Morgunblaðið - 04.02.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 04.02.1976, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 Bjöminn og refurinn EINU SINNI var bjarndýr, sem lá í brekku móti sól og svaf. Refur kom þar framhjá og sá hvar bangsi lá. „Liggurðu þarna I leti, bangsi sæll“, tautaði refurinn. „Nú skal ég þó gera þér grikk“. Svo veiddi hann þrjár skógarmýs og lagði þær á trjábol, rétt við nefið á birninum og æpti svo „Bangsi, bangsi, vaknaðu, hann Pétur skytta liggur bak við næsta tré“. Og um leið og refurinn hafði sagt þetta, tók hann á rás inn í skóginn. Björninn vaknaði við vondan draum, og þegar hann sá mýsnar þrjár, reiddist hann svo, að hann lyfti hramminum og ætlaði aldeilis að lúskra þeim, því hann hélt að þær hefðu kallað til sín og vakið sig. En þá kom hann auga á skottið á refnum milli runnanna, og elti hann svo hratt, að allt kjarrið lagðist um, þar sem hann fór, og komst svo nærri rebba, að hann náði í annan afturfótinn á honum um leið og hann ætlaði að skjótast niður í holu undir rótum grenitrés eins. Þar var nú rebbi kominn I klípu, en ekki var hann ráðalaus. Hann hrópaði. „Slepptu grenirót og taktu í refafót". Og þá sleppti björninn löppinni á honum. En um leið skaust refurinn niður í hol- una og tók til aö skellihlæja þar niðri og sagði svo. „Heldur lék ég laglega á þig núna, bangsi sæll“* „Geymt er ekki gleymt“, sagði bangsi. Um morguninn daginn eftir, kom bangsi vagandi yfir mýrina með feitt svín, sem hann hafði veitt og sat þá refurinn á steini við mýrarjaðarinn. „Góðan daginn, gamli minn“, sagði ref- urinn, „hvaða lostæti ertu með þarna, karlinn?" „Flesk“, sagði björninn. „Ég á nú líka dálítið, sem er bragð- gott“, sagði refurinn. „Hvað er það! “ spurði björninn. „Það er stærsta býflugnabú, sem ég hefi séð“, sagöi rebbi. „Einmitt það“, sagði björninn og sleikti út um, því ekkert þótti honum eins gott og hunang. „Eigum við að skipta?“ spurði hann. „Nei, það geri ég ekki“, sagði refurinn. En svo veðjuðu þeir og samdist um það, að þeir skyldu nefna þrjár trjátegundir. Gæti refurinn sagt þessi þrjú trjáheiti fljótar en björninn, átti hann að fá væn- an bita af svínakjötinu, en ef björninn yrði fyrri til, þá átti hann að fá hunang úr býflugnabúinu. Og bangsi hugsaði sér, að ef hann fengi að sjúga úr búinu, skyldi ekki verða mikið hunang eftir í því. „Jæja“, sagði refurinn, „þetta er nú ágætt allt saman, en eitt skal ég segja þér, að vinni ég, þá ert þú skyldugur til þess að rífa burstana af svíninu, þar sem ég á að bíta“. „Já, ætli ég verði ekki að hjálpa þér, fyrst þú getur það ekki sjálfur“, sagði björninn. Svo áttu þeir að nefna trén. „Þollur, fura, greni“, urraði björninn, dimmraddaður var hann. En þetta voru bara tvö tré, því Þollur er ekkert annað en fura. „Askur, beiki, eik“, skrækti refurinn, svo að bergmálaði í skóginum. Þá var hann búinn að vinna og þaut niður og reif hjartað úr svíninu í einu vetfangi og ætlaði að stökkva á brott. En þá reiddist bangsi, af því refurinn tók það besta af öllu svfninu, náði í skottið á refnum og hélt honum föstum. „Nei, bíddu örlítið“, urraði bangsi og var reiður. „Já, ef þú vilt sleppa mér, skal ég lofa þér að bragða á hunanginu mínu“, sagði refurinn. Þegar björninn heyrði þetta, sleppti hann takinu og svo lögðu þeir af stað að býflugnabúinu. „Hér í þessu býflugnabúi, sem er undir blaðinu, sem ég held á“, sagði refurinn, „er fullt af hunangi og á því er gat, sem þú getur sogið í gegnum“, sagði hann og um leið kippti hann burtu blaðinu, stökk upp á stein rétt hjá og tók þar til að góla og gala, því þarna var hvorki býflugnabú eða hunang, heldur vespuhreiður, stórt eins og mannshöfuð, og nú þutu vespur- nar út í stórum flokkum og stungu björn- VtED MORö-JK/ kafpinu Pabbi get ég fengid 1000 kall- inn núna sem ég á að erfa eftir þig? smástund? Það er ðfreskja í sjónvarpinu mfnu. Ertu viss um, að móðir þín hafi ekki líkst þér þegar hún var ung? Jæja, þú ert ungi maðurinn sem langar til að giftast dóttur minni. — Jæja, svo að þú starfar ekki neitt. — Nei, I hvert skipti, sem mér byðst atvinna, dettur mér I hug, hve margir menn ganga atvinnulausir f heiminum, og þá hef ég ekki brjóst f mér til þess að taka stöðuna. X Skotar eru skemmtilegir náungar og búa sjálfir til flest- ar Skotasiigurnar. Ifér er ein eftir Harold $tuart: — Ef Skoti sér götuócirðir einhversstaðar, er hann óðar þotinn inn í miðja þvöguna til þess að fá fötin sfn pressuð endurgjaldslaust. X Skoti og vinur hans voru að Ijúka miðdegisverði í matsölu- húsi. Þegar þjónninn kom með reikninginn, heyrðist Skotinn segja: — Eg borga. Daginn eftir var svohljóðandi fyrirsögn í blöðunum: — Skoti drepur húktalara. X — Hvað eru fimm prósent, pabbi? — Allt of irtið, drengur minn, alltof Iftið. X Efiglendingur var að missa hárið. Hann eyddi stórum fjár- fúlgum tii þess að fá hárrotið læknað. Skoti varð sköllóttur. Hann seldi greiðuna sína og hár- hurstann. X — Asbjiirn var sá bezti maður, sem uppi hefur verið. — Hvernig veiztu það. — Eg giftist ekkjunni hans. Meö kveðju fra hvrtum gesti Jóhanna Kristjóns- 38 gerð höfðaði sérstaklega til Margaret Parsons og kannski hafði hún valið eiginmanninn vegna þess, að hann minnti hana á gamlan ástmög. Ifann kveikti Ijósin á bflnhm, setti vinnukonurnar af stað og ók afturtil Kingsmarkham. 12. kafli. Húsið virtist hálfógnvekjandi í dimmunni. Það voru svnilega gestir hjá hjónunum. Wexford stöðvaði bílinn við hliðina á svarta Daimlér-bflnum og gekk upp tröppurnar. Ifann hringdi bjöllunni hvað eftir annað og loks var dvrunum lokið upp, eins og hikandi og treglega og þar stóð Douglas Quadrant í eigin persón- u. I kvöidverðarboðinu hjá Ileien Missal hafði hann verið í jakka- fötum. Heima hjá konu sinni og gestum sfnum klæddist hann smókingfötum. En það var ekkert ruddalegt f fari hans, ekkert ósmekklegt eða yfirgengilegt. Allt var svo slétt og fellt f fari þessa manns að með ólfkindum var. Quadrant sagði ekkert en engu var Ifkara en hann horfði þvert f gegnum Wexford og út í skugga- legan garðinn að baki hans. Það hvfldi yfir honum einhver ó- hagganleg reisn og virðuleiki og þó hafði Wexford sterklega á til- finningunni, að maðurinn þyrfti að beita afli til að sýna ekki á sér nein merki geðshræringa. — Mig langar til að segja orð við eiginkonu vðar, Quadrant, sagði Wexford. — A þessum tíma sólarhrings‘> Wexford leit á klukkuna sfna og samtfmis lyfti Quadrant arm- inum tignarlega og horföi fullur vandlætingar á armbandsúr sitt. — Það er alveg sérstaklega ó- heppilegt. sagði hann og sýndi engin merki þess, að Wexford mætti koma inn. — Konan mfn er ekki sérstak- Iega hraust og svo vill til að tengdaforeldrar mfnir eru f heimsókn. En Wexford skeytti þvf engu, bað ekki afsökunar og stóð þver- móðskufullur á tröppunum og hvikaði hvergi. — Nú, jæja, komið þér þá inn, sagði Quadrant. — En mér þætti vænt um ef þér vilduð vera stuttorður. Einhver hrevfing var f forstof- unni. Wexford sá bregða fyrir brúnklæddri veru, sem hraðaði sér á braut. Það var gamla harnfóstran hennar Fabiu Quadrant sem hvarf þar sjónum. — Þér skuluð koma hér inn f bókaherbergiö. Quadrant vfsaði honum inn í herbergi, búið bláum leðurhúsgögnum. — Eg ætla ekki að bjóða yður upp á drykk, þar sem þér eruð hér í embættiserindum. Þetta hljómaði dálftið ósvffnis- lega, hugsaði Wexford, en svo leit Quadrant undirfurðulega á hann, brosti og sagði. — Afsakið mig. En nú sæki ég konuna mfna. Ilann sneríst á hæli og gekk á braut og lokaði dyrunum á eftir sér. Hann vill sem sagt ekki fá mig askvaðandi inn f fjölskylduboðið, hugsaði Wexford. Maðurinn var skelfdur og reyndi að leyna skelf- ingu af hvaða toga sem hún var spunnin. En menn eins og hann hafa meiri stjórn á sér en svo, að unnt sé að átta sig á þvf, hvað innra með þeim bærist. Meðan hann beið renndi hann augum yfir bókahillurnar sem þöktu veggina. Fjöldinn allur af gömlum og væmnum Ijóðum og fburðarríkum skáldsögum. Wexford yppti öxlum og hrökk aðeins við þegar Fabia Quadrant stóð allt f einu rétt við hlið hans án þess hann hefði hevrt hana koma inn. Hún var f svörtum sfðum kjól, andlit hennar var glaðlegt að sjá, kannski var glampinn í augunum cinum of áberandi og kinnarnar of rjóðar. En hún heilsaði lionum kurteislega og allt að þvf alúölega og sagði. — Sælir aftur, lögregluforingi. — Eg skal ekki tef ja yður lengi, frú Quadrant. — Má ekki bjóða yður sæti? — Þökk fyrir, kannski augnablik. Hann virti hana athugull fyrir sér hvar hún settist niður og spennti greipar f kjöltu sér. Það glóði á demantshringinn á vinstri hönd hennar. — Mig langar að biðja yður að segja mér allt sem þér getið rifjað upp um Dudley Drury, sagði hann. — Það var f sfðasta bekknum okkar, sagði hún. — Margaret sagði mér að hún hefði eignast vin — það hefur kannski verið f fyrsta skipti sem hún komst f kynni við pilt. Eg veit það ekki. Það eru aðeins tólf ár síðan en við vorum ekki eins og ungu stúlk- urnar núna. Það var ekkert athugavert við það þá þótt maður væri ekki á föstu. Nú þykir það meiriháttar mál. Skiljið þér hvað ég á við? Hún talaði hægt og greinilega eins og hún væri að skýra þetta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.