Morgunblaðið - 04.02.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 04.02.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 Helgi og Margeir tefla um efsta sæt- ið en Björn úr leik SÍÐASTA umferðin á Skákþingi Reykjavíkur verður tefld í skák- heimilinu við Grensásveg í kvöld. Mikil keppni er um efsta sætið milli hinna kornungu skákmanna Helga Ölafssonar og Mar- geirs Péturssonar en Björn Þorsteinsson, sem einnig átti möguleika á sigri, héfur nú endanlega misst af strætisvagninum. Sigurvegarinn hlýtur nafnbót- ina Skákmeistari Reykjavíkur 1976 og öðlast rétt til að tefla á alþjóðlega skákmótinu, sem hald- ið verður hér í haust. Helgi hefur reyndar tryggt sér þann rétt áður með sigri í haustmóti TR þannig að Margeir hreppir sætið hvernig sem fer. Biðskákir voru tefldar á mánu- daginn. Fóru leikar svo að Helgi Ölafsson vann Ómar Jónsson en Björn Þorsteinsson tapaði fyrir Magnúsi Sólmundarsyni. Er staðan þannig fyrir siðustu um- ferðina að Helgi Ólafsson hefur 8 vinninga, Margeir 7'á vinning og Björn er þriðji með 6 vinninga. I síðustu umferðinni teflir Helgi við Braga Halldórsson og hefur hvítt en Margeir teflir með svörtu gegn Magnúsi Sólmundarsyni. Efsta sætið í mótinu gefur sæti i landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands. Þrír efstu mennirnir hafa þegar tryggt sér réttinn þannig að sá sem hreppir fjórða sætið öðlast réttindin. Er mikil barátta um það sæti milli Ómars Jónssonar, Jónasar P. Erlingssonar, Magnús- ar Sólmundarsonar og Kristjáns Guðmundssonar. Soumi minnist Runebergsdagsins Finnlandsfélagið Suomi mun- minnast Runebergsdagsins 5. febrúar n.k. með samkomu i Norræna húsinu og hefst hún klukkan 20.30. Formaður félagsins flytur Leiðrétting Ein setning féíl niður i grein Ingólfs Jónssonar um Pétur Guð- mundsson í blaðinu í gær. Þar átti að standa. „Var því ekki um annað að ræða en hætta umfangsmikilli búsýslu. Þórustaðir voru því seld- ir að undanskilinni nokkurri landspildu. Þar byggði Pétur...“ o.s.frv. ávarp, en síðan mun Rosmarie Rosenberg, hinn nýi finnski lektor, flytja ávarp. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður segir frá Rasmusi Rask og les úr bréfum hans, m.a. frásögn af ferð hans til Finnlands árið 1818. Skúli Halldórsson tónskáld leikur á slaghörpu syrpu af lögum eftir sjálfan sjg. Síðan flytur Sigurjón Guðjónsson fyrrv. prófastur kvæði eftir finnska höfunda í eig- in þýðingu. Kvikmynd verður sýnd um finnsku listakonuna Eila Hiltunen myndhöggvara. Kaffiveitingar með Runebergs- tertu verða á b.oðstólum. Aðalfundur félagsins verður haldinn á undan þessari dagskrá og hefst klukkan 20.00. 5 „Þráðum orðið hið upp- runalega og hið einfalda” Rabbað við leikarahjónin Lise Ringheim og Henning Moritzen — Eftir að hafa verið svo lengi bundinn stórri og á margan hátt þunglamalegri stofnun eins og Konunglega leikhúsinu danska, þá kemur að því að maður vill slíta sig lausan. Til að gera hluti, sem mann sjálfan langar til, en ekki einhvern annan. Við þráum það upprunalega, það einfalda. Þessi orð voru meðal þeirra, sem dönsku leikarahjónin Lise Ringheim og Henning Moritzen sögðu á fundi með fréttamönn- um í gær. Þau komu hingað til lands í fyrrakvöld og fyrsta gestasýning þeirra hjá Leik- félagi Reykjavfkur var í Iðnó í gærkvöldi. Sýningar verða þar einnig i kvöld og annað kvöld og þar sem uppselt varð á þessar þrjár sýningar þeirra á örfáum klukkustundum hefur verið ákveðið að sýning verði í Austurbæjarbiói á föstudags- kvöldið. Ágóðann af þeirri sýn- ingu hafa þau ákveðið að gefa Húsbyggingasjóði Leikfélags Reykjavíkur. Lise og Henning Moritzen hafa í mörg ár verið meðal fremstu og þekktustu leikara Dana. Hún hafði starfað við Konunglega leikhúsið í 25 ár og hann í 17, er þau síðastliðið vor ákváðu að slita sig laus. Þau léku síðan í Borgundar- hólms-revíunni við miklar vin- sældir siðastliðið sumar og í haust byrjuðu þau að æfa pró- gramm það sem þau sýna hér á landi. Hafa þau sýnt það víðs vegar i Danmörku, sömuleiðis f Færeyjum og næsta sumar er ferðinni heitið til Bandaríkj- anna, þar sem þau munu sýna fyrir dönskumælandi innflytj- endur. Sýningunni skipta þau í tvo hluta. Fyrri hlutinn er saman- settur úr leikritum úr hinum ólikustu áttum, en allir eiga þættirnir það sameiginlegt — þó svo að þeir séu sjálfstæðir að þar er fjallað um karl og konu — í eða utan hjónabands. Þessir þættir eru svo tengdir saman af Klaus Rifbjerg á gamansaman máta. Seinni hlut- inn býður svo upp á gaman- vísur og söngva og í lokin flytja þauútdrátt úrBorgundarhólms- revíunni frá sfðastliðnu sumri, en textarnir sem sungnir eru þar eru eftir Rifbjerg, Leif Panduro og Benny Andersen. SÝNA OG SJA AÐRA Síðasta leikritið sem þau voru viðriðin hjá Konunglega leikhúsinu var Equus, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir. Henning Moritzen setti verkið upp, en hún lék eitt af minni hlut- verkunum. — Við verðum hérna þangað til á sunnudaginn og munum örugglega nota tím- ann, sem við höfum frá okkar eigin sýningum, til að sjá aðra leikara, sögðu þau. — Það er verst að geta ekki séð hvernig Equus litur út i islenzkri upp- setningu, en sýning á þvi verki er ekki fyrr en á sunnudaginn, sagði Henning. — Þegar viö völdum efni i þetta prógramm okkar þá höfð- um við nú ekki sýningarferðir til annarra landa í huga. Þegar viö komum til Færeyja i desem- ber fengum við stórkostlegar móttökur, fólkið var dásamlegt og skildi allt. Þannig vonum við að Islendingar taki okkur og við vorum reyndar bæði hissa og ánægð -þegar við fréttum hversu vel aðgöngumiðasalan Framhald á bls. 27 Alltnýjarog nýlegar vörur Ennþá er hægt aö fá mikið úrval af fatnaöi, skóm og hljómplötum 40%—60% afsláttur Hreint út sagt NÆST SÍÐASTIDAGUR LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA. TÍZKUVERZLUN UIMGA FÓLKSINS faKARNABÆR P AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEO 66 I AUGAVEG 20a , ótrúlegt vöruúrval Sími frá skiptiborði 28155 LÆKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.