Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 Neyðarástand að skapast í útgerðarmálum Breta IVBlljónatap á vdSferðum - Fiskur af Islandsmiðum seldur í dýrafóður - 180 togurum lagt á sl. 16 mánuðum - Odýr innfluttur fiskur höfuðorsökin - Stjómin lofar aðgerðum London, 1. marz AP. MIKIÐ verðfall hefur orðið á þorski á Bretlandsmarkaði og eru flestir togarar landsins reknir með stórfelldu tapi um þessar mundir, og tap á 20 daga veiðiferðum togara allt að 10 þúsund sterlingspund eða 3,5 milljónir fsl. kr. Brezkir útgcrðarmenn og sjómenn eru mjög reiðir og kenna um taumlausum innflutningi á ódýrum frystum þorski frá Noregi og lúðu frá Hollandi, þar sem útgcrð njóti stórfelldra rfkis- styrkja. Hafa sjómenn undanfarið aðeins fengið um 98 fsl. kr. fyrir kg af lönduðum þorski, en lágmarksverð til að útgerð togara geti horgað sig er að sögn útgerðarmanna 108 kr. ísl. og er þá aðeins gert ráð fyrir að endar nái saman. i sl. viku var innfluttur frystur þorskur frá Noregi seldur fyrir allt niður í 68 ísl. kr. Hefur þetta haft í för með sér að erfitt hefur verið að losna við afla togaranna, er þeir hafa komið að landi og þannig voru t.d. 200 lestir af fiski frá Islandsmiðum seld í kattamat, mjölvinnslu og saltverkun. Samtök brezkra togaraeigenda segja að ástandið sé orðið svo al- varlegt, að allt útlit sé fyrir að útgerð og fiskvinnsla frá Aber- deen leggist niður innan nokk- urra vikna og benda á þá stað- reynd að skipum í brezka úthafs- flotanum hafi fækkað úr 500 niður í 320 á sl. 16 mánuðum. Talsmaður samtakanna tilkynnti Fred Peart sjávarútvegsráðherra Breta í Huil á laugardag er ráð- herrann var þar á ferð að togarar þeir, sem selt hefðu afla sinn í Hull og Grimsby í síðustu viku hefðu tapað samtals 50 þúsund sterlingspundum eða um 17,5 milljónum ísl. kr. Lofaði sjávarút- Sakadómur rannsakar ólöglegu sjússamælana MAL veitingahúsanna þriggja, sem uppvís urðu að því að nota ólöglega sjússamæla, hafa nú verið send Sakadómi Reykja- víkur til frekari rannsóknar. Að sögn Bjarka Eliassonar yf- irlögregluþjóns er hér um að ræða veitingahúsið Klúbbinn, Sesar og Sigtún í Reykjavík. Allmargir ólöglegir mælar voru i notkun í þessum húsum og hefur þetta i sumum tilfell- um viðgengizt frá því í fyrra. Að sögn Bjarka reyndust mæl- arnir taka 2,4—2,7 sentilítra í stað 3 sentilítra eins og lögboð- ið er, og hafa viðskiptavinirnir því fengið 10—20% minna vín en þeir greiddu fyrir. vegsráðherra að þegar eftir helg- ina myndi hann beita sér fyrir nákvæmri könnun á vandamálinu og reyna að nota kerfi Efnahags- bandalagsins tii þess að takmarka innflutning á frosnum fiski. Samtök togaraeigenda sögðu að Bretar hefðu á sl. ári flutt ínn þorsk fyrir 6.8 milljarða Isl. króna, sem hefði bætzt við óhag- stæðan viðskiptajöfnuð lands- manna á sama tima og brezkur fiskiðnaður hefði barizt I bökk- um. Þrátt fyrir þetta væri geypi- hátt verð á fiski I fiskbúðum og þyrftu húsmæður að greiða allt að 476 isl. krónur fyrir kg af þorski, en verðið, sem sjómenn fengju á fiskmörkuðunum væri aðeins 91 kr. Sögðu togaraeigendur að það væru milliliðirnir, söluaðilar I heildsölu og smásölu, sem hirtu allan gróðann. Talsmaður fyrirtækisins Assoeiated Fisheries skýrði frá því um helgina að fyrirtækið kynni að neyðast til að draga mjög saman seglin, þar sem tap'á rekstri togara þess hefði á sl. ári numið 2 milljónum sterlings- punda. Brezka blaðið Sunday Observer sagði í gær, að fjárhagsvandræði brezka fiskiðnaðarins sýndu að viðskiptastrið milli evrópsku fisk- veiðiþjóðanna yllu miklu meira tjóni fyrir fiskiðnaðinn I Bret- landi en það sem íslenzku varð- skipin gætu gert. Jón Olgeirsson í Grimsby sagði í samtali viðMorgunblaðiðigær að ákaflega dauft hljóð væri í mönn- um. Fiskverð væri niður úr öllu valdi og ekki einu sinni hægt að selja allan þann afla sem að landi kæmi, nema þá I dýrafóður og mjölvinnslu. Sagði J.ón að í þess- ari viku væri aðeins um að ræða landanir 4 togara í Hull, en slíkt hefðí fyrir nokkru siðan verið tal- inn eðliiegur fjöldi daglegra- iandana. 38 úthafstogarar eru nú gerðir út frá Grimsby, 33 frá Hull og 27 fra Fleetwood. Jón Oigeirs- son sagði að togarafyrirtækið British United Trawlers i Grims- by hefði tilkynnt á fimmtudag, að það hefði endanlega lagt síðustu 6 Þór Vilhjálmsson skipað- ur hæstaréttardómari Forseli Islands hefur að tillögu dómsmálaráðherra skipað Þór Vilhjálmsson prófessor í embætti hæstaréttardómara frá 1. marz s.l. að telja. Þór Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 9. júní 1930. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1957. Stundaði framhaldsnám í ríkisrétti í New York og Kaup- mannahöfn. Hann var blaða- maður við Morgunblaðið 1957—58. Fulltrúi borgardómara í Reykjavík 1960 og settur borgar- dómari 1962. Aukakennari við lagadeild H.I. 1959—62, lektor 1962—67, er hann var skipaður prófessor. Þór er kvæntur Ragnhiidi Helgadóttur alþingismanni. Þór Vilhjálmsson gufutogurunum sinum, Northern Sky, Northern Eagle, Lord Beatty, Coldstreamer, Royla Lincs og Black Watch. Þetta eru 20 ára gömul skip byggð í Þýzka- landi á árunum 1955—56. Þetta þýðir að um 120 sjómenn missa atvinnuna. Jón sagði að at- vinnuástandið i Grimsby og Hull færi stöðugt versnandi og væri ekki hægt að neita því að talsvert meiri hití væri kominn í fólk. T.d. hefði þrívegis Verið hringt heim til hans á sl. 10 vikum með hótunum um að sprengja hús hans i loft upp. Hefði lögreglan komið á vettvang og gert sprengjuleit en ekkert'fundið. Þá náði Morgunblaðið sam- bandi við Walter Nuttin, skip- stjöra á brezka togaranum Boston Kertrell. sem er nýkominn af ís- landsmiðum og spurði hann hvernig honum fyndist verðið, sem hann hefði fengið fyrir afla sinn. Svaraði Nuttin skipstjóri því til, að hann og hans áhöfn hefðu það verkefni eitt að veiða fiskinn, það væru aðrir, sem sæu um markaðshliðina. Vildi hann ekk- ert tjá sig um málið, en sagði aðeins að hann hefði um árabil stundað veiðar á Islandsmiðum og gengið vel og aflinn núna væri ósköp álíka og hann hefði verið til jafnaðar á sl. árum. Sagði Nuttin að þeir myndu snúa aftur á Is- landsmið á næstu dögum. Sverrir Kristjánsson sagnfrœðingur látinn SVERRIR Kristjánsson sagn- fræðingur lézt í Reykjavfk s.I. fimmtudagskvöld, 68 ára að aldri. Hann var löngu þjóðkunnur af sagnfræði- og fræðimannsstörf- um sfnum. Sverir var fæddur i Reykjavík 7. febrúar 1908, sonur Bárðar Kristjáns Guðmundssonar verka- manns og Guðrúnar V. Guðmundsdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1928 og nam siðan sagnfræði við háskólann í Kaup- mannahöfn og um skeið í Berlín. Eftir að Sverrir kom heim frá námi vann hann sem kennari í Reykjavík i nokkur ár. Þá starfaði hann við rannsóknir og skrásetningu bréfa og skjala í Ríkisskjalasafni Dana Bókhlöðu konungs og National Museum 1956—58. Á æviferli sínum samdi Sverrir fjölda greina í blöð og tímarit, Sverrir Kristjánsson auk þess, sem gefnar voru út eftir hann margar bækur sagnfræði- iegs eðlis. Sverrir var þrígiftur. Eftir- lifandi kona hans er Guðmunda Elíasdóttir söngkona. Jón Sigurðsson „Átti ekki von á að samningarnir yrðu felldir svona víða” — segir Jón Sigurðsson formaður Sjómannasambandsins MORGUNBLAÐIO náði i gær kvöldi tali af Jóni Sigurðssyni form. Sjómannasambandsins og spurði hann, hvað hann vildi segja um nýgerða sjómannasamninga, sem virðast hafa fengið misjafnan hljómgrunn I verstöðvunum. ,, Atkvæðagreiðslur, I það minnsta i mjög mörgum félögum sýna það, að sjómenn eru ekki ánægðir með þessa samninga, sem nú hafa verið undirritaðir," sagði Jón. Þá var hann spurður um hver helzta breyting þessara samninga væri frá þeim fyrri. „ Helzta breytingin er falin I endur- skoðun á sjóðakerfinu, þannig að kauptrygging hefur hækkað, en er sett saman á annan hátt en áður, I þá átt að nú getur hún verið hvort tveggja, kaup og iilutur. Eftir þetta er hún frá 95—105 þúsund krónur. Hlutaskiptin hafa breytzt nokkuð þannig, að skiptaprósentan lækkar, frá þvi sem hún vðr, en samt sem áður á sjómaðurinn að bera meira úr býtum " Morgunblaðið spurði Jón hvað hann vildi segja um mjög slælega þátttöku sjómanna í atkvæðagreiðsl- unni. Hann sagði: „Hún er vægast sagt lltil Sjálfur tel ég, að þegar um sameiginlega samninga er að ræða, að þá eigi að greiða atkvæði I hinum einstöku' félögum og telja siðan upp úr sam- eiginlegum potti En félögin eru hvert um sig sjálfstæðir aðilar og á meðan ekki næst samkomulag um annað verður að hafa þennan hátt á Úr því sem komið er, geta verkfalls- brot vel átt sér stað, en félögin verða að sjá um og leita aðstoðar varðandi þá báta sem kynnu að fara út, þannig að þeir fengju hvergi löndun.” AðspUrður sagði Jón, að hann væri aldrei fyllilega ánægður með samninga, sem gerðir væru fyrir sjómenn, þvi þeir ættu það mikið skilið og aldrei hefði hann náð þvi fram i samningum, sem hann hefði viljað „Hins vegar átti ég ekki von á því, að samningarnir yrðu felldir svo viða, en atkvæðagreiðslurnar sýna að mennirnir eru hvergi nærri ánægðir með þá Þegar úrslitin verða kunn i öllum félögum þá kemur samninganefndin saman til fundar aftur, a.m k, hluti hennar, jafnvel öll og ræðir málin Viðbrögð- in geta ekki verið önnur en að óska eftir viðræðum, annað hvort við Landssamband ísl. útvegsmanná eða útvegsmenn þeirra staða, þar sem enn eru verkföll.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.