Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 2000 íþróttamenn eiga að LÖGRMAA HVERJU GÖTU- HORM í Þannig verður Olympfuþorpið sem keppendur og fararstjórar búa f lokað með gaddavfr og hindrunum. OL-gull gefur 30 millj. kr. Það er ekki bara að gullverð- laun á Olympíuleikunum gefi heiður og frægð í aðra hönd. Ekki er ósennilegt að þeim er hlotnast slíkur málmur fái einnig álitlega peningaupphæðir og hafa upphæðir allt að 30 millj. króna verið nefndar i því sambandi. Að því er franska íþróttablaðið l’Equipe skýrði nýlega frá, hafa skiðasambönd ákveðinna þjóða tilkynnt Olympíukeppendum að þau muni „heiðra" þá með peningagreiðslum sem verði mjög mismunandi háar eftir frammi- stöðu þeirra i keppninni. Þá er einnig vitað, að flestir af beztu skíðamönnum heims eru á mála hjá fyrirtækjum sem framleiða skíði og skiðabúnað, og teljast reyndar sumir þeirra beztu sem verzlunarmenn hjá slfkum fyrir- tækjum. Meðal þeirra er hinn frægi Gustavo Thoeni frá Italíu, en áðurnefndt franskt blað hefur það fyrir satt að fyrirtæki Thoeni hafi heitið honum 30 milljónum króna fyrir Olympíugull. Slíkt er vitafilega ekki látið opinberlega uppi, þar sem hætt er við að Olympíunefndin yrði þá, nauðug viljug, að grípa til ráðstafana. búa í lokuðu þorpi á Olgmpíuleikunum ****** wSm ’****míi mH' - .,; Nýjasta tfzkan hjá skfðafólkinu verur afgjörlega bönnuð f Innsbruck, enda væri auðvelt að skýia sér á bak við hana. Hafa ekki glegmt atburðunum í Munchen Vetrarólumpíuleikarnir sem hefjast í Innsbruck í Austurríki 4. febrúar n.k. hafa af heima- mönnum verið nefndir „Olympíu- leikar tímamótanna“. Forsenda þeirrar nafngiftar er sú, að Austurríkismenn hafa lagt áherzlu á að hafa undirbúning fyrir leikana eins einfalda og þar af leiðandi ódýra og mögulegt hefur verið. Þeir hlupu í skarðið fyrir bandarísku borgina Denver sem tekið hafði að sér að halda leikana, en siðan gefist upp vegna þess mikla kostnaðar sem fyrir- sjáanlegur var við mannvirkja- gerð sem þar var áætluð vegna leikanna. Austurríkismenn búa nú að mannvirkjum sem gerð voru vegna leikanna sem þar voru haldnir 1964, en bæði í Innsbruck og i Seefeld var þá komið upp hinni ágætustu aðstöðu, þótt tæpast sé hún eins góð og glæsileg og gerist sums staðar, og t.d. pánast hjóm í samanburði við mannvirkjagerðina í Sapporo I Japan fyrir leikana sem voru haldnir þar 1972. En á einu sviði hafa Austur- ríkismenn ekkert til sparað. Er þar átt við öryggisgæzlu. For- svarsmenn leikanna hafa ekki gleymt því sem gerðist í Míinchen 1972, er arabískir glæpamenn urðu 11 israelsbúum að bana eftir að hafa tekið þá sem gísla í Olympíuþorpinu. Atburðir þeir sem skeðu nýlega I Vín, er oliu- ráðherrar OPEC voru teknir sem gíslar hafa líka orðið rækilega til þess að minna á að þörf er fyllstu aðgæzlu vegna Ieikanna, og ekkert er sennilegra en tilraunir verði gerðar þar til skemmdar- starfsemi af einhverju tagi. Það er um hálfur mánuður síðan öryggisgæzla hófst fyrir alvöru í Innsbruck vegna Olympíuleikanna. Enginn hefur t.d. getað heimsótt stjórnstöð leikanna að undanförnu án þess að vera stöðvaður af lögreglunni og krafinn um erindi, og i sjálfu Olympíuþorpinu hafa lögreglu- menn verið á hverju götuhorni s.l. hálfan mánuð. Olympúuþorpinu er skipt í tvo hluta — hinn lokaða og hinn opna. Hinn lokaði er rækilega girtur af með gaddavír og hindrunum og innan þessarar girðingar eiga keppendurnir 2000 og leiðtogar þeirra að búa meðan á leikunum stendur. Til þess að komast þar inn og út þurfa við- komandi að sýna sérstök skírteini sem géfin verða út af öryggis- gæzlunni. Ætli aðrir inn í þetta lokaða þorp þurfa þeir að fá til þess sérstök skírteini. Þeir einu sem ekki verða undir verulega strangri gæzlu eru blaðamenn, en þeir verða þó einnig að sýna sér- stakt skírteini sem gefið verður út af öryggislögreglunni. Við hvert hús í þorpinu verður svo vopnuð öryggislögregla sem viókomandi verða að ganga fram- hjá þegar þeir fara inn og út úr húsunum. — Svo umfangsmikil öryggis- gæzla hefur aldrei fyrr verið við- höfð á Olympíuleikum, hefur blaðafulltrúi leikanna, Bertil Neumann, sagt — við höfum ekki gleymt atburðunum í Munchen né heldur því sem kom fyrir í Vin. Yfirmaður gæzlusveitanna, Edvard Obrist hefur ekki viljað láta uppi hversu margir menn muni starfa í þeim, en segir aðeins að þeir séu nógu margir til þess að koma í veg fyrir að eitt- hvað alvarlegt kunni að koma fyr- ir í búðunum. — Það er af öryggisástæðum sem ég vil ekki láta þetta uppi, sagði hann, — en við munum sjá um að leikarnir fari fram í friði og ró, og án þess að þátttakendur eigi það á hættu að verða ógnað. Það er ekki af eigin hvötum sem við tökum svo strangt eftirlit upp, heldur er það alþjóða-Olympíunefndim sem setti slíkt sem skilyrði. öryggisgæzlan nær reyndar til fleiri staða í Innsbruck en Olympíusvæðisins. Öll löggæzla í borginni mun verða stórefld meðan leikarnir fara fram, og má nefna sem dæmi að um 1100 lög- reglumen munu halda vörð um höll þá sem borgarstjórn Inns- bruck býður þátttakendum og leiðtogum til veizlu í fyrir leikana. A öllu keppnissvæðinu verða svo fjölmargir lögreglumenn við gæzlu á meðan á leikunum stendur, en þar verður hins vegar erfiðara að koma f veg fyrir að hryðjuverkamenn geti athafnað sig, sé það vilji þeirra. I Seefeld, þar sem keppni í norrænu greinunum fer fram, hefur t.d. reynst mjög erfitt að koma við mikilli löggæzlu, en harla ólíklegt má teljast að hryðjuverkamenn beini spjótum sínum að íþrótta- mönnum meðan þeir eru í keppni. Klammer von Austurríkis AUSTURRÍ KISMENN fara ekki dult með það að þeir binda miklar vonir við sitt fólk á Olympíu- leikunum I Innsbruck, enda má segja að það verði þar á heima- velli. Helzta átrúnaðargoð Austur- rlkismanna um þessar mundir er Franz Klammer, sem að undan- förnu hefur sýnt að hann er I mjög góðu formi og Ifklegur til afreka. f keppni sem fram fór F Kitzbúhel fyrir skömmu og var liður I heims- bikarkeppninni á sklðum komu t.d. um 10.000 áhorfendur til þess að fylgjast með viðureign garpanna, og auðvitað var það Klammer sem fyrst og fremst dróg að. Austurrikismenn eiga annars tæpr st von á mörgum áhorfend- um á Olympfuleikana að þessu sinni. Áhorfendur hafa aldrei verið margir á vetrar-Olympfuleikunum, enda keppnin þess eðlis að erfitt er að fylgjast með henni. Helzt er það skautafþróttin og fshokkf sem fær nokkurn áhorfendafjölda. Þannig hefur t.d. verið f mótum heimsbikarkeppninnar í vetur, að sárafáir áhorfendur hafa lagt leið sfna á þau. Það þýðir þó alls ekki að áhugi á sklðafþróttum fari Klammer ætlar sér gull f Inns- bruck. Með honum á myndinni er Norðmaðurinn Erik Haaker, sem vafalaust mun veita hon- um harða keppni. minnkandi, heldur miklu fremur það. að áhugafólkið kýs fremur að sitja heima f stofum sfnum og horfa á keppnina f sjónvarpinu eða lesa um hana f blöðunum. Sjónvarpsstöðvar hafa mikinn viðbúnað vegna leikana f Inns- bruck og mun meiri hluta þess er gerist á leikunum verða sjónvarp- að beint til flestra Evrópulanda, auk þess sem nokkrar bandarfskar sjónvarpsstöðvar munu senda meira eða minna efni út frá leik- unum. Að sjálfsögðu verða sendingar þessar að stofni til I lit. Með tilliti til þessa hafa fram- leiðendur skfðabúnaðar lagt nótt við dag að undanförnu við að finna ráð til þess að snúa á kerfið og sjá til þess að merki fram- leiðslu þeirra bregði fyrir á skján- um eða á myndum dagblaðanna, og af þessu njóta svo skfða- mennirnir meira og minna góðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.