Morgunblaðið - 21.02.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976
17
Bergþóra Kristins-
dóttir—Minningarorð
Fædd 14. júní 1907.
Dáin 11. febrúar 1976.
Ein af mætum húsfreyjum
Reykjavikur verður til grafar bor-
in í dag, Bergþóra Kristinsdóttir á
Grettisgötu 84, Hún sýndi glöggt
dæmi þess, hvernig unnt er að
strá gleði og hamingju í kringum
sig, þótt sjálf ætti hún um áratugi
við þungbæra sjúkdóma að stríða
svo að oft mátti ekki á milli sjá,
hvort sigra mundi, lífið eða
dauðinn.
Bergþóra Kristinsdóttir fæddist
á Patreksfirði 14. júlí 1907. Voru
foreldrar hennar hjónin Evlalia
Kristjánsdóttir og Kristinn Bene-
diktsson, sjómaður þar og póstur
um skeið. Var Bergþóra næstelzt
fimm barna þeirra hjóna, og eru
þau nú öll látin, en tvær hálfsyst-
ur hennar eru enn á lífi. Hinn 5.
júli 1930 gekk hún að eiga Þorkel
Ásmundsson, húsasmíðameistara,
frá Fellsaxlarkoti í Innri-
Akraneshreppi, öðlingsmann á
allan máta, og varð sambúð þeirra
hin farsælasta. Lifir hann hana
ásamt fimm börnum þeirra, en
alls eignuðust þau níu börn
saman. Þrjú af börnum þeirra
létust skömmu eftir fæðingu, en
elzta dóttir þeirra dó þriggja ára
gömul, og hefði orðið 45 ára
daginn eftir andlát móður sinnar,
hefði hún lifað. Öll hin börnin eru
upp komin og hafa stofnað sín
heimili. Eru þau þessi: Ásmundur
Kristbjörn, húsasmiðameistari,
giftur Hrafnhildi Kristins-
dóttur, Ellen gift Gunnari B.
Kristinssyni, stýrimanni, Kristin
Evlalía, gift Kristjáni B. Samúels-
syni, afgreiðslumanni, Helga Ingi-
björg, gift Guðmundi H. Haralds-
syni, vélstjóra og Guðmundur
Valdimar, rafvirki, giftur Jónu
S. Sigurðardóttur. Öll eru þau
búsett í Reykjavík. Auk þessa átti
hún eina stjúpdóttur, Guðbjörgu
Amelíu, sem giftist Páli Guðjóns-
syni sjómanni í Vestmannaeyjum.
Barnabörn Bergþóru eru 7, og
auk þess 4 stjúpömmubörn.
Öll þessi stóra fjölskylda hefur
haldið mjög fast saman, og ástúð
eindrægni og gagnkvæm virðing
verið þar ríkjandi.
Hefur oft verið harla gestkvæmt
á heimili þeirra Bergþóru og
Þorkels, og ávallt var það hún,
sem með glaðværð, góðvild og
léttleik í allri framkomu var hinn
góði andi heimilisins, og ekki
spillti þar rólyndi og fáguð fram-
koma heimilisföðurins í hvivetna.
Eins og vikið var að í hupphafi
þessara orða, átti Bergþóra
siðustu tvo áratugina lengstum
við mjög þungbær veikindi að
stríða. Hún var löngum sárþjáð,
og missti mátt líkamans að meira
eða minna leyti þráfaldlega, en
aldrei lét andi hennar bugast og
aftur var hún komin glöð og bros-
andi meðal ættingja og
kunningja. Vakti þol hennar og
þrautseigja undrun allra sem til
þekktu. Fjórum sinnum varð hún
að ganga undir mikla uppskurði,
og oft að dvelja á sjúkrahúsi þess
á milli. En hún sá alltaf björtu
hliðarnar á lífinu. Vissulega stóð
hún ekki ein í baráttu sinni. Eig-
inmaður hennar sýndi henni ein-
staka umhyggju, börnin og
tengdabörnin elskuðu hana og
vildu allt fyrir hana gjöra, öll
þessi stóra fjölskylda var eins og
einn maður. Síðustu árin var
nágrannakona hennar, Ágústa
Jónsdóttir ætíð boðin og búin að
koma til aðstoðar og vera henni til
léttis, og læknar hennar og
hjúkrunarfólk sýndu henni
nærgætni. En ekki má sköpum
renna. Hún hafði ætlað að verða
HÓTEL BORG
Okkar vinsæla
kalda bord
ásamt
þorramat
í hádeginu
í dag
Lokað í kvöld
vegna einka-
samkvæmis.
systur Bergþóru vill einnig tjá
henni hugheilar þakkir, en Svava
hafði frá fermingu verið í skjóli
systur sinnar, og siðan tóku þau
hjón Bergþóra og Þorkell að ser
son þeirra Sigurgeir H. Bjarria-
son, sem óist upp hjá þeim frá 1 1
til 20 ára aldurs. Þá veitti hún
einnig heimili hans mikla hjálp,
þegar Svava andaðist.
Að lokum flyt ég Bergþóru
Kristinsdóttur innilegar þakkir
mínar og konu minnaf fyrir langa
og trygga vináttu og'ljið Guð að
styrkja alla ástvini,; hennar i
þeirra mikla missi, efíTfeita henni
sæla endurfundi vié þá ástvini
sem á undan voru tfarnir, og
blessa hana um alla eégjð.
----------
Fiskibátur til sölu
20 tonna fiskibátur, 4ra ára gamall með fiýrri
vél.
WU,
Bátnum fylgja handfærarúllur og troll.
Upplýsingar í síma 14174 — heima 300Ö8
samferða manni sínum á vina-
fagnað, og var hress og glöð. Samt
þurfti hún að vitja læknis síns,
Sigurðar Sigurðssonar, fyrra
miðvikudag. Hún kom inn til
hans, tók af sér kápuna og hné
útaf um leið og hún settist.
Læknirinn ásamt starfsbróður
sinum, Guðjóni Lárussyni, sem
einnig hafði annazt hana, fylgdi
henni til sjúkrahúss og gerði allt
sem unnt var til að vekja hana til
lífs. En stundin var komin og
fögru lffi lokið.
Eftirlifandi venzlamenn vilja
koma á framfæri kæru þakklæti
til lækna hennar. og annarra
þeirra sem önnuðust hana og að-
stoðuðu. Mágur hennar, Bjarni
Elíasson, sem kvæntur var Svövu
dansieikur
í kvöld
i
Hinir frábæru
CABARETT ásamt
SEXICATS skemmta
Skemmtun fyrir alla
Grindavík
HAUKAR
Sætaferðir frá B.S.I.
og Torgi, Keflavík.
Nafnskírteini. Gestir kvöldsins hljómsveitin
Dinamit með Hebba kalda