Morgunblaðið - 04.02.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.02.1976, Qupperneq 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2n»r03ini>Iabit> MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 Hæstiréttur stað- festi úrskurðinn Banamenn Guðmundar viðriðnir hvarf Geirfinns? HÆvSTIRÉTTUR tók I gær til afgreiðslu kærur tveggja af þrem- ur mönnum, sem sitja inni vegna (ieirfinnsmálsins, en menn þessir höfóu kært 45 daga gæzluvarð- haldsúrskurð, sem Sakadómur Reykjavfkur hafði úrskurðað þá f og krafizt að hann yrði úr gildi felldur. Einnig kröfðust þeir kærumálskostnaðar úr rfkissjóði. Rfkissaksóknari krafðist þess aftur á móti, að úrskurðurinn yrði staðfestur. Komst Hæsti- róttur að þeirri niðurstöðu að með skfrskotun til forsendna hins kærða úrskurðar bæri að stað- Varðskip í hákarls- kjafti í birtingu í gær á miðunum fyrir austan land þar sem brezku togararnir létu reka, veittu íslenzku varðskips- mennirnir þvi athygli, að einn brezki togarinn Ross Sirius, hafði breytt um svip. Reyk- háfur togarans hafði verið málaður um nóttina og þar blasti við feiknstór, rauður há- karl með grátt varðskip i kjaftinum. Lónaði Siríus milli togaranna með þennan nýja svip við mikinn fögnuð landa sinna. 16 ára gamall með 60-70 saka- mál að baki sér SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur nýlega úrskurðað 16 ára gamlan pilt f allt að 30 daga gæzluvarðhald vegna síbrota. Enda þótt pilturinn sé ungur að árum hefur hann þegar að baki sér 60—70 sakamál frá því hann var 12 ára. Fólk er yfirleitt ekki úrskurðað í gæzluvarðhald nema það hafi náð 16 ára aldri, en um- ræddur piltur varð 16 ára um miðjan janúar s.l. festa hann. Sitja mennirnir þvf áfram f gæzluvarðhaldi. í afriti af dómi Hæstaréttar, sem Morgunblaðið aflaði sér i gær, eru nefnd nöfn tveggja manna, sem viðurkennt hafa við yfirheyrslur að hafa ráðið Guðmundi Einarssyni bana i Hafnarfirði í janúar 1974 og urð- að lík hans i hrauni fyrir sunnan Hafnarfjörð. Segir í dómnum að ríkissaksöknari hafi lagt fyrir Hæstarétt frekari skýrslur um för þessara manna til Keflavíkur. Segir að skýrslurnar hafi rannsóknarlögreglan tekið af þeim 27. jan, en efni þeirra er ekki rakið frekar. Sem kunnugt er hvarf Geirfinnur Einarsson i Keflavík i nóvember 1974. Vegna orðalagsins í dómi Hæstaréttar sneri Morgunblaðið sér til rann- sóknarlögreglunnar og spurði hvort umræddir menn væru við- riðnir hvarf Geirfinns. Vildi rann- sóknarlögreglan ekkert tjá sig um málið en sagði að skýrt yrði frá málinu þegar lögreglunni þætti ástæða til. Loðna barst á land f gær f Vestmannaeyjum f fyrsta sinn á þessari vertfð. Var það Ásgeir RE sem kom með 300 tonn til Fiskimjöls- verksmiðjunnar. S.l. ár var fyrsta löndun á loðnuvertfðinni til Eyja fjórum dögum sfðar, þannig að þeir eru aðeins fyrr f þvf nú. Nokkrir bátar hafa nú þegar tilkynnt um komu sfna með loðnu til Evja en þar standa allar þrær klárar til móttöku á þúsundum tonna. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Drengur á öðru ári féll út um glugga á 2. hæð ÞAÐ SLYS varð á Kárastíg f Reykjavfk skömmu fyrir kvöld- mat f gær, að drengur á öðru ári féll út um glugga á 2. hæð og niður á jörð. Litli drengurinn var strax fluttur á slysadeild Borgar- spftalans. Hann reyndist hafa hlotið slæmt höfuðkúpubrot og var f aðgerð þegar Mbl. hafði sfðast fregnir f gærkvöldi. Litli drengurinn var að leika sér einn i hjónaherberginu heima hjá sér. Tókst honum á einhvern hátt að klifra upp í gluggakistuna og opna gluggann, sem þó var kræktur aftur. Móðirin var við vinnu í næsta herbergi og vissi ekki fyrr til en hún heyrði dynk og síðan ákafan barnsgrát. Hljóp hún þá til og sá hvað gerzt hafði og gerði hún þvi næst ráðstafanir til að koma barninu undir læknis- hendur. Einar Ágústsson á Alþingi í gær: Eigum hiklaust að gera samning til skamms tíma — ef það tryggir betur fiskvernd en ófriður II I I UMRÆÐUM á Alþingi í gær um skýrslu Geirs Hallgrfmssonar, forsætisráðherra, um viðræð- urnar f London sagði Einar Ágústsson, utanrfkisráðherra, að tilboðið til Breta um viðræður um skammtfmasamkomulag væri í samræmi við stefnumörkun Alþingis við útfærslu f 50 mílur og sfðar. Utanrfkisráðherra sagði, að ef hægt væri að ná viðunandi samningum til skamms tíma, sem tryggðu betur þann höfuðtilgang okkar með útfærslunni að tryggja fiskvernd og hamla gegn ofveiði, bæri hiklaust að gera slíkan samning. Einar Ágústsson, utanrfkisráð- herra, sagði niðurstöður ríkis- stjórnar eftir athugun á staðreyndum viðræðna islenzkra og brezkra aðila í London fyrir rúmri viku um fiskveiðideilu þjóðanna vera tvenns konar. Annars vegar algjöra neitun á þeim samkomulagshugmyndum, sem Bretar hefðu þar fram sett, enda væru þær óaðgengilegar miðað við hrunhættu þorskstofns- ins, sem fiskifræðileg rök sýndu ótviræð með þvilíkri veiðisókn. Hins vegar væri Bretum boðið til viðræðna um hugsanlegar skammtíma veiðiheimildir, t.d. í þrjá mánuði. Þetta væri í sam- ræmi við samþykkt Alþingis, sem gerð var einróma, er fært hefði verið út í 50 mílur, og markaða stefnu bæði fyrrverandi og núver- andi ríkisstjórnar, að rætt skyldi við allar þjóðir, er við okkur vildu tala um fiskveiðilögsögu okkar. Ráðherrann ræddi um fyrri samninga, og hugsanlegar viðræð- Öllum flugmönnum Vængja sagt upp störfum: „Ástæðan er kröfu r um 300-600% launahækkun,” segir framkvæmdastjóri Vængja og kveður óvíst um framtíð félagsins Flugmenn Flugfélagsins Vængja, 8 talsins, fengu bréf frá stjórn flugfélagsins f gær þar sem þeim er sagt upp störfum frá 1. maí að telja, en í uppsagnarbréf- inu segir m.a., að framkomnar kaupkröfur flugmanna leyfi ekki rekstur félagsins. Vængir halda nú uppi föstu áætlunarflugi til 12 staða á landinu og s.l. ár flutti félagið um 28 þús. farþega um allt land. Ómar Ólafsson flugstjóri hjá Vængjum staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að allir flug- mennirnir hefðu fengið upp- sagnarbréf með þriggja mánaða fyrirvara. Kvað hann uppsögnina vera í sambandi við Iaunamál, en flugmenn Vængja gengu í FlA, Félag íslenzkra atvinnuflug- manna, s.l. haust. „Síðan,“ sagði Ómar, „hafa þrír flugmannanna unnið að gerð samningsuppkasts, sem sent hef- ur verið stjórn Vængja, en eins og málum er háttað er t.d. enginn flugmanna Vængja í lífeyris- sjóði.“ Hafþór Helgason framkvæmda- stjóri Vængja kvað óráðió hvað við tæki er uppsögn flugmann- anna gengi í gildi 1. maí n.k., „en það verður haldinn aðalfundur mjög skjótt og þá fjallað frekar um málið,“ sagði hann. „Ástæðurnar fyrir þessum upp- sögnum,“ svaraði Hafþór, „eru geysilegar kaupkröfur, allt frá 300—600%, og með slíkum kaup- málum myndi verða veruiegur taprekstur á Vængjum á þessu ári. Það er því augljóst að fremur ber aó hætta rekstri en fara út í taprekstur. Jafnaðarkaup flug- manna okkar s.l. ár var um 1600 þús. kr. með orlofi og hlutfallið í rekstrarkostnaðinum hefur verið þannig að við höfum greitt 25% af brúttóveltu í laun, en allt varð- andi yfirbyggingu á starfseminni hjá okkur er í lágmarki. Það er því í framhaldi af þessu áliti stjórnarinnar að við megum ekki gera að engu sparifé hluthafa, sem hafa treyst okkur fyrir fé sínu í fyrirtækinu.“ ur við Færeyinga og Norðmenn um mjög takmarkað aflamagn. Fyrir utan einn dag, er for- sætisráðherra var í London, hefði verið haldið uppi eðlilegri land- helgisgæzlu, sem m.a. sæist á því, að á u.þ.b. viku hefði í tvígang verið klippt aftan úr brezkum tog- urum. Aðgerðir gæzlunnar hefðu og leitt til þess að brezku togararnir hefðu sáralítið getað veitt undanfarið miðað við það aflamagn, sem þeir náðu undir herskipavernd. Við verðum að horfast í augu við það meginmark, sagði ráð- herrann, með hvaða hætti við getum bezt tryggt fiskvernd og hamlað gegn ofveiði. Ef hægt er að ná viðunandi skammtimasamn- ingum, sem tryggja betur þennan höfuðtilgang okkar með útfærslu fiskveiðilandhelginnar en með áframhaldandi ófriði, eigum við hiklaust að gera slikan samning. Um þetta er ég sannfærður, enda þá jafnframt betur tryggð vernd- unarsvæði ungfisks, reglur um veiðarfæri og hugsanlegum váleg- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.