Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 Forseti minntist í ávarpi sínu á hið erfiða og viðkvæma starf, sem Jón Sveinbjörnsson gegndi sem konungsritari, einkum er sambandsslitin nálguðust. Um það skrifar sonur hans Erling m.a. í grein í Mbl. 1953: „Faðir minn var islenzkur af hjarta og sál, en bundinn var hann Dan- mörku böndum, sem erfitt var að slíta. Hann lauk þar námi, kvæntist danskri konu og heim- ili þeirra var á danskri grund. I GÆR 2. febrúar, hefði Jón Sveinbjörnsson, konungsritari, — eini tslendingurinn, sem þann titil hefur borið — orðið 100 ára, hefði hann lifað. Af þvf tilefni var í gærmorgun komið fyrir í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg brjóstmynd af Jóni Sveinbjörnssyni, sem Erling sonur hans fyrrv. ráðuneytis- stjóri í Danmörku hefur eftir- látið Islendingum og ríkis- stjórnin látið steypa í málm. Einnig hefur Erling nú sent hingað korða þann, sem til- heyrði einkennisbúningi kon- ungsritara, en þann búning var áður búið að afhenda Þjóð- minjasafni. Einnig var áður komið i Þjóðminjasafn frá Erl- ingi úr búi Jóns Sveinbjörns- sonar sigarettuveski, sem Kan- adamenn höfðu gefið Svein- birni Sveinbjörnssyni tón- skáldi, föðurbróður hans. — Og síðast en ekki síst gerðabók Jóns sem konungsritara, sem er nú f Þjóðskjalasafni. Skráði Jón þar i dagbók frásögn af því, sem viðkom Islandi á öllum rík- isráðsfundum konungs frá 1918 til 1944 eða allan þann tíma sem ísland var fullvalda ríki í konungssambandi við Dan- mörku. Og er það vafalaust ómetanleg heimild um merki- legan kafla i Isiandssögunni. Forseti Islands, Kristján Eld- járn flutti ávarp við athöfnina í Stjórnarráðshúsinu i gærmorg- un, að viðstöddum Geir Hall- grímssyni, . forsætisráðherra, Pétri Thorsteinssyni, ráðuneyt- isstjóra, Ludvig Storr, ræðis- manni Dana, og fleiri embættis- mönnum, og systurbörnum Jóns, Guðrúnu og Birgi Einars- son og konu hans. Minntist forseti Jóns og starfa hans i þágu Islands. Þó ekki hefði borið mikið á Jóni Sveinbjörnssyni hér heima, sagði forseti, hefði hann gegnt mjög vanda- sömu starfi og oltið á miklu að með það færi háttvfs og fær maður. Hefði reynt mik- ið á það, ekki sízt sfðustu árin, þegar sambandið var að slitna milli tslands og Danmerkur. Kvaðst forseti vilja láta I ljós virðingu sína fyrir Jóni Svein- björnssyni sem embættismanni og manni og þakkaði Erlingi syni hans, sem hefði sent Þjóð- minjasafninu embættisskrúða föður síns og fleiri gripi. Þá gat forseti þess i ávarpi sínu, að Gerðabók Jóns Sveinbjörnssonar, sem komin er f Þjóðskjalasafn. I hana skrifaði konungsritari allt sem viðkom Islandsmálum á rfkis- ráðsfundum hjá konungi frá 1918 til 1944, er fsland varð lýðveldi. Astæðan til þess, að konungs- ritarastaðan var sérstaklega erfið er augljós. Danir litu öðr- um augum á sambandið milli Danmerkur og Islands en Is- lendingar. Islendingar litu á sambandssamninginn aðeins sem spor að þvi takmarki, sem þeir höfðu sett sér — fullum aðskilnaði landanna — en Dan- ir vonuðu að þeir samningar, sem náðust árið 1918, gætu haldizt — að nú hefðu þeir gef- ið eftir eins og hægt væri og nú Korðinn, sem konungsritari bar með einkennisbúningi sfnum og nú er kominn heim. A honum er skjaldarmerki tslands með kórónu konungs, komið þar fyrir eftir 1918. ekkert til að kynna Island og þótt til væri íslenzkt-danskt fé- lag, þar sem meðlimirnir komu saman til að sitja yfir kaffibolla eða hlusta á fyrirlestur, þá var það ekki nóg. Ef til vill fannst mönnum innst inni, að ekki tjó- aði að tala um orðinn hlut, skeð væri skeð. I þannig andrúmslofti var ekki alltaf auðvelt að vera kon- ungsritari. Ég held að faðir minn hafi vonað að sambandið milli Islands og Danmerkur gæti haldizt, en efazt meira og meira um það, eftir því sem hann sá hvernig útlitið versn- aði stöðugt. Eins og kunnugt er, var lokaþátturinn leikinn i sið- ustu heimsstyrjöld, er Islend- ingar tóku skarið af og skáru á böndin. Skoðanir manna voru mjög skiptar um það, hvort Is- lendingar hefðu gert rétt, en nú kom tækifærið, sem lengi hafði verið beðið eftir, upp í hend- urnar á þeim. Faðir minn vissi frá byrjun, hvernig endirinn mundi verða. Hann áleit, að að- skilnaðurinn væri óumflýjan- legur og Danir ættu þess vegna að létta undir með tslendingum eins og hægt væri. Faðir minn var mjög áhuga- samur um allt, er viðkom Is- landi. Hann tók þátt I öllum félagssamtökum, sem höfðu á stefnuskrá sinni eitthvað er snerti Island eða tslendinga. Hann var svo þjóðrækinn, að hann fann fegurð í hvaða mynd sem var, væri hún máluð af Islendingi. Hann hafði einnig mikinn áhuga á handritamál- inu og hann vonaði að Danir myndu fyrr eða síðar gefa Is- lendingum handritin.“ Jón Sveinbjörnsson andaðist í Kaupmannahöfn 12. marz 1953. 100 ár frá fœðingu Jóns konungsritara Sveinbiörnssonar brjóstmyndin af Jóni Svein- björnssyni væri gerð af Axel Schierbeck, syni Schierbecks landlæknis, sem var mágur Jóns bróðir Ebbu Margrétar konu hans. Hefðu þeir, sem myndu eftir Jóni sagt, að hún væri mjög lík honum. Með korðanum, sem nú verð- ur afhentur Þjóðminjasafni og látinn fylgja einkennisbúningi konungsritara, hefur Erling Sveinbjörnsson skrifað skýr- ingar. Segir hann þar, að korð- inn hafi verið í eigu föður sins, og beri skjaldarmerki tslands, eins og það var eftir 1918, þ.e. með kórónunni. Hafi ekki verið til annar slíkur, nema sá sem tilheyrði búningi Sveins Björnssonar sendiherra. Korð- inn hafði áður verið í eigu föð- ur Jóns, Lárusar E. Svein- björnssonar háyfirdómara, og Jón fengið hann sendan frá fjölskyldunni þegar Lárus dó 1910. Var hann þá i leðurhylk- inu, sem nú fylgir. En Lárus hafði átt annan korða, sem enn er í eigu Erlings. Jón Sveinbjörnsson var, sem kunnugt er, sonur Lárusar Sveinbjörnssonar háyfirdóm- ara og Margrétar Sigriðar Guð- mundsdóttur Thorgrimssen. Hann var fæddur og uppalinn í Reykjavík, en að afloknu stúd- entsprófi 1895 var hann i Stjórnarráði Islands eftir að það var stofnað 1904—1906, en ól siðan mestan aldur sinn i Danmörku. Þar var hann i fjár- málaráðuneytinu og i íslenzku stjórnarskrifstofunni. Hann hafði á hendi margvíslegan rekstur fyrir hönd Islendinga í málefnum, sem snerta báðar þjóðirnar, og var, eins og áður er sagt, konungsritari og jafn- framt ríkisráðsritari frá 1. des. 1918 til þess er lýðveldi var stofnað á Islandi 1944. Hann var sjálfkjörinn i orðunefnd 1921 og orðuritari til þess er orðunni var breytt 1944, ritari millilandanefndarinnar 1907, trúnaðarmaður konungs 1906—1918, kammerjunker 1914 og hlaut margvísleg heið- ursmerki. Auk þess var hann formaður Islendingafélagsins í Kaupmannahöfn í mörg ár. Þjóðréttarsamband Islands og Danmerkur eftir Einar Arnórs- son þýddi hann á dönsku. gætu Islendingar ekki krafizt meira. Danir og tslendingar skildu hvorir aðra aldrei fullkomlega. Dönum fundust Islendingar vera kröfuharðir og tslending- um fundust Danir vera skiln- ingslausir. Það var misskilning- ur á báða bóga. Danir gerðu merkilega fátt til þess að sam- bandið gæti haldizt. Ahugi Dana á Islandi var aldrei mik- ill. Skólarnir gerðu lítið sem Forseti Islands, Kristján Eldjárn, flytur ávarp er brjóstmynd Jóns Sveinbjörnssonar konungsriiara var komið fyrir f Stjórnarráðshúsinu. A myndinni má greina Birgi Einarsson, frænda Jóns, Ludvig Storr ræðismann, Hörð Bjarnason og Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.