Morgunblaðið - 04.02.1976, Side 10

Morgunblaðið - 04.02.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 DAVID Zrevlin er nýr sendiherra ísraels á fslandi. Hann hefur að- setur í Osló en áður en hann tók við starfi sínu þar var hann aðalræðis- maður fsraels í New York um fjögurra ára skeið. Hann kom til Islands í fyrsta skipti nú í vikunni og átti þá tal við fréttamenn. Hann var m.a. | spurður álits á ástandinu í l Líbanon. Sagði hann Israels- f menn hafa miklar áhyggjur af ástandinu þar og óttuðust þeir að landið kynni að verða enn eitt vígi kommúnistiskra árás- ; arafla í Miðausturlöndum og af þessari ástæðu létu Israels menn framvindu mála í Líban- on sig miklu varða. Ennfremur lagði hann áherzlu á að útilokað væri fyrir Israelsmenn að sitja aðgerðalausir ef i ljós kæmi að | Sýrlendingar væru að ná yfir- ráðum í Líbanon eins og margir óttuðust. Þá sagði hann: „En meðan styrjöldin í Líbanon stendur aðeins milli ibúa lands- ins og utanaðkomandi aðilar ! hafa ekki afskipti af þeim, munu Israelsmenn halda að sér höndum, en heldur ekki leng- ur.“ Talið barst að vandamálum Paiestínuaraba, og sagði David Zrevlin m.a. í því sambandi: ■ „Það vill oft gleymast, að það eru ekki tsraelsmenn, sem eiga upptökin að ófriðnum fyrir I botni Miðjarðarhafs. Arabar ( réðust á ísraelsmenn árið 1967 I og þá náðu Israelsmenn á sitt „EfArabar segðu að jörðin vœri vald landsvæðum sem nú er látið í veðri vaka að séu aðal- deiluefnið og jafnvel kjarni málsins. Þannig horfir málið bara alls ekki við heldur eru Israelsmenn nú reiðubúnir að teygja sig mjög langt og láta af hendi ákveðin landsvæði. Þetta munu þeir þó því aðeins gera að trygging fyrir því að friðar- samningar verði haldnir sé fyr- ir hendi, en meðan það liggur fyrir að viðsemjendur okkar vilja ekki viðurkenna tilveru rétt Israelsríkis þá er sam- komulagsgrundvöllurinn hæp- inn, svo ekki sé meira sagt.“ Um PLO sagði sendiherrann: „I stofnskrá PLO eru skýr og afdráttarlaus ákvæði um að samtökin viðurkenni aldrei Israelsríki en muni berjast gegn því með öllum tiltækum ráðum unz yfir líkur. Vandamál Palestínuaraba viljum við leysa á mannúðlegan hátt. Við höfum fullan skilning á því en það er engan veginn kjarni málsins. Kjarni málsins er sá hvort Arabar vilja viðurkenna tilverurétt Israelsríkis eða ekki. ísraelsmenn fremja ekki sjálfsmorð, með því að gera friðarsamninga, sem enginn yy trygging er fyrir að haldnir yrðu. Palestínuvandamálið verður ekki leyst öðru vísi en með friðarsamningi Sýrlands og Israels PLO er ekki annað en hand- bendi kommúnista og þá alveg sérstaklega Rússa, sem leggja æ meira kapp á að auka áhrif sín í Miðausturlöndum. Astæðan? Rússar berjast gegn vestrænni menningu, vestrænu Iýðræði og öllu, sem vestrænt er. Á sínum tíma studdu Rússar stofnun Israelsríkis með ráðum og dáð. Þeir gerðu sér vonir um að þar yrði sósíalistaríki. Þeir gerðu sér líka vonir um að Israels- menn mundu stuðla að því að koma Bretum frá þessum heimshluta, Síðan varð Rússum ljóst að þeir höfðu reiknað dæmið skakkt og Israelsríki er nú hið eina í Miðausturlöndum, sem býr við vestrænt lýðræði og menningu. Rússar vilja eyða þessum áhrifum í Miðaustur- löndum eins og annars staðar og þess vegna leggja þeir sitt af mörkum til að gera Israelsríki að engu. Gaddafhi er ekki kommunisti enda þótt hann láti nota sig í þágu kommunista. Gaddafhi er Rætt við David Zrevlin, sendiherra r Israels fyrst og fremst trúarofstækis- maður sem hatar allt sem ekki er í anda múhameðstrúar. Hann hefur á bak við sig git- urlega fjármuni sem hann not- ar til þess að berjast gegn menningu og þjóðfélagi sem ekki er í samræmi við trúar- skoðanir hans. Rússarkunna að notfæra sér þetta og allir, sem eru á móti vestrænni menningu og kristinni trú eru vinir Gaddafhis meðan hann hefur hag af slíku vinfengi. Þarna fara hagsmunir Gaddafhis og Rússa saman. Það er ekki einungis i Miðausturlöndum, sem Rússar seilast til áhrifa og valda. Þeir sitja um hverja glufu og smugu. Lítum á Líbanon, Spitzbergen og Angóla. Um leið og einhvers staðar er veikur hlekkur, eru Rússar komnir þangað. Tökum sem dæmi bandalag vestrænna þjóða. I suðri er missætti Tyrkja og Grikkja sem óhjá- kvæmilega hlýtur að veikja bandalagið. I norðri er þorska- stríðið. Hvorugt fer fram hjá Rússum, heldur reyna þeir að notfæra sér aðstæður eftir megni." Sendiherrann hélt áfram að tala um Palestinuaraba og sagði: „Palestínuarabar eru nú á sama báti og maður sem myrðir foreldra sina og kemur svo til yfirvalda og biður um styrk af því að hann sé munaðarlaus. Palestínuarabar virðast eiga samúð allra, en ef Arabaríkin hefðu gert það sama fyrir þá og við tsraels- menn höfum gert fyrir þá flóttamenn, sem hafa komið frá Arabaríkjunum til Israels, þá Tónlistar- viðburður Elfa eftir Mendelssohn □ Oratoría fyrir einsöngvara og kór og hljómsveit, flutt af kennurum og nemendum Söng- skólans I Reykjavík og Sin- fónfuhljómsveit Reykjavíkur, undir stjórn Garðars Cortes. Þeir, sem muna fyrstu til- raunir hérlendis á flutningi stærri verka og einnig tónflutn- ing Hljómsveitar Reykjavíkur, þegar bætt var úr vöntun á hljóðfærum og hljóðfæraleik- urum með því að leika radd- irnar á orgel eða pianó, endur- lifðu þessa tíma á tónleikum Söngskólans og Sinfóníuhljóm- sveitar Reykjavikur s.l. föstu- dag. Það er táknrænt, að á þessum tónleikum var Þór- arinn Guðmundsson tónskáld og fyrsti menntaði fiðluleik- arinn á Islandi meðal áheyr- enda og i hljómsveitinni sitja hljóðfæraleikarar, sem með ýmsu móti tengja saman þessa atburði. Má þar meðal annarra nefna Þórarinn Kristjánsson, símritara og Óskar Gíslason, gullsmið. Núverandi hljóðfæra- menning er róttengd umsvifum þeirra manna sem létu ekki gagnrýni, skammir eða að- stæður buga sig og þó aðstæður í dag séu allt aðrar, ber að fagna stofnun Sinfóníuhljóm- sveitar Reykjavíkur, sem getur orðið isl. tónlistarlífi lyftistöng. Að lengd til er söngverkið Elía talið til meiriháttar tón- verka, en að formi og stil á köflum nokkuð sundurlaust og sviplítið. Þó hafa verið gerðar tilraunir til að sviðsetja það, en heldur hafa þær tilraunir þótt lítil viðbót, þó verkið sé víða leikrænt. Þvf hefur verið haldið fram að tónhugsun manna mótist af leiktækni þeirra. T.d. að Chopin hafi fat- azt flugið, er hann vildi kveða á önnur hljóðfæri en píanó. Þannig var söngröddin það hljóðfæri, sem með einhverjum hætti fjötraði tónhugsun Mendelssohn. Þrátt fyrir það að söngverk Mendelsohn séu ekki talin hans bezta tónlist, eru til eftir hann söngperlur eins og t.d. nokkrar arfur úr Elía. „Lord God of Abraham“ og „Is not His word like a fire“, sem Guðmundur Jónsson söng, „It is enough", sem Kristinn Halls- son söng og „O rest in the Lord“, sem Rut Magnússon söng, eru vel þekktar aríur og oft sungnar, einkum af enskum söngvurum. Einn fegursti kaflinn í verkinu er „Lift thine eyes“ sem hluti kvennakórsins söng mjög vel og þá er „He that shall endure to the end“ einnig mjög fallegur kór og var auk þess mjög vel fluttur. Um flutn- ing óratoríunnar í heild er pað helzt að segja að kórinn var Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON víða mjög góður og sömuleiðis einsöngvararnir. Það var eftir- tektarvert hve samspil hljóm- sveitar og kórs var viða gott, en leikslysin voru tíðari i undir- leik einsöngvaranna, sem gæti stafað af of fáum æfingum með þeim og einnig af ónákvæmu taktslagi stjórnandans, en það hlýtur að vera mikil þörf fyrir nákvæmni í slagi þegar um er að ræða reynslulitla hljóðfæra- leikara. Auk fyrrnefndra söngvara komu fram Ólöf K. Harðar- dóttir, Sigriður E. Magnús- dóttir Magnús Jónsson og nemendur Söngskólans, Unnur Jensdóttir og Halldór Vil- helmsson. Þessir tónieikar eru mikill tónlistarviðburður, ef svo tekst til, sem allir vona, að Sinfóníuhljómsveit Reykja- vfkur eigi eftir að skapa sér nafn í ísl. tónlistarsögu með áframhaldandi starfi. Einstakir tónleikar, þó vel hafi heppnazt, missa gildi sitt er frá líður, en í lifandi starfi er menningin í stöðugri umsköpun og þróun. I þeirri von að svo verði, óska ég aðstandendum þessara tón- leika til hamingju og þá sér- staklega Garðari Cortes, sem er gæddur hugrekki og hæfi- leikum til að móta samtíð sína, þegar aðrir sitja og horfa i gaupnir sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.