Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1976 21 Leikur Stefáns og Sigurgeiranna er Víkingar nnnn Hanka 23:21 VÍKINGAR höfðu betur í viðureign sinni við Hauka í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. (Jrslit leiksins urðu 23:21 en í leikhléi var staðan 11:8, Víkingunum í vil. Hafa Víkingar nú hlotið 12 stig í deildinni eða jafn mörg og Haukarnir og hafa bæði þessi lið leikið 11 leiki. Vissulega eiga þau enn nokkra möguleika á að hreppa Íslandsmeistaratitilinn, en til að svo megi verða þurfa bæði FH og Valur að tapa stigum. Reyndar björguðu íslandsmeistarar Víkings sér úr fallhættu með sigrinum í þessum íeik, því óneitanlega var staða þeirra ekki sérlega glæsileg en botnliðið Grótta er með 7 stig. Það sem gerir leik þennan eftir- minnilegan var sérlega góður leikur þriggja manna: Sigurgeirs Marteinssonar í Haukaliðinu, sem ekki hefur leikið betur í annan tíma og skoraði hann 9 mörk í leiknum úr litlu fleiri skottilraun- um; Stefáns Halldórssonar sem í vetur hefur ekki áður verið mark- hæstur í liði Víkings, en gerði sér lítið fyrir og sendi knöttinn 10 sinnum í mark Haukanna, þetta var leikurinn hans eins og ein- hver sagði að leiknum loknum. Þriðji maðurinn sem upp úr stóð í þessum leik var svo Sigurgeir Sig- urðsson markvörður Víkinga, sem varði mjög vel að þessu sinni. Hann hefur ekki verið með í leikjum Víkinga að undanförnu, ekki æft, en kom nú inn að nýju og sýndi glögglega hve sterkur markvörður er dýrmætur hverju liði. Annars var þessi leikur tiltölu- lega rólegur og þó svo að munur- inn á liðunum væri aldrei mikill, þá var hann laus við alla spennu lengst af. Haukarnir voru óvenju daufir og þeirra sterkustu menn í vetur, Elías og Hörður virtust lítið beita sér. Haukarnir byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 3:1 á fyrstu mínútunum, en Víkingarnir tóku við sér Komust yfir 4:3 og voru yfir allan leik- tímann. Mestur varð munurinn þó aðeins þrjú mörk en minnstur eitt mark, 17:16, þegar 10 mínútur voru til Ieiksloka. Haukarnir náðu ekki að fylgja góðum leik- kafla eftir og Víkingarnir sigu aftur þrjú mörk framúr. Leikurinn var allsæmilega leikinn, góður hraði í sókninni og þá sérstaklega hjá Víkingunum. Boltinn gekk vel á milli manna og lítið var um hnoð inn í varnirnar. Varnarleikurinn var ekki eins góður hjá liðunum, en bæði ‘lið fóru illa með upplögð marktæki- færi af línunni. Um markvörzlu liðanna er það að segja að hvorug- ur markvörður Haukanna varði vel, en Sigurgeir hins vegar eins og berserkur eftir að hann kom inná. Ekki er fjarri Iagi að álykta að markvarzlan hafi gert útslagið í þessum leik og öðru fremur fært Víkingunum sigurinn. Dómarar þessa Ieiks voru þeir Valur Benediktsson og Magnús Pétursson. Dæmdu þeir þennan leik sæmilega, gerðu að vísu sín mistök sem frekar komu niður á Haukunum. Einhvern veginn hafði maður það á tilfinningunni að leikur Víkinga gegn Gróttu er þeir ráku Karl Víkingsþjálfara af skiptimannabekknum sæti í þeim. Þeir væru að reyna að láta ekki stór orð, sém sögð voru að leikn- um loknum hafa áhrif á dóm- gæzluna, með þeim afleiðingum að Víkingar högnuðust svo heldur á dómgæzlu þeirra. —áij. Sigurgeir Marteinsson, Haukamaður var f miklum ham 1 leiknum og skoraði 10 mörk. A þessari mynd RAX er eitt þeirra að verða til. I stuttu máli GANGIÍR IÆIKSINS: MlN VlKINGUR 1. Ólafur 2. 3. 4. 5. Páll 6. Páll (v) 9. Jón 10. 11. Viggó 11. 15. Stefán (v) 16. Stefán 17. Viggó 19. Páll 20. 21. 27. Stefán 29. Ólafur 30. 32. 33. Stefán 34. 35. 35. Páll 36. Stefán (v) 38. Stefán 38. 39. 39. Stefán 43. Ólafur 44. STAÐAN 1:0 HAUKAR 1:1 1:2 1:3 2:3 3:3 4:3 4:4 5:4 5:5 6:5 7:5 8:5 9:5 9:6 9:7 10:7 11:7 11:8 Ólafur(v) leikhlE 11:9 Sigurgeir 12:9 12:10 12:11 13:11 14:11 15:11 15:12 15:13 16:13 17:13 17:14 Sigurgeir Sigurgeir Ingimar Sigurgeir Sígurgeir Arnór Ólafur (v) Þorgeir Sigurgeir Hördur Sigurgeir Sigurgeir 46. 49. 50. Stefán 52. Stefán 53. 54. Jón 55. 56. Stefán 57. 59. Viggó 59. 60. Ólafur 60. 17:15 17:16 18:16 19:16 19:17 20:17 20:18 21:18 21:19 22:19 22:20 23:20 23:21 Elfas Hörður Ólafur(v) Sigurgeir Svavar Ólafur(v) Svavar LIÐ VlKINGS: Rósmundur Jónsson 1, Magnús Guðmundsson 1, Jón Sigurðsson 2, Ólafur Jónsson 3, Skarphéðinn Óskarsson 1, Sigfús Guðmundsson 2, Páll Björgvinsson 2, Erlendur Hermanns- son 2, Stefán Halldórsson 4, Viggó Sigurðsson 2, Sigurgeir Sigurðsson 3. LIÐ HAUKA: Ólafur Torfason 1, Gunnar Einarsson 1, Ingimar Haraldsson 2, Arnór Guðmundsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Stefán Jónsson 1, Guðmundur Haraldsson 1, Sigurgeir Marteinsson 4, Hörður Sigmarsson 1, Elías Jónasson 2, Þorgeir Haraldsson 2, Svavar Geirsson 2. DÓMARAR: Valur Benediktsson og Magnús Pétursson 2. Hörður Hilmarsson, pjaitari IVA manna steKKur parna upp og skorar jöfnunarmark liðs sfns sköinmu fyrir leikslok. Úrslitastemmning í jafn- teflisleik ÍR og KA Gífurleg spenna var i leik ÍR og KA i 2. deildar keppni íslandsmótsins í handknattleik er liðin mættust i Laugardalshöllinni á laugardaginn. Allt frá upphafi til enda var um hmfjafna baráttu að ræða og það var aðeins einu sinni i leiknum sem meira en einu marki Leikurinn bar þess greinileg merki hve þýðingarmikill hann var. Oftsinnis gerðu leikmenn sig seka um alls konar villur, sem stöfuðu fyrst og fremst af taugaslappleika þeirra. Þar voru Akur- eyringarnir öllu verri, enda meira í húfi fyrir þá Við þetta bættist að dóm- gæzlan hjá Magnúsi Péturssyni og Vali Benediktssyni var ekki sem allra bezt A hvorugt liðið var hallað af þeirra hálfu, en hins vegar oft misræmi i dómum, sem ekki á að henda jafn reynda og góða dómara og þeir eru munaði. Og úrslitin urðu 16-16, eftir að bæði liðin höfðu átt þess kost að skora sigurmarkið á siðustu mínutunni. En þá var taugaveiklun leikmanna komin ! hámark og ekki varð úr neinu. fremstu röð Þar má fyrst nefna Akur- eyringana Halldór Rafnsson og Þorleif Ananiasson, en sá siðarnefndi er sér- staklega athyglisverður leikmaður Hefur gott auga fyrir að koma sér í smugur i vörn andstæðinganna og er á stöðugri hreyfingu á línunni Alltof sjaldan tóku félagar hans eftir honum þegar hann var búinn að finna sér færi, eða þá að þeir hættu ekki á að senda inn á linuna til hans Þrátt fyrir þetta allt saman verður ekki annað sagt en að leikur hafi verið bærilegur að hálfu beggja liða, og óhætt er að fullyrða að þau leika ekki slakari handknattleik en gerist og gengur meðal þeirra liða sem eru i neðri hluta 1. deildarinnar. Að minnsta kosti er varnarleikurinn til muna betri hjá þeim en sumum 1. deildar liðanna, og i sóknarleiknum voru bæði liðin með ágætar „keyrslur", og hafa yfir að ráða leikmönnum sem eru i KA hafði lengst af forystu i leiknum, en ÍR-ingarnir jöfnuðu stöðugt. Aðeins tvivegis munaði tveimur mörkum i leiknum, er staðan var 2-0 og siðar 12-10 fyrir KA I seinna skiptið fengu Akureyringarnir tækifæri til að auka forystu sina i þrjú mörk, en voru þá óheppnir og svo fór að ÍR jafnaði Þegar um 4 minútur voru til leiksloka var staðan 1 5-1 4 fyrir KA, en þá tókst ÍR-ingum að skora tvö mörk i röð og breyta stöðunni i 16-15 sér i vil Lokaorðið i bessum spennandi leik átti svo Hörður Hilmarsson, með jöfnunar- marki KA Beztu leikmenn Akureyrarliðsins i þessum leik voru þeir Þorleifur og Halldór, en Jóhann Einarsson er einnig mjög athyglisverður leikmaður, sem kann vel að leika vörn og er feikilega duglegur Hjá l'R-ingum er erfitt að nefna einn öðrum fremri. Liðið er mjög jafnt og i þvi var góð barátta. Helzt var það gamla kempan, Gunnlaugur Hjálmars- son, sem lét ekki æsinginn hafa mikil áhrif á sig og kom mjög vel frá leikn- um. Mörk ÍR. Brynjólfur Markússon 4, Guðjón Marteinsson 4, Vilhjálmur Sig- urgeirsson 3, Gunnlaugur Hjálm- arsson 3, Bjarni Hákonarson 1, Sig- urður Svavarsson 1 Mörk KA. Halldór Rafnsson 8, Þor- leifur Ananiasson 3, Ármann Sverrisson 2, Hörður Hilmaisson 2:— Jóhann Einarsson 1 Maður leiksins. Halldór Rafnsson, KA. - stjl. KA slapp með skrekkinn ÞAÐ var ekki sérlega merkilegur handknattleikur sem KA og Fylkir buóu upp á í 2. deildinni á sunnudaginn — daginn eftir að KA hafði gert jafntefli við ÍR. Attu KA-menn í hinum mestu brösum með lið Fylkis sem berst í bökkum í 2. deildinni og munurinn á liðunum þegar upp var staðið var aðeins 1 mark, 24:23 KA-sigur. Sjálfsagt hefur KA vanmetið andstæðing sinn, sem lék þennan leik á köflum nokkuð vel. Þannig komst Fylkir yfir strax í upphafi og varð munurinn mestur 4 mörk. Þegar staðan var 9:6 tóku leik- menn KA sig loks saman I andlit- inu og skoruðu 5 mörk í röð þannig að staðan breyttist í 11:9 þeim í vil. I hálfleik var staðan 16:12 og í seinni hálfleiknum komst KA í 6 marka forystu. Kæruleysisleikur undir lokin dugði þó skammt og Fylkir saxaði muninn niður í aðeins 1 mark, 23:22. Skoruðu liðin síðan sitt markið hvort, þannig að KA slapp með skrekkinn og er enn með í baráttunni í 2. deild. Beztu menn KA að þessu sinni voru Hörður Hilmarsson Halldór Rafnsson og Ármann Sverrisson, en yfirleitt lék KA-Iiðið undir getu. Af leikmönnum Fylkis byrjaði EinarÁgústsson mjög vel en var sfðan tekinn úr umferð það sem eftir var. Stefán Hjálmarsson og Steinar Birgisson áttu ágætan leik. Mörk KA: Halldór 10, Hörður 5, Ármann 3, Guðmundur, Þorleifur og Haraldur 2 hver. Mörk Fylkis: Einar Á. 6, Stefári 4, Steinar 4, Örn 3, Gísli 2, Sig- urður, Gunnar, Kristinn og Einar E. 1 hver. —áij. Mörk Vfkings: Stefán 10, Páll 4, Ólafur 4, Viggó 3, Jón 2. Mörk Hauka: Sigurgeir 9, Ólafur 4, Svavar 2, Hörður 2, Ingi- mar 1, Árnór 1, Þorgeir 1, Elías 1. Misheppnuð vftaköst: Gunnar Einarsson varði vítakast frá Páli Björgvinssyni og Sigurgeir Sigurðsson varði vítakast frá Herði Sigmarssyni. Brottvísanir af leikvelli: Sigfús Guðmundsson fékk tveggja mínútna kælingu undir lok leiksins. Þórmarði UBK og tryggði sig í2. deild ÞÓRSARAR frá Akureyri svo gott sem tryggðu áframhaldandi setu sína í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik á sunnudag- inn er þeir sigruðu Breiða- blik úr Kópavogi með 14 mörkum gegn 13 í leik lið- anna sem fram fór í Iþróttahúsinu Asgarði í Garðabæ. En með þessum úrslitum er staða Breiðabliks í deildinni orðin afar ískyggileg og þarf nánast kraftaverk til þess að bjarga liðinu frá falli í 3. deild. Engan þyrfti að undra þótt svo færi fyrir Breiðablik að þessu sinni. Liðið hefur búið við algjört aðstöðuleysi í vetur. I Kópavogi, einum stærsta kaupstað á Islandi, er ekkert íþróttahús, og eina æf- ingin sem handknattleiksfólkið hefur getað fengið eru æfinga- leikir við lið sem hafa yfir húsum að ráða eða þá hlaup úti, sem koma vitanlega að takmörkuðum notum. Það þarf varla að búast við mikilli breytingu til batnaðar hjá Breiðabliksliðinu fyrr en bót verður ráðin á þessu atriði. Leikurinn á sunnudaginn var ákaflega slakur af hálfu beggja liða, og er honum bezt lýst með einu orði: Leikurinn var lengst af mjög jafn og var staðan 9—8 fyrir Þór í hálfleik, eftir að Breiðablik hafði haft forystu Iengst af í hálfleikn- um. I byrjun seinni hálfleiksins jók Þór svo forystu sína en komst aldrei nema tvö mörk yfir. Langbezti maður Þórsliðsins í þessum leik var Þorbjörn Jensson og mega Þórsarar sannarlega þakka honum bæði stigin. Vakti nokkra furðu að Breiðabliksmenn skyldu ekki taka hann úr umferð, þar sem hann var eini leikmaður Þórsliðsins sem eitthvað kvað að . 1 Breiðabliksliðinu áttu þeir Theódór og Bjarni Bjarnason beztan leik en sá síðarnefndi er mjög efnilegur handknattieiks- maður. Mörk Breiðabliks: Bjarni 5, Theódór 3, Magnus 2, Páll 1, Hannes 1 og Daníel 1. Mörk Þörs: Þorbjörn 4, Aðal- steinn 4, Benedikt 4, Gunnar 1, Sigtryggur 1. Maður leiksins: Þorbjörn Jens- son, Þór. övænt tíðindi í kvennahaníknattleiknum: ÆTLI það sé ekki ár og dagur sfðan Valur hefur tapað með fimm marka mun I 1. deild kvenna í handknatt- leik? A sunnudaginn máttu Vals-. stúkurnar bfta f þetta súra eplf, en þessi ðvæntu tfðindi verða ðgn eðli- legri þegar þess er gætt að Sigrún Guðmundsdðttir lék ekki með Vals- liðinu. FH-liðið lék hins vegar mjög vel. Sjaldan betur, og sigur þess var fyllilega sanngjarn. Valsstúlkurnar virtust hins vegar vera að bfða eftir þvf allan leikinn að einhver önnur (Sigrún) endaði upphlaupin. Þessf sigur FH setur aukna spennu f mótið. Valur og Fram eru nú bæðf búin að tapa tveímur stig- um og þð svo að Ifklegast sé að keppnin um meistaratitilinn standi á milli þessara tveggja liða, þá get- ur FH-Iiðið blandað sér f baráttuna. Liðið hefur nú tapað 4 stigum og ekki þarf annað en Fram vinni Val og sfðan FH Fram til að liðin þrjú verði jöfn að stigum, vinni þau þá aðra andstæðinga sfna sem gera verður ráð fyrir. Fyrri hálfleikurinn f leiknum á sunnudaginn var jafn og spennandi, Valur yfir framan af, en f leikhléi var staðan 5:4 fyrir FH. 1 byrjun seinni faálfleiksins gerði FH svo 4 mörk á mðti 1 og staðan breyttist f 9:5. Þann mun náði Valur ekki að vinna upp, minnkaði að vfsu muninn niður f þrjú mörk, en fyrir lokin hafði FH náð 5 marka forystu 15:10. Gyða (Ilfarsdðttir varði mark FH af stakri prýði f þessum leik og það var ekki sfzt henni að þakka að sigur vannst. Katrfn Danfvalsdðttir lék þarna sinn 50. leik með meistaraflokki FH — er samt aðeins 17 ára — og átti stðrleik. Katrfn Danivalsdðttir með knöttinn, en hún lék sinn 50. ieik með meistaraflokki FH á sunnudaginn og er þð aðeins 17 ára. Skoraði sjálf 5 mörk, en fékk að auki tvö vftaköst. Sigrún Sigurðar- dðttir gerði falleg mörk úr hornunum og f heildina átti FH- liðið mjög góðan leik. Þær Svanhvft og Sylvía mættu þð báðar að ðsekju skjðta meira en þær gerðu að þessu sinni. Ragnheiður, Björg og Elfn virtust vera þær einu f Valsliðinu, sem eitthvað reyndu að gera upp á eigin spýtur, en það dugði ekki til Stúlkur eins og Oddný og Harpa hefðu t.d. báðar mátt reyna miklu meira f leiknum. MÖRK FH: Katrfn 5, Svanhvft 5, Sigrún 3, Sylvfa og Margrét 1 hvor. MÖRK VALS: Ragnheiður 3, Björg 2, Elín 2, öddný Hrafnhildur og Halldðra 1 hver. —áij Gftir jafna hyrjun sipðn KR-stúlknrnar EKKI VERÐUR annað sagt en að leikur KR og Vfkings f 1. deildar keppni Islandsmðts kvenna f hand- knattleik f Laugardalshöllinni á laugardaginn hafi verið næsta til- þrifalftill. Hiklaust tilheyra bæði þessi lið slakarí hlutanum f 1. deild- inni, og virðist ekki ýkja mikill munur á getu þeirra. KR-stúlkurnar sigruðu þð f leiknum með fimm marka mun, 13—8 eftir að staðan hafði verið jöfn f hálfleik, 4—4. Það sem öðru fremur gerði gæfu- muninn f þessum leik var að KR- liðið hefur eina stúlku sem bæði getur og kann að leika handknatt- leik. Sú er Hansfna Melsteð sem bar af sem gull af eir f þessum leik. Hún ðgnaði vel að Vfkingsvörninni, skoraði ágæt mörk og var auk þess sú KR-stúlka sem stðð sig bezt f vörninni. Gegn svo slöku liði sem Vfkingur er þá nægir slfkt einstak! ingsframtak til sigurs. Auk Hansfnu er hægt að hrósa Hjördfsi Sigurjönsdðttur fyrir all- gððan leik með KR-liðinu, en hjá Vfkingi áttu einna beztan leik þær Sigrún Olgeirsdðttir og Sigrfður Sveinsdóttir markvörður, er oft varði allvel. MÖRK KR SKORUÐU: Hansfna Melsteð 8, Hjördfs Sigurjðnsdðttir 3, Sofffa Guðmundsdðttir 1, Ellý Guðjohnsen 1. MÖRK VIKINGS: Jðhanna Magnúsdðttir 3, Ragnheiður Guð- jðnsdóttir 2, Sigrún Olgeirsdðttir 1, Astrðs Guðmundsdðttir 1, Guðrún Guðmundsdðttir 1. Aoðvelt hjá Armannsstólknm ARMANN vann IBK auðveldlega f 1. deild kvenna á sunnudaginn svo sem við var að búast. Urslitin urðu 21:11, en f hálfleik var 10:6. Kefla- vfkurliðið er f botnsætinu f 1. deild- inni ásamt Vfkingi og virðast þessi tvö lið mun lakari en hin liðin. Um leik IBK og Armanns er fátt eitt að segja. lBK skoraði fvrsta markið og var það f eina skiptið, sem liðið haföi forystu f leiknum. Sigur Armanns var aidrei f hættu og fengu nokkrar Armannsstúikur sem ekki hafa mikið verið með tækifæri á að spreyta sig ðvenju mikið. Beztar í liði Armanns að þessu sinni voru Erla og Guðrún — að venju — en báðir markverðirnir stóðu fyrir sfnu. Af Keflavfkur- stúlkunum stððu Guðbjargirnar tvær sig bezt og er sú yngri sérlega efnileg. MÖRK ARMANNS. Erla 7, Skólamót í handknattleik HANDKNATTLEIKSMÓT framhaldsskólanna fer fram i íþróttahúsi Hafnarfjarðar sunnudaginn 8. febrúar. Er þarna um að ræða útsláttar- keppni og verður leiktíminn 2x12 nfínútur. 12 skölar taka þátt í mótinu og hefur leikj- um verið raðað þannig niður: Kl. 13.00: Flensborg — MH Kl. 13.30: MK — MT Kl. 14.00: Iðnskóli Hafnar- fjarðar — Lindargötuskól- inn Verzlunarskólinn Kl. 15.30: Fjölbrsk. Breið- holti — Fiskvinnsluskólinn Kl. 16.00: Þeir sem vinna 1. og 6. leik. rr\ . . __ Kl. 16.30: Þeir sem vinna 2. Kl. 14.30: MR — Iðnskóli og5. leik. Reykjavikur Kl. 17:00 Þeir sem vinna 3. KI. 15:00: Tækniskólinn — og4. leik. Guðrún 6, Þðrunn 3, Auður 2, Sig- rfður 2, Anna 1. MÖRK IBK: Guðbjörg eldri 4, Guðbjörg vngri 4, Gréta, Anna og Þorbjörg 1 hver. —áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.