv þm sagði, að hann hefði viljað spyrja margra spurninga Hann myndi - hafa viljað spyrja og svo framvegis ef tími hefði verið til Hefði nú ekki verið skynsamlegra fyrir hv þm að gefa sér ofurlítið meiri tíma og undirbúa ræðuna ofurlítið betur og koma fram með spurning- arnar Þá hefði verið hægt að svara þeim um leið, en ég get upplýst þennan hv.þm. strax um það, að þetta svokallaða ..Klúbbmál", sem hann gerði hér að umtalsefni liggur hjá embætti ríkissaksóknara og hefur þvi miður legið þar allt of lengi, en það er rfkissaksóknari, sem fer með ákæru- valdið en ekki dómsmrherra. Ég hygg að mest af þeim tíma, sem þetta mál hefur verið í höndum ríkissaksóknara þá hafi það verið í höndum »/araríkis- saksóknara, Hallvarðs Einvarðssonar, sem hv.þm. gerði sér far um að nefna oft í sinni ræðu hér áðan. Það, sem mun hafa verið talið standa á, í sam- bandi við þetta mál er það, að það hefur staðið á bókhaldsrannsókn og fá mann til þess að framkvæma hana Nú mun að vísu hafa verið úr því bætt og maður fenginn sem bókhaldsrannsókn- ari Þess vegna getur hv.þm. alveg verið rólegur í því efni, að þetta mál hefur ekki verið hjá dómsmálaráð- herra, heldur í höndum ríkissaksókn- ara. En þá er nú að legga út í það verkefni, sem ég er voðalega hræddur um að mér verði ofraun og það er að kenna hv.þm. Sighv Bj ofurlítil undir- stöðuatriði í lögfræði Og þá skulum við koma strax að því ákvæði, sem hér er um að tefla, 2. málsgr. 14 gr. áfengislaganna Hún hljóðar svo, með leyfi hæstv forseta. ÁFENGIS LÖGGJÖFIN ..Áfengissölubúðir skulu lokaðar á helgidögum þjóðkirkjunnar og frá há- degi á laugardögum, aðfangadögum stórhátíða Einnig þá daga er almennar kosningar til alþ og sveitastjórnar fara fram, svo og sumardaginn fyrsta, 1 maí, 1 7. júní, 1 mánudag I ágúst". Þetta var nú fyrsta málsgr Hana hefði ekki þurft að lesa frekar en ýmis- legt, sem hv þm las upp úr grg , sem dómsmrh hefur birt, og öllum er kunnugt um, en í 2 málsgr segir: „Lögreglustjórum er heimilt að loka áfengisútsölu eða banna vinveitingar á veitingastöðum, sem leyfi hafa til áfengisveitinga fyrirvaralaust um lengri eða skemmri tíma þegar sérstaklega stendur á Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eða veitingamaður sem í hlut á getur skotið ákvörðun lögreglustjóra til dómsmrh Ekki frestar málskot fram- kvæmd lokunarinnar " Þetta hefur óbreytt staðið í áfengis- löggjöfinni alla tið frá 1935, er hún var fyrst sett Og það er komið inn í áfengislögin þetta ákvæði, um heimild lögreglustjóra til að loka vínveitinga- stað eða áfengisútsölu, skv brtt sem flutt var á Alþ þá Ég efast ekki um, að hv. þm hefur kynnt sér þetta máf til rótar, þar sem hann hafði að því er virtist gert sér svo mikið far um að rannsaka það Flm þessarar till. voru þm Héðmn Valdimarsson og Stefán Jóhann Stefánsson og í framsöguræðu um þessa brtt segir Héðinn Valdimars- son, með leyfi hæstv forseta orðrétt svo „Annar liður þessarar 7. brtt. B-liður er um að lögreglustjórum skuli vera heimilt að loka útsölu- eða veitingastað vína fyrirvaralaust um einn eða fleiri daga þegar þeim virðist ástæða til. Þetta álítum við nauðsynlegt til þess, að hægt sé að draga úr hættu á, að drykkjuskapur gangi svo úr hófi fram að óspektum gæti valdið vissa daga eins og kosningadaga. Þetta hefur ver- ið framkvæmt, en okkur virðist rétt að setja í lög heimild til þess." Það liggur sem sé Ijóst fyrir, að það sem vakti fyrir flm þessa ákvæðis í upphafi var öryggissjónarmið, en stóðu ekki á neinn hátt í sambandi við hugsanlegar réttarrannsóknir. Þetta ákvæði hefur síðan verið endurtekið í lögum og ekki breytt og ég fullyrði, að það hafi ekki verið tilgangur þeirra sem að endur- skoðun þeirrar löggjafar stóðu að breyta í neinu þeim tilgangi, sem á bak við þetta ákvæði bjó Og það hefur svo verið endurtekið í reglugerðum með mismunandi orðalagi, en þó þannig, að það gefur allt til kynna þá sömu skoðun á þessu efni, t.d. í reglugerð- inni frá 1954, sem mun vera núgild- andi reglugerð, þar segir svo í 6. gr.: „Lögreglustjórum er heimilt að loka áfengisútsölu eða banna vinveitingar á veitingastöðum, sem leyfi hafa til áfengisveitinga, fyrirvaralaust um lang- an eða skamman tima, þegar sérstak- lega stendur á Skal lögreglustjóri til- kynna dómsmrn slíka ákvörðun svo fljótt sem ástæður leyfa Áfengisverzl- un ríkisins eða veitingamaður, sem i hlut á, getur skotið ákvörðun lögreglu- stjóra til dómsmrh " o.s.frv. RÉTTARÖRYGGISÚRRÆÐI — EKKI RÉTTARRANN- SÓKNARÚRRÆÐI Það liggur þess vegna Ijóst fyrir að þetta ákvæði, heimildin til lögreglu- stjóra til þess að loka veitingastað er sett í því skyni að tryggja það, að misnotkun í sambandi við áfengis- veitingarnar eigi sér ekki stoð, þannig að óreglu valdi, en ekki í sambandi við réttarrann- sóknir Hún er réttaröryggisúrræði, en ekki réttarrannsókarúrræði Ákvæði um réttarrannsóknarúrræði, þau úr- ræði, sem rannsóknarmenn og rann- sóknardómarar mega beita, eru í allt öðrum lögum en áfengislögunum. Þau ákvæði eru í lögum um með- ferð opinberra mála Þau ákvæði eiga jafnt við um mál, sem að ein- hverju leyti standa í sambandi við áfengisverzlun eða þann, sem leyfis- hafi veitingastaðar eins og aðra, og eins við um brot, sem framin eru I sambandi við þau mál eins og önnur brot Og til þessara rannsóknarúrræða má grípa undir tilteknum ákveðnum skilyrðum og það er réttaröryggis vegna búið um þau með tilteknum hætti þannig að sá, sem fyrir sökum er hafður á þar líka vissan rétt og getur komið að vissum vörnum í því sam- bandi Olafur Jóhannesson dómsmálaráð herra Ég vil að sjálfsögðu ekki segja neitt misjafnt um þá ágætu embættismenn, sem hv. þm. vitnaði hér í. En ég leyfi mér að halda því fram, að þeir hafi misskilið þetta lagaákvæði Lögreglu- stjóri má ekki og á ekki að beita þessari heimild að geðþótta sínum Hann má því aðeins beita þessu ákvæði, að það séu fyrir hendi málefnislegar ástæður til þess, og hann á að beita því samkv málefnislegum ástæðum og þeim úr- skurði hans og ákvörðun um það efni má skjóta til dómsmrh Og það er dómsmrh., sem fer með lokaorðið í því efni Og dómsmrh. er ekki frjálst að láta það vera að taka nokkra ákvörðun í slíku máli, þegar því er til hans skotið Málinu er áfrýjað til hans og honum er skylt að leggja sinn úrskurð á það eins og endranær, þegar um er að ræða málefni, sem skotið er til æðra stjórn- valds Það er ekkert undir geðþótta dómsmrh. komið, hvort hann lætur vera að skipta sér af þessu máli eða ekki Hann verður að leggja úrskurð á það, og hann verður að leggja einnig úrskurð á það eftir málefnislegum ástæðum. MERGURINN MÁLSINS OG HÖFUÐATRIÐI Ríkissaksóknari hefur ekkert um þetta að segja Þetta vald er algerlega í hendi dómsmálaráðherra Til hans er ákvörðun lögreglustjóra áfrýjað, og það er eitt einfaldasta atriði, sem menn læra í lögfræði, það er hin svokallaða valdþurrð, að eitt stjórnvald getur ekki gengið inn á svið annars stjórnvalds, komið í þess stað, farið að framkvæma athafnir, sem er í þess verkahring eða dómstólar geta heldur ekki gengið inn á það svið, sem er óumdeilanlega lagt undir framkvæmdavaldshafa og fram- kvæmdavaldshafar auðvitað ekki inn á svið dómstóla í þessu ákvæði laga er valdinu skipað undir dómsmrh og þess vegna hefur ríkissaksóknari ekkert um það að segja. Það þarf ekki að eyða að því orðum, hvort jafngrandvar og heiðarlegur embættismaður, og marg- reyndur, og Valdimar heitinn Stefáns- son rikissaksóknari, hafi farið að skrifa bréf til dómsmrh og gefa honum leið- beiningar um það, hvort sem dómsmrh. hefur heitið Ólafur Jó- hannesson eða Jóharm Hafstein eða annað, hvernig hann ætti að úrskurða í máli, sem óumdeilanlega heyrir undir hann, hvað þá að fara að gefa honum fyrirmæli um það, hvernig hann ætti að úrskurða í málinu. Nei. Enda eru það skrök ein, að það hafi Valdimar Stefánsson gert. Hann sendi aðeins það skjal, sem Hallvarður Einvarðsson hafði skrifað, skrifað handa ríkissak- sóknara í sambandi við rannsókn þessa máls Það er þess vegna alveg óum- deilanlegt, að dómsmrh. hafði heimild til þess að kveða upp úrskurð í þessu máli og hafði heimild til, ef hann taldi málefnislegar ástæður standa til þess, að fella úrskurð lögreglustjóra úr gildi Og mergurinn málsins er auðvitað sá, að það liggur fyrir í minnisblaði skrif- stofustjóra dómsmrn , að hann talaði við þann mann, fulltrúa hjá sakadómi, sem með rannsóknina fór, að hann lýsti því yfir, að frekari lokun þessa áfengisstaðar hefði enga þýðingu fyrir rannsókn málsins. Þetta getur hv. þm lesið í grg. dómsmrn Hann hefur kannski lesið það hér áðan upp, ég man það ekki. En það sakar ekki þó að hann lesi það aftur. Þetta er auðvit- að höfuðatriðið, að lokun var, úr þvi sem komið var, gersamlega þýðingarlaus fyrir rannsókn málsins. Af hverju átti þá að halda lokun áfram? Átti að fara að beita lokun áfengis- staðarins i eins konar hefndarskyni, hafa það sem einhverja hefndarráðstöf- un ef einhverjum lögreglumönnum væri í nöp við þennan veitingastað, t.d af þvi að það hefði verið róstusamt þar eða eitthvað slikt Þannig má ekki beita þessu ákvæði. Þannig mega yfir- völd ekki beita sínu valdi. Það er fortíðin, sem þekkist frá Nasista-Þýzkalandi og fleiri einræðis- ríkjum, að þannig megi yfirvöld og dómstólar fara með sitt vald Kannski dreymir einhverja menn um það, að þeir tímar renni upp á íslandi, að þannig megi fara að. Engu er líkara af sumum skrifum sumra blaða en svo sé. Dyggilega vinna þeir í þá átt að grafa undan rótum lýðræðisins í þessu landi Mergurinn málsins/ kjarni máls- ins, er sem sagt þessi, að lokun, sem hafði staðið í 4 sólarhringa, hennar var alls ekki lengur þörf vegna rannsóknar málsins. Á hverju átti þá að byggja? Ef hennar var þörf vegna rannsóknar málsins, þá átti að byggja hana á ákvæðum í réttarfarslögum og taka ákvörðun um það samkv því. Það kemur fram i þessari grg dómsmrn , að til þess treysti sá dómari, sem með málið fór, sér ekki, taldi ekki ástæðu til Það kemur einnig fram í því plaggi Hallvarðs Einvarðssonar, sem hv þm. las hér upp áðan. Er það réttaröryggi meðmælanlegt, sem vill láta loka eða halda áfram að loka að geðþótta, kannski lögregluyfirvalda, ef heimild til þess er ekki í réttarfarslögum. Ég segi nei. Það er ekki réttaröryggi, sem við sækjumst eftir. LOGREGLUSTJÓRI AFNAM LOKUN Hitt er svo kannski aukaatriði, sem skökvað hefur að vísu verið upp í þessum rógsskrifum Vísis, að ég hef nú aldrei fellt niður þessa lokun veit- ingahússins Klúbbsins. Það var nefni- lega ekki beðið eftir mínum úrskurði þar um. (Ja, það skiptjr ekki nokkru máli, þó að hv þm hristi höfuðið Þeir heyra kannski, sem næstir eru, hringla i einhverju, en það kemur ekki nokkurn hlut við mig). Þessi hæstvirti þingmaður ætlar að gera svo lítið úr frábærum og heiðar- legum embættismanni c>g margreynd- um, lögreglustjóranum i Reykjavík, að hann hafi ekki viljað standa við sína sannfærmgu, af því, að hann hafi verið búinn að heyra það hjá starfsmanni dómsmrn., að starfsmenn ráðuneytis- ins litu svo á, að þetta ætti að falla úr gildi Þetta er ákaflega ómakleg ásökun í garð Sigurjóns Sigurðssonar lög- reglustjóra. Hann felldi sjálfur niður lokunina og^ auðvitað samkv sinni eigin sannfæringu þá Sjálfsagt þegar hann var búinn að athuga málið betur. Að halda öðru fram er að gera lítið úr þessum hæfa embættismanni, að hann fari bara eftir bendingu frá dómsmrn. og láti sína sannfæringu lönd og leið ef hann telur sína lagatúlkun vera rétta Ég held, að þetta nægi nú í raun og veru um þetta mál, sem ekki er nú stórkostlegt, því að þær sakargiftir, sem þarna var um að ræða, bókhalds- óreiða og skattsvik voru þess háttar, að þau stóðu ekki í sambandi við meðferð áfengis I húsinu út af fyrir sig Það var búið að taka öll, bókhaldsgögn, og það gat ekki torveldað rannsókn málsins að þessu leyti á neinn hátt, þó að húsið væri opið. Það hefði að mínum dómi verið bara út í bláinn að halda því lokuðu lengur, hrein geðþóttaákvörð- un, sem ekki gat stuðst við málefnisleg sjónarmið. SKRÖK Ég hef rakið það áður, að bréf Valdi- mars heitins Stefánssonar er aðeins þetta Hér með sendi ég hinu háa dómsmrn til athugunar afrit af skýrslu og umsögn Hallvarðs Einarssonar aðal- fulltrúa, er hann hefur lagt fyrir mig um mál það, er þar um ræðir." Ekki eitt aukatekið orð meira, enda átti það ekki við En því var skrökvað upp 1 þessum rógskrifum Vísis, að Valdimar heitinn Stefánsson hefði sent dómsmrh. bréf, þar sem hann hefði átalið þetta En hv. þm. las nokkuð úr skýrslu og umsögn Hallvarðs Einvarðssonar aðalfulltrúa sem er ágætis embættismaður, en er ekki óskeikull fremur en aðrir menn Og það er nú oft svo, að um lagaskiln- ing og lagatúlkun ríkja mismunandi skoðanir hjá lögfræðingum. Mér dettur ekki í hug annað en hann hafi sett þetta á blað eftir sinni beztu sannfær- ingu og sínu sjónarmiði þá En ég held, að hann hafi rangt fyrir sér í þeirri lagatúlkun, sem hann heldur þar fram. Ég ætla með leyfi hæstv forseta að lesa ofurlítið úr þessu skjali. „Ákvað lögreglustjóri þá að leggja þegar bann við frekari áfengisveiting- um í þessu veitingahúsi, unz annað yrði ákveðið, og mun hann í því efni hafa stuðzt við ákvæði 2. mgr. 14. gr áfengislaga nr 82/1969 Sú ákvörð- un lögreglustjóra var að áliti saksókn- ara sjálfsögð og eðlileg, eins og á stóð. Var það bæði á ýmsan hátt ótvírætt í þágu rannsóknar málsins auk þess, sem áframhaldandi starfræksla þessa veitingahúss eins og málum þá var komið var alls endis óviðeigandi frá sjónarmiði almennrar réttarvörslu." Það er heldur ekki saksóknari, sem sviptir veitingahús leyfi. Ef það er talið óviðeigandi, að það haldi leyfi og full- nægir ekki lengur skilyrðum, þá er það dómsmrh , sem það gerir og hefur gert í slíkum tilfellum, þannig að þessi orð eru nokkuð ofsögð hjá skjalaritaranum Var tvímælalaust nærtækast að beita fyrrgreindri heimild lögreglustjóra samkv 2. mgr. 14 gr. áfengislaganna enda hæpið, að unnt hefði verið að grípa jafnskjótt til annarrar réttarheim- ildar til slíkra sviptinga, eins og málum var háttað í upphafi rannsókna." Já, það var það. Það var hæpið, en nær- tækast þetta. Eðlilegt var að tekið væri fyrir frekari áfengisveitingar I þessu veitingahúsi, meðan rannsókn málsins stæði yfir eða a.m.k. á meðan hin eiginlega sakadómsrannsókn, svo sem yfirheyrslur, stæðu yfir. Efni kynni hins vegar að hafa getað orðið til endurskoðunar þessu banni á síðari stigi rannsóknarinnar, t.d. óvíst, að biða hefði þurft lokasvikarannsóknar skattrannsóknastjóra eða loka- bókhaldsrannsókna. Það eru sannar- lega nóg vínveitingahús i Reykjavik og ekki hefði mér verið nokkur eftirsjá í því í sjálfu sér, þó að eitt hefði horfið úr sögunni og það stæði lokað enn í dag. En bókhaldsrannsókninni er nú enn ekki lokið Telur nú hv þm að það hefði verið skynsamleg ráðstöfun að halda því lokuðu allan tímann? Nei, ég held nú, að aðalfulltrúi saksóknara hafi gengið þarna fulllangt. Það hefði verið frekar viðeigandi af hans hálfu að benda á, að það ætti að beita þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.