Morgunblaðið - 04.02.1976, Page 1

Morgunblaðið - 04.02.1976, Page 1
28 SÍÐUR 27. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ríkisstjórnin: Hugmyndir Breta ekki aðgengilegar Reiðubúin til viðræðna um samkomulag til skamms tíma — Bretar vilja 85 þús. lesta ársafla — 65-75 þús. lestir af þorski — Til- búnir að ræða viðurkenningu 200 mílna — Lslendingar ákveði hámarksafla □ --------------------------------------------------------------------------------□ Sjá greinargerð forsætisráðherra f heild á bls. 14—15. RÍKISSTJÓRNIN sendi ríkisstjðrn Bretlands í gær orðsendingu, þar sem tilkynnt er, að hugmyndir Breta um fiskveiðiheimildir hér við land, sem settar voru fram í viðræðum forsætisráðherra ríkjanna fyrir rúmri viku, væru ekki aðgengilegar að mati íslenzku ríkisstjórnarinnar. Jafnframt lýsti rfkisstjðrnin yfir þvf, að hún væri reiðubúin til þess að taka upp viðræður um samkomulag til skamms tfma við Breta. Um þetta sfðastnefnda tilboð til Breta sagði Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, er hann gerði Alþingi grein fyrir viðræðunum í gær: „íslendingar vilja með þessu enn sýna, að þeir vilja gera allt sem f þeirra valdi stendur til þess að leitast við að leysa þessa deilu friðsamlega en engu skal spáð um viðbrögð Breta. En ljðst er, hvernig sem fer, að við tslendingar þurfum að sýna stefnufestu og yfirvegun, þolgæði og jafnvægi, ef við eigum að ná takmarki okkar fyrr en síðar. Hér duga engar upphrópanir, brigzlyrði eða sundrungariðja. Nú skiptir mestu, að tslendingar sýni samhug inn á við og út á við og komi fram í samfélagi þjóðanna, án minnimáttarkenndar, meðvitandi réttinda sinna og skyldna eins og sjálfstæðri þjóð sæmir.“ eða miðað við lokadag hafréttarráðstefnu. c) Gildis- tími þar til hafréttarráðstefnu lyki. d) Samið yrði um 6 mánaða uppsagnarfrest eins og er í samningi Islands og Belgíu. 0 Bókun 6. Að fengnu samkomu- lagi um veiðiheimildir vildu Bretar beita sér fyrir, að bókun 6 tæki gildi og að tolla- lækkunum yrði hagað eins og bókunin hefði verið í gildi frá undirritun. 0 Aðrar fisktegundir. Fram kom að heimild til Breta til að veiða aðrar fisktegundir en þorsk mundi ekki leysa deiluna. Callaghan, utanríkisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi: ingu á 200 mílna fiskveiðilög- sögu Islands. í því sambandi beindist athyglin að ákvæði, þar sem kæmi fram, að „samkomulagið væri byggt á 200 mílna svæðinu og enginn fyrirvari gerður“. Töldu Bretar erfitt að neita þessu orðalagi sem viðurkenningu og mundu allir túlka það sem viðurkenningu. Einnig var rætt um annað viðurkenn- ingarákvæði. (Sjá skýrslu for- sætisráðherra bls. 14—15.) 0 Samningstími. Fram voru settar 4 hugmyndir. a) Samn- ingur til ákveðins tíma. b) Samningur til ákveðins tíma Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, gerir Alþingi grein fyrir viðræðum sfnum við Harold Wilson, forsætis- ráðherra Breta. Helztu atriði, sem fram komu í viðræðum Geirs Hallgrímssonar við Harold Wilson eru þessi: 0 Aflamagn. Bretar vilja fá að veiða 28% leyfilegs hámarks- afla þorsks á Islandsmiðum en minnst 65 þúsund lestir og mest 75 þúsund lestir en heildarafli yrði 85 þúsund lestir (aðrar fisktegundir með taldar). 0 Bretar fallast á, að Islendingar ákveði hver verði leyfilegur hámarksafli þorsks. 0 Viðurkenning. Bretar voru til- búnir til að ræða viðurkenn- Tökum boði umviðræður umskammtímasanuimga — Togvíraklipping þýðir sjálfkrafa flotavernd London Huli 3. febrúar AP — Mlke Smartt — Reuter 0 „EF fslenzkt varðskip klippir á togvfra eins togara til viðbótar mun það leiða til sjálfkrafa endurkomu herskipa á fiski- miðin.“ Þetta sagði James Callag- han, utanríkisráðherra Bretlands, og barði í borðið til áherzlu á blaðamannafundi í kvöld, sem hann boðaði til ásamt Fred Peart, sjávarútvegsráðherra, og Roy Hattersley, aðstoðarutanrfkisráð- herra, vegna svars íslenzku ríkis- stjórnarinnar við hugmyndum Breta til lausnar fiskveiðideil- unni. Callaghan tók hins vegar skýrt fram, að brezka stjórnin myndi þiggja boð Islendinga um viðræður um samkomulag til skamms tfma og myndi Kenneth East, sendiherra f Reykjavfk, til- kynna Islendingum um það. „Við höfum alla tfð verið tilbúnir til viðræðna,“ sagði Callaghan. „Hins vegar ættu fiskimenn okkar að fá að veiða óáreittir á þessum miðum á meðan slfkum viðræðum stendur." Hann sagði að öðrum NATO-löndum yrði skýrt frá afstöðu Breta. Framhald á bls. 27 Viðræður fiskifræðinga. Is- lenzkir og brezkir fiskifræð- ingar eru sammála um, að hrygningarstofninn muni minnka enn frekar á næstu þremur árum, ef ekki verði að gert og viðkomubrestur sé þá yfirvofandi. Hins vegar er ágreiningur um hve róttækar verndunaraðgerðir eigi að vera. Bretar telja, að stofninn muni rétta við þótt aflamagn á þessu ári yrði 300 þúsund tonn. tslenzkir fiskifræðingar telja að miða verði við 230 þús- und tonn. (Sjá nánar greinar- gerð forsætisráðherra um þessi atriði). AP-símamynd BLAÐAMANNAFUNDUR BRETA — Fred Peart, sjávarútvegsráð- herra, James Callaghan, utanrfkisráðherra, og Roy Hattersley, aðstoðarutanrfkisráðherra á blaðamannafundi þeirra f gær. Plyushch skýrir frá helvíti sovézkra geðveikrahæla: Sjúklingar átu eigin saur og voru barðir til dauða Paris 3. tebrúar ap-ntb k0m til Vesturlanda f Parfs f SOVÉSKI stærðfræðingurinn dag og gaf þar hryllilegar lýs- og andófsmaðurinn Leonid ingar af helvfti hælisvistar- Plyushch, sem nýlega var innar. Plyushch sagði m.a. frá sleppt eftir næstum þriggja ára þvf, að „hjúkrunarfólk" hefði vist á geðveikrahæli og leyft að barið sjúklinga til dauða, og frá fara úr landi, hélt fyrsta blaða- kvölum sjúkiinga , sem fengið mannafund sinn eftir að hann höfðu súlfúrinngjafir, og ann- PLYUSHCH I.eonid Plyushch og kona hans á blaðamannafundinum f gær. AP-sImamynd arra, sem orðið höfðu að borða eigin saur. „Sjúklingar sár- bændu verðina um að fá að fara Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.