Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 33 fclk f 7» fréttum Jóki björn í London + ROCK Hudson leikur þessa dagana f gamansömum söng- leik, „I do I do“, á leiksviði f Lundúnum. ásamt söng- konunni og dansaranum Jufiet Prowse. Og hvernig geðjast breskum gagnrýnendum að Hollywood-leikaranum f þessu hlutverki? Þeim geðjast fæst- um að honum og eru ekkert að klfpa utanaf þvf f dómum sfnum: „Það er nú Ijóst orðið, hvers vegna hann gat ekki orðið póstmaður,“ segir gagn- rýnandi Sun um leikarann, sem f eina tfð var bréfberi, „framganga hans var fyrir neðan allar hellur.“ Sami gagnrýnandi kvað söngrödd Hudsons einna helst lfkjast „laglausum kveinstöfum“ sem kæmi .Jiræðsfufullum hundum til að halla undir flatt og span- góla á tunglið". Gagnrýnandi Daily Mail viðurkenndi að Hudson hefði áhrif á konur meðal áhorfenda: „Auðvitað ætla þær af göflunum að ganga þegar hann fremur þessi dans- atriði sín með erfiðismunum og + Rock Hudson og Juliet Prowse f hlutverkum sfnum f „I do! I do!“ Fyrirhöfn Hudsons minnir „einna helst á Jóka björn f gervi Fred Astaire", en Prowse er „bjargvættur dapurlegrar kvöldstundar“. bægslagangi. Fyrirhöfnin minnir einna helst á Jóka björn f gervi Fred Astaire.“ Gagnrýnandi Sun segir er hann ræðir um danshæfileika Hudsons, að sér hafi létt við að sjá að Julíet Prowse væri það ,Jrá á fæti að geta verndað tær sfnar gegn stórmeiðingum, þegar Rock var kallaður inn á sviðið til að dansa á sinn stirð- busalega og stórkarlalega hátt“. Juliet Prowse hefur fengið betri viðtökur hjá gagnrýnendum, t.d. f Guardian, þar sem sagði að hún hefði verið „bjargvættur dapurlegrar kvöldstundar“. Uppselt var á allan átta vikna sýningartfmann áður en sýningar hófust og hefur Rock Hudson lýst þvf yfir að hann láti athugasemdir gagnrynenda sem vind um eyru þjóta, „enda þótt ég viðurkenni fúslega að ég dansa betur þegar ég er fullur'. + I „Hott, hott á rúmstokkn- um“ er Vivi Rau léttklædd þegar hún er mest klædd. En eftir vinnutfma er hún öll önnur, hefur mikið yndi af föt- um — jafnvel hlýjum fötum, Hérna er hún greinilega á leið úr vinnu. Stígur hún við stokkinn + Um þessar mundir er verið að frumsýna f Kaupmanna- höfn sjöundu „rúmstokks- mynd Palladium-kvik- myndafélagsins, „Hopla pá sengekanten“ (Hott, hott á rúmstokknum). Aðalstjarna myndarinnar ásamt Ole Söltoft er 25 ára gömul leikkona, Vivi Rau. Að sjálfsögðu er hún ýmist létt klædd eða ekki f nokkurri spjör á skrifstofunni, þar sem hún vinnur en hún neyðist til að fá sér skrifstofu- vinnu, af þvf að verksmiðjueig- andinn, eiginmaður hennar (Ole Söltoft) er svo önnum kafinn f viðskiptunum að hann vanrækir unga og blóðheita konu sína. Annars er Vivi Rau meira gefin 'fyrir föt en fram kemur f þessari mynd. Hún er meira að segja f þann veginn að opna fataverslun á Amagerbro- gade, þar sem á boðstólum verða tfskuföt fyrir ungt fólk. John Hilbard, höfundur og stjórnandi ,,rúmstokkanna“, hefur látið þau orð falla, að f þessari mynd sé minna um djarflegar nærmyndir en f fyrri myndunum: „En það stafar f sjálfu sér ekki af þvf að smekkur fólks hafi breyst eða kröfur þess til efnismeðferðar. Ég geri myndir mfnar með því hugarfari einu að láta aðstæður hverju sinni ráða ferðinni.“' BO BB & BO fæé&ekkerjapborða; ^Aður en ég fer t ^ • A BARINN E>Ö/? .. miiimiiinwTiIiiiiiiiiijiii. liimmm/, iiiiimi7 (PAÐ ER DÁLÍTIÐ UNDÍR GUDÍ OG \ ” "T UJKKUNNI KOMIÐj wuimutuuuuwuMUuu/iumuimui ISTG-MO wd — 'N innhverf íhugun Almennur kynningarfyrirlestur verður haldinn um Innhverfa (hugun, Transcendental Meditation, tækni Maharishi Mahesh Yogi i Kristalsal Hótel Loftleiða mið- vikudaginn 4. febrúar kl. 20.30. íslenzka íhugunarfélagið nuiunsn muntasn Tuyi V LÆRIÐ VÉLRITUN Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eingönga á rafmagnsritvélar Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar i síma 21719. 41311. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, Þórunn H. Felixdóttir Blaðburðarfólk óskast AUSTURBÆR: ÓSinsgata, Baldursgata Uthverfi: Hraun teigur UPPL. í SÍMA 35408 ÞAÐ SÉR ENGIN BÖRNIN SÍN BARA í SVÖRTU OG HVÍTU GEYMIÐ ÞVÍ MINNINGARNAR UM BERNSKU BARNANNA Á LITMYND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.