Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976
Leiguflugvél til
landhelgisgæzlu
ÓLAFUR Jóhannesson dómsmálaráðherra gat þess I þættinum Bein
Ifna I fyrrakvöld, að hann hefði farið þess á leit við rfkisstjórnina, að
hún veitti heimild sfna fyrir þvf að Landhelgisgæzlan leigði af
Flugfélagi fslands Fokker-Friendship-flugvél til landhelgisgæzlu, þar
sem nauðsynlegt væri að hafa tvær flugvélar f gæzluflugi.
Morgunblaðið spurði Pétur
Ekki svart-
olía heldur
þarabreiða
ÞEGAR flugvél frá Flugfélagi
Islands var á leið meðfram
Vestfjörðum töldu flugmenn
hennar sig verða vara við
svartan flöt á sjávaryfirborð-
inu út af Látrabjargi og töldu
þeir þar helzt geta verið um
svartolíubrák að ræða. Gerðu
þeir Siglingamálastofnuninni
aðvart, sem aftur fékk menn í
nágrenni þessa svæðis til að
fara á stúfana og kanna málið
betur. Þórður Jónsson á Látr-
um, fréttaritari Mbl. var i þess-
um hópi og kvaðst hann hafa
farið út á bjargið. Sást þá fljót-
Framhald á bls. 38
Sigurðsson, forstjóra Landhelgis-
gæzlunnar, um þetta atriði og
sagði Pétur að hann hefði farið
fram á þetta við dómsmálaráðu-
neytið fyrir skömmu. Mála-
leitanin hefði enn ekki
fengizt afgreidd i ríkis-
stjórninni, en hann kvaðst
vænta svars á næstunni. Pétur
sagði að ljóst væri að ekki væri
unnt að komast yfir það svæði,
sem kanna þyrfti með einni flug-
vél. Landhelgisgæzlan hefði
undanfarið, er fært hefði verið út,
ávallt fengið leigðar hjá Flug-
félaginu vélar, þegar þess hefur
verið þörf. Setur gæzlan þá í flug-
vélarnar tæki sín og með áhöfn
Flugfélagsins fer skipherra, stýri-
maður og loftskeytamaður í
hverja ferð. Nú nýlega, er SYR
fór i skoðun, leigði Landhelgis-
gæzlan Fokker af Flugfélaginu.
Einn hængur er þó á þessu, að
Flugfélagsvélarnar hafa ekki eins
mikið flugþol og SÝR.
Sama fiskverð
til 15. febrúar
Jóhann H. Kagnarsson, unglingaskákmeistari Reykjavfkur 1976.
Skákþing Reykjavíkur:
Margeir, Helgi og Björn
bítast um efsta sætið
SKÁKÞING Reykjavfkur er nú komið á lokastig og aðeins einni
umferð ólokið. Standa ungu mennirnir þeir Margeir Pétursson og
Helgi Ólafsson bezt að vfgi, en Björn Þorsteinsson á einnig
möguleika á titlinum. Margeir hefur 7'A vinning, Helgi Ólafsson
7 vinninga og hagstæða biðskák en Björn hefur 6 vinninga og á
óljósa biðskák.
Á sunnudaginn vann Margeir Sævar Bjarnason, Helgi vann
Gylfa Magnússon en Björn á óljósa biðskák við Magnús Sól-
mundarson.
I B-flokki er Hilmar Karlsson efstur með 8 vinninga af 10. I
C-flokki sigraði Kári Kárason með 7'A vinning af 9, en Óli
Valdimarsson og Jón. Þ. Jónsson hlutu 7 vinninga. I D-flokki er
staðan óljós. I A-flokki kvenna er Svana Samúelsdóttir með 6V4
vinning af 8 en Birna Norðdahl hefur 6 vinninga af 7 mögulegum.
Unglingameistari Reykjavíkur 1976 varð Jóhann H. Ragnarsson.
Geirfinnsmálið:
Hæstaréttar-
úrskurður
væntanlegur
í dag
HÆSTIRÉTTUR mun væntan-
lega f dag birta úrskurð sinn á
réttmætri gæzluvarðhaldsvistar-
úrskurð Sakadóms Reykjavíkur
yfir tveimur af þremur mönnum
sem nú sitja inni vegna Geir-
finnsmálsins. Eins og komið hef-
ur fram í Mbl. kærðu mennirnir
úrskurð Sakadómsins fyrir
Hæstarétti f lok sfðustu viku. Að
sögn rannsóknarlögreglunnar er
ekkert nýtt að frétta af rannsókn
Geirfinnsmálsins.
Ber maður
á ferli í
Vesturbænum
BER MAÐUR hefur verið á ferð i
vesturborginni að undanförnu og
hefur lögreglan fengið kærur
hans vegna. Nú síðast aðfararnótt
sunnudagsins varð maður þessi á
vegi tveggja sómakærra stúlkna,
sem voru að koma af dansleik.
Hafði maðurinn í frammi ýmsa
ósiðlega tilburði við stúlkurnar og
kærðu þær athæfi hans. Var þetta
við Melatorg. Málið er I rannsókn.
VERÐLAGSRAÐ sjávarútvegsins
hefur ákveðið að núgildandi fisk-
verð skuli gilda enn um sinn eða
til 15. febrúar nk. og segir f til-
kynningunni að með þessari
ákvörðun sé gefið svigrúm til
þess að Ijúka setningu laga og
reglugerða, svo og samningsgerð,
sem nauðsynleg sé vegna fyrir-
hugaðra breytinga á sjóðum
sjávarútvegs. Þá fékk Mbl. þær
upplýsingar f gær, að yfirnefnd
verðlagsráðsins hefði komið
saman til fyrsta fundar til að
fjalla um nýtt loðnuverð, en búist
var við frekari fundum f nefnd-
inni áður en gengið yrði frá verð-
ákvörðun.
Fréttatilkynning Verðlagsráðs-
ins vegna almenna fiskverðsins er
svohljóðandi:
Þar sem sýnt er, að boðaðar
breytingar á útflutningsgjöldum
og sjóðum sjávarútvegs muni ekki
koma til framkvæmda þegar i
febrúarbyrjun, hefur yfirnefnd
Verðlagsráðs ákveðið, að fiskverð
það, sem gilti í janúar 1976, sbr.
tilkynningu ráðsins nr. 1/1976,
skuli gilda áfram dagana 1.
febrúar 1976.
Ákvörðun þessi er reist á sömu
forsendum og með sömu skilmál-
um og fiskverðsákvörðun fyrir
janúarmánuð.
Með þessari ákvörðun er gefið
svigrúm til þess að ljúka setningu
laga og reglugerða og samnings-
gerð, sem nauðsynleg er vegna
fyrirhugaðra breytinga á sjóðum
sjávarútvegs.
Bæjarstjóranum vísað úr
starfi í Vestmannaeyjum
BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja
kom saman til skyndifundar á
laugardag, og var þar samþykkt
að vísa Sigfinni Sigurðssyni
bæjarstjóra úr starfi. Staðfesti
Einar H. Eiríksson, forseti bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja, þetta í
samtali við Morgunblaðið í gær,
en kvaðst ekkert geta gefið upp
um ástæður fyrir brottvfsun
bæjarstjörans að sinni, þar eð
ákvörðun þessi hefði verið tekin á
lokuðum fundi og eftir væri að
fjalla um málið frekar á öðrum
vettvangi. Hins vegar kvað hann
mega vænta greinargerðar frá
bæjarstjóninni um málið sfðar.
Þá hafði Morgunblaðið einnig
samband við Sigfinn Sigurðsson,
og spurði hann nánar út um þetta
mál. Sigfinnur sagði, að það væri
rakalaus ósannindi sem komu
fram í öðru síðdegisblaðinu i gær
á þá lund að ástæðurnar fyrir
uppsögn Sigfinns úr bæjar-
stjórnastarfi væri að rekja til
Framhald á bls. 39
Tveir listar í
Ný jarðskjálftahrina kjöri hjá Iðju
byrjuð í Axarfirðinum
5 stiga skjálfti mældist þar í gær
TALSVERÐ ókyrrð var á sunnu-
dag og í gær á jarðskjálftasvæð-
inu f Axarfirði, og laust eftir
hádegið f gær kom þar mjög
snarpur kippur, er mældist 5.0
stig á Riehterkvarða. Að sögn
Ragnars Stefánssonar jarð-
skjálftafræðings eru upptök þess-
arar nýju hrinu á botni Axar-
f jarðar, vestur af Núpum.
Sr. Sigurvin Elfasson á Skinna-
stað, fréttaritari Morgunblaðsins,
sfmaði eftirfarandi f gær.
Eftir margra sólahringa
kyrrðartímabil með mjög vægum
og strjálum hræringum eða ails
engum, koma 2ja tím óróleiki i
fyrrakvöld með a.m.k. einum all-
stórum skjálfta um kl. 22.40.
Aðfaranótt sunnudags var kyrrt
veður, og þá heyrði ég eftir
miðnætti dimmar drunur með
hvíldum í fyrsta sinn í langan
tíma. Slíkar drunur gátu vitað á
iilt. Þó var þá kyrrt að kalla.
Eftir hádegi í gær, sunnudag,
var síðan 2—3ja tíma ókyrrðar-
tímabil, svo að oft hrikti í húsum.
Aðalhrinan hófst þó eftir kl. 22 á
sunnudagskvöld og hefur staðið
látlaust síðan með vaxandi þunga
til þessa. Stórir skjálftar voru kl.
5.26, 7.02 og 7.37 í morgun og svo
kl. 12.25, 13.16 og 14.06 með högg-
um og hristingi, þyt og drunum.
Þeir tveir síðustu virtust einna
stærstir. Síðan í morgun hafa
verið ólæti á öllu jarðskjálfta-
svæðinu hér í Axarfirði, bæði í
Kelduhverfi, Sandinum, Núpa-
sveit og á Kópaskeri. En ekki er
gott að glöggva sig á hvar þau eru
mest. Varð að draga mjög niður í
mælitækjum, og oftast var á þeim
látlaus titringur. Ekki hef ég frétt
um nýjar skemmdir í mannvirkj-
um eða hlutum né um meiðingar
á fólki eða fénaði. Hygg ég að
ekkert sé um að slíkt hafi gerzt.
Skjálftarnir virðast mest í 10—20
km fjarlægð frá Skinnastað, og
eiga vafalaust upptök á löngum
sprungum.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Ragnar Stefánsson jarð-
Framhald á bls. 38
astliðinn var útrunninn frestur
til þess að skila framboðslistum í
Iðju, félagi verksmiðjufólks í
Reykjavfk vegna kosninga til
stjórnar og trúnaðarmannaráðs
félagsins. Tveir listar komu fram,
listi stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs lagður fram af Runólfi Pét-
urssyni, formanni Iðju og listi
borinn fram af Bjarna Jakobs-
syni og fleirum.
Ákveðið er að kosningarnar fari
fram helgina 14. og 15. febrúar
næstkomandi. Listi stjórnar og
trúnaðarmannaráðs er merktur
bókstafnum B, en B-listann skipa
eftirtaldir: Runólfur Pétursson,
formaður, Ragnheiður Sigurðar-
arliðason, ritari, Skarphéðinn
Óskarsson, gjaldkeri og með-
stjórnendur: Klara Georgsdóttir,
María Vilhjálmsdóttir, Guðríður
Guðmundsdóttir og i varastjórn:
Auður Ingvarsdóttir, Ólafur
Pálmason og Tryggvi Bjarnason.
A-listinn er þannig skipaður:
Bjarni Jakobsson formaður, Guð-
mundur Þ. Jónsson, varaformað-
ur, Jón Björnsson ritari, Gunn-
laugur Einarsson gjaldkeri, með-
stjórnendur: Sigríður Skarphéð-
insdóttir, Guðmundur G. Guð-
mundsson, Unnur Ingvarsdóttir
og í varastjórn: Asdís Guðmunds-
dóttir, Magnús Guðjónsson og
Ólafur Þorbjörnsson.
Annar skáksigur fslendings á örfáum dögum:
Guðmundur sigraði á Orense skákmótinu
GUÐMUNDUR Sigurjónsson
stórmeistari bar sigur úr být-
um f skákmótinu í Orense á
Spáni, sem lauk á sunnu-
daginn. Hlaut Guðmundur 7'A
vinning og var jafn þeim
Guillermo Gareia frá Kúbu og
Kenneth Rogoff frá Banda-
ríkjunum að vinningum. Hins
vegar var Guðmundur stiga-
hæstur af þeim þremenn-
ingunum og hreppti þvf sigur-
inn. Þessi sigur Guðmundar
kemur aðeins örfáum dögum
eftir sigur hins fslenzka stór-
meistarans Friðriks Ólafssonar
á skákmóti f Hollandi.
Guðmundur mun á næstunni
tefla á móti f Torremolinos á
Spáni.
I síðustu umferðinni tefldi
Guðmundur við Garcia og var
jafntefli samið eftir 10 leiki.
Rogoff gerði jafntefli við
Keene í 13 leikjum. Spánverj-
inn Be/lon tefldi við Rodriques
og með því að sigra í þeirri skák
hefði hann orðið sigurvegari,
því hann hafði betri stigaút-
komu en Guðmundur. Hins
vegar tapaði Bellon skákinni og
Guðmundur varð því sigur-
vegari. I næst síðustu umferð-
inni átti Guðmundur biðskák
við Spánverjann Fraguela og
þegar þeir settust við taflið að
nýju sigraði Guðmundur i 48
leikjum. Guðmundur var tap-
laus í mótinu.
Lokastaðan varð þessi:
Guðmundur, Garcia og Rogoff
hlutu 7i4 vinning, Rodriques
hlaut 7 vinninga, Bellon og
Keene 6'A vinning, Timman
hlaut 6 vinninga, Pomar og
Hernando 5 vinninga, Fraguela
og Sanz 3 vinninga og Durao l'A
vinning.